Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 9

Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL1997 B 9 HANDKNATTLEIKUR Þorkell um brotið á Daða Hafþórssyni Afsökun er efst í mínum huga Steinþór Guöbjartsson skrífar Þorkell Guðbrandsson, leikmaður Aftureldingar, braut gróflega á Framaranum Daða Hafþórssyni þegar sá síðarnefndi gerði fimmta mark sitt og jafnaði, 10:10. Daði kom á fleygiferð hægra megin og skaut með vinstri; Þorkell sló með hægri hendi í vinstri arm Daða eft- ir að skotið reið af og fylgdi síðan eftir með vinstri hendi í andlit mót- heijans sem féll við. Daði lék áfram, gerði eitt mark til viðbótar en var ekki með eftir hié. Að sögn læknis IMýráfangi hjá Aftureldingu AFTURELDING fylgdi fyrsta deild- armeistaratitlinum eftir með því _að tryggja sér sæti i úrslitum um ís- landsmeistaratitilinn í fyrsta sinn en tæpt var það. Nýliðar Fram sýndu ótrúlega baráttu í að því er virtist vonlítilli stöðu í oddaleik liðanna í undanúrslitum að Varmá á föstudag- inn ianga, unnu upp fjögurra marka forystu heimamanna, gerðu þijú síð- ustu mörkin í venjulegum leiktíma og náðu að knýja fram framieng- ingu. En deildarmeistararnir fögn- uðu sigri, 31:30, eftir að staðan hafði verið 26:26 eftir 60 mínútur og 13:12 fyrir Aftureldingu í leikhléi. Jafnræði var með liðunum en tvisvar urðu kaflaskipti og í bæði skiptin hafði mikil áhrif að missa mann útaf í tvær mínútur. Framarar fengu tækifæri til að jafna, 18:18, en það tókst ekki. Skömmu siðar urðu þeir að leika einum færri og á þeim tíma breyttu heimamenn stöð- unni í 19:17. Þegar tæplega íjórar og hálf mínúta voru til leiksloka var munurinn fjögur mörk, 25:21, en í stöðunni 26:23 og ein mínúta og 43 sekúndur til leiksloka missti Aftur- elding mann útaf, Fram nýtti sér það og jafnaði. í framlengingunni gat brugðið til beggja vona en mark- varsla Bergsveins Bergsveinssonar ijórum mínútum fyrir leikslok vó þungt þvi í kjölfarið skoraði Gunnar Andrésson eftir hraðaupphlaup og staðan 30:28, en það bil náðu Fram- arar ekki að brúa. Leikurinn var spennandi, skemmtilegur og yfirleitt vel leikinn. Auðvitað gerðu menn mistök en óstyrkur heimamanna í lok venjulegs leiktíma kom samt á óvart. Að öðru leyti stóðu þeir sig vel og sama er að segja um mótherjana. Þeir urðu fyrir áfalli þegar Daði Hafþórsson varð að fara meiddur af velli en sýndu mikinn styrk. „Taugaspennan bar menn ofurliði en það er með ólíkindum að þetta skuli hafa gerst,“ sagði Ein- ar Þorvarðarson, þjálfari Afturelding- ar, við Morgunblaðið, aðspurður um sveifluna í lokin. „Það var erfítt að koma inn í klefa fyrir framlenginguna en ég er ánægður með hvemig mínir menn tóku á málunum." SOKNARNYTING Þriðji leikur liðanna í undanúrslita- keppni karla, leikinn i Mosfellsbæ föstudaginn 28. mars 1997 vm Afturelding Mörk Sóknir % Fram Mörk Sóknir % 13 21 59 F.h 12 22 54 13 24 54 S.h 14 24 58 5 7 71 Framl. 4 8 50 31 52 60 Alls 30 54 55 9 Langskot 12 5 Gegnumbrot 6 6 Hraðaupphlaup 4 2 Horn 2 3 Lína 2 ; 6 Víti 4 fékk hann vægan heilahristing. Þor- kell, sem fékk ekki tiltal hjá dómur- unum fyrir brotið, sagði að um al- gjþrt óviljaverk hefði verið að ræða. „Ég talaði við Daða í hálfleik og bað hann afsökunar og endurtók afsökunarbeiðnina við hann eftir leik,“ sagði Þorkell við Morgunblað- ið. „Þetta var algjörlega óviljandi og leiðinlegt að svona skyldi fara. Þeir sem vilja sjá það sjá að þetta var ekki ásetningur. Ég var ekki með krepptan hnefa heldur fór lóf- inn á mér í höfuðið á Daða. Ekkert lið ákveður að gera svona og enginn leikmaður gerir þetta viljandi. Ég er örvhentur og spila venjulega hin- um megin og er því óvanur þessari stöðu. Eg fór mjög vitlaust í hann en ég hef þekkt Daða lengi og mér kæmi ekki í hug að brjóta svona viljandi á honum. Mér þykir þetta mjög leitt vegna Fram og sérstak- lega vegna Daða sem var yfirburða- maður í hálfleiknum enda er efst í mínum huga að koma frekari afsök- un til hans.“ Svartur blettur Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari Fram, sagði að um fólskubrot hefði verið að ræða og slíkt ætti aldrei að líðast. „Ég hef leikið marga leiki og séð margt en þetta var hrikalegt. Þetta fólskubrot var svartur blettur á leiknum og það er óþolandi að leik- menn komist upp með slíkt án þess að vera refsað fyrir.“ Slys Einar Þorvarðarson, þjálfari Aft- ureldingar, sagði að um óviljaverk hefði verið að ræða. „Enginn maður gerir svona að gamni sínu og ég veit að þetta var ekki ásetningur heldur óviljaverk. Það er leiðinlegt fyrir Fram að þetta skyldi gerast því Daði var að leika mjög sterkan leik en því miður varð þetta slys.“ Sigurdans Aftureldingar Morgunblaðið/Árni Sæberg LEIKMENN Aftureldingar stíga sigurdansinn að leikslokum, f.v., Jón Valdimarsson, Þorkell Guðbrandsson, Sigurður Sveinsson, Kjartan Björnsson stuðningsmaður, Einar Gunnar Sigurðs- son, Sigurjón Bjarnason, Ingimundur Helgason, Jón Andri Finnsson, ungur stuðningsmaður, Alexei Trúfan, Gunnar Andrésson, Lárus Sigvaldason. Fyrir aftan Lárus má greina brosmildan lækni liðsins, Ingvar Ingvarsson. GuðmundurGuðmundsson, þjálfari Fram, ánægður með sína menn Ég er mjög stoltur Framarar sigruðu í 2. deild í fyrra og voru hársbreidd frá því að leika til úrslita um íslands- meistaratitilinn í ár. „Það er alltaf sárt að tapa, sérstaklega þegar komið er þetta langt, en liðið hefur ekki verið lengi í mótun og á heil- mikið inni þegar litið er til framtíð- ar,“ sagði Guðmundur Guðmunds- son, þjálfari Fram, við Morgun- blaðið eftir tapið að Varmá í odda- leik undanúrslitanna. Ekki er á allra færi að vinna upp fjögur mörk í oddaleik í úr- slitakeppni, hvað þá þriggja marka mun á síðustu tveimur mínútum venjulegs leiktíma og knýja þannig fram framlengingu, en þetta gerðu Framarar. „Þetta var mjög gott hjá strák- unum,“ sagði Guðmundur. „Það hafði mikið að segja að missa Daða því hann var ógnandi og lykilmaður í vöm og sókn. Við þurftum að raða brotunum saman og útkoman var eins góð og hægt var að búast við. Hafa ber í huga að við höfum leikið 10 leiki á 26 dögum og leikmennirnir hafa ekki rnikla reynslu. Eins er breiddin ekki eins mikil hjá okkur og Aftur- eldingu og því mæddi mikið á ein- staka mönnum en ég er stoltur af frammistöðunni.“ Guðmundur, sem þjálfaði lið Aftureldingar áður en hann tók við stjóminni hjá Fram, sagði að þrátt fyrir tapið gætu Framarar borið höfuðið hátt. „Liðið hefur vaxið með hveijum leik og ánægjulegt hefur verið að sjá og finna fyrir stuðningi Framara sem hefur aukist með hveijum leik. Stuðningsmennimir hafa staðið þétt við bakið á okkur en leik- mennirnir hafa líka staðið sig eins og hetjur í vetur og einkum og sér í lagi í úrslitakeppninni." Þjálfarar úrslitaliða Aftureldingar og KA varkárir fyrir lokarimmuna Nýr íslandsmeistarí verður krýndur Fyrsti leikur Aftureldingar og KA í rimmunni um Islands- meistaratitilinn verður að Varmá sunnudaginn 6. apríl. Liðin mætast síðan á Akureyri þriðjudaginn 8. apríl og þriðji leikurinn verður að Varmá tveimur dögum síðar. Komi til fjórða leiks verður hann á Akur- eyri laugardaginn 12. apríl og verði enn jafnt verður hreinn úrslitaleikur að Varmá þriðjudaginn 15. apríl. Hvorugt liðið hefur orðið íslands- meistari en KA leikur til úrslita þriðja árið í röð og þetta verður frumraun Aftureldingar á þessu sviði. SOKNARNYTING Annar leikur liðanna í undanúrslita- keppni karla, leikinn á Akureyri fimmtudaginn 27. mars 1997 KA Mörk Sóknir % Haukar Mörk Sóknir % 9 25 36 F.h 10 26 38 14 21 67 S.h 13 21 62 7 7 100 Framl. 4 6 67 30 53 57 Alls 27 53 51 10 Langskot 13 5 Gegnumbrot 2 3 Hraðaupphlaup 2 4 Horn 2 4 Lína 5 : 4 Víti 3 SOKNARNYTING Þriðji leikur liðanna í undanúrslita- keppni karla, leikinn í Hafnarfirði laugardaginn 29. mars 1997. Haukar Mörk Sóknir % KA Mörk Sóknir % 11 26 42 F.h 15 25 60 15 30 50 S.h 12 30 40 26 56 46 Alls 27 55 49 6 Langskot 8 4 Gegnumbrot 5 6 Hraðaupphlaup 4 6 Horn 4 1 Lína 1 1 3 Víti 5 Heimavöllurinn mikilvægur „Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftur- eldingar, aðspurður um komandi átök. „KA-menn hafa meiri reynslu en við á þessu sviði, eru með góðan heimavöll og mjög gott lið. Allir leikirnir í undanúrslitum voru geysi- lega spennandi og ég held að spenn- an eigi enn eftir að magnast. Ég hlakka til þessara viðureigna og vona að þær verði handboltanum til framdráttar. Ekkert má út af bregða en heimavöllurinn getur skipt miklu máli.“ Alfreð Gíslason, þjálfari og leik- maður KA, tók í sama streng. „Heimavöllurinn getur skipt sköp- um og þar sem Afturelding á heima- leikjaréttinn getur þetta orðið mjög erfitt fyrir okkur. Liðið er frábært og verðskuldaði að verða deildar- meistari en við getum ekki annað gert en einbeitt okkur að einum leik í einu.“ Enginn saddur Afturelding varð deildarmeistari í fyrsta sinn og leikur í fyrsta sinn til úrslita um íslandsmeistaratitil- inn. Margir sættu sig við minna í einum bita en Einar sagði að draumur allra væri að leika til úr- slita og sigra og næsta skref væri að einbeita sér að því. „Ég hef enga trú á því að menn séu saddir en ef svo er er það mitt hlutverk að koma þeirri hugsun í burtu. Menn hafa lagt mikið á sig, unnið fyrir því að komast í úrsiit og illa er farið með tækifærið ef menn kasta því frá sér loks þegar það gefst.“ Draumur Alfreös Þegar Alfreð tók við stjórninni hjá KA fyrir tæplega sex árum sagði hann að draumurinn væri að gera KA að íslandsmeistara. Liðið var í öðru sæti undanfarin tvö ár og það er nú eða aldrei fyrir leik- manninn og þjálfarann sem tekur við stjórninni hjá Hameln í Þýska- landi í sumar. „Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá okkur. Ánægjulegast væri að sjá drauminn rætast á Akureyri en ég þægi líka meistara- titilinn á útivelli."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.