Morgunblaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 1
 Handsmíðar jafnt úr gulli sem tré SILFUR Tobaksponta VIÐUR Skartgnpaskrin Hálsmen FAGURLAGAÐ gullmen, silfur- slegið annband, munstraður hring- ur og svipa reiðmanns úr spanskreyr og nýsilfri eru meðal gripa Leifs Sigurðssonar á sýningu í Félagsheimili aldraðra í Hæðar- garði 31 í Reykjavík. Leifur hefur hannað og smíðað úr gulli, silfri, tré og öðru efni í meira en hálfa öld og ævinlega gefíð vinum og vandamönnum, nema hvað hann hefur selt svipur. A sýningunni eru líka útskornar klukkur, lamp- ar, speglarammar, skart- gripaskrín, baromet úr mahoní, og beizlisstangir og ístöð fyrir hestamenn úr stáli. Munstrið í gripunum hefur orðið fyrirmynd í verk- um annarra hagleiksmanna. Leifur Sigurðsson er Skag- firðingur og lærði rennismíði hjá Héðni, undirstöðu í silfur- smíði á stríðsárunum hjá Gísla Gíslasyni silfursmiði sem þá var orðinn blindur. Leifur var svo á gullsmíðaverkstæði Halldórs Sig- urðssonar bróður síns á Skóla- vörðustíg. „Tréskurðinn lærði ég Handíða- og myndlist- arskólanum árin 1945-46,“ segir hann, „en hætti að vinna með tré og byrjaði ekki aftur fyn- en 1993. Eg hef alla tíð verið með verkfæri í hönd- unum og smíðað." I Morgunblaðið/Arnaldur LEIFUR Sigurðsson, útskorin klukka og hilla í bakgrunni. Athygli sýningargesta vaknar á fjölbreytileika muna og efnis sem unnið er með: Fánastangir úr birki, rammi með mynd af forsetahjónun- um, súla úr kopar, reynivið og ma- honí, kertastjakar úr renndum kopar húðaðir með nýsilfri o.fl. Hafdís Helgadóttir, sem kennir öldruðum myndlist, setti sýninguna upp og Leifur segir að Þórhalla Harðardóttir hafi endurmennt- að hann í tréskurðinum. Lena Hákonardóttir forstpðumaður félags- miðstöðvarinnar segir að sýningin standi til næstu mánaðamóta. Sýningar á munum aldraðra verða svo í Hæðargarði mánaðarlega næsta vetur, eins og veturinn 1996-1997. B UNGLINGAR FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM/2 ■ STÓLARNIR JAKI OG DREKI HRÍFA ÚTLENDINGA/2 ■ VINIR í VESTURBÆNUM - HUNDALÍF/4 ■ SAFNKORTASPIL/6 ■ HJARTASTUÐTÆKI/6 ■ BLAÐBERASYSTKIN/7 '3G :qi« Við verslun ðtlii Þverbrekku frá kl 16:00 til 19:00 í dag ár Grillað lambakjöt Jr Leiktæki fyrir börnin Jr Svalabræður skemmta > Steinar Viktorsson með þátt sinn í beinni frá Þverbrekku á 909^909 AÐALSTÖÐIN .V Þurrkryddaðar grillsneiðar frá Goða kr. S99,- pr. kg > Heimaís frá Kjörís, tveir fyrir einn. > Brazzi frá Sól, tveir fyrir einn. Tilboð þessi gilda aðeins meðan lukkustund stendur yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.