Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐiÐ
_________________HM I HAIMPKIMATTLEIK_________
Við erum allir á lífi
Það var létt yfír Þorbirni Jenssyni þjálfara
og ieikmönnunum Valdimar Grímssyni,
Júlíusi Jónassyni og Geir Sveinssyni, þegar
---------------3------------------------
Sigmundur O. Steinarsson og Einar
Faiur Ingólfsson buðu þeim upp á ís og
gos fyrir úrslitaleik Rússa og Svía.
Eg er mjög ánægður, það
reiknaði enginn með að við
myndum hafna í fimmta sæti,
sagði Þorbjörn og Valdimar
greip fram í og sagði að það
væri engin spuming. „Við fórum
hingað til Kumamoto með því
hugarfari að skemmta okkur og
gera okkar besta. Það hvarflaði
ekki að neinum að við myndum
ná þessum árangri. Þegar maður
lítur yfir farinn veg, þá er aðeins
eitt sem angrar okkur - það er
leikurinn gegn Ungverjum, sem
tapaðist. Það situr í manni, en
árangur okkar er frábær hér -
það verður aldrei tekið af okk-
ur,“ sagði Valdimar og hann
átti síðan sendingu til Geirs.
„Það er spurningin hvort
þetta sé taktíkin, að þegar vænt-
ingarnar eru sem minnstar,
náum við árangri." „Það virðist
greiniiega henta okkur betur,“
skaut Júlíus inn í. „í framhaldinu
óttast ég - sagan segir okkur
það - að eftir góðan árangur
kemur áfall. Það er kannski best
að maður taki ekki þátt í næstu
keppni,“ sagði Geir og menn
hlógu.
Gamlir, ekki dauðir
Það er ijóst að landsliðið er
skipað mörgum hæfileikaríkum
leikmönnum - þetta er „bland í
poka“; reyndum leikmönnum,
leikmönnum sem hafa öðlaðst
reynslu hér í Kumamoto og síðan
ungum leikmönnum. Verður
þessi hópur saman fyrir heims-
meistarakeppnina í Egyptalandi
1999? Það er Þorbjörn Jensson
sem svarar spurningunni. „Jú,
ég get ímyndað mér það - meiri-
hlutinn verður með. Þó þeir séu
nokkrir hér gamlir, eru þeir ekki
dauðir,“ sagði Þorbjörn og aftur
kvað við hlátur.
„Ég get tekið undir með
Geira, þegar maður hugsar aftur
þá höfum við náð bestum ár-
angri þegar enginn hefur reikn-
að með neinu. Við höfum áður
verið í þægilegu umhverfi, eins
og hér - á Ólympíuleikunum í
Los Angeles 1984, í B-keppninni
í Frakklandi 1989 og svo núna.
Væntingarnar voru ekki miklar,
en árangur náðist. Menn koma
og njóta þess að vera í hópi
þeirra bestu og það skilar greini-
lega árangri," sagði Valdimar.
„Við erum alltaf að læra - and-
rúmsloftið sem við höfum verið
að vinna í virðist henta okkur
vel,“ sagði Geir.
Júlíus í hraðaupphlaupí
Þorbjörn sagði að aðalburða-
rásarnir verði áfram með - hvað
segir einn af aldursforsetunum,
Júlíus, um það? „Ég ætla ekki
að fara gefa út neinar yfirlýsing-
ar. Hef sagt það áður, hvers
vegna á maður að vera að hætta,
þegar maður er frískur og hefur
gaman af starfinu," sagði Júlíus.
Geir greip frammí og sagði - „þú
getur ímyndað þér Ólympíuleik-
ana 2004, þegar lýst verður fá
leikjum: „Júlíus í hraðaupphlaupi
- nei, hann komst ekki fram
yfir miðlínuna," sagði fyrirliðinn.
„Láttu ekki svona, ég á við
að þó maður sé hættur sem leik-
maður, getur maður skilað öðru
hlutverki með liðinu,“ sagði Júl-
íus og Geir var snöggur til: „Það
sem hann á við, er að hann vill
komast sem fararstjóri - segist
ætla smátt og smátt á draga sig
út úr þessu,“ sagði Geir og það
þarf ekki að spyrja um viðbrögð:
Hlátur!
Þorbjörn, tekur Júlíus við
hlutverki Davís Sigurðarsonar,
sem liðsstjóri? „Það er aldrei að
vita. Ég sé Júlíus reyndar ekki
fyrir mér, að taka saman treyj-
urnar og sjá um að allt sé í lagi
á bekknum.“ „Það liggur ekki
fyrir honum,“ sagði Geir.
„Kafbátahernaðurinn er byrj-
aður,“ sagði Júlíus. Hvað segir
Valdimar - ætlarðu að vera
áfram í slagnum? „Já, ég er leik-
maður og þjálfari hjá Stjörn-
unni. Bið spenntur eftir því að
koma heim og byija undirbúning
fyrir næsta vetur. Ég var ekki
búinn að leika handknattleik í
mánuð áður en ég kom hingað
og það tók sinn tíma fyrir mig
að hita upp fyrir leiki.“
„Upphitun - það rauk úr öxl-
inni á honum, er hann var að
hita upp,“ sagði Júlíus. „Mig
klæjaði þess vegna meira í fing-
uma,“ sagði Valdimar og Geir
átti skot: „Veika fingurinn?“
Þetta er góðurhópur
Þorbjörn sagði, að eins og við
heyrðum, væri andrúmsloftið í
hópnum gott. „Það er létt yfir
öllum og stutt í kjánaskapinn.
Það sem einkennir þennan hóp,
er að leikmennirnir hafa mikinn
metnað. Gott dæmi um það er
að menn voru hundfúlir eftir sig-
urleiki - vegna þess að þeir voru
ekki að leika vel.“ Geir sagði að
eftir leiki hafi hópurinn haldið
fundi - þó við værum að vinna,
var deilt á það sem miður fór.“
Júlíus sagði að þegar menn
sáu hvað við vorum komnir
langt, var lítil pressa á leikmönn-
um - hvorki innan- eða utanfrá.
„Þegar maður hugsar fram á veg
er keppnin hér í Kumamoto
geysilega góður skóli fyrir leik-
menn eins og Ólaf, Dag og Pat-
rek - leikmennina sem voru í
aðalhlutverkum. Þeir voru í hlut-
verkum, sem þeir hafa ekki ver-
ið í áður. Þeir fengu nú að kynn-
ast því að vera lykilmenn í liði,
sem er að leika gegn bestu
landsliðum heims. Framtíðin er
þeirra, það eru þeir sem verða
að halda skútunni á floti í fram-
tíðinni."
„Það er þannig, að þetta er
löng keppni - þrjár vikur. Þegar
upp er staðið vorum við að læra.
Smáslökun á hópnum, sem átti
sér stað fyrir leikinn gegn Ung-
veijum, kostaði það að við lékum
ekki hér í dag um verðlauna-
sæti. Þetta er ómeðvitað - auð-
vitað ætluðu menn sér það besta,
en síðan var sofnað á verðinum.
Þetta sýnir að við verðum að
vera vakandi allan tímann -
menn þurfa að leggja sig alla
fram. Þetta er ekki aðeins líkam-
legt erfiði, heldur andlegt - sem
menn hafa gengið hér í gegnum.
Ekki aðeins fyrir þá sem eru að
ieika, heldur hina leikmennina
sem eru ekki með,“ sagði Geir.
Júlís sagði að hér hafi leik-
menn verið saman í þijár vikur
- hvern einasta dag og hveija
andsk ... mínútu. „Svitalykt og
táfýla, er það sem við búum við.
Það sýnir best hvað hópurinn er
góður, að við erum enn allir á
lífi,“ sagði Júlíus.
Hann er góður með sig
Valdimar missti af marka-
kóngstitlinum á lokasprettinum.
„Þó að ég hafi átt einhveija
möguleika eru alltaf litlar líkur
á að hornamaður verði marka-
kóngur. Það er eitthvað sem á
ekki að geta gerst,“ sagði Valdi-
mar og Geir skaut: „Hann er
góður með sig.“ „Já, allir lögð-
ust á eitt - en árangurinn náð-
ist ekki,“ sagði Valdimar.
Geir sagði að þó að Valdimar
hefði ekki orðið markakóngur,
væri ekki hægt að loka augunum
fyrir því að „það sem hann gerði
fyrir okkur hér, er stórkostlegt
afrek. Valdi hefur leikið frábær-
lega vel - hann gengur út héðan
með marga aðra titla.“
Þorbjörn sagði að það fyrir-
komulag sem var á keppninni,
væri nokkuð sérstakt. „Þú þarft
að vera með lið sem leikur fyrst
í deildarkeppni. Þegar deildar-
keppninni er lokið, hefst bikar-
keppni - útsláttarfyrirkomulag.
Maður verður að vera með tvær
uppskriftir að liði - fyrst lið sem
getur þolað deildarkeppnina, síð-
an lið sem er tilbúið í slaginn
og kemst sem lengst.“
Geir sagði að svo væri annað
atriði sem legðist þungt á menn
- við voram að leika klukkan
sjö á kvöldin og síðan aftur dag-
inn eftir klukkan eitt. Þessi
framkvæmd er óvirðing við
handknattleiksmenn, sem eru að
leika hér um heimsmeistaratit-
il.“
Valdimar sagði að þetta væri
ekki hægt í framtíðinni. „Það
er eins og segja við leikmenn,
komdu þér heim - vertu síðan
mættur klukkan eitt á morgun.“
Þorbjörn sagði að hér hefði verið
um að ræða að mótshaldarar
hefðu hugsað meira um skóla-
krakkana sem komu á leikina,
en leikmennina sjálfa. „Þetta er
geysilega mikið álag á leikmenn-
ina.“ Geir hrópaði: „Er hægt að
fá meiri kraft á loftkælinguna
hér?!“ Hlátur! „Ég held að þessir
hestar, eins og ég segi um menn-
ina sem stjórna alþjóðlega hand-
knattleikssambandinu - verði
að fara hugsa á annan hátt. Það
þarf að breyta, að hafa fjórtán
leikmenn á leikskýrslu - það
þurfa að vera tveir leikmenn um
hverja stöðu. Já, og það þarf að
vera lengra á milli leikja."
Eitt sem við tókum eftir, sem
er lítisvirðing við lið að okkar
mati - er að franska dómarapar-
ið dæmdi þrjá af níu leikjum
ykkar. Er það ekki óþolandi?
„Það er afar einkennilegt - þú
verður að spyija Kjartan
Steinbach. Er það ekki hann sem
ræður?“ sagði Geir.
„Þessir frönsku dómarar voru
þeir lélegustu sem við fengum.
Við fengum þá þrisvar," sagði
Þorbjörn og Valdimar bætti við.
„Þeir fá ekki fálkaorðuna!“
„Það kom berlega í ljós í leikn-
um gegn Egyptum, að mikill
kraftur hjá leikmönnum mínum
birni. „Tobbi á eftir að gera
ennþá meiri afrek með landslið-
ið, við bíðum með fálkaorðuna.
Ef við færum honum orðuna nú,
er ekkert hægt að gefa honum
þegar hann verður fimmtugur,“
sagði Geir og Valdimar bætti
við: „Ef hann fær fálkaorðuna
nú, verður hægt að færa honum
arnarorðuna er hann verður
fimmtugur."
RúllaA Inn í hjólastól
Við vitnum í orð Dags Sig-
urðssonar, sem sagði fyrir þrem-
ur árum - að þegar þið væruð
aftur komnir í Val, myndu Vals-
menn hirða Evrópudolluna.
Hvað með það? „Þeir eru farnir
og við erum ekki að koma -
tíminn er því ekki runninn upp,“
sagði Júlíus og Geir bætti við.
„Það er þetta sem ég sagði um
VALDIMAR Grímsson í góðui
keppninnar; frá vinstri. Vass
landi, Valdimar Grímsson, Va
þjóð, Talant Dujshebac
Lokastaðan
í Kumamoto
ROÐ liðanna á heimsmeistara-
keppninni að þessu sinni varð sem
hér segir: 1. Rússland, 2. Svíþjóð,
3. Frakkland, 4. Ungveijaland, 5.
ísland, 6. Egytpaland, 7. Spánn,
8. S-Kórea, 9. Júgóslavía, 10. Lithá-
en, 11. Tékkland, 12. Noregur, 13.
Króatía, 14. Kúba, 15. Japan, 16.
Túnis, 17. Alsír, 18. Ítalía, 19. Port-
úgal, 20. Kína, 21. Saudi-Arabía,
22. Argentína, 23. Marokkó, 24.
Brasilía.
fór í það að vera svekktir út í
dómarana, þar sem þeir dæmdu
svo illa gegn Ungveijum. Sem
betur fer gat ég bremsað það af
í leikhéi og bað leikmenn að
hugsa um að leika sem best, en
ekki vera að þrasa í dómurun-
um,“ sagði Þorbjörn og Geir
bætti við: „Við ræddum um það
að gíra okkur niður.“ Þorbjörn
sagði að menn hefðu ákveðið það
í leikhléi - að fyrst að menn
þyrftu að leggja dómarana einn-
ig að velli, myndu menn gera
það. Ef þeir ætluðu að gera sig
að fíflum í dómgæslunni, ætluð-
um við ekki að taka þátt í því.
Þetta var hugsunarhátturinn
sem menn fóru með í seinni hálf-
leikinn.
Fálkaoröan
Strákar, þegar B-keppnin
stóð yfir í Frakklandi - hrópaði
einn fjölmiðlamaðurinn, að þjálf-
arinn, Bogdan, ætti að fá fálka-
orðuna, sem hann síðan fékk.
Er tími Þorbjörns kominn? Þegar
þessi spurning kom, kvað við
mikill hlátur og mestur frá Þor-
árið 2004 - okkar tími mun
koma. Þá verðum við allir saman
að Hlíðarenda." „Já, þá verður
þeim rúllað inn í hjólastólum,“
sagði Þorbjörn og enn og aftur
kvað við hlátur. „Hér er mikið
af góðum Valsmönnum, án þess
að ég...“ Júlíus greip fram í
og sagði: „Komdu með yfirlýs-
ingu, segðu hvað þú ætlar að
leika lengi.“ „Nei, nei.. . ég er
ekki að ræða um það. Það skipt-
ir miklu máli að vera með sigur-
vegara í liði. Við erum margir
hér sem höfum gengið í gegnum
margt - leikmenn sem vita hvað
það er að vinna. Það skiptir
miklu máli að vita hvað er að
vera sigurvegari - það er mikil-
vægt,“ sagði Geir.
Þess vgena fór Valdi frá Val
- hann var orðinn þreyttur að
vera sigurvegari, ekki satt? „Já,
hann vildi hvíla sig - jú, og búa
til fleiri sigurvegara," sagði Geir
og Valdimar sagði: „Já, maður
verður að dreifa þessu eitthvað
- að skapa nýja sigurvegara.
Það er markmiðið númer eitt,
tvö og þijú.“