Morgunblaðið - 19.03.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.03.1997, Qupperneq 4
KORFUKNATTLEIKUR Opna skandinavíska meistaramótið í karate í Eslöv í Svíþjóð Edda með silfur og Halldór brons EDDA Blöndal og Halldór Svavarsson landsliðsþjálfari stóðu sig vel á Opna skandinav- íska meistaramótinu í karate, sem fór fram í Eslöv í Svíþjóð um helgina. Mótið er eitt fjöl- mennasta og sterkasta karate- mót Evrópu en keppendur voru 480 frá 17 löndum. Edda varð í öðru sæti í 60 kg flokki kvenna, tapaði fyrir þýskri stúlku í úrslitaglímunni, og Halldór vann þýskan landsliðs- mann örugglega, 6-0, í glímu um þriðja sætið og bronsið í 65 kg flokki karla. „Þetta er einn besti árangur sem við höf- um náð enda eitt stekarsta opna mótið sem fram fer í Evrópu,“ sagði Halldór Svavarsson, Iandsliðsþjálfari. Island vann Litháen á stigum í fyrstu umferð en tapaði fyrir Júgóslavíu í 2. umferð. Þrettán þjóðir tóku þátt liðakeppninni, auk sex félagsliða. Þjóðveijar sigruðu og Júgóslavar voru í öðru sæti. HALLDÓR Svavarsson og Edda Blöndal. * ,,, jM.n.uiuim'mr’ BLAA GULU örko Hreystí Velliftin ms«: MorgunDiaoio/ivnstinn öen. SKÍÐI Haukur og Dagný í sérflokki Fögnuður! MIKILL fögnuður braust út í Grindavík í fyrrakvöld þegar Grindavíkurstúlkur lögðu lið Keflavíkur í öðrum leik liðanna í undanúrslitum um íslandsmeist- aratitilinn. Keflvíkingar, sem eru deildar- og bikarmeistarar og sigr- uðu í öllum leikjum sínum i deildar- keppninni, eru því úr leik eftir að hafa tapað tvívegis. Körfuknatt- leiksáhugamenn segja að fánar hafi verið dregnir að húni í Grinda- vík í gær en Keflvíkingar hafi hins vegar flaggað í hálfa stöng. Haukur Arnórsson úr Ármanni og Dagný Linda Kristjáns- dóttir frá Akureyri höfðu töluverða yfirburði á bikarmóti SKÍ, Her- mannsmótinu, í alpagreinum sem fram fór í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Keppt var tvívegis í stórsvigi og einu sinni í svigi. Þau sigruðu bæði í öllum þremur grein- unum og unnu því Hermanns- og Helgubikarinn, sem veitur er þeim einstaklingi sem nær bestum sam- anlögðum árangri úr svigi og stór- svigi. Þau unnu einnig svigið sem fram fór á Ólafsfirði á föstudag og má því segja að uppskeran hafi ver- ið góð. Dagný Linda, sem er aðeins 16 ára, var einnig gjaldgeng í flokki 15-16 ára sem kepptu samhliða þeim eldri og vann því einnig gull- verðlaunin í þeim flokki. Hún vann því samtals sex gullverðlaun í Hlíð- arfjalli um helgina og ein á Ólafs- firði á föstudag. Þessi efnilega skíðakona sigraði í bikarmótunum í Reykjavík fyrir hálfum mánuði og fór þá heim með sex gull. Hún hef- ur því unnið til 13 gullverðlauna á síðustu tveimur bikarmótum. Heimaleikir Albaníu á Spáni TVEIR næstu leikir ung- mennaliðs Albaníu (U-21) í riðlakeppni Evrópumóts landsliða fara fram í Guadix á Spáni vegna stjórnleysisins í Albaníu. Um er að ræða við- ureign á móti Úkraínu 29. mars og leik við Þýskaland 1. aprfl. Knattspyrnusamband Evrópu tók þessa ákvörðun en áður hafði Alþjóða knatt- spyrnusambandið ákveðið að HM-leikir Albaníu á mótí fyrr- nefndum þjóðum verði í Granada á Spáni. ■ ARSENAL gekk frá kaupum á markverðinum Alexander Mann- inger frá austurríska liðinu Casino Graz í gær - hann skrifaði undir samning til ársins 2001. Manning- en kemur til Arsenal í sumar. ■ MANNINGER, sem er aðeins 19 ára, er framtíðarmarkvöðrur Arsenal. Tekur við af David Sea- man, 33 ára, og John Lukic, 35 ára. ■ JÚRGEN Klinsmann hefur til- kynnt Franz Beckenbauer, for- manni Bayern MUnchen, að hann hyggist leika með liði utan Þýska- lands næsta tímabil. ■ KLINSMANN er með samning fram í júní 1998 en má fara fyrr án þess að greiðsla komi fyrir. „Ég fell ekki inn í þetta umhverfi," sagði miðherjinn sem hefur átt í útistöðum við Bayern í vetur en taiið er að hann sé með tilboð frá Englandi og Spáni. ■ MARIO Basler, miðjumaður hjá Bayern, sagðist vera óánægður eins og fleiri leikmenn hjá félaginu og því skildi hann vel afstöðu Klins- manns. ■ TONY Yeboah, miðheiji Leeds, á ekki framtíðina fyrir sér hjá félag- inu en Hertha Berlin, félag Eyj- ólfs Sverrissonar, er tilbúið að leggja fram um 550 millj. kr. til að krækja í Ghanamanninn fyrir næsta tímabil. ■ PETER Schmeichel, markvörð- ur Manchester United, hefur hafn- að kröfu Knattspyrnusambands Englands um að hann sættist við Ian Wright, miðherja Arsenal. Eins og greint hefur verið frá lenti þeim saman í leik liðanna fyrir ára- mót og aftur á dögunum. Schmeic- hel var sakaður um kynþáttafor- dóma en hann vísaði því á bug. ■ LIVERPOOL hefur keypt mark- vörðinn Jörgen Nielsen frá Hvidovre i Danmörku fyrir 400.000 pund. Roy Evans, stjóri Liverpool, fylgdist einnig með dönsku miðheijunum Jesper Gronkjær og Miklos Molnar í Danmörku um helgina. ■ JENS Lehmann, markvörður Schalke, hélt markinu hreinu í sam- tals 596 mínútur samfellt í deildinni og var 46 mínútum frá því að slá met Olivers Recks hjá Bremen. ■ RALF Regenbogen, sem er 39 ára, lék með Schalke um helgina en hann hefur ekki leikið í deildinni í áratug. Kappinn var með vegna mikilla forfalla í hópnum en átta menn af 22 gátu ekki spilað. ■ JÚRGEN Klinsmann verður í banni þegar Bayern mætir Karlsruhe um helgina en miðheij- inn er kominn með fimm gul spjöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.