Morgunblaðið - 04.04.1997, Page 3

Morgunblaðið - 04.04.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 B 3 DAGLEGT LÍF þekkti mig ekki þegar ég loksins tók upp tólið. Hún bað mig að opna útidyrnar og hringdi í fjöl- skylduvin í bænum til að skutla mér á spítala. Ég gat ekki geng- ið og ég man ekki eftir mér fyrr en í hjólastól á spítalanum. Ég var hætt kominn.“ Sammi segir að læknar spítal- ans haf strax vitað hvað klukkan sló og verið svartsýnir á að hann myndi ná sér að fullu. Þegar svo var komið hafði hann þjáðst af insúlínháðri sykursýki um nokk- urt skeið án þess að hafa um það nokkurn grun. Insúlínmagn er mælt með millimólum í hveijum blóðlítra og eðlilegt magn miðað við 4,5 til 5,5 millimól. í blóði Samma reyndust vera 97 millimól af sykri. „Heilafrumurnar nærast á sykri og líkaminn þarf insúlín til þess að vinna úr sykrinum. Hann framleiddi hins vegar ekkert ins- úlín svo heilinn fékk engan sykur þótt sykurmagnið ykist stöðugt í líkamanum.“ Þolir ekki nálar „Mér var sagt að ekki hefði mælst áður svo mikið sykurmagn í blóði manns sem lifði af. Ég hef heyrt um sykursjúka sem hafa dáið með 20 millimól í blóðinu. Það var grínast með það á gjör- gæslunni að hægt væri að taka úr mér sykur til að setja út í kaffið." Sammi segist hafa verið svo lánsamur að lenda á spítalanum í verkfalli meinatækna og því hlotið leiðsögn hjá hjúkrunarfólki við að sprauta sig með insúlíni, sem hann gerir tvisvar á dag, þótt hann þoli ekki nálar. „Ég fæ klígju í hvert skipti en sagt er að einn daginn verði þetta eins og að bursta tennumar, kannski eftir fímm ár.“ Sammi segir jafnframt að líkaminn hafi rýmað svo mikið af völdum sjúk- dómsins að lítið hafí verið eftir nema fítan undir húðinni. „Ég var svo máttfarinn að ég gat varla lyft einu kílói, ákvað Það var grín- ast með það á gjörgæsl- unni að hægt væri að taka úr mér sykur til að setja út í kaffið. að taka sjálfan mig í gegn og læra eins mikið og ég gat um sykursýki og mataræði. Mark- miðið var að byggja upp nægilegt þol til þess að geta farið að vinna. Ef ég settist inn í kennslustofu bogaði svitinn af mér eftir tíu mínútur, áreynslan var svo mik- il.“ Hann fór fetið í uppbygging- unni, lyfti lóðum svo klukkutím- um skipti, synti og gekk. „Ég byijaði hægt, gekk í kringum hverfið heima í Eyjum og kom til baka másandi eins og stór- reykingamaður. Þegar ég styrkt- ist fór ég að njóta vellíðunarinn- ar sem fylgdi á eftir, sem kallaði á sífellt meiri áreynslu," segir Sammi og þegar sumri lauk hafði honum tekist ætlunarverkið. Næsta vetur vildi hann klára skólann, lenti í kennaraverkfalli, nýtti tímann til líkamsræktar og hljóp 12 kílómetra á dag eftir nokkrar vikur. Um svipað leyti sá Sammi auglýst námskeið fyr- ir þolfimi-leiðbeinendur. „Mig langaði til að breyta til og með verklega hlutanum var námskeið í næringarfræði svo ég var enn spenntari. Þarna laukst upp fyrir mér ný veröld. Ég kunni ekkert í þolfimi en tónlistarkunnáttan bjargaði mér. Þegar ég var yngri lærði ég á hljóðfæri því ég var svo mikið einn og spila eiginlega á allt nema saxófón og klari- nett, sem hjálpar manni með taktinn.“ Að námskeiðinu loknu byijaði Sammi að kenna þolfími, meðal annars í Eyjum og í bænum, og vann á tveimur stöðum þegar mest var, jafnframt því að vera kominn á samning. Um svipað leyti í fyrra tók hann líka þátt í íslandsmótinu í þolfimi og lenti í fjórða sæti, en keppendur voru fjórir. Það gerði hann meira af forvitni en fannst ofboðslega gaman. Of grannur Fyrir tveimur mánuðum réð Sammi sig í forfallakennslu hjá Þokkabót, svona með skólanum og vinnunni, en kennir öll kvöld og um helgar því hann er afar áhugasamur um „spinning“-hjól- in. „Núna rokka ég á bilinu 77-80 kíló sem er aðeins undir æski- legri þyngd miðað við hæð; 1,89. Fituhlutfallið er 6% sem er allt of lítið og ég verð að bæta úr. En satt að segja hélt ég ekki að ætti fyrir mér að liggja að þurfa að borða feitmeti til þess að auka fítuna í líkamanum," segir hann. En þótt Sammi sé hreystin uppmáluð finnur hann fyrir minnisleysi í kjölfar sykursýk- innar. „Ég skrifa allt niður sem ég þarf að gera. Ef ég er sendur eitthvað í vinnunni er ég búinn að gleyma fyrirmælunum um leið ég er kominn út í bíl. Svona var ég ekki áður.“ Sammi segir loks að hann sé öruggari með sig í dag og félags- lyndari, þótt hann hafí ekki alveg vanist tilhugsuninni um að vera ekki feitur lengur. „Það er skrýt- ið hvað viðhorfið hefur breyst, nú eru skólafélagarnir; krakkar sem mér fannst grannir áður, farnir að koma til mín og leita ráða um líkamsrækt. Þótt ég sé grennri er ég sami maðurinn, sami gamli Sammi; kannski lífs- glaðari og hátt uppi á löglegan og náttúrulegan hátt.“ ■ Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson HRAFNHILDUR Sverrisdóttir. göngukort af Mallorka en starfs- fólk stofunnar fór þangað, kort- lagði gönguleiðir og safnaði upplýs- ingum um staðhætti. Fyrsta göngukortlA af þessu svœAI Áður hafa ekki verið til nein göngukort af Mallorka og segir Hrafnhildur að hingað til hafí menn m.a. notast við staðfræðikort í mælikvarða 1:25000 en inn á þau kort eru ekki merktar neinar gönguleiðir. Hrafnhildur gerði göngukortið sitt undir handleiðslu prófessor í tækniháskólanum en fékk að nýta alla aðstöðu á teiknistofunni sem hún var að vinna á. Þegar gerð kortsins hófst þurfti að huga að mörgu. Til dæmis þurfti hún að gera sér grein fyrir því hvað hún ætlaði að sýna og hvernig. Síðan fór hún út í það að hanna kortið alveg frá grunni. „Ég þurfti til að mynda að ákveða hvaða tákn ég ætti að nota, hvernig kortið ætti að líta út, hvaða atriði ættu að koma fram, stærð þess, bil milli hæðalína og svo framvegis," segir hún. „Ég vildi að kortið gæfí fólki tilfinningu fyrir landslaginu og notaði til þess annars vegar skygg- ingu sem gefur kortinu þrívíddar- áhrif en hins vegar hæðarliti sem líkjast náttúrunni á Mallorka sem best, þ.e.a.s. grænn litur neðst og hvítur litur efst.“ Þá segist Hrafnhildur hafa tekið tillit til þess við vinnslu göngukorts- ins að meirihluti Mallorka sé í einkaeign. „Ég merkti því öll hlið inn á kortin þannig að fólk gæti vitað hvort það megi fara um þau og hvenær, en inn á sumar lóðir má alls ekki fara,“ segir hún. Kortunum fylgja síðan lítil hefti þar sem gönguleiðunum er líst ná- kvæmlega þannig að fólk eigi auð- veldara með að átta sig á staðhátt- um. Nóg aA gera f kortagerA Hrafnhildur hefur nú fengið fulla vinnu á verkfræðistofunni og mun samhliða öðrum verkefnum vinna að lokaútfærslu göngukortsins sem mun ná yfir stærra landsvæði en lokaverkefnið. Auk þess er verið að vinna að nokkrum hugmyndum um markaðssetningu kortsins og er til dæmis búið að ákveða að hafa útskýringarnar á þremur tungumálum: þýsku, ensku og spænsku, „en sú hugmynd hefur auk þess komið fram að sérprenta lítið upplag af kortinu með íslensk- um útskýringum ef áhugi er fyrir hendi,“ segir hún. Þjóðvetjar eru framarlega í kortagerð og segir Hrafnhildur að þess vegna sé það henni mjög mik- ils virði að vinna að kortagerð í nokkur ár í Þýskalandi áður en hún kemur heim til íslands. Þannig geti hún lært og fylgst með því nýjasta sem er að gerast í þeim fræðum. „Margar hafa spurt mig hvort ekki sé búið að gera kort af öllum heiminum. Ég hef gjarnan svarað því til að löndin taki sífelld- um breytingum. Til dæmis bætast við ný vegakerfi, ný byggingar- svæði og landamæri færast til svo eitthvað sé nefnt. Það er því alltaf nóg að gera. Bæði við gerð nýrra korta sem og endurútgáfu eldri korta með leiðréttingum og nútímalegra útliti,“ segir hún að síðustu. ■ Morgunblaðið/Egill Egilsson JÓHANN Valdimarsson og Tómas A. Ponzi við vinnu sína i Kolaportinu. T eikna tvær myndir á sama tíma af einum manni YS og þys í Kolaportinu, við- skiptavinir rölta milli sölubása, velta fyrir sér hveijum hlut og spá í verðið. í kaffihorninu ríkir aðeins meiri ró. Þar sitja tveir ungir menn og teikna portrettmyndir af gestum Kolaportsins. Blaðamanni ákveður að falast eftir portretti af sér hjá þeim Jó- hanni Valdimarssyni og Tómasi A. Ponzi. Tómas segist vera sjálf- menntaður í myndlistinni en félag- inn Jóhann, eða Jói eins og hann er kallaður, sé sprenglærður í fag- inu, með diplómu upp á vasann frá fjöltæknideild MHI 1990. Einnig sé Jói að gefa út bók um dulspeki. En hvernig stóð á því að þeir sett- ust við að teikna portrettmyndir af fólki í Kolaportinu? Hugmyndina átti írsk vinkona þeirra. Tómas segir að hagnaður sé ekki markmiðið heldur gleðin. Þó er þetta erfitt eða eins og að tefla skák í átta tíma samfleytt. „Hefur þú einhvem tíma gert það?“ spyr Jói. Fátt verður um svör. Það er létt yfir þeim félögum, en þeir skipa blaðamanninum samt sitja kyrr á meðan hin eina sanna portrettmynd er dregin af viðkom- andi. Þeir hafa setið við þessa iðju sína sjö helgar í röð og teiknað samtals 100 andlit á þessum tíma. Skemmtilegustu myndirnar eru víst af börnum og sérkennilegum kar- akterum. En hvernig gengur samstarfíð fyrir sig þegar þeir teikna sömu fyrirsætuna samtímis, kastast þá ekki í kekki á milli þeirra ef önnur myndin er talin betri en hin? Þeir hrista bara höfuðið og segjast ein- mitt hafa gott af smá samkeppni, það hvetji þá til dáða og um leið freisti þeir þess að birta stíl sinn. Jafnframt hafi fólk verið ánægt með að fá ólíkar myndir af sér og enginn ennþá rifið mynd í vonsku- kasti. Nú gretta teiknararnir sig heil- mikið og kvarta yfir því að erfitt sé að teikna upp þennan spyril, hakan sé flókin og kartöflunefið vandasamt, að maður tali nú ekki um þessi eyru! Fá allir viðskiptavin- ir svona dóma, eða er þetta bara af því að viðkomandi er að spá í að skrifa um þá? Engin svör. Loksins snúa þeir portrettmynd- inni við og um nærstadda áhorfend- ur fer kliður. Jú, svei mér þá, þetta er nokkuð líkt fyrirmyndinni. Þeir brosa báðir út í annað og dreypa á kaffinu innanum krítar og blý- anta. Tvær myndir kosta 1.500 krónur, segja þeir en ein stök 900 krónur. Blaðamaður þakkar pent fyrir sig og um leið eru þeir teknir til að við teikna portrett af eldri hjón- um, hvort í sínu lagi. Það er ekki laust við að þau séu hálf kvíðin fyrir útkomunni en það er ekki aftur snúið. ■ Egill Egilsson Arna Schram

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.