Morgunblaðið - 19.03.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.03.1997, Qupperneq 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 Ð 3 URSLIT FH - UMFA 25:26 íþróttahúsið að Kaplakrika í Hafnarfirði, annar leikur í átta liða úrslitum 1. deildar karla, þriðjudaginn 18. mars 1997. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 2:2, 4:4, 6:4, 7:6, 7:8, 8:10, 11:12, 12:12, 12:14, 15:15, 15:18, 16:19, 18:21, 20:21, 20:23, 24:23, 24:24, 25:24, 25:25, 25:26. Mörk FH: Guðmundur Pedersen 10/4, Guðjón Árnason 4, Siguijón Sigurðsson 4, Knútur Sigurðsson 4/1, Hálfdán Þórðarson 2, Stefán Freyr Guðmundsson 1. Varin skot: Suk Hyung Lee 17/1 (þar af 7 til mótherja); 7(2) langskot, 3(1) úr homi, 2(1) af línu, 3(3) eftir gegnumbrot, eitt eftir hraðaupphlaup, eitt vitakast. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Aftureldingar: Gunnar Andrésson 7, Ingimundur Helgason 5/3, Siguijón Bjarnason 3, Bjarki Sigurðsson 3, Páll Þór- ólfsson 3, Sigurður Sveinsson 2, Þorkell Guðbrandsson 2, Jón Andri Finnsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 11 (þar af 5 til mótheija); 7(2) langskot, 2(2) eftir gegnumbrot, eitt eftir hraðaupphlaup, 1(1) af línu. Sebastían Alexandersson 2; eitt eftir gegnumbrot og annað af línu. Utan vallar: 10 mínútur og þar af eitt rautt spjald. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson vora slakir. Áhorfendur: Um 700. KR - Keflavík 103:93 fþróttahúsið Seltjarnarnesi, annar leikur lið- anna i undanúrslitum úrvalsdeildar, þriðju- daginn 18. mars 1997. Gangur leiksins: 0:2, 4:5, 8:11, 14:13, 18:21, 25:21, 34:25, 38:29, 40:41, 42:47, 50:47, 57:51, 63:51, 70:53, 77:56, 79:65, 86:78, 92:78, 97:80, 103:89, 103:93. Stig KR: Roney Eford 29, Jonatan Bow 25, Hermann Hauksson 23, Ingvar Ormars- son 16, Gunnar Örlygsson 6, Hinrik Gunn- arsson 3, Björgvin Reynisson 1. Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 22, Fal- ur Harðarson 20, Damon Johnson 20, Krist- inn Friðriksson 9, Albert Óskarsson 6, Gunnar Einarsson 5, Kristján Guðlaugsson 5, Birgir Öm Birgisson 4, Elentinus Mar- geirsson 2. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristján Möller. Dæmdu mjög erfiðan leik ágætlega. Áhorfendur: Riflega 400. UMFN-UMFG 77:90 íþróttahúsið í Njarðvík: Gangur leiksins: 0:2, 4:11, 11:11, 16:15, 22:28, 31:32, 39:32, 41:41, 43:44, 50:46, 50:53, 57:56, 57:60, 59:73, 66:81 77:90. Stig UMFN: Torrey John 18, Friðrik Ragn- arsson 17, Kristinn Einarsson 10, Páll Krist- insson 9, Sverrir Sverrisson 8, Jóhannes Kristbjörnsson 7, Örvar Kristjánsson 6, Rúnar Ámason 2. Stig UMFG: Herman Myers 31, Jón Kr. Gíslason 14, Pétur Guðmundsson 12, Helgi Jónas Guðfinnsson 11, Unndór Sigurðsson 10, Bergur Hinriksson 6, Páll Axel Vilbergs- son 4, Marel Guðlaugsson 2. Dómarar. Kristinn Albertsson og Jón Bend- er. Áhorfendur. 350. NBA-deildin Boston - Milwaukee.......126:117 Atlanta - Orlando..... ....112:107 ■ Eftir framlengingu. Charlotte - Utah.............93:114 Cleveland - Detroit...........85:82 San Antonio - Washington.....85:109 Denver - LA Lakers...........94:113 Golden State - Phoenix.......95:116 Íshokkí NHL-deildin Buffalo - Boston................5:1 New Jersey- Florida.............1:4 NY Rangers - Ottawa.............3:4 Phoenix - St. Louis.............3:2 Knattspyrna Deildarbikarkeppnin Þróttur Nes. - Keflavík.........2:2 Vilberg Jónasson 2 - Georg Birgis- son, Haukur Guðnason. Reykjavíkurmótið A-riðilI: Fylkir-KR........................1:2 Ómar Bentsen (1:1) - Þórhallur Dan Jóhannesson (0:1), Arnar Sigurgeirs- son (1:2), Þorsteinn Jónsson (1:3). B-riðill: Þróttur R. - SKÁÁ................10:1 Sigurður Hallvarðsson 5, Logi Unnar Jónsson, Einar Örn Birgisson, Vignir Sverrisson, Sigfús Kárason - Rúnar Ólafsson. UEFA-keppnin Seinni leikir í 8-liða úrslitum: Bröndby - Tenerife.................0:2 - Antonio Pinilla (21.), Antonio Mata Oli- vera (120.). 39.807. • Tenerife vann samtals 2:1. Monte Carlo: Mónakó - Newcastle.................3:0 Sylvain Legwinski (41.), Ali Benarbia 2 (52., 67.). 16.000. • Mónakó vann samtals 4:0. Mílanó, Ítalíu: Inter - Anderlecht................2.1 Maurizio Ganz 2 (12., 60.) - Yaw Preko (33.). 34.221. • Inter vann samtals 3:2. Valencia, Spáni: Valencia - Schalke.................1:1 Antonio Poyatos (45.) - Youri Mulder (18.). • Schalke vann samtals 3:1. England Úrvalsdeildin: Wimbledon - West Ham...............1:0 Hartford (19.) - Lazarides (89.). 15.771. • Vinnie Jones náði ekki að skora úr víta- spymu fyrir Wimbledon. 1. deild: Bolton - Port Vale.................4:2 Frandsen (9.), Glover (38. - sjálfsm.), Fa- iclough (81.), Blake (83.) - Bogie (3.), Talbot (50.). 14.150. Ipswich - Sheff. Utd...............3:1 Grogory 3 (1., 11., 37.) - Fjörtoft (21.). 10.374. Oldham - Charlton..................1:1 Barlow (65.) - O’Connell (89.). 4.969. Oxford - Grimsby...................3:2 Ford (62.), Gilchrist (66.), Aldridge (90.) - Mendonca 2 (31., 80.). 6.421. Stoke - Wolves.....................1:0 Forsyth (47.). 15.683. Tranmere - Man. City...............1:1 Jones (64.) - O’Brien (86. - sjlfsm.). 12.019. ■ Bolton hefur náð 16 stiga forskoti á Wolves, sem er i öðm sæti. Vináttuleikur Linz, Austurríki: Austurríki - Slóvenía..............0:2 - Primoz Gliha (73.), Ermin Siljak (82.). 14.500. Ikveld Handknattleikur 8-liða úrslit karla: Ásgarður: Stjarnan-KA....kl. 20 ■50. hver gestur fær páskegg. Framhús: Fram - ÍBV......kl. 20 Hlíðarendi: Valur-Haukar.kl. 20 Leikur um sæti í 1. deild: Selfoss: Selfoss-ÍR......kl. 20 2. deild karla: Keflavík: Keflavík - ÍH..kl. 20 Knattspyrna Deildarbikarkeppni KSI Kópavogur: HK-lA.......kl. 20.30 Reykjavíkurmótið Gervigras: Vík. - Fram.kl. 20.30 Leiknisv.: Léttir- Leiknir ...,kl. 20.30 FELAGSLIF Fundi um íþróttir barna og unglinga frestað Fyrirhuguðum fundi um íþróttir barna og unglinga á vegum íþrótta- og tómstunda- ráðs Garðabæjar og Umf. Stjörnunnar, sem átti að vera f Stjörnuheimilinu í kvöld, mið- vikudaginn 19. mars, er frestað. FERÐALOG Aukagolfferð Þar sem nánast.er uppselt í allar golf- ferðir vorsins hjá Urval-Utsýn hefur verið ákveðið að fara aukaferð til Algarve í Port- úgal og Islantilla á Spáni þann 19. apríl. Þetta er 11 daga ferð og komið heim 30. apríl. Leikið verður golf í tveimur löndum og kostar ferðin 79.500 krónur og er innifal- ið í verðinu nfu hringir í golfi. KORFUKNATTLEIKUR HAIMDKNATTLEIKUR Burðarásar hjá Keflavík hætta ÞRJÁR stúlkur, sem allar hafa leikið stórt hlutverk í hinu sigursæla kvennaliði Keflavíkur í körfuknattieik undanfarin ár, hafa ákveðið að hætta I körfuknattleik. Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir eru ákveðnar og sagði Björg í gær að þær stöllur ætluðu að „reyna“ að komast í landsliðið í vor og hætta síðan. Anna María Sigurðardóttir hefur einnig ákveðið að hætta og Margrét Sturlaugsdóttir hyggst gera slíkt hið sama. „Eg ætla að hugsa mig aðeins um því ég var búin að segja að ég ætlaði að hætta sem f s- landsmeistari," sagði Margrét í gærkvöldi. KR-ingarstöðvuðu sigursælt lið Keflvíkinga Jonatan Bow með stórleik KR og Keflavik verða að minnsta kosti að leika tvo leiki til viðbót- ar í undanúrslitunum t úrvalsdeildinni í körfuknattleik því KR lagði sigursælt lið Keflvíkinga 103:93 ígærkvöldi ískemmtilegum leik á Seltjarnarnesinu. Menn höfðu haft á orði fyrir leikinn að KR gæti unnið Keflavík því þar á bæ væri leikmaður sem gæti stöðvað Damon Johnson - nefnilega Roney Eford. Þetta er rétt að hluta til. Hjá KR er maður sem getur stöðvað Johnson, sem að flestra mati er sterkasti erlendi leikmaðurinn í deildinni, en hann heitir Jonatan Bow og hefur leikið hér á landi i'mörg ár. p|ow átti sannkaliaðan stórleik Skúi Unnar Sveinsson skrifar og vonandi heldur hann áfram á sömu braut því það er langt síðan hann hefur sýnt áhorfendum allar sínar bestu hliðar í einum og sama leiknum. Kappinn gerði 25 stig, það misfórst aðeins eitt skot hjá honum í leiknum, eina þriggja stiga skot hans, og hann tók 16 fráköst. Leikurinn bytjaði með miklum látum, eitthvað sem KR-ingar vildu örugglega ekki. „Við ætluðum að reyna að leika rólega, nema ef Keflvíkingar kæmu langt út á móti okkur í vörninni. Það gerðu þeir og við réðum vel við hraðann þannig að við héldum áfram að leika þann- ig,“ sagði Hrannar Hólm þjálfari KR eftir leikinn. Keflvíkingar byij- uðu með þriggja stiga sýningu; gerðu fimm þriggja stiga körfur fyrstu fimm mínútunar en þá tók Hrannar leikhlé og fannst mörgum furðu sæta því staðan var 18:19 og lið hans hafði leikið vel. Skipanir þjálfarans gengu eftir, KR-ingar settu fyrir þriggja stiga lekann, löguðu stöðuna og komust í 34:25 en gestirnir gerðu næstu fjögur stig og aftur tók Hrannar leikhlé. Ekki gekk það sem skyldi því gestirnr skiptu í svæðisvörn og náðu forystu, 47:42, áður en frábær endasprettur KR fyrir hlé hófst. Hver karfan rak aðra og gerði Eford síðustu stigin fyrir hlé. „Stal“ bolt- anum, brunaði upp og einhveijum hundraðshlutum úr sekúndu áður en klukkan gall tróð hann með glæsibrag. KR-ingar voru ákveðnir á svip er þeir þustu til búningsherbergis- ins og þeir voru enn illilegri er þeir komu til síðari hálfleiks, léku stífa vörn og eftir fimm mínútna leik höfðu gestirnir aðeins gert eina körfu. Þegar hálfleikurinn var tæp- lega hálfnaður var staðan orðin 77:56 - gestunum hafði aðeins tek- ist að gera fimm stig eftir hlé - og með skynsömum leik var ekki vandamál fyrir Vesturbæinga að tryggja sér sigurinn. KR-ingar virtust ætla að lenda í vandræðum með villur, þrír voru komnir með þtjár villur í fyrri hálf- leik og Ingvar fékk sína íjórðu snemma í þeim síðari, en þeir sluppu fyrir horn þrátt fyrir að leika góða vörn, eða ef til vill frekar vegna þess. Góð vörn snýst nefnilega um Urslitakeppnin í körfuknattleik 1997 Annar leikur liðanna i undanúrslitum, leikinn I Njarðvík W. mars 1997 NJARÐVÍK GRINDAVÍK 77 Skoruð stig 90 15/19 Vítahittni 13/25 6/21 3ja stiga skot 7/26 22/59 2ja stiga skot 28/39 23 Varnarfráköst 27 16 Sóknarfráköst 12 13 Bolta náð 6 13 Bolta tapað 16 16 Stoðsendingar 24 23 Villur 18 að hleypa mótheijanum ekki í gott skotfæri, án þess þó að brjóta á honum. Bow var frábær eins og áður er getið og Eford átti einnig mjög góðan leik, bæði í sókn og vörn, svo og Hermann Hauksson og Ingv- ar. Gunnar Örlygsson barðist af miklum krafti og styrkir liðsheild KR mikið. KR-ingar þurfa úrvals- leik til að sigra Keflvíkinga og þeir hittu á einn slíkan í gær og vonast eftir að fleiri fylgi í kjölfarið. Hjá Keflvíkingum var Falur mjög sterkur í fyrri hálfleik, gerði þá 20 stig, en ekki eitt einasta eftir hlé. Guðjón hitti ágætlega á köflum og Johnson átti ágætis leik, þó svo að Bow hafi leikið frábærlega gegn honum í vörninni. Nýting KR-inga var til mikillar fyrirmyndar. Leikmenn misnotuðu aðeins tvö af 26 vítaskotum, voru með 67% nýtingu í tveggja stiga skotum. Keflvíkingar voru með 100% nýtingu í vítaskotum allt fram á síðsustu sekúndur er þeir misnot- uðu þrjú skot í röð. Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1997 mW> Annar leikur liðanna i undanúrslitum, leikinn á Seltjarnamesi 18. mars 1997 KR KEFLAVÍK 103 Skoruð stig 93 24/26 Vítahittni 19/22 5/17 3ja stiga skot 12/28 32/48 2ja stiga skot 19/36 33 Varnarfráköst 11 8 Sóknarfráköst 16 10 Bolta náð 7 17 Bolta tapað 9 21 Stoðsendingar 8 20 Villur 21 í<si ÞJALFARAMENNTUN KSÍ «si C - STIG Fræðslunefnd KSI heldur C-stigs þjálfaranámskeið 3.- 6. apríl 1997. Þátttakendur verða að hafa lokió B-stigi KSÍ. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Námskeiðsþættir eru: Næringarfræði, markvarsla, íþróttameiðsl, kennslufræði, leikgreining, þjálffræði, leikfræði og sálarfræði. Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 581 4444. GÓÐ ÞJÁLFUN - BETRI KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA / UEF-KEPPNIN Ótrúlegt sigurmark á síðustu stundu Morgunblaöið/Golli JONATAN Bow áttf stórleik fyrir KR í gærkvöldi og hér er hann í barátt- unni við Damon Johnson úr Keflavík. „EG VISSI að þrjár eða fjórar sekúndur voru til leiksloka þegar ég fékk boltann og ekki annað að gera í stöðunni en að láta vaða á markið," sagði Páll Þórólfsson við Morgunblaðið eftir að hafa tryggt Aftureldingu eins marks sigur, 26:25, á FH í Kaplakrika í gærkvöldi og þar með sæti í undanúrslitum íslandsmótsins því nýkrýndir deildarmeistarar sigruðu einnig að Varmá sl. sunnu- dag. „Ég sá glufu á milli tveggja manna og þar sem ég hafði skorað úr ámóta færi ífyrri leiknum reyndi ég að gera eins - og það tókst. Þetta var það eina merkilega sem ég gerði í leikn- um en það var mikilvægt." Hefðin er rík hjá FH og FH-ingar eru þekktir fyrir rétt hugarfar þegar mikið liggur við. Þeir ætluðu BHMi sér ekkert annað en Steinþór sigur, trúðu að þeir Guðbjartsson gætu lagt deildar- skrifar meistarana, léku besta leik sinn á tímabilinu og voru við það að ná ætlunarverkinu þegar dómarinn Guðjón L. Sigurðsson dæmdi ruðn- ing á Guðmund Pedersen og klukkan var stöðyuð en þá voru sjö sekúndur eftir. „Ég vona Guðjóns vegna að þetta hafi verið ruðningur,” sagði Gunnar Beinteinsson, þjálfari og leikmaður FH, og var greinilega ósáttur. Hins vegar fengu heima- menn gullið tækifæri til að gera út um leikinn tæplega þremur mínútum fyrir leikslok en Guðmundur, besti sóknarmaður FH í gærkvöldi, skaut í stöng úr vítakasti og Gunnar Andr- ésson, öflugasti sóknarmaður UMFA að þessu sinni, jafnaði í næstu sókn með langskoti, 24:24. FH-ingar náðu aftur eins marks forystu en gestirn- Grindvíkingar í góðum málum Ivar Benediktsson skrifar Islandsmeistarar Grindavíkur áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Njarðvíkinga öðru sinni í einvígi liðanna í Njarðvík í gær- kvöldi, 90:77. Með því að leika sama leikinn í þriðju viðureigninni á heimavelli á fimmtu- dagskvöldið tryggja þeir sér rétt til þess að veija Islandsmeistaratitilinn sem þeir unnu I fyrsta skipti sl. vor. „Erfiðasti leikurinn er eftir, en það er íeikurinn á fimmtudagskvöldið, það vil ég undirstrika. Hingað til hefur áætlun okkar gengið upp um að einbeita okkur að einum leik í einu og við komum ákveðnir til leiks á heimavelli og ætlum að ljúka einvíginu þar,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. Grindvíkingar byijuðu vel í gær- kvöldi, á sama tíma gekk allt heima- mönnum í mót. Vörnin var hriplek og sóknarleikurinn snubbóttur og lánlítill. Gestirnir virtust vera að sigla framúr er þeir féllu niður á sama plan og heima- menn komust inn í leikinn og náðu að jafna og ná forystu, 16:15. Eftir það var leikurinn nokkuð í járnum þó frum- kvæðið hafi heldur verið gestanna. í stöðunni 32:27, Grindvíkingum í vil, hófu heimamenn að leika pressuvörn og gekk vel. Á skömmum tíma breyttu þeir stöðunni í 39:32 sér í vil. Þá skiptu þeir aftur yfir í svæðisvörn með þeim afleiðingum að leikmönnum Grindavík- ur tókst að jafna og komast einu stigi yfir áður en flautað var til hálfleiks, 44:43. „Ég er mjög ánægður með að mínir menn létu ekki hugfallast á þess- um kafla, heldur sýndu styrk sinn og sneru leiknum sér í hag,“ sagði Friðrik Grindavíkurþj álf ari. Áfram hélt baráttan í byijun síðari hálfleiks og eins og fyrr var leikurinn svo sem ekki mikið fyrir augað. Heima- menn náðu að hanga í gestunum til að byijað með en upp úr miðjum hálfleik skildi leiðir og Grindvíkingar náðu ör- uggri forystu. Vörnin batnaði til muna og stemmningslítið Njarðvíkurlið fann engin ráð til að breyta leiknum sér í hag. Gestirnir létu skynsemina ráða í sókninni léku langar og kerfisbundnar sóknir undir stjóm Jóns Kr. Gíslasonar. Það er í það minnsta ljóst á þessum leik að Njarðvíkingar verða að gera mun betur ætli þeir að snúa þessu ein- vígi sér í hag. Alltof margir leikmenn liðsins eru að leika með hangandi hendi og er engu líkara en þeir séu sáttir við að ná ekki lengra. Liðsheildin hjá Grindvíkingum sann- aði sig í þessum leik. Jón Kr. lék mjög vel og Herman Myers reyndist Njarð- víkingum óviðráðanlegur á sama tíma og Torrey John náði sér aldrei á strik hjá heimamönnum. Sé mið tekið af þessum leik eiga Grindvíkingar að gera út um einvígið á fimmtudaginn, en til þess verður skynsemin að vera við völd eins og að þessu sinni. ir svöruðu að bragði þegar 40 sek- úndur voru eftir. Rétt eins og FH-ingar voru deild- armeistararnir ekki ánægðir með dómarana og lái þeim hver sem vill. Eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik náði Afturelding þriggja marka for- ystu á fyrsta þriðjungi seinni hálf- leiks, 18:15, og um miðjan hálfleik- inn var sami munur, 21:18, en þá minnkaði Guðmundur muninn með marki úr horni. Bergsveinn Berg- sveinsson fór út á móti honum, ann- að hné markvarðarins virtist fara í hornamanninn sem féll við eftir að hafa skorað og Guðjón dómari sýndi Bergsveini umsvifalaust rauða spjaldið. „Hann sagði að ég hefði slegið Guðmund og þess vegna hefði hann sýnt mér rauða spjaldið,“ sagði Bergsveinn. „Hins vegar fór ég út á móti eins og ég geri alltaf en rak hnéð í lærið á honum og átti að fá tvær mínútur fyrir það. En ég sló hann aldrei og því var þetta mjög ranglátur dómur.“ Fram að þessu hafði Afturelding leikið mjög vel, skorað úr níu af 11 sóknum í hálfleiknum en þetta setti liðið út af laginu um stund og mót- lætið sem á eftir fylgdi bætti ekki úr skák en heppnin var til staðar í lokin. „Við vorum komnir með þægi- lega stöðu, þriggja marka forystu, en gerðumst of værukærir og mátt- um þakka fyrir sigurinn,” sagði Páll Þórólfsson. FH-ingar luku keppni með sóma. Þeir voru mjög ákveðnir í vörninni, gáfu mótheijunum aldrei frið og sóttu hratt og ákveðið en þetta nægði ekki. „Ákveðið millibilsástand ríkti hjá okkur í vetur en þetta var einn besti leikur okkar og framtíðin er björt,“ sagði Gunnar Beinteinsson og bætti við að hann ætlaði ekki að halda áfram að leika samhliða því að þjálfa. Eins og í fyrri leiknum BLAK SOKNARNYTING Annar leikur liðanna í úrslitakeppni íslandsmótsins, leikinn í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. mars 1997. mm k. FH Mörk Sóknir % Afturelding Mörk Sóknir % 12 13 24 23 50 F.h 12 57 S.h 14 23 24 52 58 25 47 53 Alls 26 47 55 9 Langskot 5 0 Gegnumbrot 7 7 Hraðaupphlaup 6 3 Hom 2 1 Lína 3 5 Víti 3 var Lee mjög góður í markinu, varn- armennirnir voru samstíga en í sókn- inni var títtnefndur Guðmundur helsti maður. Afturelding fékk mun meiri mót- spyrnu en í fyrri leiknum en stóðst álagið. Þar hafði sterkur varnarleik- ur mikið að segja en Alexei Trúfan hélt Hálfdáni Þórðarsyni niðri á lín- unni og skipti það miklu máli. Hilmar skoraði 5.000. markið HILMAR Þórlindsson, Stjörn- unni, skoraði 5.000. markið í úrslitakeppninni, síðan byrjað var að leik til úrslita um Is- landsmeistaratitilinn í hand- knattleik með þeim hætti sem nú er gert, 1992. Tímamóta- markið skoraði Hilmar eftir 29 sek. gegn KA á Akureyri. Valdimar Grímsson er sá leikmaður sem hefiu” skorað flest mörk í úrslitakeppninni, 199 fyrir Val og KA. Olafur Stefánsson, Val, kemur næstur með 190 mörk, Bjarki Sigurðs- son hefur skorað 161 mark fyrir Víking og Aftureldingu, Dagur Sigurðsson, Val, hefur skorað 156 mörk, einnig Sig- urður V. Sveinsson, sem skor- aði mörk sín fyrir Selfoss. Stjarnan jafnaði metin Lið Stjörnunnar kom á óvart í Ásgarði í gærkvöldi er það lagði íslandsmeistara Þróttar í þremur hrinum gegn einni í undanúrslitum íslandsmótsins. Það þarf því hreinan úrslitaleik á milli liðanna til að fá úr því skorið hvort liðið mætir Þrótti Neskaupstað í úrslitum. Hrinurnar enduðu 16:14, 11:15, 15:7 og 16:14 fyrir heimaliðið sem var mun frísk- ara en gestirnir sem hafa ekki leikið eins illa í langan tíma. Móttakan var í molum en hún hefur verið ein sterk- asta hlið liðsins og uppgjafírnar voru einnig slakar, 27 fóru forgörðum. Maður leiksins var „silfurrefurinn“ Hristo Stoyianov hjá Stjörnunni. Hann sýndi ótrúleg tilþrif í lágvörn- inni og stjórnaði sókninni eins og herforingi. Sá leikmaður sem kom mest á óvart og leikmenn Þróttar áttuðu sig ekki á var miðjumaðurinn Óli Freyr Kristjánsson. Það var ein- kennandi fyrir leik Þróttara í gær- kvöldi að þjálfarinn Leifur Harðar- son, sem hefur stefnt að því að hætta að spila, sá ástæðu til að skipta sjálf- um sér inn á í uppspilarahlutverkið. Söguleg endalok í „Köben“ GÓÐUR DAGUR A LEIUGJUIUIUI Söguleg endalok urðu í Kaupmanna- höfn í gærkvöldi, þegar leikmenn Tenerife á Spáni tryggðu sér rétt til að leika í undanúrslitum UEFA-bikar- keppninnar, með því að skora sigur- markið 2:1 á síðustu mín. í framlengdum leik. Bröndby vann fyrri leikinn á Tene- rife 1:0, en Spánveijarnir voru yfir 1:0 eftir venjulegan leiktíma í gærkvöldi. Þá varð að framlengja leikinn, þar sem staðan var jöfn 1:1. Allt stefndi í víta- spymukeppni, en svo varð ekki þegar Antonio Mata Olivera skoraði sigurmark Tenerife 2:1. Newcastle fékk skell í Mónakó, tap- aði 0:3 og samtals 0:4. Leikmenn Món- akó hafa tekið stefnuna á að leika sinn annan úrslitaleik í Evrópu, en liðið lék til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa 1993. Maurizio Ganz var hetja Inter í Mílanó, skoraði bæði mörk heimamanna gegn Anderlecht, 2:1, sem unnu saman- lagt 3:2. Ganz skoraði eina mark liðsins í Brussel á dögunum. Inter stefnir á að komast í sinn þriðja úrslitaleik í UEFA- keppninni á sjö árum, liðið varð UEFA- meistari 1991 og 1994. Þýska liðið Schalke er fjórða liðið í undanúrslitum Juventus - Rosenborg Atletico Madrid - Ajax Auxerre - Dortmund Porto - Manchester United Chelsea - Southampton Leicester - Tottenham Middlesbro - Blackburn Fram - ÍBV 1,20 3,85 6,40 1,95 2,70 2,75 2,10 2,65 2,55 2,00 2,70 2,65 1,50 3,00 4,00 2,00 2,70 2,65 2,00 2,70 2,65 1,80 4,50 1,80 1,65 4,90 1,95 1,80 4,50 1,80 1,80 4,50 1,80 Meistaraaeílaín Úrvalsdeildin Nissan deildin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.