Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SKIÐAMOT ISLANDS
Dagný Linda
sló þeim eldri
og reyndari við
DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir,
sem er aðeins 16 ára Akur-
eyrarmær, sló þeim eldri og
reyndari við og varð íslands-
meistari ísvigi og aipatví-
keppni og þriðja í risasvigi.
Hún sigraði einnig f alþjóða-
mótinu í stórsvigi á Dalvík á
páskadag.
Dagný Linda, sem hefur haft
mikla yfirburði á mótum hér
heima í vetur og _er bikarmeistari
SKÍ, sýndi hversu
Valur B. öflug hún er með því
lónatansson að verða tvöfaldur
skrifar meistari og stela
þannig senunni.
Það leit þó ekki út fyrir sigur
Dagnýjar Lindu eftir fyrri umferð-
ina í sviginu því Theodóra Mathie-
sen úr KR hafði þá tveggja sek-
úndna forystu. En sú stutta sýndi
öryggi í síðari umferðinni þrátt fyr-
ir að margir keppinautar hennar
höfðu fallið úr keppni vegna erfiðra
brautarskilyrða. Hún var með besta
tímann þegar Theodóra fór síðust
niður brautina. Theodóra virtist
hafa sigurinn í hendi sér en féll
þegar hún átti þrjú hlið eftir og
hætti keppni.
Kolbrún Jóhanna
Rúnarsdóttir frá
Seyðisfirði varð
önnur og Helga
K. Halldórsdóttir,
Armanni, þriðja.
„Það er ótrú-
legt að vera orðin
íslandsmeistari.
Ætli það sé bara
ekki heppni.
Þessar bestu fóru
allar út úr og því
var sigurinn
óvæntur. Eg átti
ÍSLA Nös
hún
besta tím-
ann í fyrri um-
ferð, en gerði
smá mistök í síð-
ari umferðinni
sem kostuðu
hana sigurinn.
Theodora hefur
verið í skíða-
menntaskóla í
Bandaríkjunum
og sagðist mjög
ánægð með að-
stæður þar. „Ég
ætla að vera í
alls ekki von á
þessu. Þetta er frábær endir á vetr-
inum sem er búinn að vera eins og
ævintýri fyrir mig,“ sagði Dagný
Linda sigurbrosandi eftir keppnina.
Theodóra var ekki eins kát eftir
svigið. _,,Þetta er hámark óheppn-
innar. Ég keyrði af öryggi í síðari
umferðinni því forskotið var það
mikið eftir fyrri umferð. Ég skil
ekki enn hvernig ég fór að því að
krækja fyrir hlið og detta. Það var
að vísu mjög erfitt skíðafæri en það
er engin afsökun," sagði hún.
Hún varð einnig af gullverðlaun-
unum í stórsviginu því þar hafði
DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri vann flest verð-
laun í alpagreinum kvenna þó hún sé aðeins 16 ára.
Bandaríkjunum í eitt ár í viðbót og
sjá svo til. Það er gott að geta
nýtt sér skíðin til að fá frí skóla-
gjöld. Það kitlar að komast á
Olympíuleikana í Nagano og ég
stefni að því.“
Theodóra fór því heim með tvenn
silfurverðlaun þar sem hún varð
einnig í öðru sæti á eftir Brynju
Þorsteinsdóttur í risasviginu á
mánudag.
: ' 'f
Brynja Þorsteinsdóttir
tvöfaldur meistari
Allt eða
ekkert
BRYNJA Þorsteinsdóttir frá Akureyri
varð tvöfaldur meistari. Hún sigraði
í stórsvigi á föstudag og í risasvigi á
Dalvík á mánudag en féll hins vegar
í fyrri umferð svigsins sem fram fór
á Ólafsfirði á laugardag og misst þar
með af möguleikunum á sigri í alpa-
tvíkeppninni. Árangur hennar í risa-
sviginu var sérlega glæsilegur enda
náði hún fimmta besta brautartíman-
um í karlaflokki.
|eð sigrinum fetaði Brynja í fótspor
Vilhelms bróður síns sem varð ís-
landsmeistari í stórsvigi 1993. Hún var
með næst besta tímann í fyrri umferð
stórsvigsins, 0,17 sekúndum á eftir Theó-
dóru Mathiesen úr KR. „Ég hugsaði um
það eitt fyrir síðari umferðina að taka
áhættu. Annað hvort allt eða ekkert. Ég
fann mig vel í brautinni og það var frá-
bært að sigra,“ sagði Brynja sem var að-
eins 0,08 sekúndum á undan Theódóru
samanlagt. Stefanía Steinsdóttir frá Akur-
eyri varð þriðja, tveimur sekúndum á eftir
Brynju.
Theodóra og Brynja hafa verið mjög
jafnar í vetur og því var þetta hálfgert
uppgjör þeirra í milji. „Við höfum alltaf
verið mjög jafnar. Ég er búin að vera í
skíðamenntaskóla og við æfingar í Noregi
í vetur og hef bætt mig verulega. Ég er
betri í stórsvigi og því kom sigurinn
kannski ekki á óvart. Ég stefni að því að
halda áfram að æfa næsta vetur og það
er markmiðið að keppa á Ólympíuleikunum
í Nagano á næsta ári. Annars fer það líka
eftir því hvað Skíðasambandið gerir. Ég
hef ekki fengið mikla aðstoð frá því hing-
að til,“ sagði Brynja sem hélt upp átvítugs-
afmælið sitt á laugardaginn.
Brynja sigraði einnig í risasviginu á
mánudag og aftur varð Theodóra að sætta
sig við annað sætið. Dagný Linda Kristj-
ánsdóttir frá Akureyri varð þriðja.
Svigmei
HAUKUR Arnórsson úr Armanni, sem er bikarmefstari SKI 1991
í vetur en þaö kom ekki í veg fyrir að hann slægi öllum v
Biðin á end
Haukur Arnórsson úr Ármanni
varð íslandsmeistari í svigi
og kom sigur hans nokkuð á óvart.
Hann hefur æft hér heima í vetur
á meðan margir keppinauta hans
hafa verið við stífar æfingar erlend-
is. Hann sýndi það hins vegar að
það er ýmislegt hægt þó svo að
aðstæður til æfinga séu ekki upp
á það allra besta.
Haukur, sem er bikarmeistari
SKÍ 1997, fór fyrri umferðina í
sviginu mjög vel og var þá aðeins
0,05 sekúndum _ á eftir Arnóri
Gunnarssyni frá ísafirði sem náði
besta tímanum. Kristinn Björnsson
datt hins vegar í fyrri umferð og
náði fimmta besta tímanum. Hauk-
ur var ræstur af stað næstur á
undan Arnóri í síðari umferðinni
og þá hafði Kristinn náð besta tím-
anum. Reyndar voru efasemdir
uppi um að Kristinn hefði sleppt
hliði í síðari umferðinni. Haukur
var ekkert á því að gefa neitt eftir
og kom í mark tæplega sekúndu á
eftir Kristni og tók við það forystu.
Arnór keyrði vel, en honum urðu
á mistök í neðri hluta brautarinnar
sem kostuðu hann gullið og Hauk-
ur fagnaði fyrsta íslandsmeistara-
titli sínum. Kristinn fékk silfrið og
Arnór bronsið.
Haukur sagðist hafa verið búinn
að bíða lengi eftir sigri á íslands-
móti. „Ég er búinn að bíða eftir
titli allt of lengi og það var kominn
tími til að standa á efsta þrepinu.
Það hefur gengið vel hjá mér í
vetur og ég hef unnið öll bikarmót-
in. Ég hef verið öruggari með að
standa niður núna í vetur, en und-
anfarin ár. Ég hugsa að ég hafí
verið jafn hraður í fyrra en þá
gekk mér illa að komast niður. Það
var engin pressa á mér í þessu
Kristinn og Brynja
best í risasvigi
RISASVIG var síðasta keppnis-
greinin á Skíðamóti Islands á
annan í páskum og var þetta í
fyrsta sinn sem keppt er í þess-
ari grein á landsmóti. Kristinn
Björnsson sigraði í karlaflokki
og Brynja Þorsteinsdóttir í
kvennaflokki.
Kristinn fékk harða keppni frá
Jóhanni Hauki Hafstein úr Ár-
manni sem varð annar. Aðeins
0,26 sekúndubrot skijdu þá að.
Haukur Arnórsson, Ármanni,
varð þriðji og var rúmlega einni
og hálfri sekúndu á eftir Jóhanni
Hauki.
Brynja Þorsteinsdóttir, Akur-
eyri, vann önnur gullverðlaun
sín á mótinu með því að ná
besta tímanum í kvennaflokki.
Hún var með fádæma yfir-
burði. Stúlkurnar fóru sömu
braut og karlarnir og hefði tími
Brynju nægt til fimmta sætis í
karlaflokki og segir það alit um
frammistöðu hennar. Hún var
rúmlega fimm sekúndum á und-
an Theodóru Matthisen sem
varð önnur, Dagný Linda
Kristjándóttir hafnaði í þriðja
sæti og varð þar með skíða-
drottning mótsins, vann tvenn
gullverðlaun og ein bronsverð-
laun.
4-