Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 10
10 C ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVISTABERG - einbýli 207 fm á einni hæð. Vill skipta á minna sérbýli i Setbergi. Verð 15 millj. (685) FASTEIGNASALA BÆJARHRAUNI 10 Sími 5651122 Skoðið myndagluggann Opið kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-14. Einbýli - raðhús TUNHVAMMUR - RAÐHUS Vandað og vel staðs. raðh. á tveimur hæðum ásamt innb. bílskúr. Stutt í verslun, skóla, ieikskóla, sund o.fl. Eign sem vert er að skoða nánar. V. 16,5 millj. (700) SETBERG - PARH. Glæsil. 143 fm parh. á einni hæð ásamt sólstofu og bílskúr. V. 14,8 millj. (647) SETBERG - EINB. Fallegt 135 fm einbýli á einni hæð með bílsk. Skipti á 3-4 herb. V. 12,8 millj. 8615) HOLTSBÚÐ - GBÆ Fyrir stórhuga fólk stórt og vandað hús á eftirsóttum stað. Verð 17,5 millj. (706) 4ra-6 herb. LAUFVANGUR Vorum að fá mjög góða 6 herb. 135 fm íb. á 2. hæð. 4 góð svefnherb., góðar stofur. Aðeins 3 íb. í stigagangi. Góðir grannar. Áhv. húsbr. Verð 9,5 millj. (530) FAGRIHVAMMUR - 4RA-5 Gullfalleg 4ra-5 herb. íb. á 2. hæð í þessu vinsæla fjölb. Áhv. 5 millj. byggsj. til 40 ára. Eign sem margir myndu vilja eignast. Verð 8,9 millj. (418) GRÆNAKINN - BEIN SALA EÐA SKIPTI Á ÓDÝRARA 5 herb. 135 fm hæð og kj. ásamt 30 fm bílsk. Góð eign. Skipti mögul. á 3ja- 4ra herb. íb. á Öldutúnsskólasvæði. Verð 10,5 millj. (532) EYRARHOLT - UTSYNI Gullfalleg 4ra herb. 119 fm íb. Góð staðsetn. lltsýni yfir höfuðborgarsv. Verð 9,2 millj. (443) 3ja herb. LAUFÁS - GBÆ V. 5,6 m. HJALLABRAUT V. 8,9 m. HRAUNBERG V. 7,5 m. ALFASKEIÐ BREIÐVANGUR 2ja herb. V. 6,9 m. V. 6,6 m. MELAS - GBÆ 3ja herb. neðri hæð í góðu tvíb. Innb. bílsk. Vandaðar innr. Vill skipta á ódýrari í Rvík. Verð 8,7 millj. (385) KLUKKUBERG M/SERINNG. Góð 2ja herb. endaíb. á jarðhæð. Sér- inng. Stæði í bilgeymslu. Sérgarður. Frábært útsýni. Verð 6,4 millj. (271) SLETTAHRAUN V. 5,2 m. KROSSEYRARVEGUR V 5,9 m. REYKJAVIKURV. - SERH. 130 fm 6 herb. á 2. hæð í þríb. Verð 7,8 millj. Talsvert áhv. (580) VANTAR ALLAR GERÐIR OG STÆRÐIR EIGNA Á SKRÁ Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar gerðir eigna á söluskrá. Einkum þó meðalstór einbýli, raðhús, parhús og sérhæðir. Verðmetum samdægurs. LYNGMOAR - GBÆ Vorum að fá 3ja herb. 91 fm íb. ásamt innb. bílsk. Góð nýting. Stutt i miðb. Útsýnisstaður. (320) HVAMMABRAUT MIÐVANGUR V. 5,9 m. V. 5,7 m. LAUFVANGUR SKÚLASKEIÐ V. 6,7 m. V. 5,9 m. HAMARSBRAUT - 2JA Vorum að fá notalega 2ja herb. 51 fm ib. á þessum vinsæla útsýnisstað. Áhv. ca 2 millj. Verð 3,8 millj. (208) BRATTAKINN Góð 3ja herb. íb. á fyrstu hæð í þríb. Góð lán. Verð 4,7 millj. (200) ALFASKEIÐ SUÐURGATA DVERGHOLT FAGRAKINN V. 5,5 m. V. 5,1 m. V. 6,3 m. V. 5,9 m. ALFASKEIÐ - 2JA Vorum að fá 2ja herb. íb. á 3. hæð ásamt bilskúrsrétti. Endurn. og falleg eign að innan sem utan. Uaus. Góð lán. Verð 5,4 millj. (268) MIÐVANGUR í lyftublokk Ágæt 2ja herb. ib. á 5. hæð. Laus. Verð 5,2 millj. (224) FURUHLIÐ - RAÐH./PARH. Nýkomið í sölu raðh. og parh. i byggingu. Teikn. á skrifst. BYGGINGALOÐ 1614 fm lóð á frábærum stað í Mosfellsbæ. Samþ. teikn. af 250 fm einbýli. Öll gjöld greidd. Stórkostl. útsýnisstaður. Traustir byggingaaðilar. Teikn. á skrifst. SKRIFSTOFUHÆÐ 130 + 110 fm fullbúnar með alvöru hús- gögnum. BYGGINGALOÐ 614 fm byggingalóð á stórkostl. útsýnisstað i Mosbæ. Samþ. teikn. af 250 fm einb. Öll byggleyfisgjöld greidd. SKRIFSTHUSN. v. Reykjavikurveg - Laust Gjörið svo vel að líta inn! JP Ólafur Ólafsson, sölustjóri. II Valgeir Kristinsson hrl. Loftrásir hreinsaðar Smiðjan Er ekki kominn tími fyrir átak til hreinsunar á loftrásum, ristum og lokum, spyr Bjarni Olafs- son. í eldhúsum þyrfti að hreinsa síur og viftur yfír eldavélum. SÉRSTAKIR burstar, notaðir til hreinsunar. ÞÖRF er margs konar hreinsitækja. Hér má sjá myndavél með ljósabúnaði sem tekur myndir inni í rörunum. ÍSÍÐUSTU tveimur smiðjugrein- um lýsti ég fallegri vinnu blikk- smiða og ræddi í síðari greininni um nokkrar gerðir loftrása og smíði þeirra. Það er gott að fá hreint loft inn í hús sitt og maður skynjar hve góð áhrif hið hreina loft hefur á líkamann. Orka líkam- ans eykst, maður réttist upp og finnur hvernig hægt er að takast á við störf dagsins. Gamlar loftrásir hljóta að safna í sig óhreinindum sem hreinsa þarf öðru hveiju. Ég veit ekki til þess að til sé reglugerð um hreins- un loftrása en knýjandi þörf er orðin fyrir ákveðin fyrirmæli um slíka hreinsun. Margar opinberar byggingar eru byggðar með allmikil loftræstikerfí sem þörf er á að séu hreinsuð með reglulegu millibili. Loftlokar sem eru orðnir fullir af óhreinindum, ló og brúnum taum- um út á vegg, gefa ekki góða til- fínningu um hreint loft fyrir þann er á horfir. Gott loft Það er vissulega gott að leggja góða og fallega stokka og rör sem leiða gott loft inn í húsin, við spyij- um bara hvemig á að hreinsa rör og ristar og hversu oft þarf að hreinsa rásimar? Vafalaust fer það eftir notkun hússins hve langur tími má líða á milli þess að rásir séu hreinsaðar. Mig grunar að í mörgum húsum ríki algjört andvaraleysi hvað þetta varðar. í sumum húsum má sennilega finna viftur yfir eldavél- um þar sem aldrei hefur verið skipt um síu eða hún hreinsuð, allan þann tíma sem liðinn er frá því að eldhússkáparnir voru settir upp. Má velta því fyrir sér hvort ekki þróast fjörugt líf skordýra í þeim nægtabrunni óhreininda sem þar hlýtur að vera. Þessar blásarasíur yfir eldavél- um eru ekki allar tengdar með loftrás út úr húsinu, þess í stað eru þær settar upp í þeim tilgangi að þær safni í sig fitu og öðrum efnum frá matarsuðunni. Tæplega er hægt að gera ráð fyrir því að gott loft sé í íbúð þar sem loftsían yfir eldavélinni hefur ekki verið hreinsuð, né heldur skipt um síu síðastliðin 20 til 25 ár. Þar hlýtur að geymast skrautlegur matseðill, ef sýni væru tekin. Afhending íbúðar Þegar eigendaskipti verða á íbúðum eða íbúaskipti í leiguíbúð- um, er venjulega tekið fram að íbúðinni skuli skilað hreinni í hend- ur viðtakanda. Ég hefi hugboð um að oft beri á brotalöm í þessum efnum. Orðalag er oft loðið í samn- ingum og eftirlit með frágangi er oft í lágmarki. Fyrir nokkrum árum þurfti ég að skila íbúð í Danmörku eftir eins árs leigu. Umsjónarmaður skoðaði alla íbúð- ina rækilega áður en hann gat samþykkt að nógu vel væri hreins- að og gengið frá. Þá féll ég einmitt á því að hafa ekki hreinsað síuna yfír eldavél- inni. Ég var ekki vanur því að heiman. Hér þýddi ekki að deila við dómarann, ég varð að hefjast handa við að hreinsa síuna úr vift- unni yfír eldavélinni. Það var sein- legt og nokkuð erfitt verk, sem ekki tókst nema með því að nota heitt vatn og góða sápu. Ég nefni þetta atriði hér fólki til ábendingar. Ég er þeirrar skoðunar að semja þurfi að nýju og orða betur ákvæði um frágang íbúða til afhendingar, bæði við sölu og við leigu. Yfir- leitt eru notuð stöðluð eyðublöð við gerð samninga í þessum tilvikum, sem flestir sætta sig við. Þessi atriði þarfnast endur- gerðar. Hreinsun loftrása Það er mikið verk sem vinna þarf ef hreinsa skal loftrásir í skólum, íþróttahús- um, sundstöðum og ef ég bæti við þennan lista fisk- og kjöt- vinnslustöðum, stækkar verkefnið til mikilla muna. Einnig eru loftrásir í skipum sem hreinsa þarf. Þó á ég enn eftir að nefna þau hús sem hljóta að vera einna viðkvæmust að þessu leyti, þ.e. sjúkrahúsin og allar heilsu- og lækningastofnanir. Mér barst um dag- inn kynningarbréf frá fyrirtæki sem nefnist „HREINT L0FT“ og sérhæfir sig í loftkerfahreinsun. Mér skilst að það ráði yfir vélakosti sem hannaður er með það í huga að bursta loftleiðslur og soga út úr þeim óhreinindi. Einnig hefur það yfir að ráða sérstökum tækjum er geta tekið myndir af loftunar- kerfunum innanverðum, þannig að sjá má ef einhvers staðar leyn- ast óhreinindi. Hreinlætisþörf Allir sem leiða hugann að þess- um þætti hreinlætis munu sjá að hér er vanræktur þáttur heilsu- gæslu og þrifnaðar í íslensku nútíma þjóðlífi. Ætla má að flest hús á landinu hafi verið byggð á síðastliðnum sextíu árum. Ég veit ekki hve mörg hús af hveijum ÍOO húsum á landinu hafa verið byggð eftir 1937 en ég get hugs- að mér að þau muni vera um eða yfir 70 af hverjum 100. Trúlegt er að í öllum þeim húsum séu innbyggðar loftrásir af einhverri gerð. Eg varpa fram til íhugunar spurningu: Hve mörg þessara húsa hafa loftrásir sem einhvern- tíma hafa verið hreinsaðar, síðan þau voru byggð ? Er ekki kominn tími til að þok- að sé í gang átaki til hreinsunar á loftrásum, ristum og lokum? í eldhúsum heimila þarf að líta á og hreinsa viftur og síur yfir elda- vélum. Sumar síur eru þannig gerðar að ætlast er til að skipt sé um síumar öðru hveiju, í stað þess að hreinsa þær. Þar sem svo hagar til reynir á hvort of langur tími muni vera liðinn, svo að síurn- ar kunni að vera ófáanlegar núorð- ið. Ég gerði að tillögu minni hér að framan að orðalag á eyðublöð- um fyrir samninga við íbúðasölu og leigusamninga verði fært til betri vegar. Ég held einnig að semja þurfí reglugerð til aðhalds á þessu sviði hreinlætis. Mér sýn- ist að hér vanti stétt í atvinnu- kerfi okkar. Abyrga stétt er hafi bæði réttindi og skyldu til þess að sjá um að öll hús verði með hreinar loftrásir og íbúarnir lifí í hreinu lofti. Það er ekki nóg að geta opnað glugga, þær loftrásir sem til eru í húsum þurfa að vera lagi. Áfram kreppa í þýzkum byggingar- iðnaði Bonn. Reuter. FJÁRFESTINGAR í þýzkum bygg- ingariðnaði munu minnka um 2,5% á þessu ári, 10% verktaka verða gjaldþrota og atvinnulausum í grein- inni mun fjölga að sögn samtaka þýzkra byggingarmeistara, ZDB. Fjárfestingar í byggingargeiran- um minnkuðu um 10% í fyrra. Tap, minni sala og færri pantanir verða regla en ekki undantekning fram á síðari helming þessa árs að minnsta kosti að sögn forseta ZDB, Fritz Eichbauers. Um 7.000 byggingarverkamenn hafa mótmælt atvinnuleysi í grein- inni með því að leggja niður vinnu á Potsdamer Platz í Berlín, „stærstu byggingarlóð Evrópu.“ Yerkalýðs- félagið IG Bau sagði að byggingar- verkamenn mundu standa vörð við Brandenborgarhlið í heila viku. Samdráttur í opinberum byggingum Klaus Töpfer byggingarráðherra sagði að 6,8% samdráttur í opinber- um byggingarframkvæmdum í fyrra hefði magnað niðursveifluna í geir- anum og þann samdrátt yrði að stöðva. Hann sagði að ríkisstjórnin mundi kanna nánar möguleika á því að einkaaðilar fjármögnuðu opinberar byggingarframkvæmdir, enda mundi það draga úr kostnaði til muna. Þúsundir kolanámumanna hafa staðið fyrir mótmælum í Bonn, en Eichbauer segir að fleiri byggingar- verkamenn en námumenn séu at- vinnulausir. „Byggingarverkamenn, sem missa atvinnuna á þessu ári, eru fieiri en allir starfsmenn í öllum kola- námum í Þýzkalandi," sagði hann. Að hans sögn mun byggingar- verkamönnum líklega fækka í 900.000 fyrir aldamót úr 1,3 miljón- um nú. Slík þróun gengur í berhögg við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fækka atvinnulausum um helming á sama tímabili. Hann áætlaði að 400.000 bygg- ingarverkamenn hefðu ekki haft at- vinnu í janúar. Þá voru 25% minni afköst í greininni en á sama tíma í fyrra, sem var aðalástæða þess að iðnaðarframleiðsla minnkaði um 1,7% að meðaltali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.