Morgunblaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1997, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ erlenda stólaframleiðendur Þrír danskir framleiðendur vildu kaupa fram- leiðsluréttinn á stólnum Jaka eftir Erlu Sól- veigu Óskarsdóttur, iðnhönnuð, á sýningu í Bella Center í Danmörku í maí. Anna G. Olafsdóttir tyllti sér í Basta, einn bræðra Jaka, og komast að því að hlutskarpasti framleiðandinn tryggði sér framleiðslurétt- inn áður en sýningin hófst formlega. VIÐ veltum því sjaldnast fyrir Z okkur hvernig einfaldir stólar Sl í stórum rýmum utan veggja 2 heimilisins eru hannaðir. Sú * spurning getur hins vegar orð- •0^ ið býsna áleitin eftir langa setu í óþægilegum stól í yfir- fullum fundarsal. Hvernig er hægt að hanna þægilegan og hent- ugan stól svo að öllum á fundinum, í kaffiteríunni eða messunni líki? Erla Sólveig Óskarsdóttir, iðn- t hönnuður, hóf að leita svara við spurningum af því tagi á námsárun- um á iðnhönnunarbraut Danmarks Designskole. „Mér fannst spennandi að velta því fyrir mér hvernig stólar gætu hentað mismunandi rýmum. Þegar ég gerði Basta, fyrsta stólinn minn, var ég.t.a.m. með gamla ljós- mynd eftir sjálfa mig frá Pompei í huga allan tímann. Basti er einfald- ur stóll úr stáli og tágum og passar inn í myndina. Við lokaverkefnið lagði ég upp með svipaða hugmynd því ég vildi hanna stól fyrir útiveitingahúsin á „Nytorv" í hjarta Kaupmannahafn- ar. Ég lagði megináherslu á að stól- inn væri þægilegur og félli vel inn í umhverfið enda hafði mér leiðst að sjá hvernig sömu hvitu plast- húsgögnin skáru í augun í miðbæn- Morgunblað/Jim Smart ERLA Sólveig teiknar fyrst stólinn og gerir síðan lítið módel með föður sínum. Plastið mótar sviðsmyndahönnuður, plasthlut- ana sprautar bílamálari, grindin er smíðuð af járnsmiði og að lokum er grindin úðuð í Ofnasmiðjunni. Niðurstaðan varð þrífættur „Ny- torv“ úr stáli og gráleitu plasti í stíl við gangstéttina og dómhúsið í baksýn. Sérstaklega hönnuð setan tryggir stöðugleika stólsins ef rétt er setið í honum, þ.e. ekki-með kross- lagða fætur, en vegna ábendinga frá Þjóðveijum um að þrífættir stólar stríddu gegn reglum Evrópusam- bandsins hefur ferfætlingur í anda „Nytorv" litið dagsins ljós og fengið nafnið Dreki.“ Eins og að selja kaffl til Brasilíu í kjölfar Dreka varð Jaki til fyrr á árinu. „Ég var eiginlega með ann- an stól í huga þegar Jaki þrýsti sér fram. Mér reyndist hönnunin auð- veld og frumgerð Jaka var tilbúin fyrir Hönnunardagana í apríl síðastl- iðnum. Jaki hlaut jákvæð viðbrögð á sýningu okkar úr Félagi hús- gagna- og innanhúsarkitekta á Kjarvalsstöðum. Þó var hann ekki á meðal verðlaunagripa." Erlendir framleiðendur voru hins vegar ekki í minnsta vafa um fram- tíðarmöguleika Jaka og framleiðslu- rétturinn á stólnum hafði verið fest- ur áður en stólinn var formlega kynntur á stórsýningu í Bella Center 21.-25. maí síðastliðinn. „Ég hafði sent nokkrum framleið- endum upplýsingar um Jaka áður en ég fór út. Einn framleiðandinn hafði óskað eftir upplýsingum um Basta og ég sendi honum upplýs- ingar um Jaka í leiðinni. Eigendur fyrirtækisins höfðu samband um hæl og voru komnir til að líta á Jaka áður en ég hafði tekið frumgerðina upp úr kassanum í Bella Center. Ég bað þá um að koma næsta dag og daginn eftir voru þeir samir við sig. Þeir vildu fá þennan stól. Éftir að framleiðslurétturinn hafði verið festur lýstu tveir aðrir stórir danskir framleiðendur yfir áhuga á að fá að framleiða Jaka. Ég er auðvitað mjög ánægð yfir því að hafa fengið framleiðanda Jaki og Dreki hrfa Erla Sólveig hefur starfað sjálf- stætt undir merkjum eigin fyrirtæk- is Óskars-design frá því námi lauk fyrir fjórum árum. „Ég hef tekið að mér ýmis verkefni, t.d. gert leik- mynd við kvikmyndina Skýjahöllina um sögupersónurnar Émil og Skunda og hannað flöskur undir matarolíu fyrir Sól hf. Mestur tími fyrir utan barnaupp- eldið, en ég á tvær dætur, eins og hálfs og þriggja og hálfs árs, hefur hins vegar farið í að teikna húsgögn og taka þátt í húsgagnasýningum,“ segir hún. fyrir hundrað árum HJÓLABRETTI, Russel Athletic, Smash, húfur, fílaskór, Trainspott- ing og Spice Girls eru meðal þess sem myndar umgjörð um líf unglinga í Reykjavík í dag. Þetta er hluti af menningu þeirra og líka veruleikan- um að hlusta á tal um að hjóla- bretti séu stórhættuleg, uppáhalds- buxurnar fjórum númerum of stórar og hversu leiðinlegt það sé að fá aldrei að sjá fallegu bláu augun fyr- ir húfunni sem sífellt er tosuð ofan í andlitið. Auðvitað eru ekki allir unglingar eins. Menning þeirra er fjölbreytt. Samt sem áður er það sem hér að ofan hefur verið talið hluti af þeirri ímynd sem hin dæmigerði unglingur má burðast með árið 1997. Þegar ég nefni hinn dæmigerða ungling má ekki gleyma að minnast á umræðuna um reykingar, áfengi og önnur vímuefni. Umræðan um þau mótar umgjörð utan um líf allra unglinga á íslandi í dag, hvort sem efnin sjálf gera það eða ekki. Um- ræðan um vímuefnamál er hluti af ímynd unglinga og þau eru neydd til að taka afstöðu til hennar. En hvort sem það er trúlegt eða ekki var því eins farið fyrir meira en hundrað árum. Ungllngar í miðbænum Fyrir meira en öld voru reykingar og drykkja unglinga til umræðu í í sumar gefst fjórt-án ára unglingum í Vinnuskóla Reykjavíkur tækifæri til að bregða sér hundrað ár aftur í tímann og kynnast lífi unglinga á síðari hluta 19. aldar. Sigrún Sigurðardóttir rýnir í unglingamenn- ingu og sjálfsmynd unglinga í Reykjavík fyrir meira en öld þjóðfélaginu. Eftirfarandi frétt birt- ist í blaðinu Mána í janúar árið 1879: „Hér er það daglegur vani að sjá má unglinga langt fyrir innan ferm- ingu standa á götunum og í sölubúð- um með vindil eða pípu í munninum og stundum sýnilega ölvaða.. .“ Þetta mun vera e'ista prentaða heim- ild á íslensku sem vitað er um (sbr. Orðabók Háskólans) þar sem orðið unglingur kemur fyrir. Hvort það er kaldhæðni örlaganna eða dæmi um þá ímynd sem ungling- ar hafa þurft að burðast með, að í fyrsta sinn sem talað er um unglinga sem hóp í fjölmiðium á íslandi er það í samhengi við drykkju og reyk- ingar. Ónafngreindur höfundur í Mána hafði skýringuna á „skrílslát- um“ unglinganna á reiðum höndum: „Þetta venjast börnin náttúrlega á, af því þau sjá og heyra fullorðna menn hafa það fyrir sér.“ Fréttin bendir til þess að ungling- ar hafi gert sér ýmislegt annað tii „skemmtunar" en að fara í kirkju. Vissulega má efast um skemmtana- gildi þeirrar iðju sem hér er talað um. Hugsanlega litu þeir unglingar sem hér áttu hlut að máli á iðju sína sem skemmtun en sex barna móður í miðbænum var ekki skemmt. Kona skrifaði bréf til sonar síns stuttu eftir að fréttin í Mána birtist og sagði meðal annars: „ ... sumt er alveg ósatt, til dæmis að ófermd- ir unglingar sjáist, ekki ósjaldan öl- vaðir á götum og í búðum og það líka bæði piltar og stúlkur. Jeg vil gjarnan hafa mín börn undan þegin slíkum óhróðri." Hversu mikinn sannleika fréttin úr Mána feiur í sér er ómögulegt um að segja. Líklegt verður þó að teljast að rétt eins og í dag hafi hópi unglinga tekist að koma óorði á fjöldann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.