Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÖNÍ 1997 B 9
KNATTSPYRNA
Parma í Meistaradeildina
Keppni í ítölsku 1. deildinni lauk
um helgina. Parma náði öðru
sæti og tryggði sér rétt til að leika
í meistaradeild Evrópu er liðið sigr-
aði Verona, 2:1. Enrico Chiesa og
Hernan Crespo gerðu mörk Parma,
sem slóst með sigrinum í hóp með
nýkrýndum meisturum Juventus í
keppni bestu félagsliða Evrópu.
Vonir Inter Milan um sæti í meist-
aradeildinni urðu að engu eftir jafn-
tefli við Bologna, 2:2. Fulltrúar ítal-
íu í UEFA-bikarkeppninni verða
Lazio, Sampdoria og Udinese, sem
leikur nú í þeirri keppni í fyrsta
sinn eftir að hafa farið létt með
Roma, 3:0.
Roberto Mancini lék sinn síðasta
leik með Sampdoria þegar liðið
gerði jafntefli við Fiorentina.
Sænski þjálfarinn Sven-Göran
Eriksson stýrði liðinu jafnframt í
hinsta sinn, en hann tekur í sumar
við stjórn Lazio í Róm. Lengi vel
var óljóst hvar Mancini léki næsta
vetur, en í gær var upplýst að hann
fer sömu leið og þjálfarinn - verður
hjá Lazio í Rómaborg.
Juventus lauk tímabilinu með
jafntefli við Lazio, en sá leikur var
aðeins formsatriði enda vann liðið
meistaratitilinn 23. maí og hafa
orðið meistarar tvisvar á síðustu
þremur árum.
Tvö lið hafa þó ekki enn lokið
keppni. Piacenza leikur gegn Cagl-
iari 15. júní um það hvort liðið fær
að halda áfram í 1. deild. Piacenza
vann mikilvægan sigur, 2:1, á Per-
ugia, sem þurfti aðeins jafntefli til
að halda sér uppi og féll því ásamt
Reggiana, sem vann engan leik á
tímabilinu. Perugia, Reggiana og
Cagliari voru bæði með 37 stig, en
Cagliari fær möguleika á að bjarga
sér frá falli vegna þess að liðið
hafði betur í innbyrðis viðureignum
við hin tvö félögin.
Leikmaður Atalanta, Filippo
Inzaghi, skoraði tvö mörk í leik gegn
Reggiana og varð markakóngur með
24 mörk. Vicenza tapaði 0:1 fyrir
Napólí, en liðið mun samt leika í
Evrópukeppni bikarhafa á næsta
tímabili og er það í fyrsta sinn sem
liðið tekur þátt í slíkri keppni.
lengi frá
FINNUR Kolbeinsson, miðvallar-
leikmaður Leiftursmanna,
meiddist á hné í leiknum við
Skagamenn í 2. umferð íslands-
mótsins 22. maí. I fyrstu var tal-
ið að meiðsli hans væru ekki al-
varleg, en nú hefur komið í ljós
að hann er með slitið krossband
í hnénu og leikur ekki með liðinu
næstu fimm til sex vikurnar.
Vonameisti
Barca slökkt-
ur í Alicante
Real Madrid vantar nú aðeins eitt stig
til að hreppa meistaratitilinn
Reuter
JÚGÓSLAVNESKI framherjlnn Predrag Mijatovic hjá Real
Madrid reynir að ná til knattarins en markvörður Extremad-
ura, Argentínumaðurinn Mono Montaya, gerir tilraun tll að
stöðva mótherjann. Montaya hafðl nóg að gera í leiknum.
REAL MADRID þarf nú aðeins
að hljóta eitt stig í síðustu
tveimur leikjum liðsins til þess
að hreppa spænska meistara-
titilinn í knattspyrnu. Madrid
vann fyrirhafnarlítinn stórsigur
á botnliði Extremadura á
sunnudagskvöld á sama tíma
og Barcelona hlaut háðulega
útreið í viðureign sinni við
Hercules frá Alicante, sem fall-
ið er í aðra deild og tapaði með
tveimur mörkum gegn einu.
Sevilla, sem forðum taldist til
stórliða á Spáni, er fallið í aðra
deild.
Leikmenn Barcelona leyndu ekki
vonbrigðum sínum er þeir
hlupu af velli eftir ósigurinn í Alic-
ante. Þeir neituðu
allir sem einn að
tala við blaðamenn
og lögregluvörður
sá til þess að óvið-
komandi kæmust ekki nærri stjörn-
unum. Úrslit þessa leiks þýða að
Barcelona á aðeins fræðilega mögu-
leika á meistaratitlinum. Til þess
að svo megi verða þarf Real Madrid
að tapa báðum leikjum sínum og
Barcelona að vinna sigur í síðustu
tveimur umferðunum.
Barcelona, sem naut ekki krafta
Brasilíumannsins Ronaldos, lék illa
í Alicante. Sóknir Iiðsins voru mátt-
litlar og lítil ógnun í leik þess.
Söknuðu Ronaldos
Barcelona náði forustu í leiknum
þegar Luis Enrique skoraði þegar
boltinn barst til hans eftir þrumu-
skot frá Oscar Garcia. Framheijinn
Paquito jafnaði leikinn fyrir Hercu-
les eftir sérlega glæsilega sókn upp
vinstri kantinn. Júgóslavinn
Pavlicic skoraði sigurmarkið í síðari
hálfleik eftir að leikmenn Hercules
höfðu aftur tætt í sundur vörn Barc-
elona með hnitmiðuðu samspili, að
þessu sinni upp hægri kantinn.
Leikmenn Hercules fengu síðan tvö
ágæt færi til að auka muninn og
áttu m.a. skot í slá.
Greinilegt var að Barcelona
saknaði mjög Ronaldos, sem tæp-
ast mun klæðast aftur búningi liðs-
ins þótt fréttir á sunnudagskvöld
hermdu að hugsanlegt væri að
hann og forráðamenn Barcelona
myndu aftur taka upp viðræður
um framlengingu á samningi hans.
Luis Enrique, sem er næstmarka-
hæsti leikmaður liðsins á þessari
leiktíð og gert hefur 16 mörk, var
sá eini sem náði að koma vörn
Hercules úr jafnvægi. Niðurlæg-
ingin var síðan fullkomnuð þegar
varamaðurinn Angel Cuellar náði
að misnota dauðafæri á lokamínútu
leiksins frammi fyrir opnu marki
andstæðinganna.
Hercules liðið féll því með sæmd
en leikmenn Barcelona hljóta að
hugsa þeim þegjandi þörfina.
Hercules sigraði einnig í fyrri leik
liðanna með þremur mörkum gegn
tveimur á heimavelli Barcelona,
Camp Nou. Barcelona tapaði því
sex stigum í viðureignum sínum
gegn botnliðinu og þessi stig virð-
ast ætla að skipta sköpum.
Fimm mörk á Bernabeu
Real Madrid tók á móti Ex-
tremadura, sem enn á fræðilega
möguleika á að halda sæti sínu í
spænsku fyrstu deildinni. Nokkur
taugaspenna einkenndi leik
Madrid-liðsins í fyrri hálfleik en
hinn 19 ára gamli Raul Gonzalez
náði að bijóta ísinn er hann skor-
aði einkennilegt mark úr þröngu
færi frá vinstri kanti sem mark-
vörður Extremadura hefði átt að
veija auðveldlega. í síðari háfleik
tóku leikmenn Madrid öll völd á
vellinum og sendu knöttinn fjórum
sinnum í mark andstæðinganna.
Hollendingurinn Clarence Zeedorf
skoraði tvívegis og síðustu tvö
mörkin gerði Króatinn Davor Su-
ker. Fyrra mark Sukers gerði hann
úr vítaspyrnu eftir að hann hafði
gerst sekur um yfirgengilegan leik-
araskap og látið sig falla inni í
vítateignum. Síðara markið var
hins vegar mjög glæsilegt; þrumu-
skot beint úr aukaspyrnu sem Kró-
atinn náði að stýra yfir varnarvegg
Extremadura og upp í markhornið
nær.
Real Madrid hefur nú 89 stig
eftir 40 leiki og þarf nú aðeins að
ná einu jafntefli í síðustu tveimur
leikjunum. Svo getur farið að leik-
menn Madrid fagni meistaratitlin-
um á heimavelli í næstu umferð
þegar þeir mæta nágrannaliðinu
Atletico de Madrid.
Sorgmæddir í Sevilla
Sevilla féll í aðra deild þegar lið-
ið beið ósigur fyrir Real Oviedo á
útivelli með einu marki gegn engu.
Mikil og almenn sorg ríkir í Sevilla
auk þess sem fall liðsins þykir
mikið áfall fyrir knattspyrnuna í
Andalúsíu. Aðeins eitt lið frá Anda-
lúsíu, Real Betis, er nú í hópi þeirra
bestu á Spáni. Hercules er einnig
fallið í aðra deild þrátt fyrir sigur-
inn á Barcelona og Logronyes, sem
tapaði með fimm mörkum gegn
einu um helgina, er löngu fallið.
Líklegast er að Extremadura fylgi
þessum liðum og að Rayo Vallec-
ano, Sporting eða Celta frá Vigo
þurfi að leika aukaleiki um sæti í
fyrstu deildinni.
IR á meðal
efstu liða
Víkingar eru enn stigalausir í
1. deild, en þeir sóttu ÍR-inga
heim í Mjódd á laugardag og töp-
uðu, 3:0. Leikurinn
einkenndist af
Ró^nvaldsson slæmum samleik
skrifar leikmanna, en
mörkin komu um
leið og leikmönnum tókst að leika
skynsamlegan sóknarleik og nýta
breidd vallarins til samvinnu.
Barátta var helsta vopn Vík-
inga og Þrándur Sigurðsson fyrir-
liði reyndi að stappa stálinu í fé-
laga sína, en þeir lentu strax und-
ir á 17. mínútu þegar Marteinn
Guðgeirsson gerði sjálfsmark.
Heimamenn áttu því næst þijú
ágæt færi. Víkingar börðust
ágætlega á miðjunni, en varð lítið
ágengt er þeir komust inn á vallar-
helming ÍR.
Á 55. mínútu léku þeir Kristján
Brooks og Ásbjörn Jónsson laglega
saman og Kristján skoraði annað
mark IR, en Ásbjörn átti góðan
leik og bestu sóknir ÍR komu úr
smiðju hans. Sigur þeirra virtist
þá í höfn, en með heppni hefðu
Víkingar getað jafnað. Olafur Þór
Gunnarsson varði vítaspyrnu Mar-
teins Guðgeirssonar og boltinn
small í þverslá ÍR-marksins eftir
misskilning á milli Kristjáns Hall-
dórssonar fyrirliða og Olafs mar-
kvarðar. Kristján Brooks innsiglaði
síðan sigur ÍR eftir undirbúning
Ásbjörns á 88. mínútu.
Jafntefli
á Dalvík
Dalvíkingar tóku á móti FH í
brakandi þurrki, sunnan
strekkingi og 20 stiga hita síðast-
liðinn laugardag.
StefanÞór Hafnfirðingar
Sæmundsson kunnu vel við sig í
skrifar þessu loftslagi og
komust í 2:0, en
misstu leikinn niður í jafntefli þrátt
fyrir a_ð vera sterkari í seinni hálf-
leik. Úrslitin 2:2 og heimamenn
gengu sáttir af velli.
Davíð Ólafsson skoraði snyrti-
legt mark fyrir FH á 31. mínútu.
Annars var jafnræði með liðunum
framan af og Dalvíkurdrengjum
gekk þolanlega að ösla upp í vind-
inn. Staðan í leikhléi var 0:1. Lúð-
vík Arnarsson skoraði seinna mark
liðsins á 62. mínútu og fátt benti
til frekari mótspyrnu heimamanna.
Þeir réttu þó strax úr kútnum þeg-
ar Grétar Steindórsson skoraði úr
vítaspyrnu á 64. mínútu.
FH-ingar sóttu nú mun meira
án þess þó að skapa sér hættuleg
marktækifæri. í blálokin náðu
heimamenn svo að sýna mót-
spyrnu og vítaspyrna var dæmd á
FH á 89. mínútu. Daði Lárusson,
markvörður FH, varði spyrnu
Grétars glæsilega í horn og í kjöl-
farið var Arnar Viðarsson FH-ing-
ur rekinn út af, fékk sitt annað
gula spjald fyrir mótmæli. Úr
hornspyrnunni kom svo jöfnunar-
markið, en það skoraði Vilhjálmur
Haraldsson.
Klinsmann
skoraði í
kveðju-
leiknum
Bayern Múnehen var krýndur
meistari í þýsku 1. deildinni
á laugardag, en það var síðasti
leikdagur. Júrgen Klinsmann
skoraði annað tveggja marka liðs-
ins í jafnteflisleik - við Borussia
Mönchengladbach en hann leikur
með Sampdoria á Ítalíu eftir sum-
arfrí.
Bayern leikur því í meistaradeild
Evrópu á næsta tímabili ásamt
Bayer Leverkusen, en bæði lið
höfðu þegar tryggt sér tvö efstu
sætin áður en síðasta umferðin
hófst.
18. titillinn en Trappatoni hef-
ur aldrei fagnað eins mikið
Þjálfari Bayern, ítalinn
Trappattoni, á glæsilegan feril að
baki. Þetta var 18. titillinn sem
hann fagnar á 20 ára þjálfara-
ferli. „Ég hef aldrei tekið þátt í
öðrum eins fagnaðarlátum eins
og hér í Múnchen,“ sagði þjálfar-
inn um helgina. „ítalir eru mikið
fyrir að fagna, en ég hef aldrei
upplifað neitt eins og þetta. Fagn-
aðarhátíðin hefur staðið í heila
viku.“ Trappattoni og framheijinn
Rizzitelli hjá Bayern eru fyrstu
ítalirnir sem verða þýskir meistar-
ar í knattspyrnu.
Þetta var í fjórtánda skipti sem
Bayern Múnchen verður þýskur
meistari.
Frábært
„Það er frábært fyrir okkur að
ná öðru sæti,“ sagði Christoph
Daum, þjálfari Leverkusen. „Ég
er sérstaklega ánægður með að
Ulf Kirsten skuli hafa orðið
markakóngur," bætti hann við.
Kirsten, sem gerði 22 mörk í vet-
ur, hlaut markakóngstignina þrátt
fyrir að hafa verið í leikbanni í
síðustu umferð og Toni Polster,
leikmaður Köln, veitti Kirsten
harða keppni en tókst ekki að
skora þegar Köln tapaði fyrir
Dortmund, 2:1. Það þótti reyndar
með ólíkindum að Polster, sem
gerði 21 mark í deildinni, skyldi
ekki skora um helgina því hann
átti sjö skot á mark í leiknum og
þar af voru þijú úr dauðafæri.
Óvenjulegt hjá þessum mikla
markahrók.
Karlsruhe tryggði sér rétt til
að leika í UEFÁ-keppninni næsta
vetur er liðið gerði jafntefli við
Freiburg. 1860 Múnchen var ná-
lægt því að öðlast þann rétt, en
markamunur réð úrslitum. Sigur
Dortmund í meistaradeild Evrópu
gerir það að verkum að þijú lið
úr þýsku 1. deildinni fá sæti í
meistaradeildinni á næsta tíma-
bili.
Fortuna Dússeldorf, Freiburg
og St. Pauli féllu niður í 2. deild,
en Kaiserslautern og Hertha Berl-
ín, lið Eyjólfs Sverrissonar, hafa
þegar tryggt sér sæti í efstu deild.
Ásgeir
Sverrisson
skrifar
frá Spáni