Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 E 7
Ert þú (starfs)maðurinn/konan sem við
leitum að?
Aðstoðarmaður sölustjóra
Eitt stærsta og framsæknasta innflutningsfyrir-
tækið á íslandi í dag hefurfalið méraðfinna
fyrir sig rétta starfsmanninn sem það vantar.
Starfsheiti viðkomandi starfsmanns er aðstoð-
armaður sölustjóra.
Starfssvið hans er mjög víðtækt m.a. tengt
ýmsum samskiptum og upplýsingagjöf við
viðskiptamenn, ýmis úrvinnsla og skráning,
úttektir, viðskiptasamningar, sölugreining,
markaðskannanir, áætlanagerð, mikil sam-
skipti við sölumenn fyrirtækisins ásamt þjálfun
og eftirfylgni á störfum þeirra o.s.frv.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með
mikið frumkvæði, er skipulagður, hefur góða
tölvukunnáttu, góða enskukunnáttu, hefur
fágaða og góða framkomu og umfram allt getu
og þortil þess að ná árangri í störfum sínum.
Starfsreynsla á þessu sviði æskileg.
í boði er mjög spennandi og krefjandi starf hjá
fyrirtæki sem er leiðandi á sínu sviði. Góð laun
í boði fyrir þann eina rétta.
Allar nánari upplýsingar um starf þetta veiti
ég á skrifstofu minni. Umsóknirertilgreini
persónulegar upplýsingar, menntun og fyrri
störf, ásamt mynd af umsækjenda, óskast mér
sendar fyrir 28. maí nk.
TEITUR LÁRUSSON
AUSTURSTRÆTI12.4. HÆÐ 101 RVK SÍMI5624550
..... V ' ---
VEGAGERÐIN
SKRIFSTOFUSTARF
Staða fulltrúa á skrifstofu Reykjanesumdæmis
með aðsetur ( Borgartúni 7, 105 Reykjavik, er
laus til umsóknar. Um 50 % starf er að ræða og
æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem
fýrst. Laun skv. kjarasamningi SFR.
Starfssvið
• Almenn skrifstofustörf.
• Símaþjónusta.
• Ýmis verkefni tengd bókhaldi og launavinnslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Reynsla af skrifstofustörfum.
• Verslunarpróf eða önnur sambærileg
menntun.
• Góðir samstarfshæfileikar.
Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Guðmundsson
hjá Ráðgarði frá kl. 9 -12 f síma 533 1800.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs hf. fyrir 2. ma( n.k. merktar:
“Vegagerð -fulltrúi'.
RÁÐGARÐURhf
Sn^ÓRNUNARCKSREKSlRARRÁÐqiÖF
Fumgirðl B 10* Ruykjtvik Slni 833 1800
Faxi 833 1808 Natfxngi rgmldlunOtrakiiBt.ia
HalmaslOal http://www.trsanat.la/radgarilur
FJÖLBRAUTASKÓLINN
VIÐ ÁRMÚLA
Efnafræði
Kennara vantar næsta skólaár.
Upplýsingar hjá skólameistara í síma
581 4022.
Umsóknarfresturerframlengdurtil 25. maí.
Skólameistari.
rm
SECURITAS
SECURITAS ehf
Securitas er leiöandi fyrirtæki hérlendis á sviði öryggisgæslu, örygg-
iskerfa og ræstinga, með alls um 550 starfsmenn. Hjá tæknideild
fyrirtækisins starfa um 30 starfsmenn við hönnun, uppsetningu og
þjónustu við öryggiskerfi og tengdan tæknibúnað. Securitas hefur
nýlega haslað sér völl í hússtjórnarkerfum og býður nú fyrirtækjum
og heimilum heildarlausnir i tæknivæddri öryggisgæslu og tæknikerf-
um bygginga og mannvirkja.
Rafvirkjar og
rafeindavirkjar
Vegna aukinna umsvifa tæknideildar Securitas
óskar fyrirtækið eftir að ráða nú þegar rafvirkja
og rafeindavirkja til starfa, við hönnun, upp-
setningu og þjónustu við öryggiskerfi.
í boði er:
Fjölbreytt starf hjá leiðandi fyrirtæki, í sam-
hentum hóp, með aðgangi að mikilli vinnu.
Kjör eru samkvæmt kjarasamningum
Rafiðnaðarsambands íslands.
Hæfniskröfur:
Við leitum að rafvirkjum og rafeindavirkjum
með sveinsréttindi og helst með starfsreynslu.
Hreint sakavottorð, snyrtimennska og góð
þjónustulund er skilyrði.
Umsóknir:
Ef þú ert að leita að skemmtilegu framtíðar-
starfi, þá vinsamlegast skilaðu umsókn inn
til afgreiðslu Securitas að Síðumúla 23, fyrir
lok fimmtudagsins 22. maí nk.
Skrifstofan er opin frá kl. 9.00 til 17.00.
Umsóknir þurfa að innihalda upplýsingar um
aldur, menntun, réttindi og starfsreynslu.
Markaðsstjóri
Útflutningsráð (slands óskar eftir
að ráða mann til þess að starfa sem
markaðsstjóri til leigu.
/fí
ÚTFLUTNINGSRÁÐ
ISLANDS
Starfssvið:
Markaðsstjórinn starfar hjá viðskipta-
vinum Útflurningsráðs (slands í lengri
eða skemmri tíma. Hlutverk hans er að
kanna útflutningsmöguleikana, skipu-
leggja erlenda markaðssókn og fylgja
henni eftir.
TRADE COUNCIL OF ICELAND
Við leitum að manni með háskóla-
menntun á sviöi viðskipta-, markaðsfræði,
stjórnunar og/eða rekstrar.
Menntun og/eða starfsreynsla erlendis
er nauðsynleg.
Umsækjendur þurfa að geta starfað mjög
sjálfstætt og skipulega að verkefnum
sínum. Þekking á tækni- og/eða hug-
búnaðarsviði er æskileg.
Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson
hjá Ráðningarþjónustu Hagvangs hf.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir
til Ráðninaarþjónustu Hagvangs hf.
merktar „Utflutningsráð 218" fyrir
27. maí n.k.
Hagvangur hf
Skeifan 19
108 FÍeykjavík
Sími: 581 3666
Bréfsími: 5688618
Netfang:
h agva ng@ti r.sky rr.is
Veffang:
http://www.apple.is
/hagvangur
HAGVANGUR RADNINGARMðNUSDV
Rétt þekking á réttum tima
-fyrir rétt fyrirtæki
Læknaritarar!
Hvernig væri að fá tilbreytingu í sumar og
kynnast einhverju nýju?
Læknaritari óskast í sumarafleysingu á Heilsu-
stofnun NLFÍ í Hveragerði í 3 mánuði eða eftir
samkomulagi. Húsnæði á staðnum eða dagleg-
ar ferðir úr Reykjavík.
Upplýsingar gefur Guðrún Magnúsdóttir
læknafulltrúi í síma 483 0317.
ið
Grunnskólinn
í Sandgerði
Kennara vantar við skólann veturinn 1997 til
1998.
Meðal kennslugreina: íslenska, almenn kennsla
yngri barna, raungreinar, mynd- og hand-
mennt, íslenska, enska, danska, tónmennt.
Þá er staða aðstoðarskólastjóra laus til eins
árs í leyfi aðstoðarskólastjóra.
Við leitum að áhugasömum kennurum
sem eru tilbúnir að taka þátt í uppbygg-
ingastarfi við skólann. Fyrirhugað er að
taka upp gæðastjórnun við skólann og
einnig er framundan mikil vinna við endur-
skipulag og gerð skólanámskrár.
Við leitum einnig sérstaklega að áhuga-
sömum raungreinakennara er gæti tengt
skólann enn frekar Fræðasetrinu í Sand-
gerði sem er öflugt upplýsingasafn í líf-
fræði og umhverfismennt.
Margháttuð fyrirgreiðsla í boði.
Nánari upplýsingarveitirGuðjón Þ. Kristjáns-
son skólastjóri í símum 423 7439 og 423 7436.
Skóla- og fræðslunefnd Sandgerðis
Svæðisskrifstofa
málefna fatlaðra Austurlandi
Lausar stöður
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Austurlandi,
auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður á
Egilsstöðum.
Hæfing/iðja, 100% staða.
Starfið felst í að taka þátt í skipulagningu og
áætlanagerð og að veita fötluðu fólki verklega
og félagslega leiðsögn og þjálfun sem miðar
að því að auka möguleika á virkri þátttöku í
samfélaginu.
Staðan er laus í a.m.k. 1 ár frá 11. ágúst nk.
eða eftir samkomulagi.
Sambýli, 100%staða.
Starfiðfelst í stuðningi við íbúa heimilisins
varðandi daglegt líf, tómstundir og tengsl við
samfélagið, ásamt ráðgjöf við annað starfsfólk.
Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomu-
lagi.
Æskilegt að umsækjendur hafi sérþekkingu
varðandi störfin, s.s. þroskaþjálfun, iðjuþjálfun
eða sambærilega menntun og/eða reynslu af
starfi meðfötluðufólki. Launakjör samkvæmt
kjarasamningum ríkisstarfsmanna.
Skriflegum umsóknum skal skila til Svæðis-
skrifstofu málefna fatlaðra Austurlandi, Tjarn-
arbraut 39 E, 700 Egilsstöðum fyrir 16. júní nk.
en umsóknir geta gilt í allt að 4 mán.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veita:
Unnur Fríða í síma 471 1833
Þorbjörg í síma 471 2274.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Kennarar óskast
Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennara-
stöðurvið Fjölbrautaskólann í Garðabæ í
stærðfræði, tölvufræði og eðlisfræði erfram-
lengdurtil 26. maí 1997. Leitað ereftirfólki
með háskólapróf í þessum greinum. Laun fara
eftir samningum kennarafélagsanna.
Umsókn um starf skal senda til Fjölbrautaskól-
ans í Garðabæ, Lynghálsi 7—9, 210 Gb.
Nánari upplýsingar veita skólameistari og að-
stoðarskólameistari í síma 565 8800.
Skólameistari.