Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 1
LANDSMANNA ___ BLAÐ ALLRA JNwgttnlritoMfr C 1997 LAUGARDAGUR 3. MAI BLAD KNATTSPYRNA KANU með knöttlnn f landsleik gegn Brasllfu. Kanu má leika á ný NWANKO Kanu, Nígeríumaðurinn snjalli, hefur fengið grænt ljós á að hefja knattspymuiðkun á ný eft- ir að hafa þurft að gangast undir hjartauppskurð fyrir fimm mánuð- um vegna hjartagalla. Þetta er haft eftir foráðamönnum Inter Milan en þessi tvítugi knattspymumaður skrifaði undir samning við félagið nokkru áður en gallinn uppgötvað- ist í fyrrahaust. Kanu átti hvað mestan þátt í að Nígeríumenn urðu Ólympíumeistarar í knattspyrnu í fyrra. Forvígismenn Inter glöddust yfír fréttinni í gær en forðuðust samt að gera of mikið úr henni þrátt fyrir að læknar á sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum, þar sem aðgerðin fór fram, segðu að Kanu væri nú betur á sig kominn en nokkru sinni fyrr og gæti óhikað látið til sín taka á knattspyrnuvellinum á nýjan leik. ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik byijaði ekki vel á æfíngamótinu á Spáni í gær; tapaði 20:23 fyrir Þjóðveijum. íslenska liðið lék ekki vel, og fyrirliðinn, Geir Sveinsson, sem er á myndinni hér til hliðar, sagðist vona að leikurinn þýddi að fall væri fararheill. íslendingar mæta Spánveijum í dag og Hvít- Rússum á morgun. Þetta eru síð- ustu leikir íslands fyrir HM í Japan. ■ Leikurlnn / C2 HANDKNATTLEIKUR Bjarki til Drammen Félagið vill einnig fá Rúnar Sigtryggsson landsliðsmann úr Haukum Bjarki Sigurðsson landsliðs- maður í handknattleik hefur ákveðið að gera þriggja ára samn- ing við norska meistaraliðið Drammen. Formaður norska fé- lagsins, Areld Österby, greindi frá þessu í gær og Bjarki staðfesti í samtali við Morgunblaðið að þetta væri rétt. „Ég neita því ekki að ég hef gefíð þeim vilyrði fyrir þriggja ára samningi, sem er uppsegjanlegur eftir eitt ár af minni hálfu. En ég ítreka að ég er ekki búinn að skrifa undir neitt. Ég á eftir að tala við forráðamenn Afturelding- ar þegar ég kem heim og þetta skýrist endanlega eftir þann fund,“ sagði Bjarki við blaðamann Morgunblaðsins á Spáni, en þar er hann með landsliðinu. Að sögn Österbys verður vænt- anlega gengið frá samningnum við Bjarka í næstu viku. „Ég er að sjálfsögðu mjög sátt- ur við þessa niðurstöðu," sagði Gunnar Gunnarsson, við Morgun- blaðið í gær, en hann tók á dögun- um við þjálfarastöðunni hjá Drammen. „Bjarki er mér að góðu kunnur og ég þekki vel getu hans og styrk,“ bætti Gunnar við en þeir félagar léku saman í landslið- inu og hjá Víkingi undir stjórn Gunnars. Gunnar sagði ennfremur að ekki væri loku fyrir það skotið að fleiri íslenskir leikmenn yrðu undir sinni stjóm á næstu leiktíð. Hann væri að leita sér að rétthentri skyttu og það kæmi alveg eins til greina að hún kæmi frá Islandi. Morgun- blaðið hefur heimildir fyrir því að áðumefndur Österby hafí þegar sett sig í samband við forráðamenn bikarmeistaraliðs Hauka í því skyni að semja um kaupa á Rún- ari Sigtryggssyni. Hann er enn samningsbundinn Hafnarfjarðar- félaginu, viðræður enn á fmmstigi og því óljóst hvort af því verður að hann fari utan. Oldham vill selja Þorvald ÞORVALDUR Örlygsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem verið hefur á mála þjá enska félaginu Oldham síðustu mánuði, hefur verið settur á sölulista hjá félaginu. Oldham féll niður i 2. deild ensku knattspyr nunnar nú í vor og Neil Warnock, fyrrum leikmaður liðsins, sem tók við starfi knattspyrnustjóra þegar langt var liðið á tímabilið, hef- ur ákveðið að byggja liðið upp frá grunni. Tiu leikmenn fá að fara frá félaginu án þess að greiðslu verði krafist fyrir þá, en Þorvaldur er reyndar ekki einn þeirra. Oldham vill selja hann ásamt fieirum. Zola bestur GIANFRANCO Zola, italski landsliðsmaðurinn hjá Chelsea, hefur verið valinn knattspyrnumaður ársins i Englandi af blaðamönnum sem fjalla um knattspyrnu þar í landi. Þetta kom fram á Sky sjónvarpsstöðinni í gær- kvöldi. Brasilíumaðurinn Jun- inho hjá Middlesbrough varð í öðru sæti í kjörinu og þriðja framherjinn Mark Hughes hjá Chelsea. KAPPAKSTUR: BEIIMAR ÚTSENDINGAR FRÁ FORMULA1 AÐ HEFJAST Á RÚV / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.