Morgunblaðið - 06.06.1997, Qupperneq 4
4 B FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
SKAPA
gleraugun manninn?
PÖNKDROTTNINGIN Nina Hagen, klæðskiptingurinn RuPaul,
leikstjórinn John Waters og rokkkóngurinn E1 Vez eru meðal þeirra
sem komið hafa fram í auglýsingum fyrir L.A. Eyeworks.
í GLERAUGNAVERSLUNINNI
Sjáðu við Laugaveg verður í dag og
á morgun kynnt nýja línan frá
bandaríska gleraugnaframleiðend-
anum L.A. Eyeworks. Petra Gail-
ing, umboðsmaður fyrirtækisins á
Norðurlöndum, mun aðstoða við-
skiptavini við val á umgjörðum.
Anna Þóra Björnsdóttir og Gylfí
Bjömsson opnuðu verslunina Sjáðu
fyrir tæpum tveimur árum og að
þeirra sögn er markaðshlutdeild
L.A. Eyeworks hæst á Islandi af
Norðurlöndunum. Umgjarðimar
frá fyrirtækinu þykja fínar meðal
þotuliðsins í Hollywood og í nýlegu
tölublaði kvikmyndatímaritsins
Movieline kemur fram að kvik-
myndastjömurnar Brad Pitt, Gwy-
neth Paltrow, George Clooney,
Jennifer Aniston og Jeff Goldblum
eigi það sameiginlegt að nota gler-
augu frá fyrirtækinu, eins og tón-
listarmennirnir Elton John og Elvis
Costello.
Sólgleraugun stöðutákn
Gai Gerhardi og Barbara
McReynolds opnuðu fyrstu L.A.
Eyeworks verslunina árið 1979.
Þær byijuðu að selja gleraugnaum-
gjarðir sem voru smíðaðar eftir
gömlum módelum, en árið 1980
settu þær fyrst á markað sína eigin
hönnun. Þær hanna einnig og fram-
leiða sólgleraugu og dálkahöfundur
The New York Times sagði í íyrra
að í Hollywood væru sólgleraugu
frá L.A. Eyeworks stöðutákn á
sama hátt og hraðskreiðir bflar og
svissnesk úr. Fyrirtækið sendir frá
sér nýja línu tvisvar á ári, í júní og
október. Þá em kynntar tíu um-
gjarðir sem hægt er að fá í mismun-
andi útfærslum, en lögð er áhersla á
að hver umgjörð sé framleidd í litlu
upplagi.
Gylfi og Anna Þóra segja að það
sé furðulegt hvað fólk leggi litla
áherslu á að vanda til vals á gler-
augum, í ljósi þess að þau séu oft
það fyrsta sem aðrir taki eftir. Fólk
kaupi sér dýra bíla, jakkaföt og
dragtir, en telji eftir sér að borga 25
þúsund krónur fyrir vönduð gler-
augu. Þau telja þó að þetta viðhorf
sé smátt og smátt að breytast, fólk
sé að gera sér grein fyrir að gler-
augun skapi manninn, ef svo má
segja. Einnig benda þau á mikil-
vægi þess að nota sólgleraugu, en
Islendingar átti sig oft ekki á því að
útfjólubláir geislar sólarinnar skaði
augun verulega.
Hugmy
sóttar í menning
Ljósmyndir/Bára
TILVALINN klæðnaður fyrir feðga á þjóðhátíðardaginn.
Textíllistakonan
Gerla hefur hannað og fram-
leitt fatnað í þjóðlegum stfl
með útskurðarsaumi úi' roði og sel-
skinni. Hún sækir hugmyndir sínar
í gamlan íslenskan tréskurð og not-
ar eingöngu innlent hráefni.
„Þegar ég vai' „atvinnulítil" fyrir
fjórum árum notaði ég tækifærið til
að gera það sem hugur minn hafði
lengi staðið til og ákvað að rann-
saka hina gömlu íslensku mynstur-
hefð“, segir Gerla. „Ég sat þá lang-
tímum saman á Þjóðminjasafninu
og skoðaði gamlan tréskurð. Mér
fínnst nærtækt að sækja hugmynd-
ir í tréskurðinn, því hann er þjóð-
legasti menningararfur íslendinga
og mér finnst sorglega lítill gaumur
að honum gefinn.“ Hún bætir við að
þjóðlegur áhugi sinn hafi kviknað
strax í barnæsku og hún hafi þá
heimsótt Þjóðminjasafnið óvenju
oft.
Gerla hefur ásamt Erlu Þórarins-
dóttur starfað að textflhönnun und-
ir nafninu Rótin undanfarin ár. Þær
leggja áherslu á að hanna úr ís-
lensku hráefni og hafa fengið til
þess styrk úr sjóði til atvinnusköp-
unar kvenna.
Verðlaun fyrir drengjabúning
Gerla hefur hannað drengjabún-
ing, kápu, vesti, peysur og karl-
mannsklæðnað með útskurðar-
saumi úr roði og selsldnni. Fatnað-
urinn hefur um nokkurra mánaða
skeið verið til sölu í verslununum
Kviku og íslenskum heimilisiðnaði
og segist hún hafa fengið mjög góð
viðbrögð frá viðskiptavinum. Hún
segir að það borgi sig að klæð-
skerasauma karlmannsfatnaðinn og
láta þá mismunandi mynstur prýða
hverja flík, enda bjóði fléttumynst-
ur upp á endalausa möguleika í út-
færslu. Drengjabúningurinn er hins
vegar framleiddur fyrir stráka á
aldrinum tveggja til átta ára og
kostar tíu til fjórtán þúsund krónur.
Þess má geta að búningurinn fékk
verðlaun fyrir notkun á roði í sam-
keppni um framleiðslu úr íslensku
hráefni, sem haldin var í tengslum
við reynsluverkefnið Handverk fyr-
ir tveimur árum.
„Drengjabúningurinn á að geta
gengið frá einni kynslóð til annarr-
ar eins og upphlutir stúlkna", segir
HUGMYNDIN að kápunni er sótt til 200 ára gamallar kápu sem geymd er á Þj
skreytt með flosvefnaði, en útskurðarsaumur úr selskinni prýðir þessa. Vestið
Ljósmynd/Arnaldur
TEXTÍLLISTAKONAN Gerla sækir mynstur í gamlan íslenskan tréskurð.
Jakkinn sem hún klæðist er skreyttur með útskurðarsaumi úr selskinni.