Morgunblaðið - 14.06.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 14.06.1997, Síða 4
ámm |K«r0intitlaMb GOLF Fyrsta högg- ið á 18 holu vellinum NÝI 18 holu golfvöllurinn að Korp- úlfsstöðum var opnaður í gær, en hafist var handa við gerð hans 13. júní 1995 og níu fyrstu holumar voru opnaðar fyrir ári . Fyrrverandi formenn Golfldúbbs Reykjavíkur komu saman við þetta tækifæri og núverandi stjórn golfklúbbsins auk fleiri kylfínga. Meðal gesta var Hannes Þorsteinsson, sem hannaði völlinn og Stefán Hermannsson borg- arverkfræðingur sló upphafshöggið og var myndin tekin við það tæki- færi. Viðstaddir virðast horfa afar spenntir á eftir kúlunni. Reiknað er með að þessi nýi völlur verði formlega vígður í tengslum við Landsmótið í sumar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg AKSTURSIÞROTTIR Kapphlaup við tímann Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson LOKAMYND er hér að komast á Dodge Ram-torfærujeppa Rafns Harðarsonar, sem verður sá fyrsti með útlitl nýs jeppa á markaðnum hérlendis. Jeppinn verður með nýrrl 700 hest- afla vél og allur annar búnaður verður nýr. MIKIÐ kapphlaup var hjá Rafni Harðarsyni og aðstoðarmönn- um og Haraldi Péturssyni og aðstoðarmönnum að Ijúka smíði yfirbyggingar torfæru- jeppa með útliti nútímajeppa fyrir torfærukeppni í Jósepsdal í dag. Rafn er búinn að smíða nýjan jeppa með Dodge Ram- útliti og Haraldur er að setja Musso-yfirbyggingu á sitt gamla ökutæki, meistarajepp- ann þrautreynda. Auk þessara kappa eru aðrir búnir að breyta, m.a. Gísli G. Jónsson í Þorlákshöfn. „Ég ákvað að smíða nýja skrifar snúin. Þá er ég að setja loftpúðafjöðr- un allan hringinn, var með loftpúða að framan á Akureyri, en ætla að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Gísli. Hann var óheppinn í síðustu keppni, vélin gafst upp í mikilvægri þraut. „Ég komst að því eftir keppn- ina að vélin hafði ryksugað gryíj- urnar, var full af mold. Lofthreins- ari hafði klofnað og sogaði moldina inn í vél og kertin mótmæltu, hættu að virka. Ég hreinsaði vélina og verð tilbúinn í slaginn, reyndar á síðustu stundu,“ sagði Gísli. Haraldur og Rafn verða líka sein- ir fyrir. Rafn er búinn að smíða jeppa frá grunni með Dodge Ram- útliti. „Ég setti vélina í gang og hún hljómar fallega, á örugglega eftir að kitla einhvetja. Þetta hefur verið miklu meiri vinna en ég og aðstoðarmenn mínir bjuggumst við, en það verður spennandi að mæta á spánýjum jeppa,“ sagði Rafn, sem verður búinn að prófa jeppann fyrir keppni. Haraldur ætlaði að reyna að koma Musso-yfirbyggingu á sinn jeppa, en óljóst var í gærkvöldi hvort það tækist í tæka tíð. „Ég verð að gera betur en í fyrsta mót- inu, þar sem ég varð fjórði. Verð að vinna í Jósepsdal. Ég hef breytt fjöðruninni lítilsháttar sem vonandi kemur til góða,“ sagði meistarinn. Átta þrautir verða eknar í Jós- epsdal og sigurvegarar síðasta móts, Einar Gunnlaugsson frá Ak- ureyri og Gunnar Pálmi Pétursson frá Hornfírði, verða báðir meðal keppenda. Fjögur mót af fimm gilda til lokastiga og úrslitin í mótinu núna geta ráðið miklu um framhald- ið. Keppt verður á Egilsstöðum, á Akranesi, í Jósepsdal og á Hellu. Villenuve á heimavelli KANADABÚINN Jacques VU- lenueve verður á heimavelli í kanadíska Formula 1 kapp- akstrinum á morgun. Hann ekur Williams Renault og hefur for- ystu í stigakeppni ökumanna. Er með 30 stig, en Þjóðveqinn Michael Schumacher er með 27. Brautin sem ekin verður er skírð eftir föður Villenueve, Gilles Villenueve sem lést í kappakstri. Hann þótti einn snjallasti ökumaður síns tima og vann sinn fyrsta sigur á brautinni í Kanada. Sonur hans á nú brautarmetið í einum hring í keppni, 1.21,916 mínútur sem þýðir 194 km meðalhraða. Keppnin í Montreal verður 305 km löng, en 69 hringir eru eknir á braut, sem er bæði hröð og hæg. Mesti hraði er 310 km á klukkustund, en minnsti um 75 í einstökum beygjum, en hluti brautarinnar er hluti af vegkerfí borgarinnar. Reynir mikið á hæfni ökumanna á bremsum og gírskiptingum í þessari braut, en bensíneyðslan er líka mikil. I síðustu keppni lentu margir ökumenn í vand- ræðum með dekkjabúnað sinn. Villenueve sýndi mikla kænsku, ók af meiri mýkt en aðrir og kom þannig í veg fyrir óþarfa slit á dekkjum. A meðan lentu helstu keppinautar hans í vand- ræðum vegna dekkjaslits. Á æfingum Magny Cours brautinni í Frakklandi fyrir skömmu náði Jean Alesi besta aksturstíma ökumanna, en hann varð þriðji í síðustu keppni. Jordan ökumennirnir Giancarlo Fisichella og Ralf Schumacher náðu einnig mjög góðum tímum og eru bjartsýnir fyrir keppnina í Kanada. Á æfingum í Montre- al í gær var Þjóðverjinn Heinz Harald Frentzen með bestan tima i brautinni, 1.20,289 mín., Giancarlo Fisichella náði næst besta tíma og Villeneuve var þriðji í röðinni. Kvennaliðið til Kanada KVENNALANDSLIÐ íslands í handknattleik leikur á æfingamóti í Kanada 27. júní til 1. júlí. Liðið, sem leikur í forkeppni Evrópumóts- ins í haust, er þannig skipað: Fanney Rúnarsdóttir, Stjörnunni, Helga Torfadóttir, Víkingi, Vigdís Sigurðardóttir, Haukum, Anna Blöndal, ÍBA, Auður Hermanns- dóttir, Haukum, Björk Ægisdóttir, FH, Brynja Steinssen, KR, Dagný Skúladóttir, FH, Halla María Helgadóttir, Sola, Harpa Melsteð, Haukum, Heiða Erlingsdóttir, Vík- ingi, Herdís Sigurbergsdóttir, Stjörnunni, Hrafnhildur Skúladótt- ir, FH, Inga Fríða Tryggvadóttir, Stjömunni, Svava Sigurðardóttir, Eslövs og Thelma Ámadóttir, Haukum. Landsliðið á Polar Cup LANDSLIÐ 22 ára og yngri í körfu- knattleik er í Ósló í Noregi, þar sem Polar Cup mótið hefst í dag og lýk- ur á miðvikudag. Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari stjórnar liðinu. Eftirtaldir skipta hópinn: Gunnar Einarsson, Elentínus Margeirsson og Þorsteinn Húnfjörð úr Keflavík, Páll Kristinsson og Órv- ar Kristjánsson úr Njarðvík, Páll Axel Vilbergsson og Helgi Jónas Guðfinnsson úr Grindavík, Daníel Árnason úr Haukum, Bergur Emils- son úr Val, Fannar Ólafsson úr Laugdælum, Hafsteinn Lúðviksson úr Þór og Arnar Kárason úr Tinda- stóli. Kænur og bretti til sölu ÁKVEÐIÐ hefur verið að selja allan þann búnað sem notaður var við keppni á seglbátum og brettum á Smáþjóðaleikunum í síðustu viku, í stað þess að senda hann aftur utan. Báðar gerðir era í ólympíuflokki kæna og bretta og valin af ólympíu- nefndum, þar sem þessar gerðir þykja henta vel fyrir æfða siglinga- menn svo og byrjendur. Um er að ræða 22 Laser-báta og 18 Mistral-bretti. Þess má geta að brettin eru með tveimur seglum og aukabúnaði, svo sem möstrum og bómum. Þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér búnaðinn og greiðsluskilmála í aðstöðu íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur við Fossvog í dag. Selj- andi er Siglingasamband Islands fyrir hönd Ölympíunefndar. Einnig má leita upplýsinga í 564 4477 og 898 2757. Smellubiixur Kringlunni 8-12 • Sími 568 6010

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.