Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 4
 HANDKNATTLEIKUR Verður KA íslandsmeistari í dag eða tryggir Afturelding sérfimmta leik? KA-menn hafa vind- inn í seglin, en ... Morgunbaðið/Kristján Kristjánsson Að duga eða drepast PÁLL Þórólfsson, leikmaður Aftureldingar, þungt hugsi fyrir leikinn í KA-heimllinu síðastliðið miðvikudagskvöld. Páll og félagar hans verða að sigra í dag fyrir norðan til að eiga möguleika á ísiandsmeistaratitllnum; tapi þeir taka KA-menn á móti Islandsbikarnum síðdegis í dag. HEFÐ verður brotin í íslenskri handboltasögu á Akureyri í dag, sama hvernig fjórða viður- eign KA og Aftureldingar í úr- slitum íslandsmótsins í hand- knattleik fer. KA hefur aldrei orðið íslandsmeistari, en verð- ur það með sigri, og Aftureld- ing hefur aldrei sigrað Akur- eyrarliðið fyrir norðan. Gerist það í dag mætast liðin fimmta sinn í Mosfellsbæ á þriðju- dagskvöldið. Jóhann Ingi Gunn- arsson, fyrrverandi landsliðs- þjálfari, sem skrifað hefur greinar um handknattleik fyrir Morgunblaðið í vetur, hallast heldur að því að KA-menn sigri í dag þó hann taki skýrt fram að ekkert sé öruggt og allt geti enn gerst. Jóhann Ingi sagði í gær að lengi framan af vetri hefðu margir, þar á meðal hann, verið ósáttir við leik KA-manna, þrátt fyrir að þeir hefðu allan tímann verið í einu af þremur efstu sætum deildarinnar eins og spáð hafði verið. „Liðið var aldrei verulega sannfærandi en segja má að Alfreð [Gíslasyni, þjálf- ara KA] hafi tekist að vera með liðið „uppi“ á réttum tíma. Hann virðist reyndar vera farinn að kunna þá list að láta liðið leika best þegar mestu máli skiptir, því þetta er þriðja árið í röð sem KA leikur til úrslita og ég er á þeirri skoðun að mörgum finnist að máltækið, Allt er þá þrennt er, gæti átt við um Alfreð og félaga,“ sagði Jóhann Ingi í gær. „Fyrsta árið sem KA lék til úr- slita voru lukkudísirnar ekki á bandi Akureyringanna, þegar Valsmenn jöfnuðu þegar fjórar sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma í fimmta og síðasta leik í Valsheimil- inu og tryggðu sér svo Islands- meistaratitilinn í framlengingunni. Ég er þess vegna á því að mörgum finnist ekki ósanngjamt að tími sé kominn til að KA verði íslands- meistari, og miðað við frammistöðu leikmanna liðsins í úrslitakeppninni yrði það ekki ósanngjörn niður- staða,“ sagði Jóhann Ingi. „KA-menn hafa vindinn í seglin og geta tryggt sér titilinn í leiknum á morgun [í dag]. Margt bendir til þess að svo fari því heimavöllur þeirra er gríðarlega sterkur en Al- freð sagði reyndar eftir þriðja leik- inn í Mosfellsbæ á fimmtudags- kvöldið að hann reiknaði með fimm leikjum, hvort sem um er að ræða herkænsku hjá foringjanum eða raunsætt mat á íslenskum íþrótta- mönnum. Þeir eru nefnilega þannig að þegar sigurinn virðist blasa við er oft sem menn gleymi sér eitt augnablik og það getur reynst dýr- keypt. Mér sýnist að nokkrir leikmanna KA séu að beijast fyrir tilveru sinni hjá félaginu; séu að beijast fýrir nýjum samningi. Þá á ég við Duran- ona, Ziza og Guðmund markvörð því allt annað er að sjá til þeirra í úrslitakeppninni en fyrr í vetur. Það hjálpar liðinu mikið og ekki má gleyma að varnarleikur KA-manna hefur verið öflugur og þeir hafa unnið síðustu leiki á því. Flöt vörn þeirra kostar mun minni kraft en t.d. vörn Aftureldingar. Mosfelling- ar hafa leikið vörn sína mjög fram- arlega, þetta er skemmtileg vörn og hún hefur gengið vel hjá þeim í úrslitakeppninni, en er nú farin að taka sinn toll, sem er reyndar mjög eðlilegt. Hjá Aftureldingu snýst málið um það nú hvemig mótlætisþolið er hjá leikmönnum liðsins; hvort þeir trúi því innst inni að þeir geti sigrað á Akureyri sem þeim hefur aldrei tekist. Það er mjög mikilvægt hugarfarslegt spursmál hvernig þeim tekst upp. Auðvitað hefur lið Aftureldingar alla burði til að vinna fyrir norðan, það var mjög skammt frá því I fyrri leiknum þar - leikurinn var lengi í járnum og sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem var. Liðið hefur staðið sig vel, er deildarmeist- ari og í úrslitum en það er vitað mál að í úrslitunum má ekki mis- stíga sig og það gerðu leikmenn Aftureldingar á fimmtudagskvöld- ið. Sú staðreynd skiptir líka miklu máli að nokkrir leikmenn liðsins eru meiddir, Sigurður Sveinsson, Bjarki Sigurðsson og Einar Gunnar Sig- urðsson, jafnvel Gunnar Andrésson, og _það háir liðinu. Eg trúi ekki öðru en leikmenn KA ætli sér að kveðja Alfreð á eftir- minnilegan hátt og tel að flestir, nema harðir stuðningsmenn Aftur- eldingar, geti unað honum þess að verða meistari, meðal annars fyrir þann mikla viljastyrk sem hann hefur sýnt að leika á öðrum fæti og með annarri hendi (!) - það kæmi hreinlega ekki á óvart þó hann yrði með lepp fyrir öðru aug- anu í næsta leik! Og þrátt fyrir það myndi hann örugglega spila.“ Jóhann Ingi telur leikinn fyrir norðan í dag verða mjög jafnan og spennandi. „Allt getur enn gerst enda hefur úrslitakeppnin boðið upp á óvænta hluti og mikla spennu. Hvað KA-menn snertir verður frammistaðan í leiknum spurning um það hvort þeir haldi hátíð um helgina eða sitji heima og glápi á sjónvarpið á laugardagskvöldið. Og Afturelding ætlar sér að sjálfsögðu að fá fimmta leik á sínum heima- velli og tryggja sér íslandsmeistara- titilinn þar, fyrir framan sína áhorf- endur. En hvað sem þessum vanga- veltum líður er ljóst að handknatt- leiksunnendur geta hlakkað til. Leikurinn á Akureyri ætti að geta orðið frábær skemmtun." Mm FOLK ■ LEIKIRNIR í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu fara fram á morgun. Wimbledon og Chelsea eigast við á Highbury og Middlesbrough og Chesterfield á Old Trafford. Knattspyrnustjórar liðanna eru frá fjórum þjóðlöndum. Robson (Midd- lesbrough) er Englendingur, Dunc- an (Chesterfield) er íri, Kinnear (Wimbledon) er Skoti og Gullit (Chelsea) er Hollendingur. ■ CHELSEA hefur eytt 19,2 millj- ónum punda til kaupa á ieikmönnum meðan mótheijarnir í Wimbledon hafa eytt aðeins 5,3 milljónum punda. Wimbledon hefur aðeins unnið einn leik af síðustu tíu og Chelesea hefur tapað síðustu þrem- ur leikjum sínum. ■ ALBERTO Tomba, skíðakappi frá Ítalíu, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að keppa á Olymp- íuleikunum í Nagano í Japan á næsta ári. Tomba, sem er þrítugur, hafði í hyggju leggja skíðin á hilluna eftir nýlokið keppnistímabil sem var honum ekki gæfuríkt. Hann átti í þrálátum meiðslum og veiktist loks- ins þegar hann var að ná sér að meiðslunum. ■ MATTHIAS Sammer, þýski landsliðsmaðurinn snjalli í knatt- spyrnu, var í banni í vikunni þegar Dortmund mætti Manchester Un- ited í Evrópukeppninni í vikunni, en verður væntanlega með í seinni leiknum. Hann skoraði á móti Rúss- landi og Króatíu á Old Trafford (heimaveli United) á Evrópumóti landsliða í sumar og Andy Möller gerði slíkt hið sama á móti Tékk- landi. Hins vegar meiddist Jiirgen Kohler í síðast nefnda leiknum og lék ekki meira í EM. ■ ROY Keane leikur ekki með United í seinni leiknum vegna leik- banns og var Alex Ferguson, stjórí liðsins, allt annað en ánægður með ákvörðun dómarans, sem bókaði fr- ann í Dortmund. ■ FERGUSON sagði að heppnin hefði fylgt Dortmund og ef til vill yrði heppnin með United annan miðvikudag en víst væri að andrúms- loftið á Old Trafford kæmi til með að hjálpa heimamönnum sem spiluðu örugglega betur en á miðvikudaginn. „Við eigum enn góða möguleika á að komast í úrslit. Við vitum að Peter Schmeichel verður með í síð- ari leiknum og eins David May,“ sagði Ferguson. ■ ÍTALSKIR karlmenn eru þekktir fyrir að vera nánir mæðrum sínum og Maurizio Ganz, miðhetji Inter, sem gerði tvö mörk í 3:1 sigri á Mónakó í Evrópukeppni félagsliða í vikubyijun, er engin undantekning. ■ GANZ tileinkaði móður sinni mörkin í viðtali við ítalska sjónvarps- stöð en mamman sá ekki leikinn. Miðheijanum var sagt að viðtalið yrði sýnt eftir miðnætti og sætti hann sig ekki við það vegna þess að þá væri móðirin farin að sofa. Hann bað því um að viðtalið yrði sýnt fyrr svo helsti áhangandinn gæti séð það og varð sjónvarpsstöð- in við óskinni. ■ LOU Macari, knattspyrnustjóri Stoke, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að ganga inn á völlinn og mótmæla við dómarann Graham Frankland þeg- ar Lárus Orri Sigurðsson var rek- inn út af í leik Stoke og Bradford annan dag páska. Chris Kamara, stjóri Bradford, og aðstoðarmaður hans Paul Jewell fengu svipaða ákæru fyrir mótmæli eftir leik liðsins á móti Portsmouth tveimur dögum áður. ■ MARK Hughes, framheiji Chelsea, hefur verið meiddur og ekki víst að hann geti leikið með liði sínu á móti Wimbledon í undan- úrslitum ensku bikarkeppninnar á morgun. Morgunblaðið/Golli RÓBERT Julian Duranona og Guðmundur Arnar Jónsson eru í lykllhlutverkum í liði KA. Þeir hafa lelkið mun betur í úrslita- keppninni en fyrr í vetur, að mati Jóhanns Inga Gunnarsson- ar, og hann segir það skipta miklu máli fyrir Akureyrarliðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.