Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 B 5
HM I HANDKNATTLEIK
„Sex tröll og Lavrov“
Rússar urðu heimsmeistarar í
handknattleik. Þeir sigruðu
Svía 23:21 í úrslitaleik í Japan á
sunnudag.
Sigmundur Ó. »Þetta var bar-
Steinarsson átta tveggja frá-
skrifar bærra liða, sem
frá Kumamoto þekkja hvort annað
mjög vel. Það má segja með sanni
að það var rússneska maskínan sem
stóð uppi sem sigurvegari — gegn
sænsku stálvélinni. Það kom mér
ekki á óvart, þar sem Rússar eru
með heilsteyptara lið, mun skipu-
Þrír fóru á
undan
ÞRÍR leikmenn íslenska
landsliðsins fóru frá Kuma-
moto á sunnudaginn, einum
degi á undan landsliðshópn-
um. Það voru „Þjóðverjarnir“
Patrekur Jóhannesson, leik-
maður með Essen, sem á
Spánarferð framundan með
Iiðinu og Wuppertal-leik-
mennirnir Dagur Sigurðsson
og Ólafur Stefánsson.
Eg öfunda
íslendinga
„ÉG get ekki annað en öfund-
að íslendinga. Þeir eiga ungt
og stórgott lið, á sama tíma
og við erum með eldri leik-
menn, sem eru að falla á
tima,“ sagði sænski leikmað-
urinn Magnus Andersson.
lagðara en það sænska,“ sagði Þor-
björn, eftir úrslitaleikinn.
„Þetta var sanngjart. Rússarinir
hafa verið að leika best manna hér
í Kumamoto. Svíarnir komu því
þannig í kring, að þeir náðu í úr-
slitaleikinn - þeir hefðu alveg getað
dottið út fyrr. Já, ef við hefðum
mætt þeim í undanúrslitum. Það
var aldrei spuming, Rússarnir voru
betri. Varnarleikur Rússa var stór-
kostlegur — undir lok leiksins var
vörn Rússa eins og „Berlínarmúr".
Svíarnir komust ekki í gegn — inni
á vellinum voru sex tröll og þegar
skot komust fram hjá þeim, varði
Lavrov. Svíarnir skomðu ekki nema
fjögur mörk úr langskotum," sagði
Þorbjörn.
Þegar Þorbjöm var beðinn að
svara því, hvort HM hér í Kuma-
moto hafi verið betra, en heima á
íslandi, sagði hann að það væri
erfitt að svara því. „Það sem mér
er efst í huga og ánægður með,
er að við vorum betri hér en heima.
Með smá heppni hefðum við verið
að leika hér gegn Rússum — ég
ætla ekki að segja þér hvernig
hefði farið,“ sagði Þorbjörn, sem
hélt hér frá Kumamoto með mjög
þreytta, en ánægða menn. „Ég er
einnig mjög þreyttur og vii helst
ekki hugsa um handknattleik
næstu daga - nú er ég á leið í
faðm fjölskyldunnar. Þar á ég
heima,“ sagði Þorbjörn Jensson,
landsliðsþjálfari - stoltur, og ég
sá ekki annað en hann væri þyngri
eftir kræsingarnar hér, inni á vell-
inum og í matsalnum.
„Davíð“
hringdi
í Þorbjöm
„ÉG fékk upphringingu nótt-
ina eftir leikinn gegn Egyptum
- mér var tjáð að Davíð Odds-
son, forsætisráðherra væri á
línunni. Ég hlustaði, tók við
heillaóskum - vitandi að Davíð
væri ekki í símanum, heldur
maður að nafni Hjálmar, sem
er mjög góð eftirherma. Ég lét
Davíð, það er að segja Hjálm-
ar, rausa um stund, síðan
þakkaðiég honum fyrir og
sagði: „Ég bið að heilsa Hjálm-
ari. Um leið sprakk allt inni
í herberginu sem hann var í
- hláturinn glumdi," sagði
Þorbjörn Jensson við Morgun-
blaðið.
Buðu Júlíusi
handklæði
EFTIR siðasta leik íslands í
Kumamoto - sigurleikinn
gegn Egyptum, var ástandið
eins á skiptimarkaði. „Þetta er
eins og í kolaportinu," sagði
Geir, þegar einn leikmaður
Egyptalands óskaði eftir að fá
keppnistreyju hans. Júlíus Jón-
asson fór inn í búningsklefa
Egypta til að skipta um peysu.
Leikmaðurinn sem hann átti í
skiptum við, vildi einnig fá
buxur hans. Það kom á Júlíus
og hann sagðist vera nakinn
undir þeim. Leikmaðurinn
rétti honum þá handklæði, hélt
að hann væri svo feiminn. Júl-
íus þurfti ekki á handklæðinu
að halda - hann gekk stuttu
síðar út í rauðum buxum.
Stórkostleg tilfinning
„ÞAÐ var stórkostleg tilfinning
þegar nafn mitt var kallað upp
og tilkynnt að ég væri í sjö
manna liði mótsins,11 sagði
Valdimar Grímsson, sem var
valinn í sjö manna lið heims-
meistaramótsins í Kumamoto.
Eftir að Rússar tóku á móti
guHverðlaunum sínum var til-
kynnt hvaða leikmenn væru í
sjö manna HM-liðinu.
Fyrstur var kallaður fram á gólf-
ið Mats Olsson, markvörður
Svía, síðan Valeri Gopin frá Rúss-
landi, var var valinn besti vinstri
hornaleikmaðurinn. Þá Valdimar
Grímsson, besti hægri hornamaður-
inn, síðan kom að Frakkanum
Gueric Kervadec, sem var valinn
besti línumaðurinn. Næstur fram á
gólfið gekk Rússinn Vassili Koud-
inov, sem var valinn besta skyttan
vinstra megin, þá leikstjórnandinn
Talant Dujshebaev frá Spáni, sem
er Rússi, en hann var jafnframt
valinn maður mótsins. Síðastur
fram á gólfið var kallaður Staffan
Olsson, sem var valinn besta skytt-
an hægra megin.
„Ég var óneitanlega í góðum fé-
lagsskap inni á gólfinu. Ég get
ekki annað en verið ánægður. Ein-
um mánuði fyrir HM var ég ekki
bjartsýnn á að ég gæti verið með,
eða eftir að ég handarbrotnaði. En
sem betur fer náði ég mér og kom
með landsliðinu hingað til Kuma-
moto. Ég fékk hveija rósina á fæt-
ur annarri hér, skoraði þúsundasta
mark íslands í HM og einnig tólf-
hundraðasta markið. Eg var valinn
í heimsliðið, sem leikur gegn Dön-
um í ágúst, og síðan kom kallið -
ég var valinn í sjö manna lið HM,
sem segir að ég sé besti hægri
homamaður í heiminum," sagði
Valdimar.
Valdimar er þriðji íslendingurinn
sem er valinn í sjö manna lið HM.
Bjarki Sigurðsson var valinn besti
hægri homamaðurinn eftir HM í
Svíþjóð 1993, Geir Sveinsson besti
línumaðurinn á HM á íslandi 1993
og Valdimar Grímsson gekk fram
í sviðsljósið hér I Kumamoto. Hvað
segir þetta okkur um íslenskan
handknattleik? Að sjáfsögðu svarar
Valdimar spumingunni. „Þetta sýn-
ir styrk handknattleiksins á ís-
landi, við íslendingar höfum sýnt
það og sannað, að við erum í hópi
þeirra bestu í heimi. Við eigum
marga góða og hæfileikaríka hand-
knattleiksmenn. Eins og þú segir
erum við hér að staðfesta það -
það er stórkostlegt fyrir íslendinga
að eiga leikmenn í þessu liði. Eg
vil óska íslensku þjóðinni til ham-
ingju með það - við komum hingað
til að skemmta okkur og lands-
mönnum öllum. Ég held að okkur
hafí tekist það með sóma, ekki satt?
Við höfum átt leikmenn í heimslið-
inu undanfarin ár. Það sýnir styrk
okkar,“ sagði Valdimar, sem er enn
á ný á leiðinni til Danmerkur.
Það var afi Valdimars, Valdimar
Sveinbjörnsson, sem kom með
handknattleikinn til íslands - frá
Danmörku, reyndi leikinn fyrst í
Barnaskólanum í Reykjavík haustið
1921. „Afi stóð sig vel í Danmörku
og ég á margar ánægjustundir frá
því landi. Ég er ekki búinn að
gleyma ferðinni til Álaborgar, þar
sem við lögðum Dani að velli og
tryggðum okkur farseðilinn hingað
til Kumamoto. Ég kem við í Kaup-
mannahöfn á leiðinni heim, en síðan
fer ég til Danmerkur aftur í byijun
ágúst. Það verður gaman að hitta
leikmenn heimsliðsins þá, ég hef
leikið með þeim flestum áður, eins
og markvörðunum Mats Olsson og
Andrei Lavrov, útispilurunum Dujs-
hebaev, Eles, Staffan Olsson, Rúss-
unum Pogoelov og Gopine, svo ein-
hveijir séu nefndir til sögunnar,"
sagði Valdimar, sem leikur sinn
fímmta leik með heimsliðinu í Dan-
mörku.
Toppurínn i feríinum
„Þetta er toppurinn, ef þú leikur
með landsliðinu, en nærð ekki að
verða heimsmeistari, er þetta mikil
viðurkenning. Eins og ég hef sagt
áður, er þetta rós í hnappagatið,"
sagði Valdimar.
„Að vera valinn í sjö manna úr-
valslið HM er toppurinn á ferlinum
hjá mér sem handknattleiksmanni,"
sagði Valdimar, sem var þriðji
markahæsti leikmaður HM - skor-
aði 52 mörk. Suður-Kóreumaðurinn
Kyung-Shin Yoong var markahæst-
ur annað HM í röð, skoraði 62
mörk og annar var Ungveijinn Joz-
ef Eles með 59 mörk.
„Það er ekki slæmt að vera í
hópi markahæstu leikmanna, þar
sem ég er hornaleikmaður. Yfirleitt
eru það skyttur sem raða sér í efstu
sætin. Það er ógerningur að ætlast
til þess að homamaður verði marka-
kóngur. Eins og menn vita eru það
yfirleitt skyttur sem ljúka sóknar-
lotunum. Eg náði þó að veita þeim
harða samkeppni. Það vantaði að-
eins herslumuninn. Þetta er ákveðið
afrek, þegar maður lítur til baka -
ég var handarbrotinn mánuði áður
en HM hófst. Ég fer ánægður héð-
an, hvert metið hefur fallið á fætur
öðru - ég skoraði 52 mörk, sem
enginn annar íslendingur hefur náð
á HM og við urðum ýfimmta sæti,
sem er besti árangur íslands. Ég er
í heimsliðinu og sjö manna úrvalsl-
iði HM. Keppnin hér hefur verið
meiriháttar og ég mun seint gleyma
henni,“ sagði Valdimar, sem útilok-
ar ekki að leika með íslenska lands-
liðinu á næsta HM. „Ég segi ekki,
ég læt árið 1999 segja til um það,“
sagði Valdimar, en næsta heims-
meistarakeppni fer fram í Egypta-
landi eftir tvö ár.
© ÁRANGUR HEIMSMEISTARANNA ©
HM-ár Leikstaður Sæti sem heimaþjóð hafnaði I Úrslitaleikur... Örslit Árangur heimsmeistaranna Leikir Unnið Jafnt Tap LeikirAJ
1938 Þýskaland 1 Þýskaland varð stigahæst1* 3 3 0 0 100%
1954 Svíþjóð 1 Svíþjóð - Þýskaland 17:14 3 3 0 0 100%
1958 A-Þýskaland 3 Svíþjóð - Tékkóslóvakía 22:12 6 6 0 0 100%
1961 V-Þýskaland 4 Rúmenía - Tékkóslóvakía 9:821 6 5 0 1 83%
1964 Tékkóslóvakía 3 Rúmenla - Svíþjóð 25:22 6 6 0 0 100%
1967 Svíþjóð 5 Tékkóslóvakía - Danmörk 14:11 6 6 0 0 100%
1970 Frakkland 12 Rúmenía - A-Þýskaland 13:122) 6 5 0 1 83%
1974 A-Þýskaland 2 Rúmenía - A-Þýskaland 14:12 6 5 0 1 83%
1978 Danmörk 4 V-Þýskaland - Sovétrikin 20:19 6 4 2 0 83%
1982 V-Þýskaland 7 Sovétríkin - Júgóslavía 30:273) 7 7 0 0 100%
1986 Sviss 11 Júgóslavía - Ungverjaland 24:22 7 7 0 0 100%
1990 Tékkóslóvakía 7 Svíþjóð - Sovétríkin 27:23 7 6 0 1 86%
1993 Svíþjóð 3 Rússland - Frakkland 28:19 7 6 1 0 93%
1995 ísland 13.-16. Frakkland - Króatía 23:19 9 7 0 2 78%
1997 Japan 15. Rússland - Svíþjóð 23:21 9 9 0 0 100%
1) I keppninni 1938 léku fjórar þjóðir í einum riðli. 2) Tvíframlengdur leikur. 3) í framlengdum leik. Sigmunduró Sifflramwiióksaman/