Morgunblaðið - 03.06.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR3. JÚNÍ 1997 B 11
mein,
Skógarhlið
- Flugvallarbraut -
- Flugvallarvegur
Skógarhlið________
^_____J V/
Reykjavíkhr-
flugvöllur
Öskjuhlíb
10 km HLAUP
5 km HLAUP
Bröndby
meistari
Bröndby tryggði sér danska
meistaratitilinn í gær, er liðið
sigraði AGF í Árósum, 3:2. 20 þús-
und áhorfendur voru á leiknum, sem
er mesti fjöldi tímabilsins í Dan-
mörku. Bröndby sigraði einnig í
fyrra, en þetta er sjöundi meistara-
titill félagsins frá upphafi. Tvær
umferðir eru enn eftir. Bröndby-lið-
ið hefur haft nokkra yfirburði á
tímabilinu og hefur verið í toppsæt-
inu frá 2. umferð.
„Það er alltaf sérstakt að sigra
en það er enn betra þegar titill er
varinn því þá vilja öll lið sigra meist-
arana,“ sagði þjálfari Bröndby eftir
leikinn við AGF. Hið fornfræga fé-
lag, FC Kaupmannahöfn, forðaði
sér frá falli með sigri á OB, 1:0.
England
sigraði
Englendingar sigruðu Pólverja í
undankeppni heimsmeistara-
mótsins á laugardag, 2:0, í Pól-
landi. Þeir eru því öruggir um að
leika í úrslitakeppni mótsins í
Frakklandi á næsta ári. Alan Shear-
er gerði fyrra mark gestanna á 5.
mínútu, en hann misnotaði einnig
vítaspyrnu skömmu áður en fyrri
hálfleikurinn rann sitt skeið. Leik-
urinn var nokkuð harður og Paul
Ince sagðist aldrei hafa leikið gróf-
ari landsleik, en hann lék mjög vel.
Teddy Sheringham skoraði
seinna mark Englands rétt fyrir
leikslok og gulltryggði sigurinn, en
enska liðið hafði góð tök á leiknum
og Pólveijarnir gerðu sig ekki lík-
lega til að jafna eftir að Shearer
hafði slökkt í þeim.
í kvöld
Knattspyrna
Sjóvá-AImennra deildin:
(Efsta deild í karlaflokki)
Valbjarnarvöllur: Fram - Stjaman ..18
Akranes: ÍA - Grindavík.........20
Vestm.eyjar: ÍBV - Skallagrímur....20
Keflavík: Keflavík - Valur......20
KR-völlur: KR - Leiftur.........20
Stofn deildin:
(Efsta deild í kvennaflokki)
Asvellir: Haukar - Stjarnan.......20
1. deild karla:
(Næst efsta deild í karlaflokki)
Akureyri. Þór-ÍR................20
Kaplakriki: FH - KA.............20
1. deild kvenna A:
(Næst efsta deild í kvennaflokki)
Varmá: UMFA - Reynir S..........20
2. deild karla:
(Þriðja efsta deild)
Húsavík: Völsungur - Selfoss...20.
Leiknisvöllur: Leiknir - Fjölnir .20 j
Kópavogur: HK - Þróttur...............20 ,
Þorlákshöfn: Ægir - KVA.........20
Heilsuhlaup í
tíunda sinn
HEILSUHLAUP Krabbameinfél-
agsins fer nú fram í tíunda skipti.
Fyrsta hlaupið var í Grímsey á laug-
ardaginn en á fimmtudag verður
hlaupið í Reykjavík, Borgarnesi, á
Ólafsfirði, Akureyri, í Hrísey, á
Grenivík, Húsavík og í Keflavík.
Skráning í hlaupið er hjá Krabba-
meinsfélaginu í dag og á morgun
kl. 16-18 og á fimmtudag kl. 8-18.
Þátttökugjald er 200 krónur fyrir
14 ára og yngri en 500 krónur fyr-
ir 15 ára og eldri.
í Reykjavík hefst hlaupið við hús
Krabbameinsfélagsins við Skógar-
hlíð. í Borgarnesi við íþróttamið-
stöðina, á Ólafsfirði við Gagnfræða-
skólann, á Akureyri verður hlaupið
í Kjarnaskógi, í Hrísey er lagt af
stað frá sundlauginni, á Grenivík
við Kaupfélagið og í Keflavík frá
Sundmiðstöðinni. Laugardaginn 7.
júní kl. 12 verður hlaupið á Dalvík.
Michael Jordan tryggði Chicago siguri ífyrsta leik lokaúrslita gegn Utah
Bréfberínn
vinnur ekki á
sunnudögum
ÞRÁTT fyrir sigur á Utah Jazz
ífyrsta leiknum í lokaúrslitum
NBA-deildarinnar, 84:82, geta
leikmenn Chicago Bulls ekki
verið ánægðir með leik sinn.
Utah hafði forystu mestallan
leikinn, en þegar til kom var
það sjálfur Karl Malone sem
klúðraði tveimur vítaskotum
rétt fyrir leikslok sem sett
hefðu mikla pressu á Chicago.
í stað þess var það Michael
Jordan sem vann leikinn á loka-
sekúndunni fyrir meistarana.
Leikurinn í Chicago á sunnudag
einkenndist af því að leikmenn
beggja liða virtust vera að þreifa
fyrir sér, enda mæt-
ast þau aðeins tvisv-
Valgeirsson ar a an- Hvorugt lið
skriiar frá lék nógu vel í sókn
Bandaríkjunum til að ná afgerandi
forystu og þegar Karl Malone mis-
notaði tvö vítaskot þegar 9 sekúnd-
ur voru eftir í jöfnum leik vissu
allir hvaða leikmaður Chicago
myndi fá tækifæri á að vinna leik-
inn fyrir meistarana. „Við vildum
gefa Michael [Jordan] tækifæri á
að fá boltann aleinn öðrum megin
á vellinum og það tókst,“ sagði
Phil Jackson, þjálfari Chicago, eftir
leikinn.
Chicago náði að setja sóknina
eins og fyrir hafði verið lagt og
Jordan var ekki í miklum vandræð-
um með að skapa sér skotfæri.
Hann beið þar til tvær sekúndur
voru eftir og skoraði þegar leik-
tíminn rann út, 84:82, fyrir
Chicago.
Pippen lék vel
tapaði knettinum 18 sinnum, sem
er mjög óvenjulegt hjá Jazz. Karl
Malone átti góðan leik, þrátt fyrir
að hafa misnotað vítaskotin í Iokin.
Hann skoraði 23 stig og tók 15
fráköst. John Stockton skoraði 16
stig. Malone var ekkert að afsaka
sig eftir leikinn. „Ég er vissulega
vonsvikinn að hafa klúðrað vítunum
í lokin, en við hefðum aldrei átt að
láta leikinn vera svo jafnan í lokin.
Skógarhlið - Flugvallarvegur -
HHðarfótur ÍNauthólsvik -
fyrir flugbraut og gangstígur
um Skerjafjörð og Ægisíðu -
Kaplaskjólsvegur - Hríngbraut
að Njarðargötu - Vatnsmýrar-
vegur - Flugvallarbraut -
Flugvallarvegur - Skógarhlið
Scottie Pippen, sem er meiddur
á fæti, lék framar öllum vonum
fyrir Chicago. Hann skoraði 27 stig
og tók níu fráköst, þrátt fyrir _að
geta ekki beitt sér að fullu. „Ég
sagði við Karl [Maione] að bréfber-
ar bæru ekki út á sunnudögum rétt
áður en hann tók vítaskotin. Ég
veit ekki hvort það hafði áhrif á
hann, en hann missti allavega bæði
skotin," sagði Pippen eftir leikinn,
en „Bréfberinn" er gælunafn Malo-
nes.
Jordan átti góðan leik, þrátt fyr-
ir að hafa misnotað mörg skot.
Hann skoraði 31 stig og gaf átta
stoðsendingar. „Fyrsti leikurinn er
alltaf erfiður í lokaúrslitunum. Sig-
urinn í þessum leik virtist alltaf
ætla að enda á einu skoti í lokin
og það var ákveðið að ef ég hefði
pláss, myndi ég reyna að nota eins
mikið af klukkunni og hægt væri
áður en að ég tæki skot. Þegar
Bryon [Russell] reyndi að stela bolt-
anum náði ég að skapa mér skot
og ég hef alltaf sjálfstraust á að
skora þegar svo er,“ sagði Jordan
eftir leikinn.
Styrkurinn varö að veikleika
Styrkleiki Utah, að halda boltan-
um mjög vel í sókninni, , reyndist
liðinu veikleiki í þessum leik. Liðið
SHAWN Kemp, framheijinn sterki hjá Seattle Supersonics, hefur beðið
stjórnendur félagsins um skipti til annars liðs. „Við höfum heyrt frá nokkr-
um öðrum liðum sem vilja fá Kemp,“ sagði Wally Walker, forseti Sonics.
„Við höfum ekki rætt við Kemp vegna þess, en við skiptum aðeins um
leikmenn ef það gerir liðinu gott,“ bætti hann við.
Kemp hefur verið mjög óánægður með samning sinn við félagið og
telur launin ekki nógu há. Þegar miðheijinn Jim Mcllvaine kom til liðs-
ins, og fékk hærri laun en Kemp, sauð uppúr. Kemp var með 18,7 stig og
10 fráköst að meðaltali á liðnu tímabili, en Mcllvaine var með 3,8 stig
og fjögur fráköst að meðaltali. Seattle er komið upp fyrir launaþakið og
getur ekki hækkað laun Kemps.
Kemp hefur látið lítið á sér bera eftir að Seattle tapaði fyrir Houston
í úrslitakeppninni og mætti ekki á lokafund leikmanna tveimur dögum
síðar. „Það er mikilvægt að Kemp segi okkur hvað honum liggur á hjarta.
Samskipti okkar hafa ekki verið of góð undanfarið,“ sagði Walker.
Jonathan Daniel/Allsport
MICHAEL Jordan gerði sigurkörfuna fyrir Chicago um leið
og flautan gall, eftir að Karl Malone hafði misnotað tvö víta-
skot. Hér sækir Jeff Hornacek að Jordan í leiknum.
Við munum ekki láta þetta tap
hafa of mikil áhrif á okkur. Ég
held að við getum leikið betur gegn
þeim og við verðum tilbúnir í slag-
inn á miðvikudaginn," sagði hann
eftir leikinn.
Óvenjulegur leikur
Leikur liðanna einkenndist af
góðum varnarleik, en að sama skapi
lélegri sókn. Færri stig hafa ekíri
verið skoruð í lokaúrslitum síðan
árið 1956 og færri vítaskot hafa
aldrei verið tekin í úrslitaleik, en
leikmennirnir tóku samtals 27 víta-
skot í leiknum á sunnudagskvöld.
Ef Scottie Pippen heldur áfram
góðum leik fyrir Chicago, verður
erfitt fyrir Utah að vinna fjóra af
næstu sex leikjum lokaúrslitanna.
Chicago þarf að vinna á morgun,
því það verður óskemmtileg reynsla
að þurfa að vinna einn leik í Utah,
þar sem liðið hefur ekki tapað nema
þremur leikjum allt tímabilið að
úrslitakeppninni meðtalinni. Þrátt
fyrir sigurinn verður afgangurinn
ekki auðveldur fyrir meistarana, til
þess er Utah of sterkt á heima-
velli. Bulls ætti samt að geta klárað
viðureignina í sex leikjum.
Spurs datt
í lukku-
pottinn
SAN Antonio fékk fyrsta val-
réttinn í háskólavalinu og mun
að öllum líkindum velja Tim
Duncan frá Wake Forest-
háskólanum. Ef liðið gerir það
mun það státa af framlínu sem
þeir David Robinsson, Duncan
og Sean Elliott skipa og yrði
hún mjög öflug.
Duncan lék í stöðu miðheija
í háskóla, en það getur hann
væntanlega ekki gert þegar
Robinson er inni á vellinum.
Þó er hugsanlegt að Robinson
leiki í stöðu framheija, eins og
hann gerði stundum með
landsliði Bandaríkjanna á
Ólympíuleikunum í Atlanta.
Liðin sem komust ekki í úr-
slitakeppnina fá að velja leik-
menn úr háskólum samkvæmt
eftirfarandi röð. Hin liðin velja
í röð samkvæmt árangri fyrir
úrslitakeppnina.
1 ..............San Antonio
2 ..............Philadelphia
3 ....................Boston
4 .................Vancouver
5 ....................Denver
6 ....................Boston
7 ..............New Jersey
8 ..............Golden State
9 ...................Toronto
10 .................Milwaukee
11 ................Sacramento
12 ...................Indiana
13 .................Cleveland
14 ......Los Angeles Clippers
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Kemp f rá Seattle?
KNATTSPYRNA
M A R K við hús Krabba-
meinsfélagsins, Skógarhlíð 8
Fimmtudagmn
, 5. júní 1997
I. 19.
Skogamliö - Flugvallarvegur
Bústaðavegur - Öskjuhlíðar-
vegur - Vesturhlíð - niður
öskjuhlið - Nauthólsvegur -
Hliðarfótur - Flugvallarvegur
*°utt’óu vík
fossmcvn