Morgunblaðið - 21.03.1997, Side 6
6 B FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
H
DAGLEGT LIF
með hröðum en tregafullum takti
JJJ PÁLL Óskar Hjálmtýsson brá
sér í hlutverk sagnaskálds við
iSS smíði lagsins, Minn hinsti
J2 dans, sem er framlag Íslands
til Eurovision, söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva,
t sem haldin verður í Dyflinni
jlSft á írlandi 3. maí nk. „Ég stíg
g minn hinsta dans og kveð
mitt líf með glans, en iðrast
aldrei neins, iðrast aldrei," syngur
poppstjaman seiðandi röddu en
Daglegt líf náði tali af henni er
stund gafst milli stríða við mynd-
bandsupptökur á sönglaginu sem
frumsýnt verður í Dagsljósi í kvöld.
Með íburðarmikla hringi á hverj-
um fingri, klæddur plastbuxum og
ríkmannlegum jakka með semalíu-
steinum lýsir Páll Óskar hugar-
smíð sinni. „Háfleygar hugmyndir
liggja að baki laginu sem segir
sögu forríkrar og gerspilltrar
manneskju sem komin er á grafar-
bakkann. Hún er að flytja sinn
svanasöng því stjarna hennar er
fallin. Þá lítur hún yfir farinn veg
og syngur um demantana, kampa-
vínið, öll partíin og falska fólkið
sem hún hefur umgengist en
ákveður að lokum að iðrast einsk-
is, svipað og Edith Piaf í laginu
„Je ne regrette rien“ (Ég sé ekki
eftjr neinu).
í laginu takast á miklar and-
stæður, annars vegar gamla „euro-
bítið“ sem er sífellt að slá þig í
framan og hins vegar falleg meló-
día sem er flutt af miklum trega
og minnir því hálfpartinn á kirkju-
tónlist.“
Á sviðinu með Páli Óskari í
Dyflinni verða fjórar dansmeyjar
sem hann kýs að kalla fylgjumar
sínar. „Þær eru ekki af þessum
heimi heldur af öðru tilverustigi
en ég hef lesið dulrænar frásagnir
fólks sem lýsir hvernig framliðnir
vitja þeirra þegar dauðinn nálgast.
í þessu tilfelli eru þær fulltrúar
samvisku og siðblindu gömlu
stjömunnar.“
Ánægður hver sem úrslltin
verða
Páll Óskar segist sífellt vera að
færast í aukana í listsköpun sinni.
Helst þarf hann að vera með fing-
urna í öllum þáttum „poppstjörnu-
bransans", allt frá lagasmíðum í
til þess að kaupa rétta tvinnann
í búningana. Hann ákvað að keppa
fyrir íslands hönd með þeim skil-
yrðum að hann fengi að hafa
gg,- tögl og hagldir hvað varðar
allar hliðar verksins.
Ásamt Trausta Haralds-
■ syni frá Akureyri samdi
^ hann lag og texta en auk
fcjæ þess hannaði hann bún-
ingana og samdi dansana
ásamt Helenu Jónsdóttur. „Til
aðstoðar kallaði ég til fólk sem
ég treysti 100% til að vinna eftir
mínu höfði. Hópurinn er nú orðinn
svo fullkominn að við köllum okk-
ur Mission impossible eða Sér-
sveitina. Þess vegna er ég
áhyggjulaus um hvernig fer þama
úti í Dyflinni. Ég verð ánægður,
hver sem úrslitin verða.“
Fylgjurnar eru
líka partíljón
Páll Óskar átti ekki í vandræð-
um með að teikna búningana á
sig og dansmeyjarnar, þar byggði
hann á gamalli reynslu en sex ára
að aldri hannaði hann fatnað á
RANNSÓKNIN gaf vísbend-
ingu um að mikil neysla á
ávaxtasafa gæti haft áhrif á
vaxtarlag barna.
Ávaxtasafí
ekki góður
nema í hófi
BÖRN sem drekka mikinn
ávaxtasafa hafa ríkari tilhneig-
ingu en önnur til að fitna. Þetta
kom í jjós í rannsókn sem nýlega
var gerð við Bassett-stofnunina
í New York.
Mataræði barna á leikskóla-
aldri var kannað í rannsókninni
og alls tóku rúmlega 200 börn
þátt í henni. Flest drukku rúm-
lega 150 ml af ávaxtasafa á dag,
en um 10% drukku talsvert
meira, yfír 350 ml á dag og var
um helmingur þeirra ýmist lægri
eða þyngri en önnur börn.
Mjólkurneysla barnanna var
mismikill og virtist ekki hafa
áhrif á vaxtarlag. Barbara
Dennison, sem vann að rannsókn-
inni, skrifaði um niðurstöður
hennar í The Journal Pediatrics
og í grein hennar kemur m.a.
fram að bæði foreldrar og börn
teldu ávaxtasafa góðan kost, þótt
ólíkar ástæður lægu að baki.
„Börn vijja safann því hann er
sætur og bragðgóður en foreldr-
ar tengja hann við hollustu."
Samtök bandarískra barna-
lækna hafa í kjölfar þessarar
rannsóknar mælt gegn þvi að
foreldrar gefí börnum sínum
reglulega ávaxtasafa í pela. Hafa
samtökin einnig bent á að sumar
gerðir sykurs, sem einkum eru í
eplum og perum, geti valdið nið-
urgangi og kviðverkjum þjá
börnum.
Morgunblaðið/Ásdls
PÁLL Óskar hannaði sjálfur búningana á sig og dansmeyjarnar fyrir
Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
DANSMEYJARNAR klæðast
þröngum plastgöllum eins og
tíðkast í stórborgum Evrópu.