Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 4
Utíam
KORFUKNATTLEIKUR
Spennan er til staðar
„Unnum Washington á reynslunni," sagði Michael Jordan
LEIKMÖNNUM Seattle, sem
léku til úrslita við Chicago í
fyrra, tókst eftir jaf nan og
framlengdan leik gegn Phoenix
á útivelli ífyrrinótt að jafna
metin í einvígi liðanna, 2:2.
Lokatölur leiksins urðu
122:115. Sömu sögu má segja
um lið Orlando. Því tókst að
halda í vonina með sigri á
Miami á heimavelli 99:91. Þar
er einnig jöfn staða að loknum
fjórum viðureignum og næsti
leikur sker því úr um hvort
heldur áfram í næstu umferð
líkt og hjá Seattle og Phoenix.
Meistaralið Chicago vann Wash-
ington naumlega aðfaranótt
fimmtudagsins, 96:95, og tryggði
sér það með sæti í næstu umferð
keppninnar, en sigurinn stóð glöggt.
Snillingurinn Michael Jordan lék
mjög vel og var allt í öllu í liði
Chicago. Auk þess að gera 28 stig,
þar af 10 í síðasta leikhluta, lagði
hann upp sigurkörfuna fyrir Scottie
Pippen þegar 7,4 sekúndur voru eft-
ir. Pigpen gerði 20 stig að þessu
sinni. í næstu umferð mætir Chicago
sigurvegara einvígis Atlanta og
Detroit. „Við unnum þessa leiki gegn
Washington á reynsiunni, ekki
SCOTTIE Pippen skorar hér
slgurkörfu Chlcago í þriðja
og síðasta leiknum vlð
Washlngton þegar 7,4 sek-
úndur voru eftlr.
vegna þess að við lékjum sérlega
vel,“ sagði Jordan í leikslok. Rod
Strickland skoraði 24 stig fyrir
heimamenn og átti 9 stoðsendingar.
Á sama tíma og Chicago tryggði
sér sæti í næstu umferð tókst leik-
mönnum Potland að vinna LA Lak-
ers fyrsta sinni, eftir að hafa áður
beðið lægri hlut í tvígang, lokatölur
98:90. Kenny Anderson var í aðal-
hlutverki í liði Portland, gerði 30
stig, þar af 17 í fyrsta leikhluta.
Með dyggri aðstoð Rasheeds
Wallace og Cliffs Robinsons tókst
Anderson að byggja upp forskot
fyrir heimamenn. Þegar u.þ.b. helm-
ingur af þriðrja leikhluta var liðinn
stóðu leikar 69:38 og sá munur hélst
fram í byijun fjórða hluta. Þá tóku
gestimir við sér og minnkuðu mun-
inn en tókst aldrei að jafna.
Wailace gerði 20 stig og Robinson
18, en Shaquille O’Neal skoraði
mest Lakers-drengja, 29, og nýliðinn
Kobe Bryant kom næstur með 22
stig.
Gary Payton var atkvæðamestur
leikmanna Seattle er þeir lögðu Pho-
enix í framlengdum leik, 122:115.
Gerði hann 28 stig, þar af 4 í fram-
lengingu og aðrir Stjömuliðsleik-
menn liðsins þurftu einnig að bíta á
jaxlinn til að tryggja sér fimmta
leik í einvíginu, Detlef Schrempf
skoraði 26 stig og Shawn Kemp
gerði 24 stig og tók auk þess 20
fráköst.
í fjórða leikhluta höfðu leikmenn
Seattle náð 12 stig forskoti en stór-
góður lokaleikkafli Phoenix þar sem
liðið skoraði 19 stig gegn 7 tryggði
því framlengingu. Þá skildi hins veg-
ar leiðir liðanna á ný og Seattle
tryggði sér mikilvægan útisigur.
Kevin Johnson skoraði mest heima-
manna, 23 stig, og átti 11 stoðsend-
ingar.
Penny Hardaway átti stórleik og
gerði 41 stig er Orlando lagði Miami
Heat að velli, 99:91. Þetta var ann-
ar stórleikur kappans í röð því hann
gerði einu stigi meira í þriðju viður-
eign liðanna. Hardaway lék með
allan leikinn enda hafa verið högg-
vin skörð í lið Orlando þar sem
bæði Rony Seikaly og Horace Grant
er u meiddir. „Hardaway er að verða
eitt af stóm nöfnunum í NBA frá
upphafí," sagði þjálfari Orlando,
Richie Adubato. Derek Strong gerði
15 stig fyrir Orlando og Darrell
Armstrong kom næstur með 12 stig
auk þess að taka 9 fráköst. Alonzo
Mouming gerði 23 stig og P.J.
Brown 20 fyrir Miami sem gerir sér
enn vonir um með sigri í síðasta
leiknum að komast upp úr fyrstu
umferð úrslitakeppninnar í fyrsta
skipti í sögu félagsins.
Kjartan Ásmundsson, tvítugur íþróttamaður úr Grindavík
Blindur kepp-
ir í boltaíþrótt
Morgunblaðið/Kristján
KJARTAN Ásmundsson, tví-
tugur Grindvíkingur, er einn
þeirra rúmlega 230 keppenda
sem mættu til leiks á Hængs-
mótið, opið íþróttamót fatl-
aðra, sem haldið er í Íþrótta-
höllinni á Akureyri þessa dag-
ana. Kjartan sem er alveg
blindur keppti í boccía fyrir
íþróttafélagið Nes á Suður-
nesjum, bæði í einstaklings-
og sveitakeppni, og stóð sig
með miklum sóma.
Fyrsta mótiA
Þetta er í fyrsta sinn sem
Kjartan tekur þátt í boccía-
keppni á móti, enda stutt síð-
an hann hóf að æfa íþróttina.
Hann er staðráðinn að láta
ekki staðar numið hér, heldur
halda áfram að æfa og keppa
fyrir sunnan og mæta á
Hængsmót að nýju að ári.
Mættu margir taka sér áræði
hans og dugnað til fyrir-
myndar.
Boccía er boltaíþrótt og
þar sem Kjartan getur ekki
séð hvert hann á að kasta sin-
um boltum, nýtur hann að-
stoðar þjálfara síns, Guð-
mundar Sigurðssonar, sem
segir honum hvernig hann á
að snúa og hvort kasta á bolt-
anum fast eða laust. Auk þess
lætur dómarinn heyra í sér
úti á vellinum, sem einnig
nýtist honum við kastið.
„Það hefur verið virkilega
gaman að taka þátt í mótinu
og í keppninni hefur mér
gengið mjög vel,“ sagði
Kjartan eftir leik í sveita-
keppninni í gær. Hann segir
að auðvitað geti fleiri blindir
KJARTAN Asmundsson f
keppni í boccía á Hængsmót-
Inu i gær. Honum tll aAstoöar
er þjálfarinn GuAmundur Sig-
urAsson.
einstaklingar tekið þátt í
keppni eins og boccía. Guð-
mundur þjálfari sagði að það
gæti verið sniðugt að koma
upp sérstakri blindradeild í
boccía enda væri gert ráð
fyrir því í reglunum að blind-
ir geti líka tekið þátt í leikn-
um.
Lætur sig ekki vanta
á lokahófið
Hængsmótinu lýkur í kvöld,
með glæsilegu lokahófi í
íþróttahöllinni og sagðist
Kjartan ekki ætla að láta sig
vanta þar. Að loknu borðhaldi
og verðlaunaafhendingu verð-
ur stiginn dans fram á nótt
og sagðist Kjartan stefna að
því að láta tU sín taka á dans-
gólfinu.
Kjartan er mikill íþrótta-
áhugamaður og hann er einn
dyggasti stuðningsmaður
körfuknattleiksliða Grinda-
víkur. Systir hans leikur ein-
mitt með kvennaliðinu sem
hampaði íslandsmeistaratitli
fyrir skömmu. Kjartan er
mikill aðdáandi Friðriks Inga
Rúnarssonar, sem þjálfað hef-
ur karlaliðið síðustu ár. Frið-
rik Ingi hefur nú tekið við liði
Njarðvíkinga á ný og segir
Kjartjan mikla eftirsjá í þess-
um snjalla þjálfara. Kjartan
fylgist einnig með knatt-
spyrnuliði UMFG og segist
nota hvert tækifæri til að
komast á völlinn.
FOLK
■ TOR Andre Flo, norski fram-
herjinn snjalli hjá Brann, er að öll-
um líkindum á leiðinni til Chelsea.
Samningur hans við norska liðið
rennur reyndar ekki út fyrr en í
október, þannig að hann kemur
ekki til London fyrr en þá.
■ CHELSEA hefur einnig nælt í
Gustavo Poyet, landsliðsmann frá
Urugvay, sem leikið hefur með
Real Zaragoza á Spáni. Poyet er
29 ára og kemur til Chelsea þegar
samningur hans við Zaragoza
rennur út 30. júní.
■ POYET er 25 ára og gerði fjög-
urra ára samning við Chelsea.
Hann er talinn virði þriggja milljóna
punda en Chelsea þarf ekkert að
greiða fyrir hann.
■ NEIL Cox, varnarmaður hjá
Middlesbrough, verður í marki
liðsins gegn Aston Villa í ensku
úrvalsdeildinni í dag. Allir fjórir
markverðir Middlesbrough eru
meiddir og félaginu var neitað um
undanþágu til þess að kaupa mark-
vörð þrátt fyrir að búið sé að „loka“
leikmannamarkaðnum.
■ GIANFRANCO Zola meiddist
í landsleik Ítalíu og Póllands í vik-
unni og verður ekki með Chelsea
í dag gegn Leeds. Landi hans
Gianluca Vialli kemur því væntan-
lega aftur inn í liðið.
■ SKOSKU meistaramir í Rang-
ers eru sagðir tilbúnir að kaupa
Gianluca Vialli frá Chelsea. For-
ráðamenn liðsins ætla sér að breyta
leikmannahópnum nokkuð fyrir ö
næsta tímabil; ljóst er að fyrirliðinn
Richard Gough fer, framhetjinn
Gordon Durie er sagður á förum
og nú virðist allt stefna í að Paul
Gascoigne fari einnig - jafnvel til
Sunderland í Englandi.
■ KENNY Dalglish, knattspymu-
stjóri Newcastle, hefur neitað því
að framheijinn Les Ferdinand sé
á fömm frá félaginu, eins og komið
hefur fram í fréttum.
■ ERLAND Johnson, varnarmað-
ur hjá Chelsea, er á heimleið; hann
fer til norsku meistaranna í Rosen-
borg strax eftir bikarúrslitaleikinn
á Wembley um næstu helgi. Samn-
ingur hans er útrunninn við enska
félagið þannig að Rosenborg þarf
ekki að borga neitt fyrir hann.
■ BELGÍSKI varnarmaðurinn
Philippe Albert hjá Newcastle
hefur verið orðaður við hollenska
liðið Ajax. Kenny Dalglish er
sagður tilbúinn að láta hann fara
og forráðamenn Ajax vilja fá hann
til að fylla skarð Danny Blind.
■ MATTHEW Etherington verð-
ur einn yngsti leikmaður í sögu
ensku deildarkeppninnar í dag -
þegar hann leikur með Peterboro-
ugh gegn Brentford í 2. deildinni.
Hann er aðeins 15 ára og 261 dags
gamall og Barry Fry, knattspyrnu-
stjóri Peterborough, varð að biðja
yfirkennara í skóla Etheringtons
um leyfi til að hann fengi að spila.
■ ETHERINGTON er vinstri út-
heiji og er sagður feikilegt efni. „Ég
hef alltaf sagt að séu leikmenn
nógu góðir eru þeir nógu gamlir.
Hann minnir mjög á George Best
þegar hann var ungur. Framtíð
hans er björt,“ sagði Barry Fry í
gær. Yngstu leikmenn í ensku deild-
inni fram að þessu eru Albert Geld-
ard og Ken Roberts, sem voru
báðir 15 ára og 158 daga þegar
þeir léku fyrst, Geldard árið 1929
og Roberts 1951.
■ MARTIN Dahlin, sænski fram-
heijinn hjá Borussia Mönch-
engladbach, hefur fengið tilboð frá
Ajax í Hollandi. Dahlin, sem er
29 ára, staðfesti þetta i sænska
blaðinu Expressen í gær.