Morgunblaðið - 08.04.1997, Side 30

Morgunblaðið - 08.04.1997, Side 30
30 C ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ BYGGINGIN verður ýmist þriggja eða fjögurra hæða. í henni verða 76 íbúðir og hver um 28 ferm. að stærð nettó og allar með svölum. Nýr stúdentagarður við Suðurgötu Á FÖSTUDAGINN var tók Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, fyrstu skóflustunguna að nýjum stúdentagarði, sem Félagsstofnun stúdenta mun reisa fyrir stúdenta við Háskóla íslands. Garðurinn mun rísa við Suðurgötu 121, sunnan Hjónagarða. Garðurinn á að heita Skeijagarð- ur og var nafnið valið úr 819 tillög- um að nafni, sem fram komu í sam- keppni, er haldin var meðal háskóla- stúdenta. Skeijagarður er ætlaður ein- staklingum og verður hann tekinn í notkun haustið 1998 en undirbún- ingur að byggingu hans hófst eftir að Félagsstofnun stúdenta seldi Háskólanum Nýja Garð fyrir rúmu ári. Liður í undirbúningsvinnunni var framkvæmd könnunar þar sem leitað var eftir hugmyndum stúd- enta um hvernig húsnæði hentar þeim best. í könnuninni kom fram að ein- hleypir og barnlausir stúdentar virðast helzt kjósa sér einstaklings- herbergi með baði eða einstaklings- íbúðir. í framhaldi af því hófst hönnun á húsinu Sjötíu og sex íbúðir Byggingin verður ýmist þriggja eða fjögurra hæða. I henni verða 76 íbúðir og hver um 28 ferm. að stærð nettó og allar með svölum. Vel er til byggingarinnar vandað, en hún verður steypt og einangruð að utan með steinull og múruð með íslenzku múrkerfi og marmara- salla. Byggingin ætti því að þurfa lítið viðhald i framtíðinni. Inngangurinn er í miðjunni, en þegar inn er komið, skiptist bygg- ingin í tvær álmur og eru tólf íbúð- ir í hvorri álmu á hverri hæð. íbúð- irnar verða svokallaðar stofuíbúðir (stúdíóíbúðir) og ætlaðar fyrir ein- staklinga. í hverri íbúð er stofa og svefnrými, lítið eldhús, bað og geymsla. Gert er ráð fyrir tveimur íbúðum, sem eru sérstaklega hann- aðar fyrir fatlaða. Á hverri hæð byggingarinnar er auk þess sam- eiginlegt eldhús og setustofa fyrir hæðina. Hönnuðir byggingarinnar eru arkitektarnir Páll Gunnlaugsson og Helgi Már Halldórsson hjá teiknistofunni Arkitektar sf., en verkfræðistofurnar Ferill ehf., Raf- teikning hf. og Vektor hf. sjá um verkfræðihönnun. — íbúðirnar verða vandaðar, enda þótt ítrustu hagkvæmni sé gætt, sagði Páll Gunnlaugsson. — Þetta verður um leið glæsileg bygging, sem lagar sig vel að umhverfinu, en tekið er tillit til þess, að hún á að rísa í eldra hverfi. Sundlaug fyrir einni öld Smiðjan Margt hefur breyst varðandi sundlaugar og sundiðkun á þessari öld, segir Bjarni Ólafsson, sem hér rekur sögu sundlauga og sundkennslu í landinu. SUNDIÐKUN er almenn hér á landi og hefur raunar aukist mjög mikið á síðari helmingi þessarar aldar. Fjölgun volgra sundlauga víðsvegar um landið á vafalaust mikinn þátt í því hve margir stunda sund. Önn- ur ástæða aukinnar sundiðkunar mun einnig vera sú að sund var gert að skyldunámsgrein í skólum. Það mun vera einn margra áfanga sem við getum þakkað dugnaði Þorsteins Einarssonar íþróttafull- trúa ríkisins. Þeir sem höfðu áhuga á að synda eða baða sig úti á síðastliðinni öld syntu í ám, vötnum eða í sjónum. Fáir áttu þess kost að laugast í volgu vatni en nokkrir staðir á land- inu voru til þar sem heitt vatn rann frá hverum og laugum, þar sem hægt var að laugast og synda. Laugalækur við Reykjavík Gata ein í Reykjavík nefnist Laugalækur og er í Laugarness hverfi. Áður fyrr rann lækur frá Þvottalaugunum eftir Laugadaln- um og til sjávar skammt fyrir vest- an Laugarnes, sem næst þeim stað þar sem gatan Laugalækur stefnir að sjó. Lækur þessi var auðvitað heitur og því heitari sem ofar dró, nær Þvottalaugunum, en þaðan kom vatnið í lækinn. Til eru heimild- ir um að sund hafi verið kennt í Laugalæknum stutt tímabil. Þá var myndaður dálítill pollur með fyrir- hleðslu úr torfi og gijóti í læknum. Aðstaðan til kennslu var ekki góð því að botninn var mold og leir. Þegar hreyfing kom á vatnið varð það strax óhreint. Samt sem áður gerðist það 1873 að tveir ungir prentarar sem lært höfðu sund hófu sundkennslu í þessari laug. Þeir hétu Ingimundur Ingimundarson og Benedikt Pálsson. Benedikt hélt áfram kennslu næsta ár en svo lagðist hún af. Það gerðist svo vorið 1884 að mikill áhugi vaknaði fyrir sundi í Reykjhavík. Björn L. Blöndal hafði Iært sund fyrir norðan hjá Gesti Bjarnasyni, sem kallaður var Glímu-Gestur, stundum Sund- Gestur. Hann var fæddur 16. apríl 1792 á Breiðabólsstað í Vestur- hópi, V.- Húnavatnssýslu. Dó 1. júní 1862. Hann lærði sund hjá Jóni Þorlákssyni Kjærnested. Gest- ur kenndi sund víða um landið en lengst af í við Kolviðarneslaug. Ég styðst hér við Kennaratal I. bindi. Þar segir að hann hafi oftast kennt sund í Reykjalaug við Reykjabraut alveg þar til þrem dögum fyrir and- lát_ sitt. í Reykjalaug hafði Björn L. Blön- dal lært sund hjá Gesti og þess- vegna gat hann hafið sundkennslu í lauginni í Laugalæk. Fleiri sundkennarar Næsta ár, 1885 kom bóndi og kennari austan úr Rangárþingi, Páll Erlingsson, f. 19. maí 1856 í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Hann lærði sund hjá Birni L. Blön- dal í Laugalækjarlaug. Páll kenndi þá fyrir austan og meðal annars sund við Grafarbakkalaug í Ytri- Hrepp vorið 1892 og síðan í Reykjavíkurlaug frá 1893 hvert vor og haust til ársins 1906. Hann Fékk sjálfboðaliða til hjálpar við að endurhlaða og halda við gömlu stíflunni, svo að nota mætti laug- ina. Loks fékkst loforð bæjar- stjórnar fyrir fé til þess að byggja varanlega laug. Hún var byggð úr steinsteypu og tilhöggnu gijóti 1907 - 1908. Sundlaug þessi entist vel og var notuð þar til nýja Laugardals sund- laugin var byggð á árunum 1960 - 1970. Gömlu laugarnar, eins ogþær nefndust í daglegu tali, stóðu norð- an við Sundlaugaveg á móti Reykja- vegi og var notkun þeirra lokið 1967. Þær gjörbreyttu allri aðstöðu til sundiðkunar. Þá gat fólk farið að synda í vatni sem ekki var litað moldargruggi. Heitt vatn var fyrst leitt í sundlaugina í tréstokki frá þvottalaugunum en árið 1910 var því breytt og vatnið leitt í rörum. Sama ár var leitt þangað kalt vatn í rörum frá Vatnsveitu Reykjavík- ur. Hvílík bylting ! 1908 gerðist sá atburður að Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem þá var ný kjörin í bæjarstjórn, fékk fyrstu tillögu sína samþykkta í bæjarstjórn, um að kenna mætti stúlkum og konum sund. Þá kennslu annaðist Ingibjörg Brands, fim- leikakennari við Miðbæjarskólann, f. 30. maí 1878. Páll Erlingsson gat nú kennt sund allt árið. Framan af kenndi hann nemendum Lærða skólans og síðar einnig nemendum annara skóla. Talið er að nemendur hans seinni árin hafi komist upp í um 750 nemendur á ári. Hann kenndi fram til 1922 en hann andaðist 19. apríl 1937. Frumheijar Þeir sundkennarar sem ég hefí nefnt til sögu hér voru frumheijar er störfuðu við erfiðan og frumstæð- an aðbúnað. Einhveijir munu þó ónefndir sem vert hefði verið að geta hér. Einn rnanii vil ég nefna sem mér er minnisstæður fyrir afrek er hann vann og fyrir að hann gleymdist varla þeim er sáu hann. Lárus J. Rist hét hann, f. 19. júní 1878 í Seljadal í Kjós. Hann fór til Noregs til þess að læra vefnað 1900 - 1901, á skóla í Askov á Jótlandi 1903 - 1905, kennaranámskeið 1905. Eins árs kennaranám við Kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn í fimleikum og kennslufræði 1905 - 06 og 6 vikna sundnám- skeið. Hann kenndi síðan fimleika við Gagnfræðaskóla Akureyrar, síð- ar M.A. Sundkennari Akureyrar 1907 - 22 og síðan á mörgum öðr- um stöðum á landinu þar sem sund- laugar voru, í Hveragerði 1936 - 47. Lárus J. Rist var afreksmaður sem naut virðingar í starfi. Hann synti yfír Eyjafjörð alklæddur og í sjóklæðum hinn 6. ágúst 1907. Lár- us J. Rist andaðist 9. október 1964. Margt og mikið hefur breyst varð- andi sundlaugar og aðbúnað til sund iðkunar á þessari öld. Ég mun halda áfram að segja frá sundkennurum og nokkrum sundlaugum í næstu smiðjugrein. I þessari grein hefí ég einkum sótt fróðleik í Kennaratal og í Sögu Reykjavíkur eftir Guðjón Friðriksson, fýrra bindi. KAUPENDUR ■ ÞINGLÝSING - Nauðsyn- legt er að þinglýsa kaupsamn- ingi strax hjá viðkomandi sýslu- mannsembætti. Það _er mikil- vægt öryggisatriði. A kaup- samninga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeimerþinglýst. ■ GREIÐSLUSTAÐUR KAUPVERÐS - Algengast er að kaupandi greiði afborganir skv. kaupsamningi inn á banka- reikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði. ■ GREIÐSLUR - Inna skal allar greiðslur af hendi á gjald- daga. Seljanda er heimilt að reikna dráttarvexti strax frá gjalddaga. Hér gildirekki 15 daga greiðslufrestur. ■ LÁNAYFIRTAKA - Til- kynna ber lánveitendum um yfirtöku lána. Ef Byggingar- sjóðslán er yfirtekið, skal greiða fyrstu afborgun hjá Veðdeild Landsbanka íslands, Suður- landsbraut 24, Reykjavík og til- kynna skuldaraskipti um leið. ■ LÁNTÖKUR - Skynsam- legt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það getur verið tímafrekt að afla tilskilinna gagna s. s. veðbókarvottorðs, brunabótsmats og veðleyfa. ■ AFSAL - Tilkynning um eigendaskipti frá Fasteignamati ríkisins verður að fylgja afsali, sem fer í þinglýsingu. Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið und- irrituð samkvæmt umboði, verð- ur umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um byggingars- amvinnufélög, þarf áritun bygg- ingarsamvinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess og víða utan Reykjavíkur þarf áritun bæjar/sveitarfélags einnig á af- sal fyrir þinglýsingu þess. ■ SAMÞYKKIMAKA - Sam- þykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan býr í eigninni. ■ GALLAR - Ef leyndir gall- ar á eigninni koma í ljós eftir afhendingu, ber að tilkynna selj- anda slíkt strax. Að öðrum kosti getur kaupandi fyrirgert hugs- anlegum bótarétti sakir tómlæt- is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.