Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 B 7 HAIMDKIMATTLEIKUR Stjarnan lagði KA STJARNAN stendur vel að vígi sem væntanlegur fulltrúi í und- anúrslitum íslandsmótsins í handknattleik eftir sigur á KA á Akureyri í gær. Þessi fyrri eða fyrsti leikur liðanna var annars með ólíkindum og mætti skrifa langt mál um allt annað en handbolta, til dæmis dómar- ana, áhorfendur eða bara fróma ritgerð um lundarfar fólks sem byggir þetta norð- læga land. Jæja, handboltinn verður ofan á og leikurinn end- aði 14:17. Staðan þvíKA 0, Stjarnan 1. Hilmar Þórlindsson Stjörnumað- ur skoraði fyrsta mark leiks- ins eftir 29 sekúndur og bætti öðru v’ð eft'r 3ja mínútna Stefán Þór leik. Staðan því 0:2 Sæmundsson og Hilmar átti eftir skrifar frá að skora 7 mörk Akureyn áður en hann fór meiddur út af þegar rúmar 11 mín. voru til leiksloka. Hann var öflug- asti sóknarmaðurinn í þessum leik. KA-menn komust brátt á blað og staðan var jöfn, 3:3, eftir 10 mín- útna leik. Varnir liðanna voru sterk- ar og Ingvar varði vel í marki Stjömunnar. í stöðunni 3:5 kom ótrúlegur leikkafli. Stjarnan skoraði ekki mark í tæpar 13 mínútur og KA þó ekki nema þijú og komst í 6:5. Á þessum kafla varði Ingvar þrjú vítaskot. Björgvin, Jakob og Duranona urðu allir að láta í minni pokann fyrir þessum snjalla mark- verði. Stjarnan gerði síðan tvö síð- ustu mörkin í hálfleiknum og staðan 6:7. Undir lokin á þessum strembna hálfleik fékk Árni Stefánsson, liðs- stjóri KAj aðvömn frá dómurum leiksins. Árni lét sér ekki segjast og hélt áfram að mótmæla uns hann var rekinn út af með rautt spjald. Dómararnir, Gísli Jóhanns- son og Hafsteinn Ingibergsson, áttu eftir að koma mikið við sögu, KA- mönnum til hrellingar. Sóknarnýtingin var aðeins skárri í seinni hálfleik. Stjarnan breytti stöðunni úr 6:7 í 6:11 á fyrstu sjö mínútunum. Þar voru Hilmar og Konráð að verki. KA-menn brenndu enn af víti, Ziza skaut í þverslá. Pyrsta mark KA kom eftir ríflega 8 mínútur. Skömmu síðar varð allt vitlaust í KA-heimilinu, fyrst eftir átölulaust brot á Sævari Árnasyni, síðan þegar dæmt var mark af KA. Áhorfandi rauk inn á völlinn og Óli Ólsen eftirlitsdómari vísaði hon- um úr húsi. Síðustu 20 mínúturnar var allt á suðupunkti. KA minnkaði muninn í 10:12 þegar Stjörnumenn tóku sér tíu mínútna hlé í marka- skorun. Þegar 4,34 mín. voru eftir var staðan 12:15 og þá tóku KA- menn tvo úr umferð. Sævar skoraði tvö mörk í röð úr hraðaupphlaupi. Það fyrra var sögulegt. Ingvar markvörður lenti undir Sævari og gaf honum kjaftshögg og uppskar 2ja mínútna brottvísun. Margir vildu sjá rautt spjald þarna. Staðan Skúli Unnar Sveinsson skrifar var nú 14:15 og 3 mínútur eftir en Stjörnumenn skoruðu tvö síðustu mörkin og sigruðu verðskuldað. Maður leiksins var án efa Ingvar Ragnarsson sem varði að minnsta kosti 23 skot og þar af 3 vítaskot. Hilmar var sterkur meðan hans naut við og Konráð hélt uppi merki hans í skyttustöðu í seinni hálfleik. Hjá KA var varnarleikurinn góður. Guðmundur Arnar varði þokkalega í fyrri hálfleik. Sóknin brást hins vegar eins og tölfræðin sýnir glöggt; 14 mörk úr 42 sóknum. Sagt eftir leikinn „Við verðskuldum ekki að fara í undarúrslit með því að leika eins og við gerðum í kvöld. Sóknarleik- urinn hjá okkur var skelfilegur, en vörnin og markvarslan voru í lagi,“ sagði Alfreð Gíslason, þjáfari KA, eftir leikinn og var þungur á brún. „Ég á aðeins eitt orð yfír þennan leik, ánægja,“ sagði Valdimar Grímsson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta var mjög erfíður leikur, en lykillinn að velgenginni er góð liðs- heild sem við sýndum í kvöld og svo ekki sé minnst á stórkoslega markvörslu Ingvars." „Stóri bróðir" lagður að velli Haukar komust í gærkvöldi yfir fýrsta hjallann á leið sinni í úrslitaleikina um íslandsmeistara- titilinn, en þangað ætlar Hafnarfjarð- arliðið sér. Haukar tóku í gær á móti „stóra bróður úr Reykjavík“, Val, og sigruðu, 27:22, eftir jafnan og spennandi leik. Haukar höfðu frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Guðmundur Hrafnkelsson, mark- vörður Vals, væri í miklu stuði. Aðrir leikmenn Hlíðarendaliðsins voru á hálfum hraða, en hrukku í gang eftir hálfleikinn og skoruðu þá úr sex fyrstu sóknum sínum - en þar með var allt loft úr Vals- strákum; komust í 15:13 en náðu ekki að fylgja því eftir. Það vantaði nokkra leikmenn í liðin. Hjá Haukum voru þeir Baumruk og A.ron fjarri góðu gamni en Þorvarður Tjörvi Ólafsson tók stöðu leikstjórnanda og skilaði hlut- verki sínu með mikilli prýði. Það vantar hins vegar mikið í vörn Hauka þegar Baumruk er ekki með. Þorkell Magnússon byrjaði illa en kom mjög sterkur til leiks þegar tíu mínútur voru eftir og gerði þá fimm mörk. Bjarni varði þokkalega undir lokin, en „við vorum að hugsa um það í hálfleik að skipta um markvörð, en ákváðum að bíða,“ sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Hann sagðist ánægður með sigurinn og það hefði tekist ágætlega að brúa það bil sem fastamenn í liðinu skildu eftir sig. Hjá Val vantaði Alsírbúann Aziz Mihoubi og óvíst hvort hann getur leikið meira með Val í vetur. „Þetta verða víst að verða þrír leikir, við getum ekki komist áfram með öðr- um hætti úr því sem komið er,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, og var óhress með hvernig botninn datt úr leik liðsins undir lokin. Guðmundur var góður í mark- inu, sérstaklega í fyrri hálfleik en aðrir leikmenn geta allir gert bet- ur. Það á raunar við um leikmenn beggja liða; þeir gerðu allt of mikið af mistökum í gærkvöldi. Sigfús G. Guðmundsson skrifar Þannig vörðu þeir Varin skot (knötturinn aftur til mótheija innan sviga). Bergsveinn Bergsveinsson, Aftureldingu, 14 (5): 6(3) langskot, 3(1) úr horni, 2 eftir gegnumbrot, 2(1) af línu, eitt eftir hraðaupphlaup. Suk Hyung Lee, FH, 20/1 (8): 9(5) langskot, 5(2) eftir hraðaupphlaup, 3(1) eftir gegnumbrot, 2 úr horni og eitt vítakast. Bjarni Frostason, Haukum, 10/3 (2): 4(1) langskot, 3 víta- köst, 2(1) eftir gegnumbrot, eitt úr horni. Guðmundur Hrafnkelsson, Val, 18/1 (4): 11(1) langskot, 2(1) úr homi, 2(2) eftir gegn- umbrot, eitt vitakast, eitt af línu og eitt eftir hraðaupphlaup. Guðmundur A. Jónsson, KA, 10 (3): 6 (2) langskot, 3 (1) úr homi, 1 af línu. Hermann Karlsson, KA 4 (2): 1 (1) langskot, 2 (1) af línu, 1 eftir gegnumbrot. Ingvar Ragnarsson, Stjörn- unni: 23/3 (7/3): 11 (1) lang- skot, 3 (1) gegnumbrot, 2 hraðaupphlaup, 3 (1) horn, 1 (1) lína, 3 (3) víti. _ Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV, 12 (4): 10 (4) langskot, 2 úr horni. Reynir Þ. Reynisson, Fram 11/1 (2): 5 (1) langskot, 2 (1) úr horni, 1 gegnumbrot, 1 ví- takast, 2 af línu. „Fyrsta skrefið" Þetta var fyrsta skrefið, en það er erfið barátta framundan," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, sem lagði Fram að velli 20:18. „Bæði liðin léku sterkan varnar- leik, þannig að menn áttu í erfiðleikum í sóknar- leiknum. Við eigum vissulega möguleika á að endurtaka leikinn, leggja Framara að velli á heima- velli þeirra - ef ekki, þá eigum við heimaleik til góða.“ Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari Fram, sagði að sínir menn hefðu ekki leikið vel, ekki eins og lagt var upp með. „Við vissum að við urðum að ná toppleik til að fagna sigri. Ég er ekki hræddur við næsta leik - mig dauðlangar að koma hingað aftur.“ Leikurinn var leikur hinna sterku vama, heimamenn höfðu yfirhönd- ina mest allan leikinn. Framarar gengu vel út á móti heimamönnum og Eyjamenn tóku ekki neinum vettlingatökum á sóknarleikmönn- um Fram - það var járn í jám. Leikmenn Fram náðu aðeins að skora eitt mark fyrstu fímmtán mín. leiksins, þannig að heimamenn náðu yfirhöndinni þó að munurinn hafí aldrei verið mikill, 9:7, í leikhléi. Framarar náðu að jafna 11:11 þegar tuttugu mín. voru til leiks- loka, síðan aftur 14:14. Eyjamenn svöruðu þá með þremur mörkum og vom sterkari á lokasprettinum. Varnarmenn ÍBV léku vel og fyrir aftan þá var Sigmar Þröstur Óskarsson góður í markinu. Fram- arar léku einnig prýðisgóða vörn, þar sem Reynir Þór Reynisson var sterkur í markinu. Daði Hafþórsson bar nánast uppi sóknarleik Fram, skoraði tíu mörk. Leikmenn eins og Oleg Titov og Magnús Arnar Arngrímsson náðu aldrei að losna úr strangri gæslu heimamanna. Brann hefur beðið Birki og Jan Ove afsökunar „VIÐ ætluðum aldrei að lög- síekja Brann, eins og hefur komið fram í blððum hér og háar peningakröfur sem hafa verið nefndar, eru stórlega ýktar,“ sagði Birkir Kristins- son, landshðsmarkvörður, en norsk blðð sögðu frá því um helgina að hann og Jan Ove Pedersen hefðu ákveðið óska eftir skaðabótum vegna þess að þeir geta ekki leikið í Evrópukeppni bikarhafa vegna mistaka Brann. „Við höfum í langan tíma óskað eftir afsökun frá Brann og að forráðamenn Iiðsins viður- kenndu mistök sín opinber- lega. Sögusagnimar um lög- sókn hófust eftir að við sáumst ásamt lögfræðingi frá Ósió á SAS-hótelinu hér í Bergen á laugardaginn. Það einkennilegasta við þetta mál er að það voru forráðamenn lýá Brann sem láku fréttum í fjölmiðla og var það greini- lega gert til að klekkja á okkur. Það fór allt upp í háa- loft og mikU fundarhöld hafa verið vegna málsins, sem var að ná farsæUi lausn. Brann hefur beðið okkur afsökunar opinberlega. Við erum ánægðir með það, gerum engar kröfur og höfnuðum peningagreiðslum sem okkur voru boðnar. Málið er komið á hreint, sem betur fer - það er ánægjulegt að sættir hafa náðst fyrir seinni leikinn gegn Liverpool," sagði Birk- ir. Þess má geta að fjölmiðlar í Noregi sögðu frá því að kröfur Birkis hafi verið sjö miHj. ísl. kr. og Jans Oves 11,5 milU. kr. Stórt skref hjá ÍR-ingum Valur B. lónatansson skrifar IR-ingar stigu mikilvægt skref í að halda sæti sínu í 1. deild með því að vinna Selfyssinga, 22:19, í Selja- skóla í gær. ÍR þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að halda sæti sínu í deildinni og fá til þess tvo leiki. Það er hins vegar að duga eða drepast fyrir Selfoss að vinna á heimavelli á miðvikudagskvöld, ann- ars verður hlutskipti liðsins að falla í 2. deild. ÍR-ingar léku vel í fyrri hálfleik og lögðu þá grunninn að sigrinum. Vörnin var sterk og sóknir þeirra vel útfærðar af Ragnari sem leikstjórn- anda. Á sama tíma stóð ekki steinn yfir steini hjá Selfyssingum. Sóknar- leikurinn í molum og markvarslan nánast engin. Breiðhyltingar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir með átta marka for- skot, 15:7, þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar. Þá héldu þeir að sigurinn væri í höfn og einbeitingin hvarf. Selfyssingar gengu á lagið með mik- illi baráttu og góðum leik Björgvins Rúnarssonar og Gísla Guðmundsson- ar í markinu náðu þeir að minnka muninn í tvö mörk, 20:18, þegar fimm mín. voru eftir. Allt í einu var komin spenna í leikinn. Selfoss fékk síðan möguleika á að minnka muninn í eitt mark en Hrafn varði vel frá Björgvini úr horninu og þá var sigur- inn í höfn. „Sigurinn var auðvitað sætur. En við lærum vonandi mikið á þessum leik. Eftir að hafa náð öruggri for- ystu var óþarfí að missa forskotið niður í tvö mörk,“ sagði Matthías Matthíasson, þjálfari ÍR. „Við verð- um að halda einbeitingunni út allan leikinn og við komum til með að gera það í leiknum á Selfossi. Við ætlum að vinna í tveimur leikjum." „Við lékum mjög illa í fyrri hálf- leik. ÍR-ingar voru betri og sigur þeirra var sanngjam. Við emm orðn- ir vanir að vera í þessari stöðu og okkur gengur yfirleitt best undir álagi,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Selfoss, eftir tapið. „Ég get lofað því að það verður tekið vel á móti IR á Selfossi þvi við ætlum að koma hingað í Seljaskóla aftur á fostudag. Eg vona að við fáum ekki sömu dómara og í þessum leik, enda vom þeir mjög slakir og ekkert sam- ræmi í dómum þeirra. Þeir em ekki hæfir til að dæma svona spennuleiki." al með góða stöðu ferðir eru eftir. Bad Schwartau fylgir fast á eftir með 48 stig. Hansa Rostock er í þriðja sæti með 45 stig. í 1. deild á Lemgo á meistara- titilinn nokkuð vísan eftir 25:22 sigur á Hameln um helgina en Daniel Stephan var í sérflokki með 12 mörk. Liðið er nú með 44 stig og 7 umferðir eftir. Flensburg, sem tapaði 29:18 fyr- ir Magdeburg, er í öðru sæti með 35 stig og síðan kemur Ni- ederwiirzbach með 30 stig. Önn- ur úrslit um helgina voru þau að Grosswallstadt vann Minden 38:26 og var Sigurður Bjarnason með þijú mörk fyrir Minden, Wallau Massenheim vann Gum- mersbach 28:19 og Nieder- wiirsbach burstaði Héðin Gils- son og félaga í Fredenback, 31:17, en Héðinn var með eitt mark. SOKNARNYTING Fyrsti leikur liðanna í úrslitakeppni íslandsmótsins, leikinn á Akureyri mánudaginn 17. mars 1997. Mörk Sóknlr % 6 21 29 F.h 7 21 33 8 21 38 S.h 10 21 48 14 42 33 Alls 17 42 40 4 Langskot 8 2 Gegnumbrot 1 4 Hraðaupphlaup 3 1 Horn 3 1 Lína 0 2 Víti 2 SOKNARNYTING Fyrsti leikur liðanna í úrslitakeppni (slandsmótsins, leikinn í Vestmanna- eyjum mánudaginn 17. mars 1997. ÍBV Mörk Sóknir % Fram Mörk Sóknlr 9 20 45 F.h 7 20 35 11 22 50 S.h 11 23 48 20 42 48 Alls 18 43 42 6 Langskot 7 1 Gegnumbrot 2 1 Hraðaupphlaup 1 2 Horn 2 6 Lína 1 4 Víti 5 SOKNARNYTING Fyrsti leikur liðanna í úrslitakeppni (slandsmótsins, leikinn í Hafnarfirði mánudaginn 17. mars 1997. Haukar Mörk Sóknir % Valur Mörk Sóknir % 11 26 42 F.h 9 25 36 16 30 53 S.h 13 31 42 27 56 48 Alls 22 56 39 5 Langskot 6 4 Gegnumbrot 5 6 Hraðaupphlaup 4 3 Hom 2 6 Lina 3 3 Vítí 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.