Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
2 B MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
ÍÞRÓTTIR
Að loknu 57. Skíðamóti íslands á Ólafsfirði/Dalvík um páskana
Frá 1938 hafa þessir oftast orðið íslandsmeistarar í alpagreinunum, svigi og stórsvigi z * 3 d
Svig kvenna E>
Jakobína Jakobsdóttir, ísaf., (1954-62)
~^k ~^k ~^k Ó Ásta S. Halldórsdóttir, ísafiröi, (1989-95]T
<3f : •:> Árdís Þórðardóttir, Siglufirði, (1964-68)
Svig karla l|> Stórsvig kvenna l|>
<3 5 Kristinn Benediktsson, ísaf., (1960-65)
<% 4" Eysteinn Þórðarson, Reykjav., (1955-58) | ♦ t Jakobína Jakobsdóttir, ísafirði, (1953-56)
Stórsvig karla l|> C Kristín Þorgeirsdóttir, Siglufirði, (1960-63)
5 Krislinn Björnsson, Ólafsfirði, (1991-97) < # ■ Árdís Þórðardóttir, Siglufirði, (1964-68)
VEysteinn Þórðarson, Reykjavík, (1955-60) <3 W\ Nanna Leitsdóttir, Akureyri, (1981-84) j
<... fxV? Kristinn Benediktsson, ísaf., (1961-67) <3 Ásta S. Halldórsdóttir, ísafirði, (1991-95) j
■ RÚNAR Kristinsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu^ var með mikla
sýningu, þegar Órgryte vann
norska liðið Lilleström í æfingaieik
um helgina, 5:3. Rúnar skoraði
fyrsta mark leiksins fyrir sænska
liðið og lagði upp tvö mörk.
■ KRISTJÁN Jónsson fékk mjög
góða dóma í leik með Elfsborg -
var einn af bestu mönnum vallarins
er liðið vann Heslenholm 1:0.
■ ÞRENNIR feðgar tóku þátt í
Skíðamóti íslands og er það fátítt
að feðgar keppi innbyrðis í sömu
íþróttagreininni. Feðgarnir kepptu
allir í göngu. Magnús Eiríksson og
sonur hans, Ingólfur, Ingþór
Bjarnason og sonur hans, Rögn-
valdur og síðan Björn Þór Ólafs-
son og sonur hans, Ólafur. Björn
Þór á annan son, Kristin, sem sigr-
aði í stórsvigi og risasvigi.
■ MIKIL uppbygging íþróttamann-
virkja hefur átt sér stað á Ólafs-
firði síðustu árin. Þorsteinn Ás-
geirsson, forseti bæjarstjórnar Ól-
afsfjarðar, sagði í ræðu sinni við
verðlaunaafhendingu á páskadag að
uppbyggingin í bænum síðustu átta
árin væri sambærileg við það að
Reykvíkingar hefðu sett 20 milljarða
í íþróttamannvirki á síðustu átta
árum ef miðað er við íbúaij'ölda! _
■ EIN stúlkan í liði nýkrýndra ís-
faém
FOLK
landsmeistara Grindavíkur í körfu-
knattleik, Hekia M. Sigurðardóttir
var fermd í Grindavík kl. 14 á skír-
dag, skaust heim eftir athöfnina og
bað gestina að gjöra svo vel og rauk
síðan til Reykjavíkur í úrslitaleikinn
gegn KR. Sannarlega eftirminnileg-
ur fermingardagur hjá henni.
■ GRINDVÍKINGAR fjölmenntu
til að fylgjast með sínum stúlkum
og meðal áhorfenda var Frirðik
Ingi Rúnarsson þjálfari karlaliðs-
ins. Hann faðmaði Ellert þjálfara
stúlknanna að sér eftir leikinn og
fagnaði innilega en Ellert benti hon-
um á að nú væri komið að honum
að halda í meistaratitil karla.
■ MICHAEL Moorer frá Banda-
ríkjunum hélt heimsmeistaratitli IBF
sambandsins í þungavigt hnefaleika
á laugardag með því að sigra
Vaughn Bean á stigum í Las Veg-
as. Meistarinn þótti sýna lítil tilþrif
og bauluðu áhorfendur á hann að
bardaganum loknum.
■ MARTINA Hingis frá Sviss
komst í efsta sæti heimslistans í
tennis eftir sigur á móti í Bandaríkj-
unum um helgina, þar sem hún sigr-
aði Monicu Seles í úrslitaleik 6:2,
6:1 á aðeins 44 mínútum. Hingis
er aðeins 16 ára og yngsti tennisleik-
ari sögunnar sem kemst í toppsæti
listans.
■ STEFFI Graf hefur lengi verið
í efsta sæti heimslistans í tennis.
Hún var ekki með á mótinu um helg-
ina oger nú í öðru sæti heimslistans.
■ PALL Ketilsson, kylfingur og
ritstjóri Víkurfrétta tók þátt í at-
vinnumanna-/áhugamannamóti á
Kanaríeyjum í síðustu viku, daginn
áður en aðalmótið hófst, mót sem
var í evrópsku mótaröðinni. Páll var
í liði með Jarmo Sandelin frá Sví-
þjóð og stóðu þeir sig bærilega.
Páll var í boði spænska ferðamála-
ráðsins á mótinu og notaði tækifær-
ið til að vinna fyrir Stöð 2, en þar
sér hann um golf.
■ GUNNHILDUR Hinriksdóttir
fijálsíþróttakona úr HSÞ sigraði í
400 m grindahlaupi á háskólamóti
í Flórída um helgina. Gunnhildur
sem keppir fyrir Georgíuháskólann
í Athens fékk tímann 60,11 sekúnd-
ur.
LANDSMÓT
Skíðamót íslands, hið 57. í
_ röðinni, fór fram á Dalvík
og Ólafsfirði um páskahelgina
og þótti takast vel. Skipulagn-
ing var til fyrirmyndar og að-
stæður allar eins og best
verður á kosið og veður-
guðirnir hliðhollir móts-
höldurum. Ólafsfirðingar
unnu fiest gullverðlaun á
mótinu, eða níu alls.
Meira var nú lagt upp
úr umgjörð göngukeppninnar
en áður. Á Dalvík fór göngu-
keppnin fram í miðbænum á
knattspymuvelli bæjarins og
minnti umgjörðin á mótahald í
útlöndum. A Ólafsfirði var sama
umgjörð á tjöminni í miðbænum
og hefur undirritaður sjaldan
séð eins marga áhorfendur á
göngukeppni og komu til að sjá
boðgönguna á fostudaginn.
Norðlendingar hafa stigið skrefí
framar en aðrir og fært keppn-
ina til fólksins og er það vel.
Keppnin í alpagreinum var
ekki eins skemmtileg á að horfa.
Ástæðan var sú að Skíðamót
íslands var einnig liður í alþjóð-
legri mótaröð Skíðasambands-
ins og að mínu mati fer þetta
tvennt ekki saman. Á meðan
íslensku skíðamennirnir reyndu
allt hvað þeir gátu til að ná sem
bestum tíma, komu erlendu
keppendurnir niður brautina í
hægagangi og námu nánast
staðar til þess eins að vera ekki
of langt á undan íslendingun-
um. Þetta var eins og skrípaleik-
ur og margir áhorfendur skildu
hvorki upp né niður í þessu.
Ástæðan fyrir þessari uppá-
komu var sú að erlendu kepp-
endurnir vom sérstakiega
keyptir til landsins til að gefa
ísiensku skíðamönnunum kost á
að ná sér í betri punkta (Alþjóð-
leg styrkstig - FlS-stig) sem
gefur þeim tækifæri til að kom-
ast ofar á styrkleikalista Al-
þjóða skíðasambandsins.
Austurrísku skíðamennirnir
Kilian Albrecht og Hermann
Schiestl höfðu mikla yfirburði í
stórsviginu enda eru þeir í
kringum 30 á heimslistanum.
Þeir opnuðu hliðið í rásmarkinu
og settu þannig klukkuna í gang
nokkru áður en þeir lögðu af
stað og síðan stóðu þeir upp
þegar þeir áttu tvö til þijú hlið
eftir svona rétt til að hægja á
sér áður en þeir komu í markið.
Þrátt fyrir þennan gjöming voru
þeir með bestu tímana. Þetta
er mikil niðurlæging fyrir ís-
lensku keppenduma sem
reyndu allt hvað þeir gátu. „ís-
lensku keppendurnir fá að
minnsta kosti góða punkta,“
sagði einn þeirra sem stóðu að
mótinu og fannst þetta allt í
lagi.
„Við vitum að þetta tíðkast á
Norðurlöndunum, en heima i
Austurríki þekkist þetta ekki því
við erum með svo sterka skíða-
menn. Þar þurfa keppendur að
hafa fyrir því að ná árangri,“
sagði Hermann Schiestl, annar
austurrísku skíðamannanna.
Hann viðurkenndi að það væri
ekki gaman fyrir áhorfendur að
horfa upp á þetta sjónarspil.
Skíðamót Islands, sem á að
vera hápunktur íslenskrar
skíðamenningar, er ekki til þess
fallið að hafa að leiksoppi.
Valur Benedikt
Jónatansson
„íslensku keppend-
urnir fá að minnsta
kosti góða punkta“
Hvererþessi PAGNÝ LIIMPA KRISTJÁNSPÓTTIR skíðakona frá Akureyri?
Ævintýri lík-
ast að sigra
DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir stal senunni á Skíðamóti íslands
sem haldið var á Ólafsfirði og Dalvík um páskana. Þessi 16
ára stúlka frá Akureyri varð tvöfaldur íslandsmeistari, sigraði
í svigi og alpatvíkeppni og varð þriðja í stórsvigi og risasvigi.
Hún hefur unnið flest bikarmót Skíðasambandsins í vetur og
var á sunnudag krýnd bikarmeistari SKÍ1997. Dagný Linda
er dóttir Kristjáns Vilhelmssonar, varaformanns Skíðasam-
bands íslands og eiginkonu hans, Kolbrúnar Ingólfsdóttur.
Dagný Linda er á fyrsta ári í
Verkmenntaskólanum á Ak-
ureyri og hefur þegar sótt um inn-
göngu í skíða-
Eftir menntaskóla í Nor-
Val B. egi næsta vetur.
Jónatansson J>ó hún sé ung að
árum hefur árang-
ur hennar í fullorðinsflokki í vetur
vakið mikla athyglj. En átti hún
von á því að verða Islandsmeistari
í svigi á fyrsta ári sínu í kvenna-
flokki? „Nei, alis ekki. Ég vissi það
fyrirfram að Brynja [Þorsteins-
dóttir] og Theodóra [Mathiesen]
væru betri en ég og því bjóst ég
ekki við neinu.“
Brynja keyrði út úr í fyrri um-
ferð í sviginu og þá varst þú í öðru
sæti, hvað hugsaðir þú áður en þú
fórst niður í síðari umferðina?
„Ég tók enga áhættu vegna
þess að skíðafærið í brautinni var
slæmt. Ég hugsaði fyrst og fremst
um það að komast niður brautina."
Hvernig er það fyrir 16 ára
stúiku að verða Islandsmeistari?
„Það er mjög gaman og nánast
ævintýri líkast. Ég hefði hins vegar
aldrei unnið ef Brynja og Theodóra
hefðu komist niður. Það má því
segja að ég hafi verið heppin. En
það er hluti af keppninni að kom-
ast niður og klára og mér tókst
það.“
Þú varst þriðja í risasviginu og
stórsviginu, ertu ánægð með það?
„Já, ég get ekki annað. Ég átti
góðar ferðir í stórsviginu og var
ekki svo langt á eftir þeim. Þær
eru búnar að æfa á fullu erlendis
og eru eldri og reyndari."
Hefur þú ekkert æft erlendis í
vetur?
„Jú, ég fór í æfingaferð til Lille-
hammer í Noregi með Skíðaráði
Morgunblaðið/Uolli
DAGNÝ Llnda Kristjánsdóttir frá Akureyri er hér með upp-
skeruna eftir skíðalandsmótið um páskana.
Akureyrar milli jóla og nýárs. Svo
keppti ég á ólympíumóti æskunnar
í Sundsvall í Svíþjóð í febrúar. Það
gekk ágætlega hjá mér í stórsvig-
inu þar en ekki í sviginu."
Eru krakkar á þínum aldri á
Norðurlöndunum betri en þú?
„Já, ég held það. Þeir búa við
miklu betri aðstæður til æfinga en
við hér heima. En þeir eru ekki
það miklu betri að ég geti ekki
náð þeim ef ég fæ tækifæri til að
æfa við sömu aðstæður. En við
eigum enga möguleika ef við æfum
eingöngu hér á íslandi."
Stefnir þú að því að fara utan til
æfinga?
„Já, ég er þegar búin að sækja
um inngöngu í skíðamenntaskól-
ann ! Geilo í Noregi. Það verður
svo bara að koma í ljós hvort ég
kemst inn í skólann eða ekki.“
Hvaða markmið setur þú þér á
skíðunum?
„Ég er ákveðin í að halda áfram
að æfa á fullu og auðvitað er stefn-
an að komast alla leið á Ólympíu-
leika - það er toppurinn."
Þú hefur verið sigursæi á mótum
hér heima í vetur. Hvað áttu marga
gullpeninga eftir veturinn?
„Ætli þeir séu ekki orðnir tutt-
ugu. Það er nú líka vegna þess
að ég hef verið að keppa bæði í
unglinga- og fullorðinsflokki."
Hvernig gengur að samræma
námið og skíðin?
„Það gengur ekkert of vel. Ég
hef ekki haft rosalegan áhuga á
náminu að undanförnu. En nú eft-
ir landsmótið get ég farið að ein-
beita mér að námsbókunum fram
á vorið.“