Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 4
SKIÐI Sterkasta mót sem haldið hefur verið hér á landi verður um páskana Island á kort bestu skíðamanna Evrópu Nú er ljóst að um tuttugu erlend- ir keppendur koma til landsins til að taka þátt í alþjóðlegu mótaröð- inni í alpagreinum sem fram fara samhliða Skíðamóti íslands á Dalvík og Ólafsfirði um páskana og síðan á Akureyri og Dalvík eftir páska. Þessi mót verða sterkari en nokkru sinni fyrr. Kristinn Svanbergsson, fram- kvæmdastjóri Skíðasambandsins, sagðist mjög ánægður með hve margir sterkir keppendur hefðu skráð sig. Sá skíðamaður sem hefur bestu punktastöðuna samkvæmt nýjasta styrkleikalista alþjóða skíðasam- bandsins (FIS) er Marco Buechel frá Lichtenstein sem er með 10,00 stig og númer 31 á heimslistanum í stórs- vigi. Hann keppti í heimsbikarnum í vetur og stóð sig vel og varð m.a. í 16. sæti á HM í Sestriere. Þess má geta að Alberto Tomba er númer 26 á listanum í stórsviginu með 9,61 stig. Auk þess hafa tveir sterkir Aust- urríkismenn boðað komu sína, Kilian Albrecht og Hermann Schiestl, sem hafa 12 punkta í stórsvigi og eru númer 37 og 39 á heimslistanum. Til samanburðar má geta þess að okkar besti skíðamaður, Kristinn Bjömsson, er með 31 punkt í stórs- vigi og er númer 335 á heimslistanum. Finninn Mioka Marila mætir til leiks en hann er mjög góður svigmað- ur. Hann er í 34. sæti á heimslistan- um með 11,22 punkta. Austurríkis- mennimir Albrecht og Schiestl eru með 13,44 og 15,59 punkta í svigi. Kristinn er með 16,35 punkta og er númer 71 á heimslistanum. Hann fær því verðuga keppni á mótunum nyrðra. Tvær finnskar konur hafa skráð sig, Petra Olamo og Katja Jantun- en, en þær eru númer 77 og 91 á heimslistanum í svigi með 21 punkt og 23 punkta. Besta skíðakona ís- lands samkvæmt heimslistanum er Theódóra Mathiesen, sem er með 43 punkta og er í 309. sæti listans. Auk ofangreindu keppa hér tveir Svíar, tveir Norðmenn, fjórir Hol- lendingar og einn Slóvaki og Pól- veiji. „Þetta verða sterkustu stiga- mót sem hér hafa verið haldin. Is- land er greinilega komið á landa- kortið á meðal bestu skíðamanna í Evrópu," sagði Kristinn, fram- kvæmdastjóri SKÍ. Fiorentina dróst gegn Barceíona Inter- Mónakó í UEFA-keppninni BARCELONA frá Spáni mætir Fiorentina í undanúrslitum Evrópu- keppni bikarhafa í knattspymu og París Saint Germain frá Frakklandi dróst gegn Liverpool. Barcelona hefur þrisvar sigrað í keppninni, 1979, 1982 og 1989 og Fiorentina hampaði bikamum þegar fyrst var keppt um hann, 1961. PSG er núverandi handhafi þessa Evrópu- bikars en hann er sá eini þeirra þriggja, sem keppt er um, sem enska félagið hefur aldrei unnið til. Fjögur félög hafa sigrað á öllum mótunum þremur, Evrópukeppni meistaraliða, keppni bikarhafa og UEFA-keppn- inni - Ajax, Barcelona, Bayem Miinchen og Juventus, og leikmenn Liverpool stefna nú að því að kom- ast í þennan úrvalsflokk. Mílanó mætir Mónakó Einnig var dregið í UEFA-keppn- inni. Þar mætast annars vegar Int- emazionale frá Mílanó og Mónakó, sem nú er efst í frönsku deildinni og sló Newcastle út á mjög sannfær- andi hátt í síðustu umferð og hins vegar Tenerife frá Spáni og Schalke frá Þýskalandi. Inter og Tenerife spila fyrst á heimavelli. Meistaradeildin Það skýrðist á miðvikudagskvöld hveijir mætast í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Dortmund frá Þýskalandi mætir ensku meisturun- um Manchester United og núverandi meistarar, Juventus frá Italíu, mæta Ajax frá Hollandi, meisturunum frá 1995. í gær var hins vegar dregið um hveijir fá heimaleikina fyrst og það verða Dortmund og Ajax, mið- vikudaginn 9. apríl en síðari leikimir verða 23. apríl. Morgunblaðið/Golli LINDA Stefánsdóttlr úr KR er leikreynd og mlklð mun mæða á hennl f úrslltaleikjunum vlð Grindvíkinga. Hún er hár með knöttlnn í elnum undanúrslltalelkjanna vlð ÍS á dögunum. FYRSTI úrslitaleikurinn um ís- landsmeistaratitilinn í körfuknatt- leik kvenna verður í dag þegar KR, sem varð í 2. sæti í deildinni, tekur á móti Grindavík, sem varð í því fjórða, í Hagaskólanum. Grindavík- urstúlkur komu mjög á óvart með því að sigra íslandsmeistara Kefla- víkur í undanúrslitum og virðast vera með öflugt lið á hárréttum tíma. Sé miðað við úrslit leikja KR og Grindavíkur í deildinni á KR að hafa betur en liðið hafði betur í öllum þremur leikjunum. Hafa ber þó í huga að Keflavíkurstúlkur rót- burstuðu Grindavík í leikjum þeirra í deildinni þannig að allt getur gerst í úrslitunum. Penny Peppas hefur leikið vel í liði Grindavíkur í vetur og Anna Dís Sveinbjömsdóttir einnig, en þessar tvær eru langstigahæstar og líklega verða KR-ingar að hafa góðar gætur á þeim. „Ég vona bara að KR haldi að það sé nægilegt að Koma Grindvík- ingar enn á óvart? gæta þeirra,“ sagði Ellert Magnús- son þjálfari UMFG. „Ég er með ungar stelpur sem hafa getu til að sigra og verða íslandsmeistarar, en þegar komið er í svona mikilvæga leiki hefur sjálfstraustið mikið að segja og vonandi verður það líka í lagi hjá okkur," sagði Ellert og lof- aði mikilli baráttu og skemmtileg- um leikjum. KR er með betra lið sé litið á tölulegar upplýsingar og á að sigra, en það er ekki alltaf nóg að eiga að sigra, það þarf líka að gera það. Linda Stefánsdóttir og Guðbjörg Norðíjörð hafa verið lengi í eldlín- unni og ekki má gleyma Helgu Þor- valdsdóttur og Maríu Guðmunds- dóttur auk nokkurra ungra stúlkna. Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði Keflvíkinga, vonast eftir skemmti- legum leikjum, en telur að KR eigi að sigra. „Þetta gætu orðið skemmtilegir og jafnir leikir. KR er með betra lið og ég held að stelpum- ar láti titilinn sér ekki úr greipum ganga þegar þær eru svona nærri honum og eru ekki að leika við okk- ur,“ sagði Anna María í samtali við Morgunblaðið. „Þó svo að KR hafi unnið Grindavík í öllum leikjunum í deildinni verða KR-stelpur þó að passa sig á einu; þær mega ekki vanmeta Grindvíkinga," sagði Anna María. KORFUKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Tvíburam- ir hjá Ajax til 2004 TVÍBURARNIR Ronald og Frank de Boer verða í herbúðum hol- lenska stórliðsins Ajax til ársins 2004, að sögn holiensku frétta- stofunnar ANP í gæær. Miðvallarleikmaðurinn Ronald og Frank, sem er vamarmaður, eru 26 ára. Þeir framlengdu samninga sína við félagið á fímmtudag, degi eftir að Ajax komst í undanúrslit Evrópukeppni meistaraliða með því að leggja Atletico Madrid að velli á Spáni. Bræðumir hafa verið orðaðir við mörg erlend félög síðustu misseri, m.a. sterklega við Arsen- al í London, en nú er (jóst að þeir ætla sér að vera „heima“ þar til þeir verða 33 ára. ■ FORRÁÐAMENN enska úrvals- deildarliðsins Nottingham Forest vilja fá ítalska miðvallarleikmanninn Nicola Berti, sem er 29 ára. Samn- ingur hans við Inter Milan rennur út í vor. ■ EVERTON hefur mikinn áhuga á að kaupa ítalska landsliðsmanninn Angelo Di Livio frá Evrópumeistur- um Juventus eftir að keppnistímabil- inu lýkur. ■ BORUSSIA Dortmund tilkynnti í gær að samningur vamarmannsins sterka, Jiirgens Kohlers, hefði verið framlengdur um eitt ár og hann yrði því hjá félaginu félaginu til vors 1999. ■ DAVID Ginola hefur farið fram á að verða seldur frá Newcastle United og ólíklegt er talið annað að Kenny Dalglish, knattspymustjóri enska liðsins, verði við þeirri bón Frakkans. ■ ANNA María Sveinsdóttir körfuknattleikskona í Keflavík hef- ur ekki ákveðið endanlega hverot hún hætti að leika með liðinu eða ekki. I blaðinu á þriðjudaginn kom fram að hún væri hætt, en Anna María segist ætla að hugsa málið í sumar fyrst liðið náði ekki í úrslitin. ■ ANNA María stefnir að því að vera með á Smáþjóðaleikunum. „Ef okkur tekst að sigra þar þá hef ég unnið allt sem hægt er að vinna hér í kvennakörfunni," sagði Anna María. ■ GINOLA er þrítugur og hefur lít- ið fengið að spreyta sig síðan Dalgl- ish tók við af Kevin Keegan í vet- ur. Mestar líkur eru nú taldar á að hann fari til Olympique Marseille í heimalandinu. ■ TVEIR leikmanna Liverpool léku í stuttermabolum sem á stóð Styðjum 500 hafnarverkamennina sem voru reknir í leiknum gegn Brann í Evrópukeppninni í fyrra- kvöld. Þetta voru Steve McMana- man og Robbie Fowler, og Iyfti Fowler einmitt keppnistreyju sinni til að sýna áhorfendum bolinn, eftir að hann hafði skorað síðara mark sitt. ■ BANNAÐ er skv. reglum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, að viðra stjórnmálaskoðanir tengslum við leiki og sagði talsmaður UEFA í gær að mál Liverpool mannanna yrði kannað. ■ FOWLER og McManaman eru báðir innfæddir Liverpoolbúar. Sá síðarnefndi sagðist hafa keypt bolina og gefið Fowler annan. Umræddum hafnarverkamönnum var sagt upp störfum fyrir tveimur árum í borg- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.