Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 4

Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Zickler skoraði eftir 15 sekúndur Mm FOLK ■ DA VE Watson, varnarmaður hjá Everton, féllst í gær á að stjórna liðinu út tímabilið í staðinn fyrir knattspyrnustjórann Joe Royle sem sagði óvænt af sér í liðinni viku. ■ ROBBIE Fowler, miðherja Li- verpool, var gert að greiða 2.000 svissneska franka í sekt til Knatt- spyrnusambands Evrópu fyrir að vekja athygli á stuðningi við verka- menn, sem höfðu verið reknir, eftir að hafa gert annað markið í 3:0 sigri á Brann í Evrópukeppni bikarhafa á dögunum. ■ FOWLER lyfti upp treyju sinni og var í boi undir með áletrun um stuðning við 500 hafnarverkamenn sem höfðu misst vinnu sína en sam- kvæmt reglum UEFA mega leik- menn ekki vera með áletranir tengd- ar stjórnmálum í leikjum. ■ PIERRE Laurent skipti úr Bast- ia í Frakklandi í Leeds áður en lokað var á félagaskipti á Eng- landi. Leeds greiddi 250.000 pund fyrir miðheijann sem gerði samning til fjögurra ára. ■ KANU Nwankwo, miðheiji Int- er, þykir hafa náð sér vel eftir hjartauppskurð en enn er óvíst hvort Nígeríumaðurinn leikur framar. ■ ROMA, sem bauð Sao Paulo sjö millj. dollara í miðjumanninn Denil- son frá Brasilíu fyrir jól, hækkaði tilboðið fyrir helgi. ■ FRANSKA félagið Lille lét þjálf- arann Jean-Michel Cavalli fara fyr- ir helgi. Charly Samoy, fyrrum þjálfari, var þegar ráðinn og á hann að reyna að bjarga liðinu frá falli. ■ REAL Betis hafnaði tilboði Manchester United sem bauð 10,5 millj. dollara í varnarmanninn Ro- berto Rios. ■ LEVERKUSEN hætti við að selja miðjumanninn Paulo Sergio frá Brasilíu til Roma. í janúar kom- ust félögin að samkomulagi og ætl- aði ítalska félagið að greiða sex til sjö millj. marka fyrir leikmanninn en þar sem samningur hans er að renna út þarf ekki greiðsla að koma fyrir. í samningnum er tekið fram að Leverkusen má halda Sergio í eitt ár til viðbótar. ■ CELTIC samdi við Aston Villa sl. föstudag og greiddi 2,4 millj. punda fyrir miðheijann Tommy Johnson, sem gerði samning til fjög- urra og hálfs árs. ■ MARIO Stanic, miðheiji Parma, verður frá í um sex vikur vegna meiðsla. Króatinn hefur verið lykil- maður í liðinu í vetur. ■ GORDIE Howe, einn þekktasti leikmaðurinn í sögu NHL-deildar- innar í íshokkíi, hr. íshokkí eins og hann er kallaður, átti 69 ára afmæli í fyrradag. Hann lék með sonum sínum í deildinni þegar hann var á sextugsaldri - hætti 52 ára - og til stóð að hann spilaði með Syrac- use Crunch í Amerísku hokkídeild- inni fyrir helgi. Endurkomu hans var frestað vegna slakrar stöðu liðsins en spili hann á ný verður hann fyrsti atvinnumaðurinn til að spila í sex áratugi. ■ HOWE gerði 801 mark á 32 ára ferli í NHL og aðeins Wayne Gretzky hefur gert fleiri mörk í sögu deildarinnar. Howe lék áður í WHA-deildinni, sem sameinaðist síðar NHL, en samtals gerði hann 1.071 mark og fékk 2.589 stig fyrir mörk og stoðsendingar. Howe hóf ferilinn fyrir hálfri öid. ■ MARIO Lemieux hjá Pitts- burgh hefur gert 47 mörk á tímabil- inu og alls 610 eins og Bobby Hull gerði á sínum tíma en aðeins fimm leikmenn hafa skorað meira í sögu NHL. ■ FRANKIE Fredericks byijaði tímabilið vel og hljóp 100 metrana á 9,9 sek. á móti í Suður-Afríku í liðinni viku. Þetta er næstbesti tími sem náðst hefur í greininni í Afr- íku, 0,02 sek. lakari en Bretinn Linford Christie náði 1995. Alexander Zickler hjá Bayern fékk sendingu frá Ruggiero Rizzitelli og skallaði í mark Werd- er Bremen þegar aðeins 15 sekúnd- ur voru liðnar af leik liðanna um helgina. Markið nægði Bayern til sigurs og liðið endurheimti efsta sæti þýsku deildarinnar. „Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Bayern. „Við lékum vel í fyrri hálf- leik og þess vegna áttum við skilið að sigra en við misstum taktinn eftir hlé.“ Hans-Júrgen Dörner, þjálfari Bremen, sagði að herslumuninn hefði vantað. „Markið var sem köld vatnsgusa framan í okkur en ÖLL efstu liðin í spænsku fyrstu deildinni íknattspyrnu gerðu jafntefli í leikjum sínum um helgina. Staðan á toppnum er því óbreytt, Real Madrid hefur níu stiga forskot á Barc- elona og Real Betis nú þegar aðeins 11 umferðir eru eftir af meistarakeppninni. Real Madrid gerði jafntefli með einu marki gegn einu í leik sínum á útivelli gegn Tenerife á sunnudagskvöld. Ásgeir Leikurinn var í Sverrisson daufara lagi og skrifar greinilegt var að frá Spáni. leikmenn Madrid- liðsins vildu enga áhættu taka enda lágu þá fyrir úrslit í leikjum Barcel- ona og Betis sem leikið höfðu fyrr um daginn. Marga fastamenn vant- aði í lið Madrid ýmist vegna land- sleikja, meiðsla eða veikinda. Höfðu forráðamenn liðsins reynt að fá leiknum frestað af þeim sökum en á þá beiðni var ekki hlustað. Mark Madrid kom á 59. mínútu þegar Raul Gonzalez náði boltanum inni í vítateignum og kom honum til Victor sem skoraði með föstu skoti. Tenerife jafnaði átta mínút- um síðar þegar Neuville skoraði eftir að vörn Madrid-liðsins hafði mistekist að hreinsa frá marki eftir hornspyrnu. Hefur liðið fengið mörg við náðum okkur á strik og lékum ágætlega, reyndum að sækja en tókst ekki að skora.“ Leverkusen vann Schalke, 2:0, og er í öðru sæti tveimur stigum á eftir Bayern. Ulf Kirsten skoraði um miðjan seinni hálfleik, 13. mark hans á tímabilinu, og Hol- lendingurinn Eric Meijer innsiglaði sigurinn með hælspyrnu. Leverkusen slapp naumlega við fall á liðnu timabili en setti stefn- una á UEFA-sæti í ár. „Ekki er aðeins hægt að tala um UEFA þegar titillinn er í augsýn,“ sagði Rudi Völler, íþróttastjóri félagsips og fyrrum landsliðsmiðheiji. „Ég get ekki annað en litið fram á veg- inn,“ sagði Christoph Daum, þjálf- svipuð mörk á sig á þessari leiktíð og virðist sem vörnin eigi í erfiðleik- um með að vinna úr homspyrnum andstæðinganna. „Stórgott lið“ Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, var kampakátur eftir leik- inn og lýsti yfir því að lið hans væri „stórgott“. Það eru orð að sönnu og gleði þjálfarans skiljanleg því segja má að jafnteflið hafi jafn- ast á við sigur. Með sama móti er jafntefli nánast það sama og tap fyrir liðin í neðri sætunum ætli þau sér að ná að vinna upp forskot Real Madrid. Robson sáttur „Ég get ekki kvartað. Við börð- umst, við sóttum og við fengum tækifæri," sagði Bobby Robson, þjálfari Barcelona, eftir að lið hans hafði aðeins náð að gera jafntefli í leik sínum gegn Valencia á útivelli. Þrátt fyrir þessi orð þjálfarans var ekki að sjá að leikmenn hans hefðu mikinn áhuga á því að sigra í leikn- um og þrengja að Madrid á toppn- um. Spænsk dagblöð sögðu á mánu- dag að „hroki“ hefði einkennt leik Barcelona. Leikmenn hefðu verið áhugalausir og talið leikinn unninn fyrirfram. Hafi sú verið raunin kom annað á daginn. Leikmenn Barcelona áttu ari liðsins. „Liðið hefur verið frá- bært og leikið mjög vel. Allir leik- mennirnir gera það sem þeir geta og þeir leggja mikið á sig. Spenna kemur til með að vera ríkjandi í síðustu leikjunum og þá gera smá- atriði útslagið. Ég er með unga ieikmenn en þeir vilja taka þátt í slagnum um titilinn." Daum sagði að baráttan stæði á milli íjögurra liða og Leverkusen væri aftast í röðinni. „Ég vil ekki kreíjast titils- ins. Við erum Davíð í baráttu við Golíatana Bayern, Dortmund og Stuttgart." Dortmund vann St. Pauli, 1:0, og er í þriðja sæti en Stuttgart, sem gerði jafntefli, 1:1, við 1860 Múnchen, er i íjórða sæti. í mestu vandræðum framan af með hið baráttuglaða lið Valencia. Landsliðsmarkvörðurinn Zubizarr- eta var öryggið uppmálað í marki Valencia og sýndi að hann hefur engu gleymt. Leandro kom heima- mönnum yfir með góðu skallamarki á 41. mínútu en Brasilíumaðurinn Ronaldo jafnaði á þeirri 70. þegar hann skoraði auðveldlega af stuttu færi eftir hornspyrnu Búlgarans Hristo Stoichkov og gróf vamar- mistök leikmanna Valencia. Þetta var 24. mark Ronaldos á þéssari leiktíð og er hann markahæstur leikmanna i spænsku fyrstu deild- inni. Betis missir flugið Næstur Ronaldo á listanum yfir markahæstu menn kemur Alfonso, hinn magnaði framheiji Betis-liðs- ins. Hann hefur gert 22 mörk en tókst ekki að bæta við þann fjölda er Betis-liðið missti flugið í leik sín- um á sunnudag gegn Espanyol á Sarria-leikvanginum í Barcelona. Betis sem hafði verið óstöðvandi og unnið síðustu íjóra leiki með miklum mun náði sér ekki á strik í leiknum enda Espanyol jafnan erfitt heim að sækja. Liðin sættust á markalaust jafntefli og er Betis því áfram í þriðja sæti með 63 stig eins og Barcelona en lakari marka- tölu. Frakkar vilja Cantona ERIC Cantona, fyrirliði Man- chester United, fékk 76% at- kvæða í könnun sem franska dagblaðið Le Joumal du Di- manche stóð fyrir um helgina en spurt var hvaða íeíkmenn ættu að skipa franska landslið- ið í úrslitakeppni HM, sem verður í Frakklandi á næsta ári. 60% völdu Patrice Loko og 48% nefndu David Ginola hjá Newcastle. Gerður var greinarmunur á almenningi og fólki með áhuga á knattspyrnu og í síðarnefnda hópnum var Cantona, sem lék síðast með landsliðinu í janúar 1995, í fjórða sæti með 33% atkvæða. Youri Djorkaeff var í fyrsta sæti en siðan komu Didier Deschamps og Zinedine Zidane. Samkvæmt könnuninni hafa Frakkar ekki mikinn áhuga á knattspyrnu. 67% aðspurðra sögðust ekki hafa neinn áhuga og 84% kvenna voru sama sinnis. Allt of há laun BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands I knattspyrnu, sagði um helgina að knatt- spyrnumenn sem séu ekkert sérstakir fái allt of há laun og það sé vandamál i Þýskalandi. Eins komi niður á liðum að ungir leikmenn njóti ekki til- sagnar þeirra eldri sem skyldi. Vogts sagði að leikmenn eins og Effenberg hjá Gladbach og HSssler hjá Karlsruhe væru að gera góða hluti og væru öðrum til eftirbreytni. „Þessir leikmenn vinna fyrir launum sínum en vandamálið er að miðlungsmenn eru með allt of há laun,“ sagði Vogts. Hann Iék með Gladbach á árum áður og sagði að þá hefðu eldri leik- menn eins og Gilnter Netzer verið þjálfaranum innan hand- ar og stutt við þá yngri. „Þetta vantar núna,“ sagði Vogts. „Allt of margir atvinnumenn mæta fimm mínútum áður en æfingin byijar og eru farnir fimm mínútum eftir að hafa skolað af sér.“ Leikmönnum Deportivo mistókst að komast upp að hlið Betis og Barcelona er þeir gerðu jafntefli við Real Sociedad á útivelli, 1-1. Dep- ortivo er í ijórða sæti með 60 stig. Atletico de Madrid tók á mánu- dagskvöldið á móti Sporting frá Gijon og lauk leiknum með sigri heimamanna, 2-1. Sigurinn var mun öruggari en tölumar gefa til kynna og óðu leikmenn Atletico í færum, einkum í fýrri hálfleik. At- letico er því áfram í 5. sæti með 55 stig. Langþráður sigur Hercules Á botninum í spænsku fyrstu deildinni gerðist það helst markvert að lið Hercules frá Alicante náði að vinna leik og það á útivelli gegn Racing Santander sem er í 11. sæti. Leiknum lauk með tveimur mörkum gegn einu. Hercules er samt áfram í neðsta sæti þrátt fyr- ir þennan góða sigur með 25 stig eins og Sevilla sem gerði 2-2 jafn- tefli á heimavelli við Valladolid. Lið Compostela kom leikmönnum Extremadura aftur niður á jörðina er þeir gjörsigruðu aðkomumennina með fjórum mörkum gegn engu. Lið Extremadura var lengi á botnin- um en hafði notið góðs gengis í leikjum sínum að undanförnu áður en skellurinn kom. Liðið er nú með 32 stig i 18. sæti deildarinnar. MARKABRÆÐURIMIR, Bobic, Elber og Balakov hjá Stuttgart, urðu að sætta síg við jafntefli gegn 1860 Miinchen, 1:1. Balakov skoraði mark liðsins úr vítaspyrnu. Orugg forusta Real Madrid

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.