Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 C 3
HEIMSMEISTARAKEPPNIN í HANDKNATTLEIK
Morgunblaðið/Einar Falur
ÓLAFUR Stefánsson stekkur upp og skorar í sigurleiknum gegn Júgóslövum I Kumamoto.
Patrekur kast-
aði „sprengju"
á Júgóslavana
Eg er mjög ánægður, enda getum
við ekki verið annað,“ sagði
Patrekur Jóhannesson, sem fékk það
óþvegið hjá Júgóslövum. í byrjun
leiks sló Dragan Skrbic hann í andlit-
ið og í seinni hálfleik réðist Predrag
Perunicic á hann og skellti í gólfið
með þeim afleiðingum að hann fékk
að sjá rauða spjaldið. í kjölfarið
gerði Nebojsa Jokic sig líklegan til
að hjóla í Patrek.
Hvað gerðist, velta menn fyrir
sér? - Patrekur svarar því: „Leikur-
inn þróaðist þannig að ég reiknaði
með að fá annan varnarmann á
móti mér, en þeir færðu Skrbic til á
vellinum. Hann er mjög harður -
rauk á mig fljótlega og sló mig í
andlitið. í seinna skiptið, þegar ég
fékk knöttinn, sá ég Perunicic koma
á fullri ferð að mér - hann hrein-
lega stökk á mig, með olnbogann á
undan sér og í hálsinn á mér. Síðan
stóð hann yfir mér eftir að hann
fékk að sjá rauða spjaldið og hrækti
framan í mig. Þá fauk í mig. Ég var
ekki æstur eftir höggið, enda meiddi
ég mig ekki. Lægra verður ekki far-
ið en að hrækja á mótherjann."
Það var komin þvaga af Júgóslöv-
um í kringum Patrek, þegar hann
stóð upp og eins og hendi væri veif-
að æstust þeir. Hvað gerðist? -
Patrekur áfram: „Það var Króati
sem þjálfaði mig hjá Essen. Hann
blótaði oft duglega og hreytti ýmsum
setningum út úr sér. Ég notaði eina
setninguna, sendi þeim tóninn og
sagði: „Spitskatre madrína.“ Það var
eins og sprenging hafi orðið í hópn-
um.“
Hvað þýðir þetta?
„Ég segi það ekki.“
Patrekur var mjög ánægður með
leikinn. „Mér leið vel í leiknum, þó
ég hafi ekki skorað mikið. Lét knött-
inn ganga, fékk oft tvo leikmenn út
á móti mér, þannig að það opnaðist
fyrir aðra. Liðsheildin var stórkost-
leg - það léku allir vel,“ sagði Pat-
rekur, sem er hræddur við leikinn
gegn Litháen. „Menn eru hátt uppi,
eftir níu marka sigur á Júgóslövum.
Það er hlutverk Þorbjörns og okkar
að komast niður á jörðina. Menn
verða að passa sig á að standa við
það sem er sagt - það er lykillinn
að velgengni.“
„Menn að mínu skapi“
jL
ÞORBJÖRN Jensson gekk sig-
urreifur frá baráttunni við
Júgóslava, eins og sigursæll
hershöfðingi á Balkanskaga.
„Þetta eru menn að mínu
skapi. Þetta var miklu meiri
sigur en ég hafði ímyndað mér
að við gætum náð. Eg hugsaði
sem svo, að leikurinn yrði ör-
ugglega í járnum fram á síð-
ustu mínútu, eins og alltaf
gegn Júgóslövum. Eg verð að
segja eins og er, að þessi stóri
sigur kemur mér á óvart. Við
vissum það að Júgóslavar eru
með marga frábæra leikmenn
- stjörnur. Það er einu sinni
þannig að þó að menn séu
stjörnur, verða þeir að hafa
fyrir hlutunum, það kemur ekk-
ert að sjálfum sér,“ sagði
landsliðsþjálfarinn við Morg-
unblaðið.
„Klipptum á sóknarleik þeirra“
Við vorum ákveðnir að taka
virkilega fast á þeim strax í
byrjun, láta þá vita hvar Davíð
keypti ölið. Eg vissi að þegar fast
hefur verið tekið á
Júgóslövum, þá hef-
ur verið stutt í nöld-
ur þeirra á milli og
annað eftir því -
þeir missa þá einbeitingu. Okkur
tókst þetta virkilega vel. Við tókum
fast á þeim og vissum hvernig við
áttum að klippa á sóknarleik
þeirra, brugðumst alltaf hárrétt við
Sigmundur Ó.
Steinarsson
skrifar
frá Kumamoto
því sem þeir voru að gera. Það fór
í taugarnar á þeim, þeir einfaldlega
hættu að leika handknattleik,"
sagði landsliðsþjálfari íslands.
Þorbjörn lét Dag Sigurðsson
strax út á völlinn og Ólafur Stef-
ánsson gekk út á móti risanum
Perunicic. „Sá sem hefur verið að
gera mest hjá Júgóslövum er skytt-
an Perunicic og þá hefur Jo-
vanovic haldið spilinu gangandi og
brotist í gegn. Dagur hafði það
hlutverk að hafa gætur á honum
og leysti það starf mjög vel. Ólafur
fékk frjálsar hendur með hvernig
hann myndi afgreiða Pertnicic.
Þeir hafa mjög öflugan línumann,
sem Skrbic er. Geir tók hann upp
á sína arma, þannig að hann fékk
rffi
Morgunblaðið/Einar Falur
VALDIMAR Grímsson, sem hér skorar eftlr hraðaupphlaupum gegn Júgóslövum. fór á kostum
og gerði ellefu mörk. Valdimar hefur nú alls gert 27 mörk f fyrstu þremur leikjum íslands á HM.
Stjörnuhrap
ZDRAVKO Radjenovic, þjálfari
Júgóslava, var ekki ánægður með
sína menn eftir leikinn gegn ís-
landi. „íslendingar léku mjög vel
og veittu mínum mönnum ráðn-
ingu. Leikmenn mínir komu hing-
að í Dome-höllina og héldu að
þeir væri stjömur skýjum ofar -
gætu litið niður á aðra. Hér var
ekki eitt stjömuhrap, þau urðu
mörg,“ sagði Radjenovic á fundi
með fréttamönnum eftir leikinn.
Kveðja til
Everestfara
ÞEGAR landsliðshópurinn fékk
þær fréttir frá Morgunblaðinu,
að íslensku fjallagarpamir þrír
væm komnir á toppinn á Ever-
est, er þeir vom að snæða kvöld-
verð á miðvikudagskvöldið, bmt-
ust út mikil fagnaðarlæti.
Landsliðsmennirnir báðu Morg-
unblaðið um kveðju til þremenn-
inganna og hamingjuóskir með
frábært afrek. Því er hér með
komið á framfæri.
Stórkostlegur andi
í landsliðshópnum
úr litlu að moða. Þetta voru þau
atriði sem við voram einna ömgg-
astir með, en aftur á móti var
vinstrihandarskyttan Butulija
óskrifað blað. Sem betur fer átti
hann ekki sinn besta dag, var tek-
inn mjög fast - sérstaklega eftir
að Júlíus kom í vörnina. Það var
nokkuð sem hann þoldi ekki.
Við misstum aldrei dampinn og
það þó að við værum stundum ein-
um færri - við héldum út, náðum
ótrúlega vel að veijast. Baráttuvilj-
inn rak okkur áfram, ekkert annað.
Með þessum öfluga varnarleik
fengum við markvörslu, sem við
þurfum á að halda. Bergsveinn
varði mjög vel. Þeir voru búnir að
leggja mikla vinnu á sig, mark-
verðirnir, fyrir leikinn. Sú vinna
skilaði sér,“ sagði Þorbjörn.
Nú náðu Dagur og Ólafur sér
vel á strik. Þú hlýtur að vera
ánægður með það.
„Já, ég vissi að þeir gætu miklu
meira en þeir gerðu gegn Japan
og Alsír. Það var því spurning um
þolinmæði, að sýna þeim fullt
traust. Það gerði ég, því að ég
veit manna best hvað þeir geta.
Ég er ánægður og viss um að þessi
leikur hjálpar þeim að byggja upp
sjálstraustið fyrir frekari afrek inni
á vellinum."
Verðum að leggja
okkur alla fram
Þorbjörn sagði að þessi glæsilegi
sigur á Júgóslövum gerði það að
verkum, að leikmenn yrðu að
leggja sig enn meira fram í leiknum
gegn Litháen á morgun. „Við
gleðjumst að sjálfsögðu á eftir -
enda ekki á hveijum degi sem við
vinnum Júgóslava í HM, síðan
verðum við að ná okkur niður og
safna kröftum gegn Litháen. Und-
irbúningurinn fyrir þann leik verð-
ur mjög mikill," sagði Þorbjörn,
sem lék við hvern sinn fingur.
Eg get ekki annað en verið
ánægður núna, þar sem það
gekk ekki of vel hjá mér gegn
Japan og Alsír. Ástæðuna fyrir því
tel ég vera að Japanir og Alsírs-
menn leika allt annan varnarleik
en ég er vanur - pressuðu mjög
langt út, þannig að ég lenti mjög
aftarlega á vellinum og fékk ekki
mörg tækifæri. Þegar þau komu
var ég of fljótur að skjóta. Þar af
leiðandi urðu skotin ekki eins vönd-
uð og þau eiga að vera. Ég var
of æstur og óþolinmóður, þegar
illa gekk,“ sagði Dagur Sigurðs-
son, leikstjórnandi, sem sýndi
gamla góða takta gegn Júgóslöv-
um, skoraði sín fyrstu mörk í HM.
„Ég ákvað fyrir leikinn gegn
Júgóslavíu að vera rólegri, gefa
mér tíma. Júgóslavar léku vörnina
aftarlega, þannig að ég kunni vel
við mig - stígandin kom af sjálfri
sér, smátt og smátt,“ sagði Dagur.
Dagur sagði að andinn væri stór-
kostlegur i landsliðshópnum og
menn ákveðnir að halda áfram á
sömu braut í leiknum gegn Litháen.
„Það verður mikill baráttuleikur,
þar sem barist verður til síðasta
blóðdropa. Við sýndum styrk gegn
Júgóslövum, það voru þeir sem
brotnuðu þegar reyndi á,“ sagði
Dagur.