Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 C 3 AÐSENDAR GREINAR Mismunandi viðhorf til glímu- íþróttarinnar? EG VERÐ að játa að ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég opnaði blaðið kl. 9 að morgni 1. maí og fletti fyrst á íþróttasíðuna eins og ég er vanur og leitaði að skrifum um glímu en þau finnast því miður þar allt of sjald- an. Þar var óvænt grein um glímu sem ég las með athygli því þar er vitnað í einhvern glæsi- legasta glímumann sem stigið hefur á glímuvöll. En þvílík vonbrigði. Greinin er full af undar- legum fullyrðingum bæði um glímu- íþróttina og nýendurkjörinn formann GLÍ. tegundir fangbragða sem ég þekki til. Ólafur Haukur gagnrýnir Jón M. Ivarsson, nýendurkjör- inn formann GLÍ, nokkuð harkalega og mest fyrir að þekkja ekki til íþróttarinnar. Fegurðarsmekk Ólafs Hauks ætla ég ekki að gagnrýna. Það getur vel verið rétt að meiri fríðleikspiltar en Jón M. Ivarsson hafi stigið um glímuvöll. Ég veit það hins vegar vel að fáir menn eru betur Til umræðu í greininni er aðallega viðureign Jóns Unndórssonar og Péturs Eyþórssonar í síðustu ís- landsglímu, 26. apríl sl. í þessari viðureign mættust miklar andstæður og skarpar. Stór, sterkur, þungur og reyndur glímumaður og ungur og léttur nýliði. Ólafur Haukur sagð- ist hafa séð Jón taka góð brögð þegar hann glímdi við Pétur. Ég sá þau ekki. Ég sá hins vegar Jón eiga í mestu vandræðum með að ná nógu góðum brögðum til að leggja Pétur og því greip Jón til annarra ráða. Ég er hjartanlega sammála Jóni ívarssyni að Jón Unndórsson fór verulega yfír mörkin þegar hann glímdi við Pétur. Að mínu mati átti Jón að vera löngu búinn að fá gult spjald fyrir níð. Jón kastaði sér ofan á Pétur hvað eftir annað en Pétri tókst alltaf að komast hjá því að hljóta byltu, þ.e eins og stendur í glímulögum 21. gr. „Það er bylta, ef læri viðfangsmanns, sitjandi, bol- ur, öxl, höfuð eða upphandleggur snertir glímuvöll.“ Og í 16. gr. glímulaga stendur. „Glímumenn valdi byltu með leyfilegum glímu- brögðum á þann hátt að þeir haldi jafnvægi þegar glímubragði er lokið. Að loknu glímubragði er sækjanda leyfiiegt að styðja höndum á glímu- völl. Ekki er leyfilegt að falla ofan á viðfangsmann sinn, þrýsta honum niður með handafli eða hrekja hann eftir glímuvellinum eftir að hann hefur komist í handvörn. Níð er óleyfilegt í glímu.“ Pétri tókst alltaf að komast í nauðvörn, sem við köll- um í dag handvörn. 0g Jón hélt áfram að kasta sér ofan á Pétur eftir að yfirdómari hafði fundið að því við Jón. Síðan fékk Jón að vísu gult spjald en það var fyrir að bola. I glímulögum segir um varnir í 16. gr. „Varnir eru til við hvetju glímu- bragði. Felast þær einkum í því að veijandi víkur sér úr því með mjúk- um og snöggum hreyfingum, lyftir fæti eða gefur mjúklega eftir, einnig að stökkva upp úr eða yfír bragð. Styðja má hendi og hné í glímuvöll til þess að veijast byltu.“ Viðureign Jóns og Péturs lauk síðan með jafn- glími. Ólafur Haukur segir að þegar 105 kg maður mætir 70 kg manni verði viðureign í glímu ójöfn. Þetta er ekki lögmál og raunar alls ekki rétt. Það höfum við oft séð báðir á glímu- velli. Arngeir Friðriksson, 78 kg, lagði Orra Björnsson, 105 kg, tví- vegis og einnig Jón Unndórsson. Arngeir hefur lagt þyngri menn, þá var þyngdarmunurinn yflr 40 kg. Og ef ég man rétt var það Ólafur Haukur sem sjálfur afsannaði þessa kenningu rækilega 22. febrúar 1981 og margoft síðan. Þetta er einmitt það skemmtilega við glímuna, að þyngd og kraftar ein og sér nægja ekki til sigurs. Glíman væri lítið skemmtileg ef það nægði að þungur maður tæki Iéttan upp, snerist með hann í hringi og henti honum síðan í gólfið af kröftum og hentist síðan sjálfur ofan á hann á eftir. Það þarf fleira til, öfugt við margar aðrar Hjálmur Sigurðsson lesnir um glímuíþróttina en Jón M. ívarsson. Og fáir menn eyða meiri tíma í að umgangast glímumenn og hugsa um glímuíþróttina en hann. Jón lærði fyrst að glíma í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni, síðan glímdi hann lítið en tók til við að stunda aðrar íþróttir í mörg ár og kom síð- an aftur að glímu 36 ára gamall sem keppandi í Skjaldarglímu Skarphéð- ins árið 1985 og varð annar. Sigur- vegari varð Kjartan Helgason, bóndi í Haga, og í 7.-8. sæti varð annar Ólafur Haukur Qlafsson sendi Jóni M. ívarssyni, formanni Glímusam- bandsins, tóninn í Morg- unblaðinu á fímmtudag. Hjálmur Sigurðsson, fyrrum glímukóngur, er ósáttur við orð Ólafs og viðhorf hans til glímu- íþróttarinnar. Kjartan, þá nýliði í glímu en áhuga- samur, Lárusson á Laugarvatni. Kjartan Helgason hafði í mörg ár þar á undan haldið uppi merki glí- munnar á Suðurlandi af þrautseigju og nú fékk hann þessa tvo áhuga- sömu menn í lið með sér og í samein- ingu hafa þeir með góðri hjálp ann- arra lyft glímunni á Suðurlandi til vegs og virðingar. Hvað sjálfan mig varðar get ég upplýst Ólaf Hauk um það að ég fór á mína fyrstu glímuæfingu hjá Glímufélaginu Ármanni árið 1962 eða 1963 með föður mínum, Sigurði Siguijónssyni, sem lærði að glíma austur undir Eyjafjöllum. Hann æfði síðan og keppti með KR eftir stríð og fram yfir 1950. Á þessari æfingu hjá Ármanni var ég svo heppinn að sjá þá glíma Guðmund Frey Hall- dórsson, Trausta Ólafsson og Lárus Lárusson, bróður Ármanns J. Lárus- sonar. Þessir menn glímdu allir af mikilli list. Síðan þegar Kjartan Bergmann Guðjónsson stofnaði Ungmennafélagið Víkveija ásamt öðrum góðum mönnum haustið 1964 var ég mættur þar á fyrstu æfingu félagsins og er þar enn. Aðalþjálfari félagsins á meðan ég æfði og keppti í glímu af einhveijum metnaði 1964-1976 var alltaf Kjartan Berg- mann. Hann hafði þann góða sið að fá á æfingar ýmsa reynda menn til að miðla til okkar og á meðal þeirra voru þeir nafnarnir Þorsteinn Krist- jánsson og Þorsteinn Einarsson. Þessir þrír menn auk föður míns kenndu mér það sem ég kann um glímu. Og í mínum huga hafa þessir menn allir djúpan og góðan skilning á glímuíþróttinni. Eg reyndi að til- einka mér skilning þeirra og er enn að því og á ýmislegt ólært. Þessu reyni ég sem þjálfari að miðla til þeirra sem æfa glímu hjá Ung- mennafélaginu Víkveija. í Íslandsglímunni 1997 voru tveir keppendur sem hafa æft nokkuð vel í vetur hjá UMF Víkveija, Ingiberg- ur Jón Sigurðsson og Pétur Eyþórs- son. Fyrir mótið settu þeir sér hvor sín markmið, annar fór til þess að vinna sigur og vetja titil sinn en hinn taldi sig eiga möguleika á að ná þrem vinningum og sækja sér reynslu til frekari afreka á glímuvell- inum í framtíðinni. Báðir náðu þeir sínum markmiðum. Pétur Eyþórsson fékk að vísu ekki nema 2 vinninga en reynslan sem hann náði sér í og öll hans framganga var meira en vinningsins virði sem vantaði. Báðir eru þessi piltar synir glímumanna sem settu svip á þau glímumót sem þeir tóku þátt í með glæsilegri glím- uiist og náðu með því glímulagi góð- um árangri í íþrótt sinni. Feður þess- ara pilta eru Sigurður Jónsson og Eyþór Pétursson. Á næstunni gefast okkur glímu- mönnum þijú gullin tækifæri til að sýna betri hliðamar á glímunni, 16. maí í þættinum „Good morning Am- erika", 31. maí á aðalfundi ISCA í Borgarnesi og 2. júní á setningarhá- tíð Smáþjóðaleikanna á Laugardals- vellinum. Nú ættum við, þjálfaramir tveir, að snúa bökum saman og sjá til þess að þeir sem koma til með að vera viðstaddir þessa atburði á vettvangi eða í sjónvarpi fái að sjá það besta sem glíman hefur upp á að bjóða. Ég er í símaskránni og bíð eftir að Ólafur Haukur hringi til mín. Ólafur Haukur og ég getum átt okkur fleiri_ sameiginleg markmið á næstunni. Ég veit til þess að Ólafur Haukur var skráður 1. varamaður í sveit KR í Sveitaglímu íslands sem fram fór í byijun apríl sl., en því miður fyrir félag sitt komst hann ekki með. Við í Víkveija höfðum hug á því að senda sveit til keppni en því miður tókst okkur það ekki vegna fámennis. Við ættum báðir að stefna að því að fara sem varamenn með sveitum okkar norður í Þingeyjar- sýslu í apríl á næsta ári og sækja sveitaglímubikarinn í greipar Þin- geyinga og koma með hann til Reykjavíkur aftur. Ólafur Haukur kvaðst í téðri grein vera tilbúinn að taka gagnrýni. Ég vona að hann telji mig hafa nógu mikla þekkingu á glímuíþróttinni til að hann geti tekið minni. Við Ólaf Hauk vil ég segja þetta. Kjartan Bergmann gaf út bók árið 1993. Á baksíðu hennar stendur orðrétt: vGlí- man á að vera jafnvægisíþrótt. I því felst að glímumenn eiga að halda jafnvægi þá glímubragði er lokið, en falla ekki ofan á viðglímanda í lok glímubragðs. Slíkt er kallað níð. Öleyfilegt er að bolast í íslenskri glímu. Glímustígandin spomar við því að kyrrstaða myndist í glímunni. Glíman eykur andlegt og líkamlegt jafnvægi, sé hún rétt iðkuð og skil- in.“ Svo mörg voru þau orð. Ég vil því bæta við: Við verðum að koma allri faglegri umræðu í glímu á æðra stig með því að mæta á dómara- og þjálfaranámskeið og taka þar þátt í umræðunni. Við þurf- um ekki að skilgreina glímuna og eðli hennar upp á nýtt né breyta henni. Ég held að það verði henni ekkert til framdráttar. Við skulum hefja glímuíþróttina til vegs á nýjan leik með þvi að leggja áherslu hver fyrir sig í sínum heimagarði á henn- ar bestu hliðar. Forfeður okkar stunduðu þessa íþrótt í aldir með þeim skilningi að viðfangsmann sinn ætti að leggja að velli með vel út- færðum glímubrögðum, snerpu og lipurð og halda sjálfur jafnvægi á eftir. Fyrir þessu eigum við að bera virðingu og flytja áfram til næstu kynslóðar. Því hvað ungur nemur gamall temur. í dag, 3. maí, verður sýnt frá ís- landsglímunni 1997 í RÚV. Þar get- ur hver sem vill lagt sinn dóm á frammistöðu einstakra manna og metið heima i stofu það sem við höfum verið að láta hafa eftir okkur í fjölmiðliim og fáir hafa séð eigin augum. Ég segi fyrir mig að ég er afar stoltur af mínum mönnum. Þeir gáfust ekki upp við mótlætið heldur efldust og geta báðir verið ánægðir með sinn hlut. Ég vona að Ólafur Haukur sé líka ánægður með sína lærisveina. Höfundur crþjálfari hjá Víkverja. IÞROTTIR IÞROTTIR URSLIT Island-Þýskaland 20:23 íþróttahöllin í Torrejon de Ardoz, skammt utan við Madrid, æfíngamót í handknatt- leik, föstudaginn 2. maí 1997. Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 3:2, 5:5, 6:6, 6:8, 8:8, 9:10, 9:11, 10:12, 13:15, 16.16, 16:20, 17:21, 19:22, 19:23, 20:23. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 5/4, Ólafur Stefánsson 4/2, Julian Robert Dur- anona 3, Dagur Sigurðsson 3, Gústaf Bjarnason 2, Patrekur Jóhannesson 1, Kon- ráð Olavson 1, Geir Sveinsson 1. Aðrir sem voru á leikskýrslu: Róbert Sighvatsson, Bjarki Sigurðsson, Júlíus Jónasson og Jason Ólafsson sem var sá eini þeirra sem kom ekki inná í leiknum. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 4 (þar af 2 til mótheija). Bergsveinn Berg- sveinsson 7 (þar af tvö til mótheija). Utan vallar: 6 mín. Mörk Þýskalnds: Daniel Stephan 8/1, Mark Dragunski 3, Nils Lehmann 3, Sven Lakenmacher 2, Holger Löhr 2, Hennig Wiechers 1, Florian Kehrmann 1, Dieter Springel 1, Wolfgang Schwencke 1, Stefan Krebiedke 1. Varin skot: Jan Holpert 13/2 (þar af 4 til mótheija). Utan vallar: 4 minútur. Dómarar: Gallego Santos og Lamas Perez frá Spáni. Voru ágætir. Áhorfendur: Um 800. Spánn - Hv-Rússl. 30:20 Gangur leiksins: 1:0,4:3,10:4,14:8,15:9, 18:11,23:13, 25:15, 28:19 30:20. Mörk Spánveija: Urdangarin 5, Masip 5/2, Dujshebaev 4, Guijosa 3/2, Olalla 3, Femandez 2, Locano 2, Gonzalez 2, Ortega 2, Urdiales 1, Perez 1. Valin skot: Barrufet 14/2, Fort 4. Utanvallar: 2 mínútur. Mörk Hvít-Rússa: Jakimovitch 8/3, Ovs- atscev 4, Nekhattcik 3, Klimoviets 2, Kosti- ovtshcik 2, Orlov 1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Vincente Dreto og Jose Hueljin frá Spáni. Dæmdu vel. Áhorfendur: 4.500. Knattspyrna Deildabikar karla Valur-ÍA........................4:0 Amar Hrafn Jóhannsson 4. UMFG-KR.........................1:0 Kicic. Breiðabiik - Fram...............3:2 Sljarnan - Leiftur..............0:2 EM 16 ára og yngri Tyrkland - ísland...............4:0 ■ íslenska hefur lokið keppni. Vináttulandsleikur Brasilía - Mexíkó...............4:0 Leonardo (5.), Romario (12., vítasp., 17., 75.). 51.500. Þýskaiand Hansa Rostock - Bochum..........0:0 20.700. Diisseldorf - Bielefeld.........1:2 Dobrowolski (40.) - Reina (70.), Kuntz (78.). Körfuknattleikur Úrslitakeppni NBA Leikið aðfaranótt fimmtudags: Austurdeild: Washington - Chicago ■ Chicago vann einvígið 3:0. Vesturdeild: 95:96 Portland - LA lakers 98:90 ■ LA Lakers hefur forystu í einvíginu, 2:1. Leikið aðfaranótt föstudags: Austurdeild: Orlando - Miami 99:91 ■ Staðan í einvíginu er jöfn, 2: Vesturdeild: 2. Phoenix - Seattle 115:122 l Eftir framlengingu. I Staðan ! einvíginu er jöfn, 2:2. UM HELGINA Knattspyrna Deildabikar kvenna Laugardagur: Sandgerði: Reynir- ÍA...............14 Sunnudagur: Ásvellir: Breiðablik-Valur..........13 Ásvellir: KR - Stjarnan.............15 Deildabikar karla: Mánudagur: Akranes: ÍA-FH......................19 Gervigras L.dal: Fram - Fylkir......19 KR-völlur: KR - Skallagrímur........19 Helgafellsvöllur: Leiftur - ÍBV.....19 Suðurnesjamótið: Sunnudagur: Garður: Víðir - Reynir..............14 Njarðvík: UMFN - GG.................14 Golf LEK-mót Verður haldið á morgun á Húsatóftavelli við Grindavík. Keppt verður ! flokkum 50 til 54 ára og 55 ára og eldri. Einnig verður keppt í kvennaflokki, 50 áraog eldri. Fossavatnsgangan Fer fram í dag og hefst klukkan 14 við Vatnahnjúk. Kraftlyftingar íslandsmótið Mótið fer fram í KA-heimilinu á Akureyri í dag. Til leiks eru skráðir 24 kraftlyftinga- menn og keppa þeir í 8 þyngdarflokkum. Mótið hefst kl. 13.00 á laugardag og því lýkur um kl. 18.00. Mótið verður opnað með tvísöng þeirra Óskars Péturssonar og Amars Viðars Birgissonar og skátar sjá um fánahyllingu. Aðgangseyrir er kr. 250 en frítt er fyrir 12 ára og yngri. HANDKNATTLEIKUR íslendingar langt frá sínu besta Andleysi og þreyta varð þeim að falli gegn Þjóðverjum ÍSLENDINGAR náðu sér ekki á strik í fyrsta leik sfnum í fjögurra þjóða handknattleiksmótinu í Madrid á Spáni ígær. Þeir mættu Þjóðverjum og máttu sætta sig við þriggja marka tap, 20:23. Leikurinn var slakur og fslenska liðið lék langt frá sínu besta. „Fali er fararheill," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska liðsins eftir leikinn. Vonandi að hann hafi rétt fyrir sér, en mikið má leikur liðsins skána ef ekki á illa aðfara á HM f Japan sem hefst eftir aðeins hálfan mánuð. Ef liðið leikur eins og það gerði í gær á það ekkert erindi til Japans. Morgunblaðið/Golli ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfarl, hefur um margt að hugsa eftir slakan leik íslenska landsllðsins í gærkvöldi gegn Þjóðverjum. Liðlð leikur í dag gegn Spánverjum og á morgun gegn Hvít-Rússum. Þetta eru síðustu landslelkir Islands fyrlr heimsmelstarakeppnlna sem hefst í Japan 17. þessa mánaðar. Islenska liðið virkaði þungt og leikmenn þess voru ekki að berjast eins og þeir geta gert og hafa oft sýnt. Fyrir leikinn kvört- uðu leikmenn um ferðaþreytu eftir 16 tíma ferðalag til Spánar á fimmtu- dag. Það var því ekki von á góðu þegar liðið mætti í hina glæsilegu 8000 manna fþróttahöll í Torrejon de Ardoz. Islensku strákarnir byijuðu reynd- ar ágætlega og höfðu frumkvæði framanaf eða þar til staðan var 3:2. Eftir það tóku Þjóðverjar við Valur B. Jónatansson skrifar frá Madrid Tilvonandi tengdasonur Jóhanns Karls konungs IGNACIO Urdangarin, örvhenta skyttan í liði Spánvetja, ætlar að bera upp bón- orð sitt við Kristínu Spánarprinsessu í beinni útsendingu í spænska sjónvarpinu í dag. Þau hittust á Ólympíuleikunum í Atlanta, sl. sumar og hafa verið í ástar- sambandi síðan. Reiknað er með að brúð- kaup þeirra verði á haustdögum. Vegna þessa leikur Urdangarin ekki á móti Is- lendingum í dag. Hann lék hinsvegar á móti Hvít-Rússum í gær og átti góðan leik. Hann leikur lokaleik keppninnar á móti Þjóðveijum og þá er jafnvel reiknað með að hans heittelskaða mæti til að horfa á. Brúðguminn tilvonandi hefur ekki fengið mikinn frið fyrir spænskum frétta- mönnum síðustu daga. Hann býr á sama hóteli og íslenska liðið í Madrid og þar hefur verið mikill erill. Tugir ljósmyndara hafa setið fyrir honum. Ekkert sem hægt er að gleðjast yfir ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálf- ari, var ekki ánægður með frammi- stöðu íslenska liðsins í fyrsta leikn- um á Spánarmótinu gegn Þjóðveij- um í gær. „Þetta var ekki góður leikur af okkar hálfu. Strákarnir eru rosalega þungir núna og kannski ekki í besta standi til að spila því mikið álag hefur verið á þeim að undanförnu. Samt sem áður fannst mér að þeir hefðu átt að geta bet- ur. Við vorum að gera allt of mikil klaufamistök, sérstaklega í sókn- inni. Við höfum ekki æft varnarleik- inn mikið á æfingum undanfarið og því var samstaðan í vörninni ekki til staðar. Ég „hrærði" mikið í Iið- inu, skipti ört inná og notaði alla leikmennina sem voru á skýrslunni nema Jason. Hann ætla ég að nota á móti Spánveijum," sagði Þorbjörn. Formula 1 byrjar á RÚV eftir viku Á LAUGARDAG eftir viku byrjar RÚV að sýna beint frá keppni í Formula 1 kappakstri, en þá verður keppt I Monte Carlo kappakstrinum. Verður þetta í fyrsta skipti sem íslensk sjónvarpsstöð sýnir beint frá keppninni en RÚV hef- ur nú tryggt sér sýningarrétt á henni. Fyrirhugað er að sýna á laugardögum frá forkeppni sem ákveður röðina fyrir lokakeppnina á sunnudeginum. RÚV ein 203 sjónvarpsstöðva í heiminum sem sýnir frá Formula 1. Sýnt verður beint frá þeim 13 móturo sem eftir eru á þessu keppnistímabili en alls eru þau 17, fjórum mótum er lokið. Að þessu loknu verður sjónvarp- að frá mótunum með viku til þriggja vikna millibili fram í október er keppn- istímbilinu lýkur. í fréttatilkynningu frá RÚV segir m.a.: „Samkvæmt tölum frá rétthafa sjónvarpssendinga erlendis er kapp- akstur vinsælasta sjónvarpssportið í heiminum þar sem samtals fylgdust rúmlega fjörutíu milljarðar manna með keppninni á síðasta ári. Formula 1 er því vinsælli en knattspyrna og Ólymp- íuleikar." Vegna þessara útsendinga hefur RÚV fengið þijú fyrirtæki tii liðs við sig og gert við þau stærsta kostun- arsamnings sem RUV hefur gert í sögu sinni. Þau fyrirtæki sem um er að ræða eru Skeljungur, Hekla og Brim- borg. Þjálfarinn sagði jafnframt: „Það er ekkert sem hægt er að gleðjast yfir í þessum leik. Við vorum einfald- lega að spila illa. Þetta var frekar leiðinlegur handbolti sem liðin sýndu. Við vorum að bíða of mikið eftir boltanum án þess að hreyfa okkur. Ég veit að strákarnir voru þreyttir eftir ferðalagið og erfiðar æfingar að undanförnu. Ég finn það líka á sjálfum mér að ég er hálf slæptur eftir ferðalagið. Við lærum vonandi af þessu og nú geri ég mér frekari grein fyrir hvaða þætti þarf að vinna betur með á síðustu æfing- unum fyrir HM. Það verður varnar- leikur og aftur varnarleikur. Ég hef í sjálfu sér ekki áhyggjur af sókn- inni því þar getum við betur, en það er alvarlegra ef við getum ekki var- ist betur. Vörnin var ömurleg, það er eitt orð yfir það. Þjóðveijar voru ekki að spila vel og þess vegna eru þessi úrslit enn daprari fyrir okkur.“ Um leikinn í dag á móti Spánveij- um sagði Þorbjörn: „Ég lofa engu en auðvitað stefnum við að því að bæta okkur og skipuleggja leik okk- ar betur. Spánveijar eru með rosa- lega sterkt lið og margir hafa spáð þeim heimsmeistaratitlinum og ég held að það sé vel raunhæft. Þeir voru með allt með sér á móti Hvít- Rússum og tengdason konungsins í Iiðinu og fengu enn meiri stuðning út á það,“ sagði Þorbjörn. Hef ekki skýringu „Þetta var svakalega lélegt hjá okkur. Við erum auðvitað þreyttir en ég trúi ekki að við séum svona lélegir,“ sagði Patrekur Jóhannes- son. „Það var eitthvert andleysi yfir þessu, ekki ósvipað og þegar við lékum á móti þeim í Þýskalandi [fyrr 5 vetur], sama slenið yfir mann- skapnum. Við þurfum að fara að taka okkur saman í andlitinu því nú er skammt fram að HM og ef við leikum ekki betur en í þessum leik höfum ekkert að gera til Japans. Við vorum ekki einu sinni að beij- ast. Ég vona að þetta sé þreyta og við eigum eftir að springa út.“ Fall er fararheill „Eigum við ekki að segja að fall sé fararheill," sagði Geir Sveinsson fyrirliði íslenska liðsins. „Ég veit ekki hveiju er um að kenna. Kannski þreytu og andleysi og því að menn séu ekki nægilega hungraðir í sigur. Það var engin stemning í hópnum og eins og við værum á æfíngu en ekki í keppni. Þrátt fyrir að leika illa og vera búnir að jafna 16:16 virtist það ekki einu sinni geta kveikt í leikmönnum. Við verðum að gera betur. Aðalatriðið er að þegar við förum heim getum við séð þróun í leik okkar í rétta átt. Það skiptir kannski ekki máli að tapa ef við getum lært af því. Við getum ekki leyft okkur að mæta í svona leiki með hálfum huga. Við verðum að hafa metnað til að gera okkar besta því við erum að spila fyrir ísland. Það er skammur tími tií stefnu og hér erum við að mæta liðum sem eru í svipuðum styrkleika og við komum til með að mæta í Japan. Það er því eins gott að leggja sig frarn," sagði Geir. Ánægður Heiner Brand þjálfari Þjóðveija sagði að leikurinn hefði ekki verið mikið augnayndi en var samt ánægður með sigurinn. „Ég er ekki með mitt besta lið og því voru vænt- ingarnar ekki miklar í þessu móti. Margir af lykilmönnum liðsins eru lítilsháttar meiddir og ég ákvað að gefa þeim, frí. Ég er með unga leik- menn sem ég er að skoða fyrir fram- tíðina. Það var margt jákvætt í leik okkar en annað sem mátti betur fara. Ég er auðvitað ánægður með sigurinn. íslenska liðið lék ekki vel og ég veit að það á eftir að bæta leik sinn áður en það fer til Jap- ans,“ sagði Brand. forystunni og íslendingar náðu aldrei að komast yfir í leiknum eftir það, en jöfnuðu nokkrum sinn- um. Þjóðvetjar voru ekki að leika vel, gerðu mörg mistök, en þau voru þó heldur fleiri hjá íslendingu- numn. Dagur Sigurðsson stjórnaði sóknarleik liðsins og opnaði leikinn með því að skora fyrsta markið. íslenska liðið var með í leiknum fram að hálfleik og munurinn yfir- leitt ekki nema eitt til tvö mörk. Staðan í hálfleik var 10:9 fyrir Þjóðveija, en rétt áður en fiautað var til hálfleiks, komst Bjarki inn úr horninu en Holpert í marki Þjóð- veija varði. I síðari hálfleik var jafnræði með liðunum framanaf og þegar sjö mín. voru liðnar jafnaði Valdimar úr vítakasti 15:15. Aftur var jafnt 16:16 eftir að Patrekur hafði gert eina mark sitt í leiknum. Þegar hér var komið sögu, tók Þorbjörn þjálfari Dag út af og því mátti ís- lenska liðið ekki við vegna þess að hann var sá sem tók af skarið í sókninni. Þjóðveijar voru fljótir að færa sér þetta í nyt og gerðu næstu 4 mörk, staðan þá 20:16 og tíu mínútur eftir. Þeir höfðu sigurinn í hendi sér eftir það og uppskáru öruggan sigur 23:20. Það má vel vera að ferðaþreyta hafi setið í íslendingum en það er engin afsökun fyrir því að leika svona illa. Algjört andleysi var í hópnum en engin barátta. Sóknar- leikurinn afar ósamstilltur og lítið um leikkerfi. í vörninni tóku menn ekki á og var refsað grimmilega fyrir enda markvarslan í lágmarki. Guðmundur stóð í markinu í fyrri hálfleik og varði aðeins 4 skot. Bergsveinn gerði aðeins betur i síðari hálfleik og varði 7. Lélega markvörslu má að miklu leyti skrifa á slaka vörn. Dagur var sá eini sem var skapandi í sókninni og átti margar góðar línusending- ar. Geir var nokkuð duglegur á línunni og fiskaði meðal annars 4 vítaköst, en hann hefur hins vegar oft gert betur í vörninni. Konráð og Valdimar byijuðu í hornunum og átti Konráð þokkalega spretti en Valdimar virðist ekki vera búinn að ná sér fullkomlega af meiðslun- um. Bjarki, sem í vikunni var kos- inn besti leikmaður íslandsmóts- ins, tók stöðu Valdimars undir lok fyrri hálfleiks en fann sig alls ekki og komst ekki á blað. Ólafur Stef- ánsson var ekki líkur sjálfum sér, og Duranona náði aldrei að lyfta sér almennilega í skotstöðu. Gústaf kom inná í síðari hálfleik og gerði ágæta hluti þann stutta tíma sem hann var með. Júlíus lék aðeins í vörninni og var engu skárri en félagar hans. Þjóðveijar voru ekki með sitt sterkasta lið og því var það enn gremjulegra fyrir íslenska liðið að tapa. Daniel Stephan, hinn ungi og efnilegi leikmaður liðsins, var allt í öllu hjá Þjóðveijum og svo vörðu markverðir liðsins mun betur en þeir íslensku. Það er ljóst að betur má ef duga skal hjá íslend- ingum á móti Spánveijum í dag. Spánveijar voru frábærir Spánveijar sýndu allar sínar bestu hliðar er þeir mættu Hvít-Rússum á Spánarmótinu í gær og unnu 30:20. Varnarleikur Spán- veija var gríðarlega sterkur og kom- ust þeir hvað eftir annað inn í send- ingar Hvít-Rússa og gerðu fjölmörg mörk eftir vel útfærð hraðaupp- hlaup. Staðan í hálfleik var 15:9. Yfírburðir Spánveija voru á öll- um sviðum handboltans, jafnt í vörn sem sókn. Talant Dujshebaev stjórnaði sóknarleik liðsins og mér er til efs að nokkur annar skili því hlutverki betur í heiminum en hann. Hann átti hveija snilldarsendinguna á fætur annarri á samheija sína, auk þess sem hann gerði 4 glæsileg mörk. Eftir að Spánveijar náðu 10 marka forskoti, 23:13, er sjö mínút- ur voru liðnar af síðari hálfleik fór byrjunarliðið af leikvelli. Það kom ekki að sök því ungu leikmennirnir héldu fengnum hlut. í liðinu er val- inn maður í hveiju rúmi og verður það að teljast til alls líklegt á HM í Japan. Spánveijar náðu bronsverð- launum í Átlanta en ætla sér greini- lega dýrari málm í Japan. Gamli maðurinn Mikahel Jakimotitch var yfirburðamaður í liði Hvít-Rússa í sókninni, en varnarleikur er ekki hans sterkasta hlið. Hann og félag- ar hans áttu aldrei möguleika í þessum leik og máttu þakka fyrir að sleppa með 10 marka tap. Hvít- Rússar leika við Þjóðveija í dag og íslendingar við Spánveija. Eyjólfur til Remus? EYJÓLFUR Bragason hand- knattleiksþjálfari hefur feng- ið boð um að þjálfa austur- riska félagið HSG Remus á næstu leiktíð. Það er á rneðal þeirra sterkustu þar í landi og er m.a. að leika um þessar mundir í úrslitum um meist- aratign og leikur til úrslita í bikarkeppninni 19. maí. Hafa forráðamenn félagsins óskað eftir því við Eyjólf að hann komi út áður en úrslitaleikur- inn fer fram og ræði við þá um starfið og sjái liðið leika til úrslita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.