Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Fasteigna- sölur í blaðinu í dag
Borgir bls. 3
Skeifan bls. 4
Agnar Gústafsson bls. 5
Óðal bls. 5
Fasteignamarkaðurinn bls. 6
Berg bls. 7
Fjárfesting bls. 7
Fasts. Rvíkur og Huginn bls. 8
Borgareign bls. 8
Kjörbýli bls. 9
Hátún bls. 9
Hóll Hafnarfirði bls. 10
Húsakaup bls. 11
Gimli bls. 12
Húsvangur bls. 13
Fold bis. 14-15
Frón bls. 15
Ásbyrgi bls. 16
Eignamiðlunin bis. 16-17
Stakfell bls. 19
Vagn Jónsson bls. 19
H-Gæði bls. 20
íbúð bls. 20
Hraunhamar bls. 21
Fasteignamiðlunin bls. 22
Lyngvík bls. 22
Garður bls. 22
Valhöll bls. 23
Bifröst bls. 24
Hóll bis. 25-26
Laufás bls. 26
Miðborg bls. 27
Valhús bls. 28
Ás bls. 29
Framtíðin bls. 31
Eignasalan bls. 31
Almenna fasteignasalan bls. 31
Kjöreign bls. 32
VELJIÐ
FASTEIGN
rf=
Félag Fasteignasala
Betri staða
en haldið var
Markaðurinn
Húsbréfakerfíð hefur staðið undir væntingum,
segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri
Húsnæðisstofnunar ríkisins. Það hefur aukið
öryggi í húsnæðismálum.
EINS og við var að búast hafa
fasteignaviðskipti verið með minna
móti að undanfömu. Þetta er eðli-
legt og í fullu samræmi við þá
óvissu sem verið hefur á vinnu-
markaði. Sú óvissa hefur að sjálf-
sögðu áhrif á möguleika fólks til
íbúðarkaupa.
Hins vegar má gera ráð fyrir að
fasteignaviðskipti aukist þegar um
hægist aftur og kjarasamningar
verða afstaðnir. Líklegt er að við-
skiptin verði þá jafnvel töluvert
meiri en við eðlilegar kringumstæð-
ur. Það er eðli þessa markaðar að
bregðast við ytri aðstæðum.
Ovissa dregur úr fasteignavið-
skiptum en þau eru lífleg þegar
vel árar. Þá hefur það sýnt sig að
viðskiptin safnast upp ef dregur
úr þeim um ákveðinn tíma. Fast-
eignamarkaðurinn er jú eitt
gleggsta dæmið um hvernig fram-
boð og eftirspurn ræður för í við-
skiptum. Húsbréfakerfið bregst
við ytri aðstæðum á samsvarandi
hátt. Það dregst saman og þenst
út í samræmi við aðstæður á
vinnumarkaði og í samræmi við
skuldastöðu heimilanna og
greiðslugetu þeirra. Þannig var í
upphafi gert ráð fyrir að húsbréfa-
kerfið virkaði og fullyrða má að
það hafi gengið eftir.
Skuldastaða heimilanna
Nýlega voru birtar niðurstöður í
úttekt sem Seðlabankinn gerði á
skuldastöðu heimilanna. Margt at-
hyglisvert kemur þar fram eins og
við er að búast. Sérstök ástæða er
þó til að benda á, að niðurstöðurn-
ar miðast við skuldastöðu heimil-
anna eins og hún var í árslok 1994.
Þetta eru því rúmlega tveggja ára
gamlar upplýsingar. Þrátt fyrir það
eru þær að ýmsu leyti merkilegar.
Haft hefur verið eftir mönnum, að
niðurstöðurnar komi nokkuð á
óvart fyrir þær sakir, að staða
HÚSNÆÐIÐ er 68 ferm. og er I Listhúsinu í Laugardal. Það er
til sölu hjá Fróni og ásett verð er 8,5 millj. kr.
Atvinnuhúsnæði
í Laugardal
HJÁ fasteignasölunni Fróni er til
sölu 68 ferm. atvinnuhúsnæði í List-
húsinu að Engjateig 17 í Laugar-
dal. Húsnæðið er á 1. hæð hússins
og í enda þess.
„Þessu húsnæði fylgir að auki 22
ferm. aðstaða í kjallara, sem tengist
húsnæðinu á fyrstu hæðinni með
hringstiga," sagði Viðar Örn Hauks-
son hjá Fróni. „Á hæðinni er gegn-
heilt parket á gólfum, hátt til lofts
og gluggar stórir og birta því góð.
Húsnæðið hefur verið notað undir
framköllunarfyrirtæki. Útgengt er
úr því á tvo vegu, annars vegar út
á góða verönd og hins vegar á aðal-
útgangi.
I þessu húsi eru mörg fyrirtæki
og við það er skemmtilegt hringtorg
og faliegt umhverfí. Staðsetningin
er mjög góð og aðkoman þægiieg.
Húsnæðið gæti hentað vel sem
skrifstofa, tannlæknastofa, teikni-
stofa, verslun eða íbúð með vinnu-
aðstöðu.
Ásett verð er 8,5 millj. kr., en
áhvílandi er langtímalán að upphæð
4,8 millj. kr.
'Fasteignalán Landsbréfa
til allt að 25 ára
Vextir af lánunum eru á bilinu 6,75 til 8,25%.
Lánin henta t.d. þeim sem vilja skuldbreyta eldri lánum,
kaupa stærri eignir eða vilja taka lán til framkvæmda.
g
Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allar frekari upplýsingar
LANPSBREF HF.
SUÐURLANDSBRAUT 2 4, 1 0 8 REYKJAVIK. SIMI 5 3 5 2 0 0 0, BREFASIMI 5 3 5 2 0 0 1
heimilanna sé jafnvel betri en menn
áttu von á. Þær þurfa þó ekki að
koma svo ýkja mikið á óvart. Um
er að ræða meðaltöl sem ná jafnt
til hinna verst settu í þjóðfélaginu
sem og hinna sem hafa það betra,
reyndar með margvíslegum sund-
urliðunum.
Það villir mönnum nefnilega
stundum sýn, þegar verið er að
fjalla um þessi mál, ef horft er á
afmarkaða þætti þeirra. Vissulega
tekst langstærstum hluta fjöl-
skyldna að standa í skilum með
afborganir af lánum sínum án þess
að lenda í erfiðleikum. Það er ekk-
ert nýtt. Þannig hefur það alltaf
verið. Það breytir því þó ekki að
fjöldi þeirra sem voru í erfiðleikum
á áramótum 1994/1995 var tölu-
verður, eða um 15 þúsund fjöl-
skyldur samkvæmt úttekt Seðla-
bankans.
Húsnæðismál
Frá sjónarhóli húsnæðismála er
það kannski athyglisverðast við
niðurstöðurnar í skýrslu Seðla-
bankans, að áhyggjur sem menn
höfðu fyrir einu eða tveimur árum
af því, að húsbréfakerfið væri að
sliga heimilin í landinu, voru óþarf-
ar. Skýrslan staðfestir þess í stað,
að húsbréfakerfið hefur fullkom-
lega staðið undir þeim væntingum
sem til þess voru gerðar. Það hefur
aukið öryggi í húsnæðismálum og
það hefur orðið til að auðvelda íbúð-
arkaup á hinum almenna markaði
svo að um munar.
Skil af lánum Húsnæðisstofnun-
ar hafa farið batnandi. Þau voru
lægst einmitt á þeim tíma sem
skýrsla Seðlabankans nær til, þ.e.
í árslok 1994, en þá voru um 87%
af skuldurum við sjóði stofnunar-
innar í skilum. Á síðustu áramótum
voru hins vegar um 90% skuldara
í skilum.
Auðvitað er það rétt, að staðan
í skuldamálum heimilanna er ekki
eins slæm og stundum mætti halda
af umræðum að dæma. Fjöldi
þeirra sem eru í erfiðleikum er
engu að síður allt of mikill. Mikil-
vægt er að þeir sem væntanlega
fara út á fasteignamarkaðinn á
næstunni, þegar kjarasamningum
verður lokið, fari að öllu með gát,
notfæri sér þá þjónustu sem boðið
er upp í í bankakerfinu þar sem
greiðslumatið er, og fylgist vel með
þróun á verðbréfamarkaði.
Hætt er við að ávöxtunarkrafa
húsbréfa fari hækkandi ef út-
streymið verður óeðlilega mikið í
kjölfar mjög líflegra fasteignavið-
skipta, sem gera má ráð fyrir.
Rétt viðbrögð markaðarins þá
verða að hægja á.
FJÖLBÝLISHÚSIÐ stendur við Fífulind 1-3 í Kópavogi. íbúðirnar
eru ýmist 3ja eða 4ra herbergja og allar með sér inngangi. Af-
hending íbúðanna fer fram í júlí nk., en þær eru til sölu hjá
Fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar.
i
\
IMýjar íbúðir
á góðu verði
HJÁ Fasteignamiðlun Sverris Krist-
jánssonar eru til sölu íbúðir í nýju
fjölbýlishúsi að Fífulind 1-3 í Kópa-
vogi. Þær eru þriggja og fjögurra
herbergja og allar með sér inn-
gangi. Afhending íbúðanna fer
fram í júlí nk. Byggingaraðili er
Mótel ehf., en húsið er hannað á
teiknistofu Leifs Sveinssonar.
„Þetta er vandað og vel byggt
hús og í því eru góðar íbúðir á
góðu verði,“ sagði Þór Þorgeirsson
sölumaður, en húsinu verður skilað
fullmáluðu að utan með fullfrá-
genginni lóð og bílastæðum. Ollum
íbúðunum í húsunum fylgir fullbúin
sameign og baðherbergi fullfrá-
gengin. Stórar suðursvalir eru á
öllum íbúðunum.
„Þarna eru fjórar 3ja herbergja
íbúðir til sölu,“ sagði Þór ennfrem-
ur. „Þær eru tæpir 86 ferm. að
stærð og eru afhentar fullbúnar án
gólfefna og kosta þá 7,7 millj. kr.
I húsinu eru ennfremur til sölu sex
4ra herbergja íbúðir, en þær eru
104 ferm. að stærð og eiga að kosta
8,5 millj. kr. og verða afhentar í
sama ásigkomulagi og hinar fyrr-
nefndu.
Einnig eru til sölu í þessu húsi
tvær 3ja herbergja íbúðir ásamt L
risi og eru þær 141 ferm. að stærð •
og er verð þeirra 9 millj. kr., en
þær seljast einnig fullfrágengnar
án gólfefna en risið er afhent til-
búið til innréttinga. Sama máli
gegnir um tvær 4ra herbergja íbúð-
ir með risi, en þær eru 153 ferm.
og kosta 9,5 millj. kr.
Skammt frá húsi þessu verður ,,
verslunarkjarni og verið er að
byggja leikskóla, sem tekur til
starfa í haust, en barnaskólinn í i
hverfinu á að taka til starfa haust- *
ið 1998.“
J