Morgunblaðið - 13.06.1997, Qupperneq 4
4 B FÖSTUDAGUR13. JÚNÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1997 B
DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF
ÞAÐ er alltaf tekið vel á móti okkur í Skjólakjöri.
DOPPA og Ljúfa eru nú oftast ágætar vinkonur þó stundum sjóði uppúr.
í Vesturbænum
„VBD vorum búin að vera með
hunda í um tuttugu ár,“ sagði Jak-
obina G. Finnbogadóttir sem býr í
vesturbænum í Reykjavík ásamt ís-
lensku tíkinni sinni henni Ljúfu. Jak-
obína og maðurinn hennar, Þórir
Kr. Þórðarsson guðfræðiprófessor
sem nú er látinn, voru mikið áhuga-
fólk um hundahald og má segja að
þau hafi bæði lagt sitt af mörkum til
stuðnings hundahaldi á íslandi. Jak-
obína vann um nokkurra ára skeið
hjá Hundaræktarfélaginu og eftir
Þóri liggja margar sögur um
hundana þeirra, sem hann skrifaði
Hundarnir í Vesturbæn-
um eru í klíku og fara
saman í göngutúra.
Helga B. Barðadóttir
fór á röltið með eigend-
um þeirra, ræddi lífíð
með besta vini mannsins
og spurði hundaþjálfara
um kjör hundsins.
af einstakri næmni eins og sagan af
tikinni Tinnu „Þegar besti vinurinn
deyr“ vitnar um.
F6r austur og kom
helm með LJúfu
„Þegar við misstum cokerinn
okkar í lok október 1994 var Þórir
orðinn mikið veikur en hann dó í
febrúar 1995. Þórir lagði ríka
áherslu á að ég fengi annan hund í
stað Kósíar, en það hét cokerinn,
svo ég yrði ekki ein. Svo var það að
Guðrún dóttir mín, sem bjó í Hruna,
segir mér frá íslenskri tík á Flúðum
Morgunblaðið/Ásdís
LJÚFA og Jakobína sanian á Ægissíðunni.
sem hafði gotið og spyr hvort ég
hafi ekki áhuga á að fá hvolp. Ég
hafði aldrei ætlað mér að fá íslensk-
an hund, en Guðrún sagði mér nú að
koma og sjá hvolpinn og sagði að
þau systkinin vildu gefa mér hann.
Þórir hvatti mig mjög og sagði að
þama væri komið ljós,“ sagði Jak-
obína. Það var svo á jóladag að hún
fór austur og kom heim með Ljúfu.
„Það var gaman þegar ég kom með
hana heim, Þórir varð strax afskap-
lega hrifinn af henni og ég uppgötv-
aði að íslenski fjárhundurinn er al-
veg sérstaklega skemmtilegt dýr.
Ljúfa er ekta Islendingur, nöldrari,
afskiptasöm, afskaplega glöð og góð
og má helst ekki missa af neinu. Það
er oftast hægt að sjá það á eyrunum
á henni hvað hún er að hugsa.
Hún iagðl eyrun aftur - sjálð
þlð ekkl hvað 6g er saklaus
Þegar hún var fjögurra mánaða
kom hjúkrunarkona hingað til að
sinna Þóri. Konan lagði hanskana
sína á lágt borð,
Ljúfa tók hansk-
ana, og þegar kon-
an ætlaði að taka þá
en fann enga, varð
okkur litið á Ljúfu.
Hún lagði eyrun
aftur og gaf til
kynna með þeim
-sjáið þið ekki hvað
ég er saklaus ég
færi aldrei að taka
hanskana," sagði
Jakobína og brosti
við tilhugsunina.
Hún sagði að
Ljúfa eigi það til að
fara í íylu og verða
reið út í sig, en það
var eitthvað sem
hinir hundarnir
gerðu aldrei
„Stundum er það þannig að ef hún
er búin að vera ein heima og í stað
þess að fagna mér þegar ég kem,
eins og hinir hundamir gerðu alltaf,
situr hún og horfír á mig, setur ann-
að eyrað fram, hitt aftur eins og
gömul „tanta“ og segir -mikið er að
þú ert komin heim!“ Og eitt sinn er
Jakobína kom heim að kvöldi, en
hún hafði verið í burtu um þrjá
tíma, þá lá Ljúfa niðri á stigagang-
inum „Hún leit vart á mig þegar ég
kom inn hvað þá að hún hreyfði
skottið. Ég kallaði í hana þegar ég
kom upp og spurði hvort hún ætlaði
ekki að koma upp að sofa, nei hún
kom ekki upp alla nóttina, hún var
svo móðguð."
En Ljúfa er langt frá því að vera
alltaf reið og fúl. „Það var um það
leyti sem Þórir var orðinn mikið
veikur, hann var búinn að vera ým-
ist hér heima eða á sjúkrahúsi. Þá
var það eins og Ljúfa, þessi ærsla-
fulli hvolpur, skynjaði óróleikann og
dró sig í hlé þegar hjúkrunarfólkið
kom heim til að líkna Þóri. Ljúfa
sýndi þá svo vel hversu mikil næmni
býr í dýrunum, næmni sem við átt-
um okkur ekki alltaf á,“ sagði Jak-
obína, og leit á Ljúfu.
Klikan
Það er nú óhætt að segja að
Ljúfa hafí ýmsum skyldum að
gegna, því einu sinni í viku kemur
Lappi í pössun til hennar. „Hún er
dagmamma á hverjum miðviku-
dagsmorgni, en svo launar Lappi
henni það með því að bjóða henni
með sér í sumarbústaðinn sinn fyr-
ir austan um helg-
ar,“ sagði Jak-
obína og hló.
Ljúfa og Lappi
eru í mjög
skemmtilegum fé-
lagsskap en þau
ásamt fleiri hund-
um og hundaeig-
endum úr vestur-
bænum eru í
gönguhóp, sem er
svo mikið í tísku í
dag. „Við erum
nokkrir hundar
héma úr vestur-
bænum sem hitt-
umst á hverjum
morgni og göngum
eftir Ægissíðunni.
I hópnum eru: ég,
Lappi og Doppa,
ágæt vinkona mín þó stundum sjóði
uppúr, og Ebenezer kallaður Ebbi,
hvers manns hugljúfí. Þetta er
fastaklíkan, en svo era stundum
fleh-i eins og Fófa, Sherrý, Icy og
Kofri -en þeim era Vesturbæingar
líka. Göngunni lýkur síðan í harð-
físk hjá þeim heiðurshjónum Erlu
og Einari í Skjólakjöri. Þau vita
bæði mikið um hunda og gefa eig-
endum okkar oft góð ráð í sambandi
við uppeldið á okkur, sem mér
finnst nú að þeir ættu oftar að fara
betur eftir,“ sagði Ljúfa sposk á
svipinn.
Lappi
„HANN átti að heita Tómas vegna
þess að hann á heima á Tómasar-
haganum, en Lappanafnið festist
fljótlega við hann vegna þess að
hann er jú með hvítar loppur, en
sérstaklega þar sem honum finnst
svo notalegt að liggja við fæturna
á okkur,“ sagði Sigrún eigandi
hans.
Lappi er algjör „kokteill" eins
og eigandinn orðaði það. Hann
varð eins árs 5. júní sl., en þá var
að sjálfsögðu bökuð kaka á
Tómasarhaganum.
„Við Lappi erum alltaf á ein-
hveijum námskeiðum, síðast í
sporleit, því hann hefur einstak-
lega gott lyktarskyn eins og
reyndar allir hundar. Einu sinni
var sagt um hann að hann gæti
orðið sórstaklega góður leitar-
hundur vegna þess að hann er svo
glaður og forvitinn," sagði Sigrún
stolt og klappaði Lappa sínum sem
dinglaði rófunni.
En hvað skyldi nú Lappi hafa
mest gaman af því að gera. „Vera
úti, helst uppi í sveit, þar sem ég
get hlaupið fijáls, og að fá Ljúfu í
hcimsókn i bústaðinn okkar i Bisk-
upstungunum," sagði Lappi glaður
og bætti við að honum fyndist
vanta svæði hér í borginni þar sem
hundar geti verið frjálsir - lausir
við ólina.
miiMi
Morgunblaðið/Ásdís
LAPPI á Ægissíðunni með Sigrúnu.
Doppa
„HÚN ER alltaf til í allt og fíinnst
gaman að leika með krökkun-
um,“ sagði Líva, eigandi Doppu,
þegar blaðamaður heimsótti þær
á heimili þeirra í vesturbænum.
„Hún er skosk-íslensk blanda,
skapið er dálítið misjafnt en oft-
ast er það gott. Doppa er þriggja
ára, hún fæddist á sveitabæ rétt
fyrir austan Vík í Mýrdal á sjálf-
an þjóðhátíðardaginn, 17.júní,
en mamma hennar hefur tvisvar
gotið þann dag,“ sagði Líva.
Þegar ég spurði hvað Doppu
þætti skemmtilegast svaraði
Líva, „að synda,“ og það var
greinilegt á tíkinni að svo væri
því hún dillaði skottinu mjög
sannfærandi. „Ég syndi stundum
í Hvítá, en þar rétt hjá á fjöl-
skyldan mín sumarbústað. Svo
hef ég gaman af því að sitja í
kassabílnum sem krakkarnir
eiga,“ sagði Doppa.
Doppa er búin að vera í Ægis-
síðuhópnum í tæp þrjú ár og má
segja að hún sé frumkvöðullinn í
gönguhópnum. Sleppurðu ein-
hverntímann göngu? „Já, einu
sinni í fyrravetur snjóaði svo
mikið að ég skreið bara undir
sófa, hún Líva reyndi nú að koma
mér út en ég gaf mig ekkert,"
sagði sú ferfætta ákveðin á svip.
Morgunblaðið/Þorkell
DOPPA í kassabflnum. Með henni eru vinkonurnar Eyrún og Ingibjörg.
Fordóm-
ar í garð
hunda
Morgunblaðið/Amaldur Halldórsson.
HUNDAÞJÁLFARARNIR Þórhildur Bjartmarz og Emilia Sigursteins-
dóttir og hundurinn hennar.
í HUNDARÆKTARFÉLAGI ís-
lands eru um ellefuhundruð félags-
menn. Helstu markmið félagsins
eru að halda utan um ræktun allra
hundategunda sem til eru í landinu,
fræða hundaeigendur, standa vörð
um góða meðferð á dýrunum og að
uppeldisaðstæður þeirra séu viðun-
andi. Félagið er eina félag hunda-
eigenda sem berst fyrir rétti þeirra
út á við.
Blaðamaðm- hitti þær Emilíu
Sigursteinsdóttur og Þórhildi
Bjartmarz í húsakynnum Hunda-
ræktarfélagsins í Síðumúla, og
spjallaði við þær um hundahald á
Islandi. Þær eru báðar menntaðir
hundaþjálfarar frá hundaskóla í
Svíþjóð, reka saman hundaskóla í
Garðabæ og eru sjálfar að sjálf-
sögðu hundaeigendur.
Hundamlr ð undanþágu
„Hundurinn er ekki viðurkennd-
ur í íslensku samfélagi þrátt íyrir
að hundahald sé staðreynd. Það eru
sennilega aðeins þrír staðir á öllu
landinu sem leyfa hundahald en það
era Hafnarfjörður, Álftanes og
Akureyri. Annarstaðar eru hunda-
eigendur með hundana sína á und-
anþágu frá reglugerðinni; þessu
þarf að breyta,“ sögðu þær.
Ástæðuna telja þær Þórhildur og
Emilía aðalega vera byggða á for-
dómum og þröngsýni. „Það er svo
stutt síðan við komum út úr mold-
arkofunum og því þykir hundurinn
óhreint dýr sem á ekki að vera í hý-
býlum manna, hvað þá í borg,“
sagði Emilíja. „Við eram komin svo
langt frá náttúrunni að það er um-
hugsunarvert, við sem ættum að
vera stutt frá henni því saga lands-
ins er stutt, miðað við önnur lönd.
Hundaeigendur era alltaf að berj-
ast við fordóma í garð hundanna
sinna, en það er sennilega líka
vegna þess að hundahald í þeirri
mynd sem það er í dag er svo ungt.
Oft heyrir maður að hundar eigi
bara að vera í sveit og hafi það best
þar. Þetta er ekki rétt því hundar
vilja vera með manninum. Við erum
t.d. með hundakyn í dag sem gæti
aldrei lifað í sveit eins og hundur-
inn gerði hér áður. Jórunn Sören-
sen, fyrrverandi formaður dýra-
verndunarfélagsins, sagði eitt sinn
að „borgimar eru nógu góðar fýrir
okkur en þær era ekki nógu góðar
fyrir hundana," sagði Þórhildur.
Þær stöllur telja að hundurinn
þurfi fyrst og fremst að fá viður-
kenningu frá yfirvöldum. „I Sví-
þjóð, og Danmörku sjálfsagt líka,
er rekinn hundaskóli á vegum ríkis-
ins þar sem hundaeigendum er
kennt að umgangast hundinn.
Víða erlendis era hundar notaðir
í því skyni að byggja upp einstak-
linga sem eiga við einhverskonar
fötlun að stríða og einnig gegna
þeir mikilvægu hlutverki í lög-
gæslu. Ekki má gleyma því mikla
félagslega hlutverki sem hundar
gegna hjá gömlu fólki, sem oft á tíð-
um einangrast í þjóðfélagi hraðans.
Þetta á sér að sjálfsögðu bara stað í
þeim þjóðfélögum þai’ sem hundur-
inn er viðurkenndur," sagði Emilía.
Trassamlr alls staðar
En nú snerist umræðan að óþæg-
indum sem fólk getur orðið fyrir af
hundum, eins og hundaskíturinn og
lausum dýram. „Við sem eigum
hunda viljum nú ekki frekar en hin-
ir stíga í hundaskít en trassarnii'
era alls staðai’ - meðal hundaeig-
enda líka. Það er sjálfsagt mál að
hafa hundinn í bandi og að þrífa
upp eftir hann. Stundum verður
maður vitni að því að hundaeigandi
þrífur ekki upp eftir hundinn sinn.
Þá er gott ráð að spyrja: gleymdist
pokinn? og rétta fram einn,“
Hundurinn er ekki leikfang og
hundaeigandinn verður að bera
ábyrgð á sínu dýri. „Það er rangt
að fá sér hund með það fýrir augum
að hann verði eitthvert leikfang
fýrir börnin. En þau geta lært mik-
ið á því að hafa hund inni á heimil-
inu. Þau geta upplifað lífsmynstrið í
gegnum hundinn, því líf hundsins
er miklu styttra en þeirra,“ sagði
Þórhildur og bætti við: „Börnin sjá
jafnvel þegar hundarnir para sig,
þau sjá þegar tíkin gýtur og þegar
hún hlúir að hvolpunum sínum, síð-
an upplifa þau viðskilnaðinn við
hvolpana þegar þeir fara til ann-
arra eigenda. Þau þurfa að hugsa
um hundinn ef hann verður veikur
og þegar hann verður gamall. Síðan
kemur að endalokunum - sjálfum
dauðanum."
Mlkll framför
En þær Emilíja og Þórhildur líta
björtum augum á framtíðina þvi al-
menn hundaeign landsmanna er að
aukast og eftir því sem hún eykst
þá breytist viðhorfið. „Garðbæing-
ar hafa sýnt framför í þessa átt
hvað varðar skiltin. í staðinn fyrir
skiltin með hundinum og striki yfir
hann, sem þýðir að hundurinn er
óvelkominn er farið að hafa hund í
bandi sem þýðir að hundurinn má
vera á svæðinu ef hann er í bandi,
þetta eitt og sér mikil framfór.
Ungum hundaeigendum fer
stöðugt fjölgandi og í kjölfarið
fjölgar meðlimum í Hundaræktar-
félagi Islands. Þessir krakkar hafa
brennandi áhuga á öllu sem hund-
inum viðkemur og þau eru mjög vel
inni í málum félagsins. Mörg þeirra
hafa alist upp með hundum og eru
því laus við alla fordóma. Þau eiga
vonandi eftir að marka tímamót í
sögu hundahalds á íslandi," sögðu
þær að lokum.
Þegar besti vinurinn deyr
JÓLIN eru hátíð samverunnar um
gleðigjafann, en þau fjalla um
raunveruleikann, ljósið og
myrkrið. Á annan dag jóla er text-
inn um dauða Stefáns píslarvotts
og heitir Stefánsdagur frumvotts.
Þegar besti vinurinn deyr er það
mikið áfall fyrir alla í fjölskyld-
unni. En okkur ber að hugsa til
þess hve börnin taka sér þetta
nærri. Þess vegna er nauðsynlegt
að hugleiða hvernig við getum
veitt úti’ás tilfinningum okkar, en
ekki síst barnanna, hvernig við
getum hjálpað þeim til að syrgja á
þann hátt sem hjálpar þeim.
Tinna var orðin mikið veik af
krabbameini þá uin vorið. Spurn-
ingin var hvenær æxlið brytist út,
svo stórt var það. Því var á síðustu
stundu leitað til dýralæknisins. Ég
gleymi ekki því trúnaðartrausti
sem lýsti sér í augum hennar er
hún leyfði mér að halda laust um
vinstri framfótinn meðan dýra-
læknirinn var að finna æð, sem var
mjög seinlegt og þurfti margar til-
raunir. En ekki hreyfði hún sig.
Hún treysti því að hjá mér væri
hún örugg. Og það var hún. Þetta
var það besta eins og komið var.
Hún fékk svo sprautuna og var
önduð á sömu sekúndunni.
Á gólfinu var falleg kista úr
spónaplötu. Við höfðum undirbúið
þetta vel, leituðum til vinar sem
benti okkur á trésmið á Akranesi
sem smíðar kistur fyrir slík tilefni.
Hann hafði koinið með hana um
leið og hann átti erindi í bæinn. Nú
stóð hún þarna og við kistulögðum
Tinnu. Hún lagðist á hægri vang-
ann sinn og við lokuðum kistunni.
Kistan stóð uppi í bflskúrnum
einn sólarhring, svo var haldið
austur í Ölfus þar sem við eigum
hektara. Með okkur fóru tvö
barnabarnanna, Ólafur Stefánsson
til að bera með mér og Guðrún
Lilja Tryggvadóttir, systir hans.
Konan mín hafði skreytt kistulokið
fallega og fest þar uppáhaldsleik-
fangið hennar, gúmmfkarl, sem
hún hafði eitt sinn fengið í jóla-
gjöf. Með þá jólagjöf var hlaupið
marga hringi kringum borð og
stóla og alla viðstadda, eins og
Tinnu var vandi er hún fékk pakka
á aðfangadagskvöld, til þess að all-
ir gætu séð og dáðst að, og svo að
Iokum lagst niður og rifið utan af
pakkanum, sem í þetta sinn hafði
verið þessi gúmmíkarl, sem hún
hafði mikið dálæti á. Hann tísti um
leið og hún beit í hann, það fannst
lienni mikið ævintýr! Nú fylgdi
hann henni síðasta spölinn og fór
með henni í gröfina. Nokkrum
dögum áður hafði ég tekið gröfina
þar sem fallegt var umhverfis og
nú bárum við Óli hana þangað út,
létum kistuna standa við grafar-
bakkann um stund meðan við
leiddum hugann að liðnum
ánægjustundum og tókum myndir
sem hin 15 barnabörnin mundu
vilja sjá til þess að geta syrgt
Tinnu sína á þann hátt sem hæfði
tilfinningalífi þeirra. - Svo létum
við kistuna síga. -
Við settum blóm á leiðið og síðar
í mánuðinum komu barnabömin úr
Hruna, Bjarki og Nanna IDin, Hall-
dórsbörn og Guðrúnar, og plöntuðu
greniplöntum á gröfina og áttu þar
sína stund. Öll hin fengu svo að sjá
myndirnar. Það var þeim augsýni-
leg fróun að sjá að Tinna hafði hlot-
ið þá umhyggju látin sem hún hafði
veitt öðrum í lifanda lífi. Hvað þau
öll hugsuðu, veit ég ekki, en ég
varð var við það af látbragði þeirra
og viðbrögðum að þeim veittist
auðveldara að komast yfir sorgina
vegna þess að vel var að öllu staðið.
Því að dauðinn er partur af Iffinu,
það uppgötva börnin þegar besti
vinurinn deyr.
Þórir Kr. Þórðarson.