Morgunblaðið - 04.04.1997, Side 4

Morgunblaðið - 04.04.1997, Side 4
4 B FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF g FRÆÐIMENN hafa leitt hjá S®| sér persónulegar heimildir «88 fólks á þeim forsendum að flí þær væru huglægar og ekki J-gg líklegar þess vegna til að 2» varpa ljósi á hugsun fjöldans. 48^ Sagan hefur því verið saga stofnana og meðaltalsmaður- Mll inn verið fulltrúi einstaklings- ins. Sagnfræðingar hafa að mestu sniðgengið framlag einstaklinga sem létu lítið að sér kveða á opin- berum vettvangi en skráðu hjá sér hugleiðingar sínar um lífið og til- veruna. Spurningin er hvort sagn- fræðingar eigi eitthvert erindi við persónulega upplifun fólks á fyrir- bærum eins og menntun, ást og sorg? Dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur svarar þessari spurningu hiklaust játandi og telur að ekki sé lengur stætt á því að hunsa persónulegar heimildir eins og dagbækur, bréf, samtalsbækur, endurminningar og sjálfsævisögur. Hann hefur í kjölfarið lagt stund á nýja aðferð innan sagnfræðinnar sem hann kallar einsögu, en hefur verið nefnd micro history á ensku. „Aðferð einsögunnar," segir hann „er að beina athyglinni að örfáum einstaklingum, einstökum atburðum eða litlum samfélögum. Hún felst í að rannsaka smæstu einingar samfélagsins og tengja þær síðan við stærri heildir með það i huga að draga fram einkenni þjóðfélagsins alls. Þetta er því frek- ar djörf tilraun til þess að fást við efni sem sagnfræðin hefur lítið sinnt.“ Fall meðaltalsmannsins Einsaga er saga alþýðunar byggð á hennar eigin heimildum en ekki eingöngu á opinberum gögnum. Kjarni málsins er að líf og tilfinningar til dæmis verka- mannsins er ekki að fínna í ræðum verkalýðsforingjans eða vinnulögg- jöfinni. „Sagnfræðingar fyrri tíma hafa rannsakað ramma samfélagsins eða stofnanir samfélagsins og alla fasta liði sem tengja lífsferli hvers einstaklings saman,“ segir Sigurð- ur Gylfi. Einsögumenn telja þetta ekki segja alla söguna. „Við verð- um að sýna glímu hvers einstakl- ings við þessar stofnanir, því svigr- úmið er svo mikið, meðal annars vegna þess að maðurinn er líka óskynsamleg vera.“ Einsögumenn á Ítalíu voru orðn- ir þreyttir á meðaltalsmanninum sem reis upp frá teikniborði sagn- fræðingsins, einfaldlega vegna þess að hann var ekki til. „ítalir vilja fremur rannsaka líf raunveru- legs fólks, jafnvel utangarðs- manns, og varpa með því ljósi á allt samfélagið," segir Sigurður. Hann segir að tölfræðileg úr- vinnsla innan sagnfræðinnar hafi á sínum tíma verið stórt skref frá hefðinni en menn hafi óvart fyllst ofurtrú á tölur og gleymt að spyrja og kanna hvað einstaklingarnir segðu sjálfir um hugsanir sínar og tilfinningar. „Einsagan er nú að draga fólkið inn á svið hinnar sögu- legu þróunar," segir hann „og sagnfræðingar að bera sögu þess saman við stofnanasöguna og sögulega lýðfræði. Þetta er gert með notkun persónulegra heimilda alþýðunnar og sýna svo hvernig þær geta varpað ljósi á þróun þjóð- félagsins." Vlðhorf betri bænda tll menntunar alþýðumanna Sagnfræðistofnun gefur nú í apríl út bók eftir Sigurð Gylfa Magnússon sem heitir „Menntun, ást og sorg. Einsögurannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19. og 20. aldar.“ í bókinni ber hann saman formlega framvindu menntamála eins og hún birtist í ákvörðunum Alþingis og í blöðum og tímaritum við hinn huglæga vitnisburð al- þýðufólks í eigin dagbókum. „Þegar stofnanasagan er lesin álykta menn eðlilega að saga menntunar sé samfelld sigur- ganga,“ segir Sigurður „en slík ályktun er varhugaverð. Þegar kafað er í almenna umræðu í blöð- um og tímaritum á seinni hluta 19. aldar leynir sér ekki að mikil tog- streita var um menntakerfið milli betri bænda og þeirra sem sátu á valdastólum annarsvegar og hins- vegar menntaðra einstaklinga og alþýðumanna. Sigurður segir að áberandi um- ræða hafi verið um að menntun leiddi til leti og upplausnar samfé- lagsins. Hann telur að betri bænd- ur hafi viljað ala upp lýðinn og njóta vinnukrafta hans til þrítugs en það var áður algengur gifting- araldur. „Þeir tengdu vanda land- búnaðarins og fólksflutninga úr sveitum til þéttbýlis við mennta- og fræðslumál," segir hann. En hvernig leið fólkinu og hvað hugs- aði það? Gapið mílli yfirvalda og unga fólksins Til að öðlast innsýn í daglegt líf 19. aldar manna og komast að við- horfum þeirra til menntunar endur- gerði Sigurður samfélag Stranda- manna í Kirkjubólshreppi með lestri á dagbókum Halldórs Jóns- sonar og bróður hans Níelsar. „Ég var fyrir nokkrum árum að skoða handskrifuð sveitablöð frá 19. öld og tók sérstaklega eftir blaðinu Gestur vegna þess að það var svo vel skrifað,“ segir Sigurður. Rit- stjóri þess var Halldór Jónsson í Miðdalsgröf. • Hvaða áhrif hafði dauðinn £ Getur löngun til mennta stjórnað ástinni? • I persónulegar heimildir gildi? • Hvers vegna \ un? • Hver var skoðun einstaklinganna á fr dagbækur alþýðunnar um tilfinning Menntun, ast og sorg DAGBÓKARSÍÐA Halldórs. Saga menntunar á ís- landi var ekki sigur- ganga af dagbókum alþýðunnar að dæma. Hvemig er sagan frá sjónarhóli alþýðunnar? Gunnar Hersveinn fræddist um nýja sagnfræði sem setur einstaklinginn í öndvegi. SIGURÐUR Gylfi Magnússon „Seinna fór ég yfir nöfn höfunda dagbóka í eigu handritadeildar- Landsbókasafns og mundi eftir nafninu Halldór Jónsson sem þar er að finna. Ég fékk dagbækurnar til afiestrar og í ljós koma 24 ár af lífi Halldórs en hann skrifaði eitthvað í dagbók sína á hveijum degi. Einnig eru varðveittar eftir hann fimm samtíningsbækur og 15 bækur með uppskrifuðum ljóð- um.“ Sigurður byggir rannsókn sína í bókinni á dagbókum Halldórs og Níelsar sem hann uppgötvaði seinna, hún spannar 40 ár. Halldór skrifaði líka sjálfsævisögu sína sem spannaði fyrstu 20 ár ævinnar. Bréf þeirra bræða eru líka geymd á handritadeildinni og eru um 100 talsins. Efnið frá bræðrunum er sem fjársjóður í augum Sigurðar Gylfa og veitir honum gott tækifæri til ýmissa samanburðarrannsókna og upplýsir hann um hugsanir og líðan fólks á 19. öld gagnvart lífinu og dauðanum og menntun, en allt voru þetta efni sem sóttu fast á 19. aldar menn. „En umræðan um fræðslumál stóð í rúmlega áttatíu ár og í raun má segja að viðun- andi lausn hafi ekki fengist fyrr en eftir aldarlangt þref um hvort menntun væri líkleg til að bæta lífskjörin í landinu," segir Sigurður. Af rannsókn hans að dæma þráðu einstaklingarnir menntun og trúðu á fræðslu sem einu leiðina út úr vos- búðinni og dauðanum allt í kring. Yfirvöld drógu hinsvegar fæ- turna með þeim afleið- ingum að fræðslumál- in komust ekki í viðun- andi horf fyrr en um miðja 20. öld. En hvernig var um að lítast í 19. aldar sveitasamfélagi? Það var skortur á skjólgóð- um fatnaði, moldar- kofarnir hripláku og þrifnaður var handa- hófskenndur. Jón Blöndal landlæknir skrifar skýrslu um aldamótin um híbýlin og neysluvatnið: Ofnar eru ailt of sjald- gæfir og þó þeir séu til, eru þeir lítið notað- ir, svo fólkið verður að hópa sig saman í eitt eða tvö herbergi til að halda á sér hita. Af ofnaleysinu verða UjCiO 1 fCu-j (/ij (4vri< i v f ' é* • 'ylufuy t*. CyY' fýi/tA.’V. íu.i.UtX . <i<ri zJ/Jh f ÚÓTt /Jtö míjluc- tOM IfJtrtX t\J JiÁW <AA1 ÍAAtf <Ujrti */ JnH. VW lutOÁuAn (tv fuAVX.il íX'UasAi/a. /v/iu/cks. 3vtJy* •; TVxeíj */()$•■ Aef '2VA vtt/r-f *tu/ yuc/rÁxAr u//. !/> $«f. /vvvJJiu. VVuX t tytöY' 0J f/. tvitA'ÁuðT 1*Æ S./CtyUi 2 36 k /uf. // *nw.o<j 6?/ tufr f «/f / í/dbwr. J/irhuor úvouii tnth ~ v.i'. v'f ■) t ~~ (■.'/. e~ íf/vjj frr jf/Xro. /u« (jj'tXí. y».. r/lií. ■ (vnc/ovr fuýto rri'f/ Vtvytr’ 1-< c/t\cj Pj c/rrt /w rc (<J /• >'(■ (’./<(!. ■j (Ccj •■/(. '<•* /<./<<• ; •( <.■>•■. t /<• / c<ri <'<*</. • J</<t\.J. svo húsakynnin endingarlaus og óholl. Þau eyðileggjast af raka á fáum árum, ef þau eru ekki því gisnari, og þá er aptur ólíft í þeim á veturnar fyrir kulda sakir. En svo er að sjá sem híbýli manna hafi enn engan rjett á sér fyrir hrákunum. Flestir hrækja frá sér þar sem þeir eru komnir og þó hrákadallar séu fyrir hönd- um, nota menn þá ekki nema endrum og eins, og þarf víst að lesa yfir landanum lengi um það efni. Ég hefoptar en einu sinni sjeð fjósamenn sökkva vatnsfötunum úr fjósinu eða úr bænum, niður í brunninn, óhreinum af flórnum eða af eldhúsgólfínu, þar sem hundarnir snuðra um og karl- mennirnir hrækja sem bezt. Menntanna brunnl að bergja á bezta skal okkur hresslng Ijá! Sigurður Gylfi segir að Halldór og Níels hafi lagt allt sem þeir gátu í að menntast til að sigrast á hinum erfiðu aðstæðum. „Hvar sem drepið er niður fæti framan af ævi þeirra blasir við stöðug og áköf löngun til fróðleiks og þekkingar,“ segir hann. „Það er því líkast sem þeir hafi aldrei unnt sér hvíldar í leit eftir menntun. Halldór og Níels voru tveir þeirra nítjándu aldar manna sem tóku ákalli skáldanna fagnandi. Einkunnarorð Halldórs og Níelsar voru í kvæði Jónasar Hallgrímssonar Til herra Páls Gaimard: „Menntanna brunni að bergja á/ bezta skal okkur hressing ljá!“ Amma bræðranna kenndi þeim að lesa og brýndi fyrir þeim mikilvægi þekkingarinnar, þeir sátu eitt ár á skólabekk hjá Arnóri Árnasyni á Felli og stunduðu sjálfsnám með lestri. Bókasöfnin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.