Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 1
 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1997 ftlorgumtilaiift ■ LAUGARDAGUR 12. APRÍL BLAÐ KORFUKNATTLEIKUR GOLF Leverkusen eygir von BAYER Leverkusen vann Karlsruhe 3:1 i þýsku deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi og heldur því enn í vonina um að verða meistari. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Bayern Miinchen, sem leikur við Köln í dag. Ulf Kirsten, Hoilendingur- inn Erik Meijer og Brasilíu- maðurinn Paulo Sergio gerðu mörkin fyrir Leverkusen sem fór upp fyrir Dortmund sem var í öðru sæti. Önnur úrslit i þýsku deild- inni í gærkvöldi voru að Arm- ina Bielefeld gerði jafntefli, 1:1, á heimavelli við Hamborg. Tiger Woods tók forystu Tiger Woods hefur forystu eft- ir fyrstu tvo keppnisdagana, 36 holur, á bandaríska meistara- mótinu f golfi sem fram fer á Augusta National-vellinum í Ge- orgíu. Hann lék á 66 höggum í gær og 70 höggum fyrsta daginn og samtals 136 höggum, sem er 8 höggum undir pari vallarins. Árangur Woods er athyglisverður því hann er aðeins 21 árs og er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn sem atvinnumaður. Hann gæti orðið yngsti sigurvegari mótsins. „Ég var í mög góðu jafn- vægi í dag. Það gekk sérstaklega vel á par-5 brautunum,“ sagði Woods sem er þekktur fyrir að vera mjög högglangur. Colin Montgomerie er í öðru sæti, 139 höggum, eða fimm undir pari og Costantine Rocca þriðji á 140 höggum. Meistarinn frá í fyrra, Nick Faldo frá Bret- landi, lék á 81 höggi í gær og er líklega úr leik í keppninni. TVEIR frábærlr - Greg Nor- man og Jack Nlcklaus. Nor- man lék á 74 höggum I gær en sá „gamli“ á 70 höggum. Lokahóf KKÍ á Hótel íslandi í gærkvöldi Guðbjörg og Hermann best KR-INGARNIR Guðbjörg Norð- fjörð og Hermann Hauksson voru útnefnd bestu leikmenn íslands- mótsins í körfuknattleik kvenna og karla í kjöri sem var lýst í iokahófi Körfuknattleikssam- bandssins á Hótel Islandi í gær- kvöldi. Damon Johnson úr Kefla- ísland vann Portúgal ÍSLENSKA piltalandsliðið sigraði Portúgal 58:52 á Evr- ópumótinu f körfuknattleik í Portúgal í gærkvöldi eftir að hafa verið tf u stigum undir í hálfleik 29:39. Sæmundur Oddsson var stigahæstur f liði íslands með 14 stig og tók auk þess nfu fráköst. Onnur úrslit f gær voru þau að Spánn vann írland 88:71 og Pólland vann Svíþjóð 81:78 eftir framlengd- anleik. íslendingar leika við Pól- verja í dag og íra á morgun. vík var valinn besti erlendi leik- maðurinn í úrvalsdeildinni. _ Friðrik Stefánsson úr KFÍ á ísafirði var valinn besti nýliðinn í úrvalsdeildinni og Þórunn Bjarnadóttir úr ÍR var kjörin efni- legust i 1. deild kvenna. Alexand- er Ermolinskij, ÍA, var útnefndur þjálfari ársins í úrvalsdeildinni og Antonio Vallejo, IR, besti þjálf- ari 1. deildar kvenna. Torfi Magn- ússon, Val, var kjörinn þjálfari ársins í 1. deild karla. Besti ieik- maður 1. deildar karla var valinn Ragnar Þór Jónsson úr Val. Leif- ur Garðarsson, Haukum, fékk sæmdarheitið besti dómari lands- ins. Efnilegasti körfuboltadómar- inn er Sigmundur Herbertsson úrNjarðvík. í liði ársins, Nike-liði úrvals- deildarinnar, eru eftirtaldir: Fal- ur Harðarson og Albert Óskars- son úr Keflavík, Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík, Alexand- er Ermolinskjj, IA og Hermann Hauksson, KR. í liði ársins, Nike-liði 1. deildar kvenna, eru eftirtaldar: Erla Reynisdóttir, Birna Valgarðsdóttir og Anna María Sveinsdóttir, allar úr Keflavík, Alda Leif Jónsdóttir, ÍS og Guðbjörg Norðfjörð, KR. GUÐBJÖRG Norðfjörð, KR, er bestl lelkmaður 1. delldar kvenna. HERMANN Hauksson, KR, er lelkmaður árslns f úrvalsdeildlnnl. FAGNA KA-MENN EÐA FÆR AFTURELDING EITT TÆKIFÆRIENN?/ C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.