Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 12
I Litlu mun- aðiað illa færi FRJALSIÞROTTIR LÍKT og fyrri daginn hóf Jón síðari keppnisdaginn með látum og sló Islandsmetið í 110 m grindahlaupi. Kom í mark á 14,00 sek., sem er 19/100 betri tími en gamla íslandsmetið var sem einnig var í hans eigu - sett Evrópubikarkeppninni í Tall- inn í Eistlandi 11. júní 1995. Mótvindur var 1/m á sekúndu. Besti tími Jóns í þessari grein í tugþraut var 14,22 frá Ólympíu- leikunum í Atlanta. Litlu munaði að Jón félli um áttundu grind í hlaupinu þar sem Bandaríkja- maðurinn Drawn Fucci, er hljóp við hlið hans, slæmdi hendi sinni óvart í hné Jóns. „Svona atvik geta alltaf gerst þegar andstæð- ingur á næstu braut stekkur upp á gagnstæðum fæti miðað við þann sem er við hliðina á. Ég hrasaði aðeins við og missti takt- inn í hlaupinu, en tókst samt að ljúka og tíminn sá besti. Ég hefði eflaust geta hlaupið á 13,85 hefði þetta óhapp hefði ekki hent,“ sagði Jón. „Eftir þennan árangur sá ég að íslandsmetið í tugþraut var innan seilingar héldi ég rétt á spöðunum." Morgunblaðið/Kristinn JÓN Arnar fagnar hér góðum árangri í kúluvarpi I tugþraut- arkeppni Ólympíuleikanna í Atlanta. Hann bætti íslandsmet sitt í tugþraut frá því í Atlanta um 196 stig í Götzis. inni í Talence í Frakklandi í septem- ber sl. Síðasta grein dagsins var 400 m hlaup og þar náði Jón öðrum besta tíma sínum í greininni í tugþrautar- keppni, 47,27 sek. Aðeins hlaupið í Atlanta i fyrra er betra, 47,17. Þrátt fyrir allt sagðist Jón ekki vera full- komlega ánægður með tímann. „Hlaupið fór of hægt að stað hjá öll- um, þegar ég fann það bætti ég í seglin á síðustu tvö hundruð metrun- um. Það dugði þó ekki til, en samt var útkoman annar besti tími minn í greininni." Þessi árangur gaf Jóni 4.493 stig sem besti árangur en hann hefur áður náð á fyrri keppnisdegi. Best hafði hann áður fengið 4.425 stig í Talerice í haust er leið. Næstbesti fyrri dagur var í Götzis fyrir tveimur árum, 4.386, og þriðji besti árangur á fyrri degi var á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrra, 4.346 stig. Jón var í 3. sæti og keppnin var jöfn. Nool var frystur með 4.508 stig en Hámalainen annar, hafði fimm stig- um færra. Dvorak var fjórði með 4.427 stig og_ Smith fimmti, hafði 4.411 stig. „Ég hef mesta trú á Hámálainen, hann virðist vera léttari en áður og afslappaðri," sagði Gísli Sigurðsson, er hann spáði í spilin að loknum fyrri deginum og það kom í ljós að Gísli hafði rétt fyrir sér. Jón hóf seinni daginn á því að setja íslandsmet í 110 m grinda- hlaupi, eins og sagt er frá annars staðar á síðunni. Kringlukastið hefur mislukkast hjá Jóni bæði Talence og í Atlanta en að þessu sinni tókst honum allvel upp. Náði öðrum besta árangri sínum í tugþraut er hann kastði 45,98 m, best á hann 46,96. „Ég var með smáhnút vegna árangursins í fyrra, en eftir fyrsta kastið hvarf skrekkur- inn.“ Fyrsta kastið var 44,53, annað kastið var ógilt og það þriðja 45,98 m. „Aðalatriðið var að lenta ekki í áfölíum og það tókst.“ „Segja má að ég hefði vel geta farið tíu eða tuttugu cm hærra í stönginni með því að útfæra stökkin betur. Þegar atrennan verður orðin betri bæti ég mig, en þetta var í lagi,“ sagði Jón. Hann hefur stokkið best 4,90 m í stangarstökki í tugþraut en rétt er að vekja athygli á því að hverj- ir 10 cm gefa um 30 stig svo hverjri 10 cm eru dýrmætir. Spjótkastið heppnaðist vel og lengsta kastið var 63,50 m í þriðju tilraun. Fyrsta kastið var 61,98 en það annað varð ógilt. Árangur Jóns að þessu sinni var hans næstbesti í spjótkasti í tugþraut, best á hann 64 m frá því klukkustundartugþraut í Austurríki í fyrrahaust, en í hefð bundinni tugþrautarkeppni hafði hann lengst kastað 62,94 í Talence í spetember 1995. Þar með var ljóst að hann yrði að hlaupa 1.500 m, síðustu grein þraut- arinnar á um 4,47 mínútum til að ná 8.500 stiga markinu, en það gekk ekki og tíminn var 4.52,22 mín. „Bæði var hlaupið frekar hægt eins og tímar bestu manna sýna en einn- ig vantaði mér trú á sjálfum mér. Ég hékk í þeim fyrstu sem voru mi- stök í stað þess að taka af skarið, svona er þetta,“ sagði Jón. „Ég er ánægður með að ná þessum árangri svo snemma árs og komast ómeiddur í gegnum þrautina. Eins og mál standa nú lítur vel út fyrir sumarið," sagði Jón í mótslok. Nýjar æfingar famar að skila sér „ÞETTA er mjög glæsileg byijun á tímabilinu hjá Jóni og vonandi verður framhaldið eins jákvætt," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar. „Sannast sagna átti ég ekki von á meti og síðast en ekki síst svona miklum framförum en greinilegt er að stutt hvíld fyrir mótið gerði honum gott.“ Gísli sagði að Jón ætti enn mikið inni í stökkgreinunum en þyrfti að keppa meira til að slípa til atrennu. Þeir félagar hefðu farið í gegnum miklar stökkæfingar síðla vetrar og í vor en hingað til hefur Jón ekki stundað mikið æfingar af því tagi. Eins hefðu þeir haldið áfram við að liðka Jón. „Hann er sterkur og það hefur tekið sinn tíma liðka þennan sterka líkama upp. Það er nú smám saman að skila sér eins og í grindahlaupjnu." Gísli sagði að íslandsmetin í 100 m og 110 m grindahlaupinu hefðu ekki komið sér á óvart. „Jón hefur aukið hraðann og hefur meiri mýkt í mjöðunum en áður og ég var viss um að það myndi skila sér í grinda- hlaupinu. Hann hefði örugglega náð enn betri tíma ef hann hefði ekki lent í því óhappi að andstæð- ingur hans á næstu braut slæmdi hendi sinni óvart í hnéð á honum á áttundu grind.“ Keppnin í Götzis var hörð að þessu sinni að sögn Gísla. Euduard Hámálainen sem sigraði fékk 8.617 stig, §órum stigum fleira en á Olympíuleikunum í fyrra er hann hafnaði í 5. sæti. Dvorak er hafn- aði í öðru sæti fékk 82 stigum færra en í sterku þrautinni í Atl- anta er hann hlaut bronsverðlaun og Michael Smith og Erki Nool voru nærri sínu besta. Alls náðu 10 menn yfir 8.000 stigum í keppn- inni. Þess má geta að árangur Jóns nú, 8.470 stig, hefði nægt til 9. sætis á heimsafrekalistanum í tug- þraut í fyrra. „Tugþrautarmenn eru sífellt að verða sterkari og sterkari og þró- unin er mjög hröð. Það sýnir best að árangur Jóns nú nægir aðeins í fimmta sæti hér.“ Gísli sagði að í þessum mánuði yrði æft baki brotnu en í lok mánað- arins keppir Jón í Evrópubikar- keppninni í fjölþraut í Slóveníu. „Síðan verður júlímánuður rólegri og megináherslan lögð á að ná toppárangri á HM í Aþenu í ágúst.“ Jón Arnar Magnússon bætir Islandsmet sitt í tugþraut um 196 stig í Götzis Loks gekk allt upp „LOKSINS komst ég í gegnum eina þraut þar sem allt gekk upp,“ sagði Jón Arnar Magnús- son, tugþrautarmaður úr Tinda- stóli, eftir að hann hafði sett glæsilegt íslandsmet ítugþraut á alþjóðlegu móti í Götzis á sunnudaginn Jón fékk 8.470 stig og bætti gamla metið sitt um 196 stig frá Ólympíuleikunum í Atlanta ífyrrasumar. Auk ís- landsmetsins; tugþraut setti Jón tvö önnur íslandsmet, í 100 m hlaupi, 10,56 sek og 1110 m grindahlaupi, 14,00 sek. Hann hreppti 5. sæti en sigurvegari varð Eduard Hámálainen, Finn- landi, hlaut 8.617 stig og setti Norðurlandamet. Eg get ekki verið annað en ánægður með árangurinn því tímabilið er rétt að byija hjá mér. Fyrirfram reiknaði ég ekki með því að ná svona jafnri þraut, þó svo ég hafi stefnt á að bæta ís- landsmetið," sagði Jón glaðbeittur við Morgunblaðið eftir mótið í Götz- is. _ Óhætt er að segja að Jón hafi fengið fljúgandi byijun í þrautinni sem fram fór í ijómablíðu við bestu hugsanlegu aðstæður. Hann setti íslandsmet í 100 m hlaupi, kom í mark annar á 10,56 sek. Aðeins Nool hljóp hraðar 10,50. Gamia metið var 10,57 sekúndur í eigu Vilmundar Vilhjálmssonar, KR, og Einar Einarssonar, Ármanni. Best hafði Jón áður hlaupið 100 m í tug- þraut á 10,65. „Auðvitað kynti þessi tími upp í mér og gaf mér sjálfs- traust fyrir framhaldið," sagði Jón og bætti við. „Tíminn var góður og hlaupið heppnaðist vel þó það hafi Ivar Benediktsson skrifar ekki verið hnökralaust. Það var gam- an að fá staðfestingu á að ég geti hlaupið á þessum tíma og jafnvel gert betur." Þess má geta að með- vindur var 1,4 m/sek. en má mest vera 2/m á sek. til þess að met fá- ist staðfest. Næsta grein var langstökk og þar stökk hann 7,66 m í annarri umferð en gerði hin tvö stökkin hárfínt ógild. Best á Jón 7,67 m í greininni í tug- þraut, en sem kunnugt er á einnig Islandsmetið 800 m. Hann var því aðeins 1 sm frá sínu besta í þraut. „Langstökkið á eftir að verða betra hjá mér, en þetta var í lagi.“ Jón átti fjórða lengsta stökkið. „Kúluvarpið hefði mátt ganga betur, ég þarf bara að slaka betur í við köstin," sagði Jón um kúluvarp- ið en hann kastaði 15,31 m sem er 57 cm styttra en hann á best í þraut. Þetta kasta kom í þriðju tilraun en áður hafði hann kastað 14,66 og 15,21. Kast Jón var það fimmta lengsta. Lengst kastið átti Kanada- maðurinn Smtih, 17,45 m sem er 5 sm iengra en áður hefur verið kast- að í tugþrautarkeppni. Fjórða grein á fyrri keppnisdegi var hástökk og þar undirstrikaði Jón að hann er í framför í þeirri grein og virðist vera orðinn öruggur með 2 m. „Ég var grátlega nærri því að fara yfir 2,03, það hefði gefið 28 stig til viðbótar," sagði Jón um þá grein. „Ráin datt ekki niður fyrr en ég var lentur í dýnunni, ég sá hana tifa og falla síðan, grátlegt." Jón segir hástökkið virkilega lofa góðu hjá sér. „Aldrei áður hef ég fundið fyrir svona miklum krafti í fótunum og nú,“ bætir hann við og segir að nýjar hoppæfingar sem hann hafi stundað í vetur og vor séu greinilega að skila sér. Jón á best 2,04 í há- stökki í tugþrautarmóti, frá keppn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.