Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 B 7
HM I HANDKNATTLEflK
Morgunblaðið/Einar Falur
GEIR Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, stekkur inn í vítateiginn í leiknum gegn Spánverjum á
HM. Það er Ignacio Urdangarin sem er tll varnar - en hann hælir Geir mjög sem lelkmanni.
Morgunblaðið/Einar Falur
n félagsskap. Þessir sjö leikmenn voru valdir í úrvalslið heimsmeistara-
III Koudinov skytta frá Rússlandi, Gueric Kervadec, línumaður frá Frakk-
ileri Gopin, hornamaður frá Rússlandi, Mats Olsson, markvörður frá Sví-
iv, leikstjórnandi frá Spáni, og Staffan Olsson, skytta frá Svíþjóð.
Guðmundur og Berg-
sveinn stóðu sig vel
Islensku markverðirnir Guðmundur
Hrafnkelsson og Bergsveinn Berg-
sveinsson stóðu sig vel - eftir tölulegum
upplýsingum mótshaldara að dæma var
Guðmundur í áttunda sæti á listanum
yfir varin skot, 49 af 155 skotum sem
komu á markið og Bergsveinn var í tí-
unda sæti, með 42 skot varin af 138 sem
komu á rnarkið. Sá sem varði flest skot
var FH-ingurinn Suk-hyung Lee, sem lék
með kóreska landsliðinu í Kumamoto, -
varði alls 89 skot af 301 sem komu á
markið. Á listanum yfir varin vítaköst
var Guðmundur í þriðja sæti, með átta
varin skot, efstir voru Niederwieser, ítal-
íu, og Hashimoto, Japan, með níu varin
vítaköst. Bergsveinn var í nítjánda sæti
með tvö varin skot.
Ánægður
að vera á
heimleið
„ÉG ER orðinn þreyttur -
spennufallið er komið, ég
hlakka til að komast heim,“
sagði Boris Bjarni Akbavhev,
aðstoðarþjálfari Þorbjarnar
Jenssonar, landsliðsþjálfara.
Bosis Bjarni sagði að útlegan
hafi verið löng og ströng.
„Strákarnir gleymdu sér eitt
andartak - sofnuðu á verðin-
um gegn Ungveijum, sem
kostaði þá mikið. Ég er orðinn
þreyttur eins og strákarnir -
við bíðum aðeins eftir einu,
að koma heim til íslands,"
sagði Boris Bjarni, sem er
mjög stoltur af strákunum
sínum. Hann þekkir landsliðs-
strákana manna best, er mað-
urinn á bak við unglingastarf-
ið hjá Val á Hlíðarenda -
maðurinn sem tottar pípuna
sína og hugsar, lætur verkin
tala. „Islenska liðið er ungt,
eins og sést best á því að lykii-
mennirnir fyrir utan eru ekki
nema 24 ára, Patrekur, Dagur
og Ólafur,“ sagði Boris
Bjarni.
Erfið ferð
LANDSLIÐSHÓPURINN
hefur heldur betur verið á
ferð og flugi. Haldið var frá
Kumamoto í gær kl. 14.20
með fiugvél til Tókýó, lent þar
kl. 15.55 og gist eina nótt. Frá
Tókýó áttu „strákarnir okk-
ar“ að leggja af stað í morgun
kl. 10.20 - þaðan átti að fljúga
í tólf tíma til Stokkhólms, þar
sem lentverður kl. 14.10 að
staðartíma. Frá Stokkhólmi,
Arlanda-flugvellinum, verður
flogið í kvöld kl. 19.30 til
Kaupmannahafnar, Kas-
trupfluvallar - lent kl. 20.40.
Frá Kastrup heldur hópurinn
áleiðis til íslands kl. 22 að
staðartíma og lent verður á
Keflavíkurflugvelli kl. 23.20 í
kvöld.
Þess má geta að tímamis-
munur á íslandi og Japan eru
níu tímar.
Leikmenn spænska liðsins hæla Geir
landsliðsfyrirliða Sveinssyni í hástert
Geir einn
besti línu-
maðurinn
GEIR Sveinsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins, er einn
besti línumaður heims. Þrír
línumenn eru taldir í sérfiokki,
Geir, Dmitri Torgovanov frá
Rússlandi og Svíinn Thomas
Sivertsson. „Það væri heiður
fyrir mig að hafa leikmann eins
og Geir í mínu Hði,“ sagði Vlad-
imir Maximov, þjálfari heims-
meistara Rússa.
Ekki er ætlunin að fá skoðun
þjálfara á Geir, þeir vildu
eflaust allir hafa piltinn sér við hlið.
Við ætlum okkur
Sigmundur Ó. aftur á móti að
Steinarsson stmga okkur mður í
skrifar frá herbúðir Spánveija,
Kumamoto sem þekkja Geir
manna best, hann lék á Spáni í
þijú ár. Morgunblaðið náði tali af
ekki ómerkari manni en sjálfum
Ignacio Urdangarin, sem trúlofaðist
prinsessunni Kristínu á Spáni á
dögunum. Hann leikur með Barcel-
ona og sagði að það væri stórlega
ýkt, að hann ætli að leggja skóna
á hilluna eftir HM hér í Kuma-
moto. „Ég verð á ferðinni fram yfir
Ólympíuleikana í Sydney í Ástralíu
árið tvö þúsund,“ sagði Urdangarin.
Það var ánægjulegt að vita það, en
hvað segir hann um Geir?
„Geir er heiðvirður og göfugur
leikmaður. Þó að maður lendi í
stimpingum við hann inni á vellin-
um, veit maður að því fylgja aldrei
nein illindi.“
Jaume Fort, markvörður, lék með
Geir hjá Avidesa á Spáni, var eitt
breitt bros, þegar hann var spurður
um Geir. „Hann er mjög góður
varnarleikmaður, leikmaður liðs-
heildarinnar - þýðingarmikill fyrir
lið sem er að fara í harða keppni á
vellinum. Þú veist alltaf hvar þú
hefur hann - leggur sig allan fram
í það verkefni sem hann fæst við
hveiju sinni. Það var mikið öryggi
að hafa hann fyrir framan sig,“
sagði Fort og bætti við: „Það kæmi
mér ekki á óvart, að hann yrði val-
inn besti línumaðurinn hér í Kuma-
moto.“ Þess má geta að þetta sagði
Fort daginn áður en HM-liðið var
tilkynnt.
Það þarf ekki mann með gler-
augu til að sjá að Spánveijar bera
mikla virðingu fyrir Geir. Hvað seg-
ir David Barrufet, markvörður
Barcelona? „Geir er góður leikmað-
ur. Ég get manna best sagt um
það, þar sem ég er í bestu aðstöðu
á vellinum til að dæma um það.
Hann er maðurinn sem er alltaf
fyrir framan mig - alltaf tilbúinn
að hrella mann. Ég þekki Geir vel,
þar sem ég hef oft og mörgum sinn-
um leikið gegn honum í deildar-
keppninni heima á Spáni. Geir er
reyndur leikmaður, sem þekkir
handknattleikinn eins og fingurna
á sér. Það er alltaf erfitt að leika
gegn mönnum eins og Geir,“ sagði
Barrufet og bætti við: „Sem betur
fer þarf ég ekki oft að leika gegn
honum, þar sem hann hélt frá Spáni
til Frakklands og er að fara að leika
í Þýskalandi."
Býð Geir
sérstaklega
velkominn
„ÍSLENSKA liðið hefur staðið
sig frábærlega hér í Kumamoto.
Ég þekki leikmenn liðsins vel
og veit hvað íslenskir_ hand-
knattleiksmenn geta. Ég hef
þjálfað Kristján Arason og Júl-
íus Jónasson hjá Gummersbach
- frábæra leikmenn, sem vinna
vel sín störf. Það hafa margir
íslenskir leikmenn leikið í Þýska-
landi. Já, eru reyndar að nú með
þýskum liðum. Það er mikill
heiður fyrir okkur Þjóðveija að
hafa þessa leikmenn og ég býð
Geir Sveinsson sérstaklega vel-
kominn í hópinn,“ sagði Heiner
Brand, þjálfari þýska landsliðs-
ins, sem fylgdist með HM í
Kumamoto.
_ Morgunblaðið/Einar Falur
GUÐMUNDUR Ingvarsson, formaður HSÍ, fylgist með sigur-
leiknum gegn Egyptum á laugardaginn. Formaðurinn stóð
alltaf á sama stað í hölllnni meðan íslenska liðið var að spila. ,