Morgunblaðið - 08.04.1997, Qupperneq 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þriðjudagur 8. apríl 1997
Blað C
Minni
vanskil
HÚSBREFAKERFIÐ hefur ekki
sligað heimilin í landinu, segir
Grétar J. Guðmundsson í þættin-
um Markaðurinn. Vanskil af lán-
um Húsnæðisstofnunar hafa far-
ið minnkandi, enda þótt íjöldi
þeirra, sem eiga í erfiðleikum, sé
engu að síður allt of mikill. / 2 ►
Stúdenta
garður
í síðustu viku var tekin fyrsta
skóflustungan að nýjum stúd-
entagarði, sem rísa á við Suður-
götu. í byggingunni verða 76
einstaklingsíbúðir. Henni hefur
verið gefið nafnið Skerjagarð-
ur, en bygginguna á að taka í
notkun haustið 1998. / 30 ►
Sumarbú-
staðir
IARKAÐURINN fyrir
sumarliús hefur tekið
seinna við sér að þessu
sinni en oft áður, sennilega út
af kaldri tíð að undanförnu. En
framboð á notuðum sumarhús-
um er nú töluvert og markað-
urinn hagstæður fyrir kaup-
endur.
Húsin eru að sjálfsögðu mjög
mismunandi að gerð og stærð
og misjafnt, hvað í þau er bor-
ið, enda fer verð þeirra eftir
því. Góð og gróin lóð á eftir-
sóttum stað skiptir líka máli.
í flestum nýjum sumarhúsum
eru rafmagn og heitt vatn sjálf-
sagðir hlutir. Þegar svo er
komið, er hægt að vera í þeim
allt árið og varla réttnefni
lengur að kalla þau sumarhús.
Verð á góðum sumarhúsum
er ekki undir 4-5 millj.
krónum, en það er til mikið af
húsum, sem fullnægja ekki
nútímakröfum um að húsin sé
heilsárshús og þau eru þar af
leiðandi ódýrari.
Við greiðslu kaupverðs er
engin ákveðin regla til. Stund-
um eru þau greidd út í hönd, en
algengt að borga vel helming á
árinu og afganginn með veð-
skuldabréfí til einhvers tíma.
Alls konar eignaskipti eru Ifka
til og bflar jafnvel teknir upp í
kaupverðið.
„Ég spái því, að sumarhúsa-
markaðurinn í ár verði keim-
líkur því, sem var í fyrra,“ seg-
ir Magnús Leópoldsson hjá
Fasteignamiðstöðinni, en þar
eru yfir 80 sumarhús á sölu-
skrá. „Það er mikið framboð á
notuðum bústöðum og ekki
vafamál, að það er hagstæðara
að kaupa frekar en að fá lóð og
byggja nýtt hús.“ / 18 ►
Verð á íbúðarhúsnæði
leitar upp á við
AÐ undanförnu hefur fasteignaverð
leitað upp á við og í febrúar var það
2% hæiTa en í lok síðasta árs. Þó er
of snemmt að draga þá ályktun, að
fasteignaverð muni hækka að marki
á næstunni. Kemur þetta fram í ný-
útkomunum Hagvísum, sem gefnir
eru út af Þjóðhagsstofnun.
Það þarf ekki að koma á óvart, þó
að verð á íbúðarhúsnæði fari hækk-
andi. Þegar litið er til baka nokkur ár
aftur í tímann, sést að á nýjum íbúð-
um hefur í raun orðið verðlækkun,
þar sem verðhækkun á þeim hefur
ekki haldizt í hendur við hækkanir á
byggingarvísitölu.
Þannig hækkaði byggingarvísitalan
um 33% frá því í febrúar 1990 þar til í
febrúar 1997, en verð á nýjum íbúðum
hækkaði hvergi nærri að sama skapi.
Astæðan var m. a. sú, að á samdráttar-
árunum jókst samkeppnin milli bygg-
ingaraðilanna til muna og þeir lögðu
sig sem mest fram við að byggja ódýr-
ari íbúðir, án þess að láta það bitna um
of á gæðum. Þetta var nauðsynlegt til
þess að koma til móts við kröfur mark-
aðarins.
Framboð á nýju íbúðarhúsnæði
var líka mikið miðað við eftirspum og
það hafði sín áhrif til lækkunar á
verði og þá sérstaklega á verði nýrra
íbúða í fjölbýlishúsum, þó að það
næði að einhverju leyti líka til sérbýl-
is, það er einbýlishúsa, raðhúsa og
parhúsa.
Það hefur því verið hagkvæmt að
kaupa nýtt íbúðarhúsnæði á síðustu
árum og verðið hagstætt miðað við
kaup á notuðu húsnæði, þar sem
verðbilið á milli nýs og notaðs hefur
verið minna en oftast áður. Þetta hef-
ur að sjálfsögðu haft áhrif til lækkun-
ar á eldra húsnæði, ef eitthvað er.
Þegar litið er á markaðinn nú,
virðist sem meiri jöfnuður hafi náðst
milli eftirspurnar og framboðs á
flestum stærðum og gerðum íbúðar-
húsnæðis. Það má örugglega þakka
betra efnahagsástandi og góðum
horfum á því sviði. Þetta hefur komið
greinilega fram í nýjum hverfum eins
og Víkurhverfí í Reykjavík, en þar
hefur gengið mjög vel að selja og þá
sérstaklega sérbýlið.
Þrátt fyrir þetta er óvarlegt að
gera ráð fyrir miklum verðhækkun-
um á íbúðarhúsnæði á næstunni, en
samt líklegt, að verðið leiti eitthvað
upp á við.
Húsnæðisverð í fjölbýl
á höfuðborgarsvæðinu
1994-97
Meðalverð á hvern fermetra,
108
106
iúlí. 104.
102,5
1 996
’97
Það borgar sig að gera verðsamanburð!
Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Fjárvangur keppist við að bjóða
besta kaupgengið og staðgreiðir Húsbréfin samdægurs. Ráðgjafar Fjárvangs veita allar upplýsingar
um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín.
[Ili•’
FJÁRVANGUR
LÖGEin VEnOBRtLAFYRIRT/EKI
Fjárvangur hf., löggilt verðbréfafyrirtæki, Laugavegi 170, 105 Reykjavík, sími 5 40 50 60, slmbréf 5 40 50 61, www.fjarvangur.is