Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
SKÍÐAMÓT ÍSLANDS
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 B 5
Lísbet þrefald
urmeistari
Lísbet Hauksdóttir, Ólafsfírði,
varð þrefaldur meistari í
göngu kvenna. Hún sigraði í 5 km,
7,5 km og göngutvíkeppni. Hún
varð einnig bikarmeistari SKÍ 1997.
Lísbet var fimm mínútunum á
undan Hönnu Dögg Maronsdóttur,
Ólafsfirði, í 5 km göngunni á Dal-
vík á skírdag. Lína Gunnarsdóttir
frá Dalvík varð þriðja og vann þar
með fyrstu verðlaun Dalvíkinga í
skíðagöngu kvenna.
„Fimm kílómetra gangan var
nokkuð erfíð, sérstaklega vegna þess
að ég fékk hlaupasting og því voru
síðustu metramir erfiðir," sagði Lís-
bet sem féll í snjóinn er hún kom í
markið og það tók nokkrar mínútur
að koma henni aftur á fætur.
í 10 km göngunni sem fram fór
á Ólafsfirði kom hún í mark á 29,42
mínútum og var mínútu á undan
stöllu sinni, Hönnu Dögg. Hólmfríð-
ur Vala Svavarsdóttir, Ólafsfirði,
varð þriðja, en hún keppti ekki í 5
km göngunni.
Sænska stúlkan Laila Nilson,
sem er gönguþjálfari Ólafsfirðinga,
keppti sem gestur og náði besta
tímanum í báðum göngunum.
NOKKRIR íslandsmeistarar fyrri
ára tóku þátt í Skíðalandsmótinu
og kepptu í sérstökum flokki, 35
ára og eldri, í göngu. Þarna mátti
sjá gamlar kempur eins og Trausta
Sveinsson og Magnús Eiríksson,
sem kepptu á sínum tíma fyrir
Fljótamenn, Björn Þór Ólafsson,
Ólafsfirði og ísfirðinginn Kristján
Rafn Guðmundsson, sem varð ís-
landsmeistari í 15 km göngu árið
1965, eða fyrir 32 árum. Þessir
kappar sýndu að lengi lifir í göml-
um glæðum. Þeir hafa greinilega
haldið sér vel við og eru í góðri
líkamlegri æfingu.
Magnús sigraði
í 30 km göngu
Magnús Eiríksson, sem keppti
fyrir Siglufjörð og varð margfaldur
íslandsmeistari á áttunda áratugn-
um, sigraði í 30 km göngu í flokki
35 ára og eldri. ísfirðingarnir
Kristján Rafn og
Sigurður Gunnars-
son urðu í öðru og
þriðja sæti. í 15 km
göngunni sigraði
hins vegar Ingþór
Bjarnason, Fljót-
um, Magnús Ei-
ríksson varð annar
og Björn Þór Ólafs-
son, Ólafsfirði,
þriðji en hann vai
fyrst íslandsmeii
ari í stökki 1965
Daníel Jakobsson hefurunnið 15 íslandsmeistaratitla:
Frekar létt
Daníel Jakobsson frá Ólafsfirði
hafði mikla yfirburði í skíða-
göngunni á Skíðalandsmótinu sem
fram fór á Ólafsfirði
, D og Dalvík um pásk-
Valur B. ö TT v
lónatansson ana. Hann vann
skrifar fern gullverðlaun,
sigraði í 15 og 30
km göngu og um leið í göngutví-
keppni og var í sigursveit Ölafs-
fjarðar í boðgöngu. „Það er alltaf
garnan að koma heim og keppa á
landsmóti,“
sagði Daníel,
sem hefur nú
unnið 15 ís-
landsmeist-
aratitla frá
1992.
Daníel, sem
var að keppa
í fyrsta sinn
hér heima í
ýetur, byijaði
jgJþví að vinna
■15 km
gönguna með frjálsri aðferð á skír-
dag. Hann fór næstsíðastur af stað
af 21 keppanda og kom fyrstur í
mark. Hann var rúmum þremur
mínútum á undan Ólafi Björnssyni
frá Ólafsfirði sem varð annar og
fjórum mínútum á undan Einari
Ólafssyni, fyrrum íslandsmeistara,
sem keppir fyrir Akureyri.
„Ég var mjög sprækur í 15 kíló-
metra göngunni. Það voru engar
erfiðar brekkur en ég varð að halda
taktinum alla leiðina. Ég vissi það
flótlega að ég var með forystu og
þá var bara að halda henni. Þetta
var frekar létt ganga fyrir mig og
ég þurfti ekki að taka út síðasta
„túrbóið" eins og _oft í erfiðum
göngum erlendis. Ég er í mjög
góðri æfingu og því kannski eðli-
legt að ég sigri því ég hef æft mun
meira en keppinautarnir," sagði
Daníel.
I 30 km göngunni voru yfirburð-
irnir enn meiri. Daníel gekk 30 km
á 1.24,48 klst. og var tæpum sex
mínútum á undan Rögnvaldi Ing-
þórssyni, sem keppir fyrir Fljóta-
menn. Einar Ólafsson varð þriðji,
aðeins sjö sekúndum á eftir Rögn-
valdi. Þetta var fimmta árið í röð
sem Daníel sigrar í 30 km göngu
á Skíðamóti íslands.
„Ég er mjög léttur núna og það
voru góðar aðstæður hér á Olafs-
firði í 30 km göngunni. Þetta hef-
ur verið ánægjulegt mót og skipu-
lagningin til fyrirmyndar. Eg held
að það sé uppgangur í göngunni
hér heima. Það er langt síðan svo
margir keppendur hafa tekið þátt
í landsmóti. Ungu strákarnir eru
líka sterkari en áður og framtíðin
ætti því að vera nokkuð björt,“
sagði íslandsmeistarinn.
Jón Garðar Steingrímsson þrefaldur meistari
Skemmtileg boðganga
BOÐGANGAN fór fram á Ólafs-
firði á föstudag og tóku níu
sveitir þátt í henni og hafa aldr-
ei verið fleiri.
Gangan var spennandi í byrj-
un. Akureyringar tóku fljótlega
forystu og B-sveit þeirra var í
öðru sæti. Ólafsfirðingar, sem
hafa unnið boðgönguna síðustu
tvö ár fóru rólega af stað og
voru í fimmta sæti eftir fyrsta
sprett, voru þá þremur mínút-
um á eftir Akureyringum og
farið aðfara um heimamenn.
Þá tók Ólafur Björnsson við af
Árna Gunnarssyni fyrir Ólafs-
fjörð. Ólafur náði að minnka
muninn niður í tvær mínútur
áður en Daníel tók síðasta
sprettinn. Daníel náði Þoroddi
Ingvarssyni, sem gekk síðasta
sprett fyrir Akureyri, þegar
fimm kílómetrar voru eftir.
Hann lét síðan forystuna ekki
af hendi eftir það og kom í
mark einni og hálfri minútu á
undan Þoroddi og tryggði Ól-
afsfirðingum íslandsmeistara-
titilinn þriðja árið í röð.
Boðgangan fór fram í miðbæ
Ólafsfjarðar og voru áhorfend-
ur um 200 og mikil stemmning
meðal þeirra. Umgjörðin var öll
sú glæsilegasta og sýnir að
hægt er að gera boðgöngu mjög
áhorfendavæna.
Morgunblaðið/Golli
JÓN Garöar Steingrímsson frá SiglufirAi tók vel á og var
greinilega þreyttur eftlr 10 km gönguna. Hann vann þrenn
gullverðlaun í flokki pilta 17-19 ára.
eyringnum Gísla Harðarsyni, sem
varð annar. Ingólfur Magnússon frá
Sigiufirði, sem er aðeins 16 ára og
var með undanþágu til að keppa í
þessum flokki, varð þriðji.
Það var meiri keppni um gull-
verðlaunin í 15 km göngunni sem
fram fór á páskadag. Jón Garðar
kom þá í mark aðeins 18 sekúndum
á undan Þóroddi Ingvarssyni frá
Akureyri sem hékk í Jóni Garðari
alla gönguna. Ingólfur nældi í
bronsið eins og í 10 km göngunni,
var hálfri mínútu á eftir Þoroddi.
„Ég var mun hressari en ég bjóst
við á mótinu. Brautin var frekar
flöt í 10 kílómetra göngunni sem
fram fór á Dalvík og lítið um brekk-
ur en það var þó mikil vinna í henni.
En 15 kílómetra gangan á Ólafs-
firði var meira spennandi og erfið-
ari,“ sagði Jón Garðar. „Það hefur
gengið mjög vel hjá mér í vetur.
Eg hef unnið öll bikarmótin nema
eitt. Ég átti ekkert frekar von á
svona góðum árangri hér. Ég var
mjög sterkur í fyrstu göngunum í
vetur og bjóst jafnvel við að ég
hafi „toppað" fyrr og væri því ekki
í toppæfingu núna. En ég hef náð
að halda mér á toppnum og þakka
það miklum æfingum í vetur.“
Jón Garðar er við nám í MA á
Akureyri og hefur því æft með
Akureyringum. „Ég er búinn að
æfa mjög vel í vetur undir hand-
leiðslu Einars Ólafssonar. Við höf-
um verið svona sjö til átta manna
kjarni sem hefur æft saman. Ég
er mjög ánægður með árangurinn
og hann er framar vonum.“
Morgunblaðið/Golli
Konungur skíðagöngunnar
DAIMÍEL Jakobsson hafðl mlkla yflrburði í skíðagöngunni.
Hann var sigursælastl keppandi mótsins, vann fern gullverð-
laun og hafði því ástæðu til að fagna.
Jón Garðar Steingrímsson frá
Siglufirði varð þrefaldur ís-
landsmeistari í flokki pilta 17 til
19 ára í göngu. Hann sigraði með
yfirburðum í 10 km göngunni, var
tveimur mínútum á undan Akur-
Framar
vonum
Lengi lifir í
gömlum . .