Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
BESTI ARANGUR ISLANDS I HM FRA UPPHAFI
Sætii
úrslita- 1958 1961 1964 1967 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1993 1995 1997
keppni A-Þýskal. V-Þýskaí. Tékkósl. Sviþjóð Frakkland A-ÞýskaJ Ðanmófk V-PýskaI. Sviss Tekkósl. Sviþjóó ÍSlAfJD Japan
Árangur íslendinga gegn
einstökum þjóðum í HM
Islendingartóku ekki
þátt í fyrstu tveim '
HM-keppnunum,
193S ÍÞyskalandi ■
og 1954 í Svíþjóð
Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman
""■i—i' / Morgunblaðið, AIG" -■<" ■
Árangur fslendinga í HM
KEPPNI Leikir U J T Mörk Stig Sæti
1958 3 1 0 2 46:57 33% 10.
1961 6 2 1 3 85:% 42% 6.
1964 3 2 0 1 40:39 67% 10.
1967
1970 6 6 0 4 96:112 33% 11.
1974 3 3 0 3 48:66 0
1978 3 3 0 3 54:68 0 13.
1982
1986 7 3 0 4 155:159 43% 6.
1990 7 2 0 5 151:169 29% 11.
1993 7 3 0 4 158:155 43% 8.
1995 6 3 0 4 154:160 43% 13.-16.
1997 9 7 1 1 236:203 83% 5.
Jpjóð ... Leikir u j T Mörk
Danmörk 7 2 0 5 122:135
Ungverjaland 7 2 0 5 130:147
Tékkóslóvakía 5 1 1 3 87:107
Svíþjóð 4 1 0 3 61:76
Spánn 4 1 0 3 94:91
Frakkland 3 2 0 1 62:59
Sovétríkin 3 0 0 3 52:68
2 2 0 0 38:34
Pólland 2 1 0 1 46:45
Sviss 2 1 0 1 35:36
Egyptaland 2 2 0 0 39:28
Japan 2 1 0 1 43:40
Júgóslavía 2 1 0 1 47:45
Rússland 2 0 0 2 30:51
Suður-Kórea 2 0 0 2 43:56
Bandaríkin 2 2 0 0 61:35
V-Þýskaland 1 0 0 1 16:22
A-Þýskaland 1 1 0 0 19:17
Þýskaland 1 0 0 1 16:23
Kúba 1 1 0 0 27:23
Túnis 1 1 0 0 25:21
Hvíta-Rússland 1 0 0 1 23:28
Alsír 1 0 1 0 27:27
Litháen 1 1 0 0 21:19
Saudi-Arabía 1 1 0 0 25:22
Noregur 1 1 0 0 32:28
ífíRÚmR
FOLK
■ HELGI Sigurðsson, knatt-
spyrnumaður hjá Fram, hefur vakið
áhuga norska 1. deildar liðsins
Stabæk og komist félagið að samn-
ingum við TB Berlin félag það sem
Helgi er samningsbundinn er líklegt
að hann flytji sig um set. Berlínarlið-
ið lánaði Helga til Fram í sumar.
■ AÐALSTEINN Jónsson, fyrr-
um handknattleiksmaður og þjálfari
hjá Breiðabliki, hefur verið ráðinn
þjálfari 1. deildar liðs Stjörnunnar í
kvennaflokki.
■ BJARKI Gunnlaugsson og fé-
lagar í Mannheim sigruðu Olden-
burg 2:0 um helgina og eiga einn
möguleika á að bjarga sér frá falli
í 3. deild þegar ein umferð er eftir.
■ EKERENsigraði Anderlecht 4:2
í úrslitum bikarkeppninnar í Belgiu
á sunnudaginn. Liðin þurftu að leika
framlengingu til að knýja fram úrslit.
■ RANGERS hefur boðið um 4
milljarða króna í knattspyrnumann-
inn Ronaldo sem er á förum frá
Barcelona. Verði af kaupunum yrði
um langhæstu upphæð að ræða sem
félag hefur greitt fyrir knattspyrnu-
mann. Metið er 1,7 milljarðar er
Alan Shearer var keyptur til New-
castle frá Blackburn í fyrra.
■ BRASILÍSKI knattspyrnumað-
urinn Juninho fer að öllum líkindum
til Atletico Madrid á Spáni frá
Middlesbrough. Enska félagið
keypti Juninho frá Sao Paulo á
4,75 milljónir punda fyrir tveimur
árum en Spánverjarnir eru nú til-
búnir að greiða 12,5 milljónir punda
fyrir hann - andvirði rúmlega 1,4
milljarða króna.
■ JUNINHO, sem er 24 ára, er
sagður eiga að fá andvirði 10 millj-
óna punda í tekjur á fimm árum,
eftir að greiddur hefur verið skattur
af launum hans, skv. frétt Daily
Mailí gær. Það er rúmlega 1,1 millj-
arður króna.
■ MAURO Tassotti lék á sunnu-
daginn síðasta leik sinn með AC
Milan eftir 17 ára feril með félag-
inu. Hann er 37 ára og ætlar að
leggja skóna á hilluna.
■ ARGENTÍNSKUR áfrýjunar-
dómstóll hefur staðfest 13 mánaða
keppnisbann Jose Luis Chilaverts,
markvarðar og fyrirliða Paraguay,
fyrir að slá vallarstarfsmann meðan
á leik stóð í apríl 1994. Chilavert
leikur með argentínsku félagsliði.
■ BILL Hanzlik hefur verið ráðinn
þjálfari Denver Nuggets, en liðinu
hefur ekki gengið sem skyldi síðan
það sló Seattle út úr úrslitakeppn-
inni árið 1994.
■ DETROIT Free Press greindi
nýlega frá því að Chris Webber
hefði þegið peningagreiðslur er hann
lék fyrir Michigan-háskóla, en
íþróttamenn í háskólum þar ytra
mega ekki hagnast íjárhagslega af
þátttöku sinni í skólaíþróttum.
■ WEBBER leikur nú með Wash-
ington Wizards, en það skipti ný-
lega um nafn og hét áður Bullets.
Þetta á að bæta ímynd félagsins,
en ekki þykir aðlaðandi að lið eigi
aðsetur í Washington og nefni lið
sitt „byssukúlurnar“.
■ BOSTON vonast nú til þess að
„arftaki" Larry Bird komi til liðs-
ins. Það er hinn 207 cm hái Keith
Van Horn frá Utah-háskóla.
■ TRACY McGrady er eini
menntaskólaneminn, sem hefur skráð
sig í nýliðaval NBA-deildarinnar.
STOLT
ÍSLAND er landið, sagði einn
landsliðsmanna íslands, eftir
að „strákarnir okkar“ höfðu náð
besta árangri sem íslandingar
hafa náði í HM - fimmta sætinu
í Kumamoto. Gleðin var mikil og
menn ræddu um að herra
Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti íslands, þyrfti að
leita til stálsmiðju, til að
láta búa til fálkaorðu fyrir
Þorbjörn Jensson; sig-
ursælasta þjálfara Islands.
Að öllu gamni slepptu
er aðeins eitt orð yfir þátt-
töku íslands á HM í Kumamoto
- STOLT. Það var afar ánægju-
legt að vera íslendingur hér. Að
upplifa jarðskjálfta, sprengju-
kraft eldgoss, „smuguveiðar,“
sólmyrkva og ævintýrasiglingu
niður Níl í Park Dome-höllinni,
er nokkuð sem mun aldrei gleym-
ast.
Gleði, vonbrigði og tár - já,
tárin sem féllu eftir leikinn gegn
Ungvetjum, eru ekki þornuð. Eg
var stoltur að fá tækifæri til að
vera með strákunum hér. Eg rit-
aði fyrir leik íslands og Danmerk-
ur, sem fram fór í Álaborg á full-
veldisdaginn 1. desember, að
strákarnir ættu að fara til Dan-
merkur og fagna deginum - þeir
skulduðu þjóðinni „næturfyllirí.“
Þeir fóru að hætti víkinga, sáu
og sigruðu - komu heim og fóru
síðan aftur í víking; til Kuma-
moto.
Þjóðin getur verið stolt af
strákunum - þeir eru búnir að
bæta fyrir vonbrigðin á HM á
íslandi fyrir tveimur árum. Þeir
léku hér níu leiki, unnu sjö, gerðu
eitt jafntefli. Við skulum sleppa
tapleiknum gegn Ungveijum -
það var slys. Foringinn í hópnum
er Geir Sveinsson, maðurinn sem
leggur sig allan fram fyrir að
veija heiður Islands. Hann sagði
mér undir fjögur augu að hann
hefði aðeins átt eina ósk - það
að faðir hans væri á lífi til að
fagna með honum. Eins og menn
vita þá var faðir hans _ Sveinn
Björnsson, fyrrum forseti íþrótta-
sambands íslands og formaður
Ólympíunefndar - að öllum ólöst-
uðum, sá maður sem íþrótta-
hreyfingin á Íslandi naut góðs
af. Ég er viss um að Sveinn var
með syni sínum hér, hann var
gæfumaður. Ólympíuhugsunin
var ríkjandi í huga hans - hann
var maður sátta, en ekki sundr-
ungar. Sonur hans er steyptur í
sama mót - krafturinn er mikill.
Geir er svo sannarlega sendiherra
íslands, drengur góður. „Það er
betra að hafa hann með sér, en
á móti,“ sögðu félagar hans á
Spáni. „Munið strákar, berum
virðingu fyrir Norðmönnum -
verum ekki með mikilmennsku,“
sagði Geir við sína menn, eftir
að Norðmenn voru lagðir að velli,
sendir heim, Þeir bjuggu á sama
hóteli og strákarnir. „Munið, við
vildum ekki vera í þeirrar spor-
um.“
Handknattleikurinn þarf
stuðning. Þjóðin getur verðlaunað
strákana og ég vitna þá í orð
Jóns Hjaltalíns Magnússonar,
fyrrverandi fprmanns HSÍ, sem
sagði oft: „Islendingar, munið
eftir happdrættinu!“
Sigmundur Ó.
Steinarsson
Þjóðin getur verið
stolt af strákunum
á HM í Kumamoto
Hvenær hefur læknirinn STEFÁN CARLSSON það best á bekknum hjá landsliðinu?
Bestefekk-
erteraðgera
„ÉG ER ánægður með Stefán, hann hefur ekki þurft að skera
neinn upp,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins um
þátt Stefáns Carlssonar, læknis landsliðsins. Stefán erekki
ókunnugur landsliðsstrákunum, hann byrjaði að veita þeim
þjónustu 1984 - og hefur „leikið" fleiri landsleiki en flestir
þeirra. „Það er gaman að vinna með strákunum. Já, og syngja
fyrir þá," sagði Stefán, áður en hann hélt frá Kumamoto sæll,
vel sunginn og ánægður með lífið og tilveruna.
SfEFÁN sagði að það hafi ver-
ð vinur sinn og starfsfélagi á
Borgarspítalanum, Gunnar Þór
Jónsson, sem hafi fengið hann til
að starfa með sér.
Eftir Gunnar Þór var þá
Sigmund Ó. læknir landsliðsins.
Steinarsson „Ég byijaði að
i Kumamoto starfa með landsl-
iðinu fyrir Ólympíuleikana í Los
Angeles 1984, en fór ekki með því
þangað. Fyrstu landsieikir mínir
voru á Spáni, rétt fyrir Ólympíu-
leikana, síðan hef ég verið meira
og minna með landsliðinu," sagði
Stefán við Morgunblaðið.
Hvenær kom fyrsta stórmótið?
„Það var þegar ég og Gunnar
Þór fórum saman með landsliðinu
á Ólympíuleikana í Seoul _1988.
Þú varst einnig með í för. Ég var
með landsliðinu í Tékkóslóvakíu
1990, en ekki þú. Ég var með í
för 1993 í Svíþjóð, þú ekki, og síð-
an á HM á íslandi 1995 - þú varst
þar og við erum nú saman hér í
Kumamoto."
Læknir landsliðsins. Hvaða starf
er það?
„Það er ágætis starf. Ég þekki
alla strákana mjög vel. Starfið
byggist ekki eingöngu á ferðinni
sjálfri, heldur einnig fyrir keppnina.
Þegar ég er í ferðum eins og þess-
ari, líður mér best þegar ekkert er
að gera. Hér í Kumamoto hef ég
sem betur fer ekki þurft að starfa
mikið - engin meiðsli hafa komið
hér upp, sem er ánægjulegt.“
Þú tekur meiddan mann með
hingað - Bjarka Sigurðsson.
„Jú, það er rétt. Það má aldrei
gleyma því að hann er einn af lykil-
mönnum í landsliðinu - leikmaður
með mikla reynslu. Við ræddum
lengi um það, ég og Þorbjörn Jens-
son, áður en haldið var hingað
hvort Bjarki ætti að koma með.
Það er alltaf erfitt að halda upp í
ferð sem þessa, með mann sem
Morgunblaðið/Einar Falur
STEFÁIM Carlsson, læknir íslenska landsliðsins, dáist hér
glaðhlakkalegur að einstaklega smekklegum og formrænum
kjötpakkningum í kjötborði japansks stórmarkaðs.
er meiddur - sem gæti meiðst
meira.“
Varst það þú sem tókst ákvörð-
unina um að Bjarki færi með?
„Jú, það var ég. Við Þorbjörn
Jensson höfum unnið lengi saman
- ég var læknir Valsliðsins þegar
Þorbjörn þjálfaði það. Þorbjörn er
þannig þjálfari, að hann tefiir ekki
fram meiddum leikmönnum -
heldur leikmönnum sem eru tilbún-
ir í slaginn, er kallið kemur. Þess
vegna tilkynntum við ekki Bjarka
í fyrstu leikina. Um tíma kom til
greina að kalla eftir leikmanni að
heiman, til að taka sæti Bjarka.
Sem betur fer þróuðust málin
þannig að Bjarki gæti leikið -
hvílt Valdimar Grímsson, sem er
nýstaðinn upp úr meiðslum.
Valdimar hefur sýnt mikinn
styrk, að koma stuttu eftir að hann
handarbrotnaði og standa síðan
upp hér sem einn af sigurvegurum
mótsins.“
Er það í þínum verkarhring að
sjá um mataræði liðsins?
„Það er ég sem legg línurnar,
en sem betur fer hef ég ekki þurft
að standa í eldhúsinu hér. Við viss-
um að hér er mjög gott fæði, hrein-
lætið er mikið. Það vissi ég vel, því
ég kom hingað með landsliðinu fyr-
ir ári.
Það sem strákarnir þurfa er kol-
vetnaríkt fæði - þeir hafa fengið
það. Maturinn hér er framreiddur
á annan hátt en heima. Já, matur-
inn er einhæfur. Nokkrir leikmenn
hafa sett út á það, en það er þó
ekki hægt að segja að menn hafi
haft ofan í sig - maturinn hefur
verið frábær,“ sagði Stefán.