Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 8
HANDKNATTLEIKUR
O 5T roo r jicjcj a o ona a rrr
8 B MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka
Lögðum þetta upp
í hendumar á þeim
Haukar köstuðu sigrinum frá sér og voru
að vonum sárir. „Við vorum með leikinn
í höndunum en lögðum þetta upp í hendurnar
á þeim,“ sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari
Hauka, við Morgunblaðið. „Ég óska KA-mönn-
um til hamingju með sigurinn en það var tölu-
vert afrek að tapa þessu svona niður. Heppni
er ekki til í handbolta en röð tilviljana gerði
þetta að verkum. Við spiluðum skínandi vel í
seinni hálfleik og þá var vörnin eins og hún
átti að vera fyrir hlé en KA-menn nýttu sér
mistök okkar undir lokin. Við töpuðum leiknum
fyrst og fremst á eigin klaufaskap.“
Sigurður var ekki sáttur við dómgæsluna í
miðleiknum en sagði að dómaramir hefðu stað-
ið sig vel á laugardag. „Reyndar vildi ég fá
aukakast þegar við misstum boltann og tíminn
rann út. Brotið var á Halldóri og því var send-
ingin út í hornið slæm en ekki er þar með
sagt að tíminn sem eftir var hefði nægt til
að skora.“
Bikarmeistarar Hauka urðu í öðru sæti í
deildarkeppninni og sagðist Sigurður, sem tók
við liðinu fyrir tímabilið og gerði þá samning
til tveggja ára, vera mjög sáttur við veturinn.
„Lykilmenn hafa verið fjarverandi vegna
meiðsla en við höfum seiglast í gegnum þetta
og liðið á hrós skilið fyrir seinni hálfleikinn í
þessum síðasta leik okkar. Það var sundurspil-
að í fyrri hálfleik og var heppið að vera að-
eins fjórum mörkum undir en sýndi sterkan
„karakter“ eftir hlé. Það er synd að annað
liðið þurfti að detta úr keppninni en KA sigr-
aði og við því er ekkert að segja.“
Alfreð Gíslason fagnaði í Hafnarfirði
HéKadþetta
Morgunblaðið/Golli
Duranona kominn á ferðina
JULIAN Róbert Duranona er komlnn á ferðlna, skoraði tíu mörk í báðum
lelkjunum gegn Haukum. Hann hefur skorað flest mörk í úrslitakeppn-
Innl, alls 43/12. Daði Hafþórsson, Fram, kemur næstur á blaði með 37/11
mörk. Rúnar Sigtryggsson, Haukum, er þriðji með 30 mörk.
Dæmdu dag
eftir dag
SIGURGEIR Sveinsson og
Gunnar Viðarsson dæmdu ieik
KA og Hauka á Akureyri sl.
fimmtudagskvöld og gegndu
sama hlutverki í viðureign Aft-
ureldingar og Fram að Varmá
daginn eftir. I úrslitakeppninni
leika lið aldrei tvo daga í röð
og reyndar ekki heldur í
deildarkeppninni eða bikar en
tæplega 17 tímar liðu frá því
umræddir dómarar flautuðu
leikinn af á Akureyri þar til
þeir blésu til leiks að Varmá.
Guðjón með
Rögnvald
ATHYGLI vakti að Guðjón L.
Sigurðsson dæmdi með Rögn-
vald Erlingssyni þegar Haukar
og KA mættust í oddaleiknum
í Hafnarfirði sl. laugardag.
Rögnvald og Stefán Amalds-
son, dómarapar númer eitt,
hafa dæmt saman um árabil
en Guðjón hefur verið með
Ólafi Haraldssyni í dómgæsl-
unni og verður svo áfram.
Alfreð hand-
arbrotinn
ALFREÐ Gíslason, þjálfari og
leikmaður KA, handarbrotnaði
í leik KA og Hauka á Akureyri
sl. fimmtudag þegar hann
fylgdi skoti sínu eftir í hraða-
upphlaupi og ienti á höfði
Bjarna Frostasonar, mark-
manns Hauka, en það aftraði
honum ekki frá því að halda
saman vörninni í leik liðanna
í Hafnarfirði um helgina. Eðii-
lega gat hann ekki beitt sér
að vild en engu að síður var
hann sem klettur og sem fyrr
áttu mótherjarnir í erfiðleik-
um með að komast framhjá
honum. Bjarni meiddist líka
við fyrrnefnt samstuð og háði
það honum á iaugardag.
Bikarmeistarar Hauka hafa leik-
ið einna best í vetur og þó
þeir hafí lent í mótbyr hefur þeim
oftar en ekki tekist
Steinþór að snúa 'eiknum sér
Guðbjartsson í vil áður en flautað
skrifar hefur verið til leiks-
loka. Sama virtist
ætla að verða upp á teningnum í
oddaleiknum við KA í undanúrslit-
um úrslitakeppni íslandsmótsins í
Hafnarfirði á laugardag. Liðið var
fjórum mörkum undir, 15:11, í hálf-
leik, og þegar 20 mínútur voru til
leiksloka var sami munur, 18:14.
En þá tóku Hafnfirðingar við sér
svo um munaði og eftir 55 mínútna
leik voru þeir þremur mörkum yfir,
26:23. Á umræddum kafla fóru
Haukar á kostum, markvarsla
Bjarna var örugg þó að hann gengi
ekki heill til skógar eftir leikinn á
Akureyri, varnarleikurinn frábær
og sóknarleikurinn markviss. „í
þessari stöðu var ég mjög svart-
sýnn,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálf-
ari og varnarmaður KA, við Morg-
unblaðið. „Ég hélt að þetta væri
búið en sem betur fer náðum við
að snúa vörn í sókn.“ KA gerði fjög-
ur síðustu mörkin og leikur því til
úrslita en Haukar sitja eftir með
sárt ennið.
KA hefur sennilega ekki leikið
betri fyrri hálfleik í vetur en í um-
ræddri viðureign. Guðmundur Arn-
ar Jónsson varði vel, Alfreð stjórn-
aði vörninni með ágætum í fyrri
hálfleik og Sergei Ziza og Julian
Róbert Duranona fóru á kostum í
sókninni auk þess sem Björgvin
Björgvinsson var mikilvægur. Erfitt
er að eiga við liðið í slíkum ham
og því er óskiljanlegt hvernig KA-
mennirnir létu valta yfir sig á stund-
arfjórðungi í seinni hálfleik en það
segir ef til vill meira um styrk
Hauka. „Þetta var ótrúleg sveifla,"
sagði Alfreð. „Við vorum með þetta
í höndunum en hættum að sækja.
Menn missa oft einbeitinguna á ein-
hveijum kafla í hveijum leik en
þessi doði gerði það að verkum að
Haukarnir náðu að físka okkur.
Minnstu munaði að þetta yrði okkur
að falli en við tókum þetta á reynsl-
unni í lokin.“
Engum dylst styrkur og breidd
Hauka en liðið byijaði illa og lánið
lék ekki við það í lokin - mistökin
voru afdrifarík. Guðmundur Arnar
varði á ögurstundu og Julian Ró-
bert gerði sigurmark gestanna eftir
hraðaupphlaup. Heimamenn, fyrst
einum og síðan tveimur fleiri síð-
ustu 14 sekúndurnar, fengu tæki-
færi til að jafna en það átti ekki
fyrir þeim að liggja. „Ég hafði
stokkið upp án árangurs í síðustu
skotum og þar sem þeir voru farnir
að reyna að skjóta á milli fóta minna
hugsaði ég aðeins um að setjast,"
sagði Guðmundur Arnar um mark-
vörsluna sem skipti sköpum í lokin.
Feðgar fagna
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
LEÓ Örn Þorleifsson, leikmaður KA, hafði ærna ástæðu til að fagna eftir leik Hauka og KA
sl. laugardag og Þorleifi Ananíassyni, föður hans, leiddlst heldur ekkl lífið.
hám
FOLK
■ AXEL Axelsson, aðstoðarþjálf-
ari Einars Þorvarðarsonar hjá
Aftureldingu, er fyrrum leikmaður
Fram. Axel lék með Fram þegar
liðið varð síðast íslandsmeistari,
1972. _
■ ÞRÍR fyrrum leikmenn Fram
leika með Aftureldingu - Gunnar
Andrésson, Páll Þórólfsson og
Jón Andri Finnsson.
■ KA og Afturelding hafa aldrei
fagnað Islandsmeistaratitlinum.
Tveir leikmenn Aftureldingar hafa
orðið meistarar - Sigurður Sveins-
son og Bergsveinn Bergsveins-
son, með FH.
■ ÞJÁLFARAR Aftureldingar
hafa orðið meistarar, Axel með
Fram og Einar með Val.
Þannig
vörðu þeir
AKUREYRI:
Guðmundur Arnar Jónsson, KA,
22 (9): 15(6) langskot, 3(2) eftir
hraðaupphlaup, 2 vítaköst, 1 úr
homi, 1(1) eftir gegnumbrot.
Bjarni Frostason, Haukum, 21 (7):
11(4) langskot, 3 úr horni, 2(2) eftir
hraðaupphlaup, 2(1) af línu, 2 eftir
gegnumbrot, 1 vfti.
MOSFELLSBÆR:
Bergsveinn Bergsveinsson,
UMFA, 12/1 (7/1): 8(4) lanpkot,
2(2) eftir hraðaupphlaup, eitt úr
horni, 1(1) víti.
Sebastian Alexandersson, UMFA,
2(2): 2(2) langskot.
Reynir Þór Reynisson, Fram, 11 (2):
6(1) langskot, 2 úr horni, 2(1) eftir
gegnumbrot, eitt af línu.
HAFNARFIRÐI:
Magnús Sigmundsson, Haukum, 5
(2); 2 eftir hraðaupphlaup, 2(1) lang-
skot, 1(1) eftir gegnumbrot.
Bjarni Frostason, Haukum, 9 (2):
5(1) langskot, 2 úr horni, eitt eftir
hraðaupphlaup, 1(1) eftir gegnum-
brot.
Guðmundur Arnar Jónsson, KA,
14 (3): 7(1) langskot, 3(1) af línu, 2
úr horni, 2(1) eftir hraðaupphlaup.