Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 14
14 C ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HORFT yfir Þorlákshöfn. Neðarlega til vinstri er nýi golfvöllurinn. í sumar verður unnið deiliskipulag að stóru íbúðar- og iðnaðarsvæði á opna svæðinu í byggðinni fyrir miðri mynd. LJósmynd/Mats Vibe Lund Góð eftirspurn eftir nýju húsnæði á Þorlákshöfn Byggingarframkvæmdir í bænum með mesta móti SIGURÐUR Jónsson, byggingafulltrúi á Þorlákshöfn. Myndin er tekin fyrir framan félagsmiðstöð bæjarins. Áformað er að byggja ofan á húsið og þá verða þar skrifstofur hreppsins, bókasafn og minjasafn svo og félags- og mennningarmiðstöð. Einnig verður þar húsnæði til útleigu fyrir banka, verzlanir og þjónustufyrirtæki. Töluverðar fram- kvæmdir eiga sér nú stað á vegum bæjarins og byggingaraðila í Þor- lákshöfn og í sumar verður þar unnið deili- skipulag að stóru íbúð- ar- og iðnaðarsvæði. Magnús Signrðsson kynnti sér framkvæmd- ir í bænum. MIKILL þróttur hefur verið í at- hafnalífi á Þorlákshöfn að undan- förnu og atvinnuástand gott. Afleið- ingin er góð eftirspum eftir bæði íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. í sumar verður unnið deiliskipulag að stóru íbúðar- og iðnaðarsvæði á milli svonefnds Unubakka og Sam- byggðar. Markmiðið er að auka framboð á lóðum í bænum. Sam- kvæmt aðalskipulagi er jafnframt gert ráð fyrir, að ný innkeyrsla inn í bæinn komi um þetta svæði. í Þorlákshöfn búa nú um 1250 manns og um 1570 manns í Ölfus- hreppi öllum. Vegir til og frá Þorláks- höfn eru góðir og þaðan eru ekki nema 28 km. til Selfoss og um 50 km. til Reykjavíkur. Atvinnulíf í bænum byggist á útgerð og físk- vinnslu og margir koma úr næstu byggðarlögum á hveijum degi til að stunda þar vinnu. Eins eru nokkrir, sem búa á Þorlákshöfn en vinna í Reykjavík. Nóg af heitu vatni Landrými er mikið við Þorláks- höfn og höfnin góð og vegna stað- setningar sinnar er bærinn vel í stakk búinn sem tengistaður íslands við Evrópu. Um leið er Þorlákshöfn mjög heppilegur staður fyrir iðnað- ar- og þjónstufyrirtæki, sem vilja vera utan við höfuðborgarsvæðið en þó skammt undan. Nóg er af heitu vatni á staðnum til húshitunar og iðnaðar. Heita vatnið er selt í gegn- um hemil og kostar mínútulítrinn 1.375 kr. Á síðasta ári var byijað á tólf nýbyggingum í bænum og öðrum tólf í dreifbýlinu í kring. Þessar byggingar eru ýmist íbúðarhús eða atvinnuhúsnæði og af mismunandi stærð og gerð. Auk þess eru 24 aðrar byggingar í gangi, sem byijað var á áður en er ólokið. Nú auglýsir Ölfushreppur sérstak- lega tvær lóðir innan hafnarsvæðis- ins lausar til umsóknar fyrir hafn- sækna starfsemi. Húsin verða vænt- anlega 6-8 eininga hús og er gert ráð fyrir, að atvinnurekendur eða byggingaverktakar byggi húsin, ýmist fyrir sjálfa sig eða til sölu. Kaupendur eru þegar komnir að tveimur einingum í þessum húsum. Ölfushreppur býður ennfremur upp á átta hagstæðar einbýlishúsa- lóðir við Básahraun, sem er í nýj- asta hverfinu í norðvesturhluta bæj- arins. Hreppurinn sér um að und- irbúa þær með fleygun á klöppum og fyllingu, þannig að Ióðarhafí get- ur strax byijað á því að slá upp fyrir sökkulmótum. Talsvert er um aðrar verklegar framkvæmdir. Á síðasta ári var unn- ið að gerð nýrrar bryggju með rúm- lega 190 metra kanti. Dýpi við bryggjuna er um átta metrar og því eiga stærri vöruflutningaskip jafnt sem fískiskip að geta athafnað sig þar. Þorlákshöfn er þekktur staður frá fomu sem verstöð. Til þess að við- halda heitum á gömlum kennileitum hinnar gömlu verstöðar, bera biyggjurnar við höfnina sömu heiti, en þau eru Svartaskersbryggja, Skarfaskersbryggja, Norðurvarar- bryggja, Suðurvararbryggja og svo að sjálfsögðu Heijólfsbryggja, því að þar leggst Heijólfur að, þegar skipið kemur frá Eyjum. — Þjónusta við íbúa á Þorláks- höfn er góð, sagði Sigurður Jónsson, byggingafulltrúi þar í viðtali við Morgunblaðið. — Hér er að sjálf- sögðu heilsugæzla með lækni og hjúkrunarfólki og eins er hér starf- andi sjúkraþjálfari. — Hér er góður einsetinn grunn- skóli. í sama húsnæði er deild frá Tónlistarskóla Árnessýslu og kennsla þar fer fram um leið og al- menn kennsla í grunnskólanum. Það er því hægt um vik fyrir þau böm, sem sækja Tónskólann, að komast á milli. íþróttakennsla og sundkennsla fer fram í íþróttamiðstöðinni, sem er við skólann og fá börnin sundkennslu allan veturinn, á meðan skólinn starfar. Sundlaugin þykir mjög góð, en þar eru heitir pottar, gufa og vatnsrennibraut og vaðlaug fyrir þá yngstu. Tveggja deilda leikskóli er á staðnum fyrir börn á aldrinum 2-6 ára og í sumar verður byggt við hann. Þá eykst húsrýmið fyrir börn og starfsfólk og betur verður hægt að koma á móts við þarfír þeirra, sem þurfa á barnagæzlu að halda. Unnið er að gerð teikninga fyrir menningarhús í bænum. Byggt verð- ur ofan á núverandi húsnæði, sem notað hefur verið sem félagsheimili og félagsmiðstöð. Arkitektar eru Inga Dagfínnsdóttir og Guðmundur Jónsson. í nýja húsnæðinu verða skrifstofur hreppsins, bókasafn og minjasafn svo og félags- og mennn- ingarmiðstöð og ennfremur húsnæði til útleigu fyrir banka, verzlanir og þjónustufyrirtæki. Við Egilsbraut er eitt hús með átta eignarhlutaíbúðum fyrir aldr- aða. Ein af þeim er nú notuð sem dagvist fyrir aldraða. Ráðin hefur verið arkitekt til að vinna skýrslu um möguleika á stækkun eða ný- byggingu við þetta hús fyrir dagvist og sambýli fyrir aldraða. Af öðrum framkvæmdum á veg- um bæjarins má nefna nýfram- kvæmdir við vatnsveituna, unnið er að úttekt á fráveitumálum bæjarins og verið að ljúka framkvæmdum við leikvöll við Eyjahraun. Umfangsmik- il gatnagerð stendur jafnframt yfír á vegum bæjarins og þar má nefna, að í sumar verður lokið við gerð göngustíga með ljósum í Básahrauni og Eyjahrauni. Sagan býr í hveiju fótmáli — Nútímasamgöngur við Þor- lákshöfn eru greiðar, en til og frá bænum liggja fleiri leiðir en vegir Vegagerðarinnar, heldur Sigurður Jónsson áfram. — Aðrar leiðir eru gamlar götur, sem vermenn og kaupmenn fyrri tíma fóru um. Ferðamálafélag Ölfushrepps hefur það sem eitt af markmiðum sínum að merkja þessar leiðir og koma þeim inn á kort með sögulegum upplýsingum fyrir ferðamenn jafnt sem heimamenn. Austan við Þorlákshöfn er Hafn- arsandur, ein skemmtilegasta sand- fjara á landinu. Árlega er þar hlaup- ið svonefnt fjöruhlaup og koma þá hingað margir hlauparar víða af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.