Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1997 ■ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ BLAÐ Fæst hjá j'oU: SEIKO KINETIC' HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAMÓTIÐ STÓRGLÆSILEGUM sigri fagnað á Júgóslövum í gærmorgun. Frá vinstri: Júlíus Jónasson, Bergsveinn Bergsveinsson markvörður og Geir fyrirliði Sveinsson. Bestir í þessum vígamóði Eg trúði því alltaf að við gætum lagt Júgóslava að velli, en ef ég á að vera hreinskilinn verð ég að segja að ég átti aldrei von á níu marka sigri," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í hand- knattleik við Morgunblaðið eftir stóran sigur, 27:18, á Júgóslövum í A-riðli heimsmeistarakeppninnar í Japan í gærmorgun. íslenska liðið lék stórkostlega og er nú í efsta sæti riðilsins með fimm stig. „Við vorum búnir að búa okkur undir mikla baráttu allan leikinn, en svo varð ekki. Júgóslavarnir hreinlega hættu í seinni hálfleik," sagði Geir Varstu aldrei hræddur um að þú og Júlíus [Jónasson] fengjuð rautt spjald, þegar búið var að vísa ykkur tvisvar af leikvelli? „Nei, ég hugsaði ekki út í það. Við vissum að við urðum að gefa allt sem við áttum í leikinn og taka vel á Júgó- slövum. Við beittum leikstíl sem hentar okkur best, náðum upp bar- áttu og hreyfanleikinn var mikill — menn fórna sér af fullum krafti gegn andstæðingunum. Þegar við erum í þeim vígamóði, erum við bestir,“ sagði Geir, sem sagði að það hafi verið ánægjulegt hve markvarslan hefði verið góð í leiknum - „Bergsveinn var frá- bær, Dagur og Olafur náðu báðir að sýna livað í þeim býr og Valdi- mar hélt sínu striki," sagði Geir. Geir sagði að skemmtunin vari ekki búin, þá að Júgóslavar hefðu verið lagðir að velli. „Næst eru það Litháar, sem verða erfiðir viður- eignar. Þeir eru sterkir og verða eflaust metnaðarfullir gegn okkur, þar sem þeir hafa séð að við erum með gott lið. Það er deginum ljós- ara, að sigur okkar gegn Júgóslav- íu hefur skotið okkur fram í sviðs- ljósið. Onnur lið fara að reikna með okkur. Ég er viss um að flestir sem sjá úrslitin, telja að um prentvillu sé að ræða — að tölur okkar og Júgóslava hafi víxlast. Þetta vekur athygli, kastljósið beinist aðeins meira að okkur. Við verðum að njóta þess að vera þar, en vera einn- ig tilbúnir að takast á við það. Framhaldið verður helmingi erfið- ara fyrir vikið,“ sagði Geir. ■ HM i Japan / C2, C3, C8 KNATTSPYRIMA: ÖNIMUR UMFERÐ ÍSLANDSMÓTSINS í GÆRKVÖLDI / C4, C5, C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.