Morgunblaðið - 08.04.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 08.04.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 C 19 Meira fyrir Jón og Gunnu Lagnafréttir Sinnulítið höfum við haldið áfram að leggja hitakerfi úr svörtum snittuðum rörum, ein- angruðum með glerullarhólkum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. En ef raki kemst að rörunum utan frá er tæringin fljótvirk. Hitakerfið Stakfell Fasteignasala Suðurlandsbraut 6 568-7633 if Lögfræðingur Þórhildur Sandholt Sölumaður Gísli Sigurbjörnsson Sumarhúsalóðir ÞAÐ ER að sjálfsögðu lang einfald- ast, bæði fyrir hönnuðinn og pípu- lagningamanninn, að allar lagnir í húsið og lagnaleiðir verði „hefð- bundnar" sem þýðir í raun, að þá er valið það lagnaefni sem nánast alltaf hefur verið notað undanfarin ár. Þannig er auðveldast og fljótleg- ast að hanna og teikna lagnakerfíð, þetta er nákvæmlega sama vinnan og í gær og fyrradag og daginn þar áður. Sama gildir um pípulagninga- manninn, hann er þrautþjálfaður í að snitta, skrúfa og einangra, til verksins þarf aðeins sömu vélar og verkfæri og hann hefur notað und- anfarin ár, jafnvel áratugi. En þau Jón og Gunna vildu fá að vita hveijir kostir væru í lagna- málum og létu setja þá niður á blað fyrir sig svo að þau, leikmenn- irnir, gætu sett sig inn í málið og væru betur í stakk búin til að ræða við þá sem tækniþekkinguna höfðu. Grunnurinn í grunninn þarf að setja frá- rennslislagnir, það var þeim ljóst, en er eitthvað val um lagnaefni? Já, vissulega og þá nefnum við þau helstu. Áður fyrr þótti sjálfsagt að nota eingöngu steinrör til að leggja í grunna og sá kostur er vissulega til ennþá, gæði steinröra hafa meira að segja aukist með bættum véla- kosti framleiðenda og þéttingar í múffum miklu betri en áður, notk- un steinröra er þó frekar fátíð orð- in til grunnlagna. Rör úr steypujárni hafa verið notuð um langan aldur til grunn- lagna og vissulega er það álitlegur kostur og síðan er það plastið, þar kemur tvennt til greina. í fyrsta lagi hið hefðbundna PVC plast sem flestir þekkja af appelsínulitnum og í öðru lagi er það polyeten plast- rör sem eru svört eins og lands- þekkt kaldavatnsrör, enda um sama efni að ræða. Polyeten hefur lítið verið notað hérlendis til frá- rennslislagna í grunni en er mjög fýsilegur kostur vegna sinna eigin- leika, við þetta plast er hægt að vinna í allt að 40 gráðu frosti án þess að það brotni. Sinnulítið höfum við haldið áfram að leggja hitakerfin úr svört- um snittuðum rörum, einangruðum með glerullarhólkum, troðið þeim inn í veggjaeinangrun og múrað yfír allt saman. Þetta er að mörgu leyti skiljan- legt, þessi rör hafa reynst með af- brigðum vel gagnvart innra álagi, það eru til lagnir meira en hálfrar aldar gamlar á svæði Hitaveitu Reykjavíkur og sér ekki á þeim að innanverðu. En þessar lagnir og lagnaleiðir hafa tvo meinlega galla, ef raki kemst að rörunum utanfrá er voð- inn vís og tæringin er fljótvirk. Þá kemur í ljós að það er dýrt spaug að múra inni allar lagnir, það þarf oft mikið að bijóta til að gera við ryðguð rör. En þau Jón og Gunna eiga fleiri kosti í dag og fyrst skulum við nefna rör-í-rör kerfið, sem byggist á því að plaströr, sem flytur vatn- ið, er dregið inn í annað plaströr sem steypt er inn í gólf og veggi, þannig er hægt að draga innra plaströrið út og skipta um það er þörf krefur án þess að nokkuð þurfi að bijóta. Nú eru fáanleg plaströr sem þola miklu meiri hita og þrýst- ing en áður þekktist, miklu meira en þörf er á, þetta er vænlegur kostur hvort sem húsið er steinhús eða timburhús. Þegar þau Jón og Gunna hafa kynnt sér hvað er fánlegt af heppi- legum lögnum úr stáli til að leggja innan á veggi og hvað er í boði af snyrtilegum listum til að hylja þau gera þau sér grein fyrir að þetta er vænn kostur og þau sjá að þessi íslenska „fóbía“ að hvergi megi leggja rör í hús nema ausa yfir það múr er út í hött. Þau skoða hvaða ofnar eru í boði og velja þá síðan, velja sjálf- virka ofnventla sem stýrast af loft- hitanum, þau velja ekki retúr- ventla. Þeim lýst ljómandi vel á þá hug- mynd að hitakerfið verði blanda af ofnakefí og gólfhita, en þá eru ofnarnir minnkaðir og plaströr steypt í gólfið. Það er einnig hægt að setja plaströr í gólf þó um timb- urhús sé að ræða og gólfið úr timbri. Heita vatnið rennur þá fyrst inn í ofninn, í gegnum hann og eftir plaströrunum í gólfinu og það er túrlokinn á ofninum sem stýrir rennslinu eftir lofthitanum í stofunni, herberginu eða hvar sem er, sama hvort hitinn kem- ur frá ofninum eða gólf- inu. Þau Jón og Gunna hafa nefnilega sannfærst um það að gamla bábiljan að gólfhiti sé óþægilegur er tómt bull, hann er þvert á móti þægilegur, enda mátulega mikill, yfir- borðshiti gólfsins fer aldr- ei upp fyrir 28 gráður. N ey sluvatnskerfið Eitt stærsta vandamál- ið, sem við er að stríða víða og ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, er ryðmyndun í kaldavatnslögnum úr galvaniseruðum rörum. Þess vegna eru þau Jón og Gunna sannfærð um að galsvaniseruð rör komi ekki til greina í neysluvatnslagnir, þau eru að byggja í ónefndu sveitarfé- lagi á fyrrnefndu svæði, en víða úti á landi eru galvaniseruð rör ágætur kostur. Vegna staðsetning- arinnar koma eirrör heldur ekki til greina frekar en í hitakerfíð, en þá beina þau sjónum sínum aftur að rör-í-rör kerfinu, það er ekki síður vænlegur kostur til neysluvatns- lagna en til hitalagna. Þessar lagnir má einnig leggja sýnilegar og þá er einn kosturinn ryðfrítt stál eða jafnvel plaströr, t.d. úr stífum polypropen rörum sem fáanleg eru með hnjám og téum og soðin saman. Svo ætla þau Jón og Gunna ekki að gleyma að velja hreinlætistæki tímanlega, þau ætla að velja vegg- hengt salemi, setja þvagskál í gestasalernið fyrir karlpeninginn og fá sér baðker með svuntu og gafli. Því baðkerið hjá þeim verður örugglega ekki múrað inn. REYNIFELL - RANG. Tvær góðar samliggjandi lóðir á besta stað í Reynifellslandi. Seljast saman eða sín í hvoru lagi. Útsýnisstaður. Kópavogur VEL STAÐSETT LÓÐ Lóð tyrir einbýlishús á besta stað við Hólahjalla, Kópavogi. Frábært útsýni. KÓPAVOGUR - VESTURB. Mjög vandað og vel byggt tvib. Aðalíbúð á efri hæð 132,3 fm með stórum stofum og 4 svefnherb. Auk þess fylgir 15 fm herb. á neðri hæð, þvottahús, baðstofa með sturtu og heitum potti og mjög góð- ur bílskúr 43,3 fm. Á neðri hæð er 2ja herbergja íbúð 53,2 fm með sérinng. og þvottahúsi. Eignirnar seljast saman eða sín ( hvoru lagi. Mögulegt að taka jörð f Vestur-Skaftafellssýslu upp í kaupin. ÁLFHÓLSVEGUR Mjög góð 143 fm neðri sérhæð ásamt innb. bílskúr á jarðhæð. Góðar stofur, 4 svefnherb. Fallegt útsýni. Suðursv. Sér- þvottahús. Getur losnað fljótt. KÓPAVOGSBRAUT Neðri sérhæð í tvíbýli 92,7 fm á góðum stað. Falleg eign með blómaskála, bíl- skúrsrétti og góðum garði. Góð lán áhv. Verð 7,8 millj. HAMRABORG Góð 55 fm íbúð á 1. hæð í 3ja hæða fjöl- býli. Stæði I bilskýli. Góð lán 2,7 millj. Verð 4,6 millj. Einbýli KVISTALAND - FOSSVOGI Vel staðsett 154 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 48 fm bílskúr. Stór og góð lóð. í húsinu er 5 svefnherbergi. VAÐLASEL Fallegt og vel skipulagt 215 fm hús með gullfallegum stofum, stóru eldhúsi og 4 svefnherb. Góður garður með heitum potti. Innb. bílskúr. Möguleg skipti á rað- húsi í sama hverfi. GRETTISGATA Fallegt gamalt einbhús 108,7 fm sem er mikið endurnýjað hæð og ris. Gott bygg- ingasjóðslán 3,4 millj. Raðhús ÁSGARÐUR Gott raðhús í efstu röð 109,3 fm með suðursvölum og sér garði. Tvö bílastæði við húsið. 2-3 svefnherbergi, gott vinnu- herbergi, falleg stofa. Áhvílandi húsbréf og byggsj. 6,5 millj. Verð 8,4 millj. FJALLALIND Tvö vel staðsett og falleg fokheld raðhús í Fjallalind I Kópavogi til sölu. 4ra-5 herb. NJÁLSGATA - FJÖLBÝLI 4ra herb. íb., 94,1 fm á 4. hæð í góðu og vel umgengnu steinhúsi, byggðu 1960. Falleg stofa, 3 svefnh. Svalir. Mikið og fallegt útsýni. Laus strax. Verð 6,7 millj. HRAUNBÆR Vel skipul. 5 herb. íb. á 3. og efstu hæð, 112,1 fm I fjölb. 4 svefnh., tvennar svalir. Áhv. byggsjóður og lífeyrissjóðir 5,0 millj. SÓLHEIMAR Góð 4ra herb. 101,4 fm íb. á 6. hæð í lyftuhúsi með suðursv. og miklu útsýni. Verð 7,6 millj. VESTURBERG Mjög vel skipul. 4ra herb. íb. á 3. hæð. Fallegt útsýni og stórar sv. Áhv. 3,6 millj. BERJARIMI Nýleg og falleg 128,7 fm íbúð á tveimur hæðum. Allt húsið og sameign mjög snyrtileg. Áhv. húsbréf 4,7 millj. MEISTARAVELLIR Mjög góð 4ra herb. íb. 104,3 fm á 3. hæð. Nýtt eldhús. Stórar suðursv. Bilskúr fylgir. Eign á vinsælum stað í vesturbæn- um. Verð 8,6 millj. ENGJASEL Mjög góð 4ra herbergja íbúð 99 fm á 1. hæð ásamt stæði i bílskýli. Nýleg eld- húsinnr. Suðursvalir. Áhv. 1,9 millj. Ibúðin fæst á góðu verði, 7,0 millj. ÁLFHEIMAR Ljómandi falleg 118 fm ibúð á 4. hæð. Parket á gólfum. Aukaherbergi i kjallara. Útsýni. Skipti á sérbýli allt að 12 millj. möguleg. Verð 7,9 millj. SMYRILSHÓLAR Gullfalleg 5 herbergja endaib. 100,6 fm á 2. hæð í vinsælu fjölbi. Fallegt útsýni. Rúmgóðar suðursvalir. Verð 7,4 millj. 3ja herb. GRETTISGATA Ljómandi falleg 75 fm ibuð á miðhæð í vel umgengnu húsi. Parket á gólfum. Hátt til lofts. Áhvílandi byggingasjóðslán 3.511 þús. Verð 5,9 millj. SKIPASUND Falleg og mjög mikið endurn. 75,6 fm íb. í kj. í góðu steinh. Nýtt gler og gluggar. Ný eldhinnr. í stóru eldhúsi. Góð eign. VALLARGERÐI Falleg og björt 81 fm ib. á efri hæð ásamt góðum 25 fm bílsk. Áhv. 4,8 millj. i hús- bréfakerfi. Verð 7,5 millj. HRÍSRIMI Sem ný 104 fm íbúð á 1. hæð m. áhv. 4,0 millj. í húsbréfakerfi. Góð sameign og innréttingar. Verð 7,2 millj. UNNARSTÍGUR Falleg 96,7 fm kjíb. með sérinng. i fallegu steinhúsi. Allt endurn. fyrir nokkrum ár- um. Allt sér. Góð staðsetn. Byggsjóðslán 3,5 millj. fylgir. Verð 7,0 millj. AUSTURSTRÖND Falleg og vel staðsett 80 fm ib. á 7. hæð í lyftuhúsi. Mikið útsýni. Gott bílskýli. Parket. Nýtt bað. Suðursvalir. Laus 1. mars. Allt ástand mjög gott. Tilvalin ibúð fyrir félagasamtök. GRENSÁSVEGUR Þægileg 71,2 fm ibúð á 3. hæð í vel um- gengnu fjölbýli. Getur losnað fljótt. Verð 5,8 millj. LAUTASMÁRI Ný falleg og vel staðsett 81 fm íbúð á 2. hæð. Tilb. til innr. Verð 6,6 millj. LAUFRIMI Ný (b. 98,5 fm tilb. til innr. Góð eign I fal- legu húsi. Lóð frág. Verð 6,8 millj. 2ja herb. VALLARÁS Gullfalleg einstaklingsíbúð á 2. hæð 38,2 fm. íbúð með parketi og flísum. Áhvílandi byggsj. 1.805 þús. Verð 3,9 mlllj. GAUKSHÓLAR Góð 2ja herb. endaíb. 55,4 fm á 2. hæð í lyftuhúsi með góðu byggsjóðsláni 3.222 þús. Atvinnuhúsnæði ÁLFABAKKI - MJÓDDIN 77 fm atvinnuhúsnæði á 2. hæð í Álfa- bakka 12. Hentar vel fyrir skrifstofur eða ýmiss konar þjónustu. Húsnæðið er til- búið undir tréverk. Verð 4.250 þús. RÖR úr polypropen plasti eru vænlegur kostur til neysluvatnslagna og eitt er víst; þau ryðga ekki. Flísalagt borð ÞAÐ eru ekki margir sem eiga flísalögð borð í stíl við þetta hér. Ef fólk á gömul borð sem þarfn- ast andlitslyftingar gæti þetta verið athyglisverð hugmynd. SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ VIÐIVANGUR Myndarlegt einbýl- ishús á góðum stað í Hafnarfirði ásamt góðum bilskúr og frábærum garði. Sérstakt verð 16 millj. og góðir greiðsluskilmálar. BAKKASMÁRI Parhúsátveimur hæðum 182 fm ásamt bllsk. á besta útsýnis- staö í Kópavogi. Selst fokhelt aö innan en full- klárað að utan. Verð 9 millj. LINDASMÁRI Stórglæsilegt 180 fm endaraöhús á tveimur hæöum m. innb. bfl- skúr. M.a. 4 herb. góðar stofur, sólstofa, glæsil. eldhús, kirsub. innr. og gólfefni, góð lóð m. 100 fm verönd. Verð 14,2 millj. KRIUNES Eitt vandaöasta og glæsi- legasta húsiö á Arnarnesi er til sölu. Húsið er 324 fm ásamt 49 fm bílskúr. M.a. gott eldhús, boröstofa, arinstofa, sólstofa, góö svefnherb. fataherb. sauna, útsýnissvalir, geymslur, íbúð í kjallara. Allt úti sem inni er 1. flokks nú Ht T3L; ar nr _ irW V V n !r GARÐHUS Alveg nýtt 147 fm endaraöhús á tveimur hæðum ásamt 26 fm bíl- skúr. Húsið selst innróttað m. glæsil. innr. og gólfefnum. Frábært verð og góðir greiöslu- skilmálar. HOFGARÐAR Fallegt 211 fm einb. á einni hæð m. tvöf. bílsk. M.a. stofa, borðst., fjögur svefnherb. Möguleikar á glæsil. sólstofu. Arkit. Kjartan Sveinsson. Verö 16,3 millj. LAXAKVISL Raöhús á 2 hæöum. Eldhús m. þvottah. Gestasnyrting, stór stofa, vinnuherb. 4 stór svefnherb. og gott baöherb. Rúmgóður bílskúr m. geymslulofti og frábær garður. Miklir möguleikar. 4 VAGN JÓNSSON FASTEIGNASALA sími 561 4433 NÁNAR Á NETINU: http://www.itn.is/vagn/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.