Morgunblaðið - 04.04.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 B 7
DAGLEGT LÍF
Sviðsett mynd/Ásdís
NÆR einum af hverjum þremur er hótað ofbeldi.
Niðurstöður rannsóknarinnar
benda til að þeir sem beita ofbeldi
eigi frekar í vandræðum á öðrum
sviðum. „Það getur til dæmis átt
við afbrot og vímuefnaneyslu. Því
oftar sem unglingar hafa brotist inn
til að stela, því líklegri eru þeir til
að hafa beitt ofbeldi."
Þórólfur og Jón Gunnar segja að
vinahópur hafi greinileg áhrif og
unglingar séu líklegri til að beita
ofbeldi eftir því sem fleiri vinir neyta
áfengis eða annarra vímuefna. Enn-
fremur að líklegra sé að unglingar
beiti ofbeldi eftir því sem vinir þeirra
verða oftar fómarlömb ofbeldis.
Þeir segja að niðurstöður þeirra
styðji fyrri rannsóknir. „Stuðningur
foreldra skiptir unglinga vemlegu
máli og beita þeir síður ofbeldi sem
eiga auðvelt með að fá hlýju og
umhyggju hjá foreldrum sínum.
Hinum ofbeldishneigðu gengur að
öllu jöfnu verr í skóla en hinum og
sömuleiðis skrópa þeir frekar.
Rannsókn okkar gefur margar
vísbendingar um umfang og eðli
ofbeldis meðal íslenskra unglinga
og vekur jafnframt upp margar
spurningar. Hægt er að nýta niður-
stöðurnar í rannsóknum á ofbeldi í
framtíðinni og til dæmis væri æski-
legt að vita meira um alvarleika,
svo sem áverka og vanlíðan, af
völdum ofbeldis. Einnig væri fróð-
legt að kanna betur tengsl gerenda
og þolenda. Erlendar rannsóknir
hafa sýnt að margir þeirra unglinga
sem beita ofbeldi hafa sætt mis-
notkun í æsku og þvi er brýnt að
kanna hversu algeng slík misnotkun
er hér á landi og hvort reynsla af
henni tengist ofbeldishegðun síðar
á lífsleiðinni. Niðurstöður okkar og
niðurstöður erlendra rannsókna
benda til þess að ofbeldi meðal
unglinga sé ekki einangrað fyrir-
bæri, heldur eigi það sér flóknar
rætur sem teygja anga sína í sjálf-
sprottna menningu, lífstíl unga
fólksins og hefðbundnar stofnanir
samfélagsins." ■
Brynja Tomer
I
EF MAÐUR snýr að brekkunni þarf þunginn að hvíla á tánum.
RÚNAR segir mikilvægt að
festa bindingarnar vel svo
þær veiti góðan stuðning.
Morgunblaðið/Halldór
AÐALHEIÐUR í miðri beygju. Erfiðast er að ná
valdi á því að beygja.
MEÐ AUGUM LANDANS
Rafmagnið
og myrkrið
W
Arna Garðarsdóttir og eiginmaður
hennar Jónas Tryggvason búa
ásamt dóttur sinni Jóhönnu Rakel
við nám og störf í Seattle.
GLöGGT er gests aug-
að var einhverntíma
sagt. Það eru orð að
^ sönnu, a.m.k fyrsta
Ý mánuðinn sem maður
L . J dvelur í nýju landi.
Síðan hættir manni til
L að verða alveg sam-
<dauna unhverfinu og
hætta að taka eftir því
sem truflaði í upphafi.
Það eru sérstaklega
þrír hlutir sem strax
Mvöktu athygli mína hér
í Seattle. I fyrsta lagi
voru það allar raf-
magnslínurnar, í öðru
Y lag'i myrkrið og í þriðja
| fg ) lagi vatnsbólin.
Einhvernveginn átti
ég von á að það væri
búið að grafa rafmagns- og síma-
línur niður hér í landi allsnægt-
anna meira en gert hefur verið.
Að hveiju húsi liggja minnst
þrjár línur ef ekki fleiri og í hvern
staur eru tengd fjögur hús þann-
ig að víra flækjan er töluverð og
sjónmengunin alveg hræðileg.
Þegar spurt er hvers vegna í
ósköpunum línurnar séu ekki
hafðar neðanjarðar er svarið
„Það kostar svo mikið að grafa
þetta allt niður.“ En í hvert skipti
sem vindur fer yfir 5 vindstig
eða snjór fellur eina nótt þá hafa
einhver af þessum himinháu
tijám fallið og síma- eða raf-
magnslínur og sjónvarpslínur
slitnað. Það hefur gerst a.m.k
fjórum eða fimm sinnum á þess-
um vetri að borgarhlutar hafa
verið síma- og rafmagnslausir
svo ekki sé minnst á sjónvarps-
leysið þegar kapalkerfið verður
fyrir áfalli af örlitlum vindi eða
smá-logndrífu eins og þeirri sem
setti hér allt á annan endann
yfir síðustu jól og áramót.
Það er líka annað skondið við
síma- og rafmagnslinurnar: í
bestu eða réttara sagt dýrustu
hverfunum er búið að grafa þær
allar niður. Engin sjónmengun
þar enda borgar fólk afskaplega
hátt verð fyrir húsnæðið og hugs-
anlega er þetta eitt af því sem
er innifalið í verðinu - engar
rafmagnslínur takk.
Myrkrið er svo sérkapítuli.
Aldrei hefur íslendingurinn fund-
ið fyrir jafnmiklu skammdegi og
við að flytja burt frá íslandi. Hér
í Seattle er mikill sígrænn tijá-
gróður (enda er fylkið kallað
„The Evergreen State“) og rign-
ing er fullalgeng yfir vetrarmán-
uðina. Hvort tveggja hjálpar til
við að gera myrkrið enn svart-
ara. En það sem skiptir hér
mestu er að götulýsingin er svo
miklu minni en maður á að venj-
ast frá Islandi. Það liggur mal-
bikaður göngu- og hjólastígur
gegnum hálfa borgina og yfír í
næstu byggðarlög. Stigurinn
sem kallast „The Burke Gilman
Trail“ er geysilega mikið notaður
af hjólreiðafólki jafnt sem gang-
andi og hlaupandi fólki, enda
bæði friðsæll og fagur. Við stíg-
inn er þó ekki einn einasti ljósa-
staur og myrkrið svo svart að
vegfarendur sjá ekki handa sinna
skil. Svo furðar fólk sig á því
að glæpir séu tíðir í Bandaríkjun-
um. Það hjálpar ekki að hafa
algengar samgönguleiðir óupp-
lýstar.
Eins og allir Íslendingar vita
er besta vatn í veröldinni á ís-
landi. Hér er hægt að kaupa
gott vatn úti í búð, en úr krönum
rennur klórblandað vatn sem er
eiginlega ódrekkandi. Það má í
besta falli bursta tennurnar úr
þvi og jafnvel laga sér te. Það
má svo sem öllu venjast og
heimamönnum þykir ekki til-
tökumál að drekka vatnið beint
úr krananum.
í Seattle eru nokkur opin
vatnsból þar sem yfirborðsvatni
er safnað saman. Þar er vatnið
hreinsað og síðan sent út í vatn-
skerfi borgarinnar. Miðað við
þessar einföldu aðferðir er vatnið
hér ótrúlega dýrt. Hvert heimili
borgar fjórum sinnum fyrir hvert
gallon af vatni sem kemur úr
krana eða klósettkassa. Fyrst er
greitt einfalt verð fyrir vatnið
sem kemur inn í húsið og síðan
þrefalt verð fyrir frárennslið sem
er áætlað sama magn og kemur
inn. Enda kemur verðlagið
greinilega í ljós á sumrin þegar
þurrkur er mikill. Þá skrælnar
grasið í görðum því margir hafa
hreinlega ekki efni á því að vökva
flötinn.
Svona geta einföldustu hlutir
komið á óvart í landinu þar sem
allt er til alls. ■
HÚSBÁTAR við Lake Union í Seattle.