Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Listin iðkuð af öllum krafti til Hjúkku- dans. ÞAÐ er að koma - barn ið er fætt og lífið í heiminum hefst, en hvað er það sem gerir lífið fagurt? Frelsið til að vera maður sjálf- SS ur. Sf Unglingadeildin í ■" Hlíðaskóla samdi leikverk með sögu, söng, dansi og tónlist og kallaði það „Það er að koma.“ Áttatíu 13-16 ára krakkar unnu í átta vikur að uppfærslunni. Skólalífið breytt- ist og andrúms- loftið snerist öll- um í vil. Verkið hefst með fæðingu og lýkur með fæð- ingu, barn af barni, líf af lífi og er um sam- skiptin við for- eldra: Barnið að gefa „brabra“, barnið á leik- skóla, krakk- inn í skóla og unglingurinn í tíunda bekk og heima hjá sér í glímunni við fullorðna fólkið. Loks verður stúlkan sem kom í heiminn i upphafi þunguð og end- irinn er fæðing. Leikritið er brotið upp með söng- og dansatrið- um sem nemendur spila undir á píanó, fiðlur, orgel, blástur- hljóðfæri, kontra- bassa og raf- hefur áhyggjur að syni sínum sem er tölvufrík og nennir ekki að blanda geði við aðra unglinga. Hún kaupir handa honum skopp- araföt til að draga úr hallærisleika hans. Stúlka er í vandræðum með að halda foreldrum sínum heima en þeir eru forfallnir íþróttafíklar sem leysa öjl vandamál með lík- amsrækt. Önnur stúlka kemst ekki að við matarborðið sökum símalandi móður sem er með kjör annarra á heilanum. Lífið og dauðinn, leiðindi og skemmtun, kennarar og nemend- ur, foreldrar og börn, hamingja og brostnar vonir. Andstæðurnar í heiminum voru viðfangsefni unglinganna í verkinu sem nú er hætt að sýna eftir góða aðsókn. Hollt að stunda lelklist Eftir sýningu hittast Kári All- ansson, Brynjólfur Mogensen, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Mar- grét Björk Sigurðardóttir, Markús Máni Michaelson og Björn Lárus Arnórsson og spjalla um vinnuna. „Þetta byijaði með leiklistar- námskeiði í haust,“ segja þau „svo var ákveðið að setja upp stóra sýningu. Við hengdum upp aug- lýsingu í janúar og áttatíu nem- endur skráðu sig til að vera með í uppfærslunni." Morgunblaðið/Þorkell Á FÆÐINGARDEILDINNI eftir fæðingu söguhetjunnar. magnsgítara. Lögin eru þekkt en textarnir eru frumsamdir. Skemmtilegasta atriði sýningarinnar veitir innsýn í heim- ilislíf nokkurra unglinga og sýnir fjöl- foreldra og ungl- inga. Stúlka býr hjá einstæðum blaðamanni sem reynir að halda henni heima til að þurfa ekki sjálfur að vera einn. Móðir Ungt fólk er ánægt en hefur áhyggjur vegna atvinnuskorts UNGT fólk í Evrópu vill gjam- an fara út að skemmta sér með jafnöldrum af öðru þjóð- emi, en vill ekki að það njóti sömu réttinda og innfæddir. „Þessi tvískinnungur endur- speglar greinarmun sem ungir Evrópubúar gera á einkalífi og sam- félagi sínu,“ segir í grein sem ný- lega birtist í The European. Þar var sagt frá könnun sem Juan Jelas, þáttagerðarmaður MTV-sjónvarps- stöðvarinnar, gerði meðal 1.600 ungmenna á aldrinum 16-24 ára. Tilhneiging unga fólksins til að aðskilja einkalíf og hag samfélags- ins útskýrir að mati greinarhöfund- ar hvers vegna fólki finnst það vera tiltölulega hamingjusamt þótt nokkurrar svartsýni gæti til dæmis þegar heilbrigðis- eða atvinnumál ber á góma. BJartsýn og kynþokkafull Pólsk ungmenni skera sig úr á nokkuð áberandi hátt. Þau virðast vera bjartsýnust jafnaldra sinna í Evrópu, því 81% aðspurðra í Pól- landi kváðust líta framtíð sína björt- um augum. Þeim finnst þau líka kynþokkafyllri en ungu fólki af öðm þjóðemi, en um 70% Pólveija sögð- ust álíta sig kynþokkafulla. Þeir eru trúaðri en aðrir evrópskir unglingar og kváðust yfír 80% pólskra ung- menna trúa á Guð. Það kom könnuð- um nokkuð á óvart að ítalskt ungt fólk skyldi ekki óttast Guð sinn sér- staklega, en um 60% aðspurðra kváðust játa kristna trú. Þar í landi er því meiri áhugi á nýaldarfræðum ýmiskonar, lestri tarotspila, lófa- lestri og spádómum af ýmsu tagi. Trúnaðartraust skiptir unga fólk- ið mestu máli í hjónabandi og góð Morgunblaðið/Kristinn FREMRI röð f. v.: Kári Allansson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir. Aftari: Markús Máni Michaelsson, Brypjólfur Mogenssen og Björn Lárus Amórsson á tunnunni. Viðhorf og lífsstíll ungs fólks í Evrópu HVERNIG LÍÐUR ÞEIM? 0 10 20 30 40 50% HVAÐGERAÞAU? 0 10 20 30 40 50 60 70% i eru i sjálfboðavinnu m hlusta á útvarp I Daglega a.m.k einu L-i;J sinni i viku __ a.m.k einu fara i tölvuleiki sinni i mán. HVER ER FRAMTÍÐARSÝN ÞEIRRA? 0 10 20 30 40 50 60 70 80% ; verð i hiónabandi i . i á 2-3 börn.......... .. j/erð^/ega frákilin/n verð á framabraut i starfi ^sjcgtHjeg/utojg um vinnustað verð stundum atvinnulaus fiárhagsstaðan betri eftir 20 ár Þau segjast hafa byijað á því að búa til persónur og spunnið svo söguþráðinn eftir þeim. „Það var mjög erfitt að samhæfa vinnu áttatíu krakka,“ segja þau. „En við skiptum okkur í vinnuhópa. Sigrún Elsa Stefánsdóttir sat ein og saumaði búninga og nokkrar stelpur bjuggu til leikmyndina í hátíðarsalnum úr drasli sem þær fengu í Skúlatúni." Þau segja að leikritið hafi breytt stemmningunni í skólanum og nú heilsist þeir og kjafti saman, sem áður létu eins og þeir væru ekki til. Bilið milli árganganna hefur minnkað. Ef til vill er leiklistar- vinna ekki svo óholl vegna þess að hún er á jafnréttisgrunni! Hún virðist líka geta leyst áður óþekkta hæfileika úr læðingi og hjálpað til við að koma bæði sjálfum sér og öðrum á óvart. „Þetta hefur þróast og við höfum þroskast,“ segir Kristín Þóra. Krakkarnir eru að minnsta kosti ánægðir og eiga síðasta orð- ið: „Við hefðum aldrei getað gert þetta án mömmu og pabba! Og við þökkum afa og ömmu, kennur- unum sem sýndu svo mikla þolin- mæði og gáfu frí úr tímum. Árna Magg skólastjóra, sem hafði óbil- andi trú á okkur, og síðast ekki ekki síst Önnu Flosa! - og öllum vinunum.“ ■ Gunnar Hersveinn kimnigáfa næstmestu. Þegar spurt var um trúnaðartraust og vináttu kom upp úr dúrnum að 18% Þjóð- veija voru reiðubúnir að svíkja vin sinn ef þeir hefðu af því fjárhagsleg- an ávinning. Áfengi og eiturlyf reyndust ekki jafn áhugaverð í augum ungmenn- anna og gert hafði verið ráð fyrir, en innan við helmingur hafði prófað eiturlyf. Bretar skáru sig úr að því leyti að þeir byija neyslu eiturlyfja og áfengis yngri en jafnaldarar í öðrum Evrópulöndum og hlutfalls- lega neyta fleiri áfengis og eitur- lyfja þar en annars staðar. Þótt yfír 90% hafi sagst vita um skaðsemi reykinga kom í ljós að um helming- ur aðspurðra reykti u.þ.b. pakka af sígarettum á dag og eru ítalir áfjáð- astir í tóbakið. Vilja hjónaband og börn Framtíðardraumar ungs fólks í Evrópu snúast meðal annars um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.