Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 D 5 IÞROTTIR ínémR FOLX 0 GUÐMUNDUR Sigurbjörnsson var endurkjörinn formaður Iþrótta- félagsins Þórs á Akureyri á aðal- fundi fyrir skömmu. Gísli Kr. Lór- enzson kom inn í stjórnina og var kjörinn varaformaður. Aðrir í stjórn eru: Aðalheiður Stefánsdóttir, Bjarni Kristinsson, Andri Gylfa- son, Halldór Gestsson, Óðinn Geirsson og Þórarinn B. Jónsson. ■ PAULO Di Cnnio, leikmaður skoska liðsins Glasgow Celtic, fór ekki með liðinu í æfingabúðir í Hol- landi. Forráðamenn liðsins vissu ekki hvert hann fór og ríkir nú mikil óvissa um framtíð hans hjá félaginu. ■ DELY Valdes, knattspyrnumað- ur frá Panama, hefur lýst yfir áhuga á að fylgja þjálfaranum Oscari Washington Tabarez til Oviedo á Spáni - ef þjálfarinn fer þangað. Tabarez var látinn taka pokann sinn hjá AC Milan í desember síðastliðn- um eftir slakt gengi félagsins. ■ JOHANN Berger, faðir austur- ríska ökuþórsins Gerhards Ber- gers, lést í flugslysi í Austurríki í gær, 62 ára að aldri. Berger, sem var einn á ferð, flaug flugvél sinni utan í 700 metra hátt fjall í Tíról- héraði en mikil þoka er talin örsök slyssins. ■ KRÓATÍSKI körfuknattleiks- maðurinn, Dino Radja, er að öllum líkindum á förum frá Boston Celtics í bandarísku NBA-deildinni til Pan- athinaikos á Grikklandi. Boston ætlaði upphaflega að selja Radja til Philadelphia 76ers en hann stóðst ekki læknisskoðun og varð því ekk- ert úr samningum. ■ KÍNVERSKI lyftingamaðurinn, Wan Jianhui, setti í gær heimsmet í 70 kílógramma flokki í snörun. Wan, sem er 24 ára gamall, snaraði 163 kg í þriðju tilraun og bætti þar með fyrra heimsmetið. sem sett var af Zhang Xugang á ÓL í Atlanta í fyrra, um 0,5 kg. Morgunblaðið/Golli KÁRI Steinn Reynisson, sóknarleikmaður ÍA, í baráttu vlð tvo leikmenn CSKA Moskva, sem lagði Skagamenn að velli í Evrópukeppni meistaraliða í fyrra. HANDKNATTLEIKUR Afturelding í EHF-keppnina Leikmenn og þjálfari borga brúsann Afturelding taka bát hefur ákveðið að taka þátt í Evrópukeppninni í handknattleik, EHF-keppninni, á næstu leiktíð en áður höfðu forráða- menn félagsins lýst því yfir að ekk- ert yrði af þátttöku. „Þessi ákvörðun er tekin að frumkvæði leikmanna og þjálfara," sagði Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar Afturelding- ar í gær. En hvað hefur breyst frá fyrri ákvörðun? „Það sem hefur breyst er það að leikmenn og þjálfari óskuðu ein- dregið eftir því að fá að taka þátt og þeir ætla sér um leið að bera allan kostnað af þátttökunni. Stjórn félagsins kemur þar hvergi nærri. Þetta þýðir að ef það verður tap á þátttökunni verða leikmenn og þjálfari að bera hann, verði hagnað- ur skiptist hann jafnt niður að á hópinn á sama hátt og tapið,“ sagði Jóhann ennfremur. „Við sem erum í stjórn stöndum hins vegar þétt við bakið á leikmönnum og þessi ákvörðun þeirra er gerð með fullri vitund og vilja stjórnar. Við erum hreyknir af þessum djarfa hópi okk- ar sem vill tefla svo djarft sem raun ber vitni um.“ Jóhann sagði að hugmyndin um að endurskoða fyrri ákvörðun hefði kveiknað hjá leikmönnum í fram- haldi af því KA tilkynnti þátttöku Ivan Golac, þjálfari IA, er bjartsýnn á leikinn við slóvaska liðið Kosice Gott að leika fyrst í Slóvakíu DREGIÐ var í Evrópumótunum þremur íknattspyrnu ígær. ís- lands- og bikarmeistarar Skaga- manna taka þátt íforkeppni að undankeppni Meistaradeildar Evrópu og dógust þeir á móti Kosice frá Slóvakíu. Eyjamenn taka þátt f Evrópukeppni bikar- hafa og fengu Hibernians frá Möltu en KR-ingarfengu Dinamo Búkarest frá Rúmeníu í Evrópu- keppni félagsliða, UEFA. Eg veit að Kosice er mjög gott lið með marga snjalla leikmenn innan- borðs og þessir leikir verða því án efa erfiðir,“ sagði Ivan Golac, þjálfari Skagamanna, við Morgunblaðið í gær. „Slóvakía er góð knattspyrnuþjóð sem ieikur ekki ósvipað og Tékkar, Rússar og Júgóslavar, en landsliðið, þar sem í kvöld Knattspyrna Bikarkeppni karla, 8-liða úrslit: Borgarnes: Skallagrímur - KR ...20 Valsvöllur: Valur - Keflavík ...20 2. deild karla: Garður: Víðir-HK ...20 3. deild karla: Ásvellir: ÍH - KFR ...20 Ármannasvöllur: Léttir - Haukar ...20 Grýluvöllur: Hamar - Ármann ...20 Akranes: Bruni - Grótta ...20 Grindavtk: GG - Njarðvík ...20 Ólafsvík: Víkingnr - UMFA ...20 ísafjörður: Reynir - Bolungarvík ...20 Grenivík: Magni - Hvöt ...20 Hofsós: Neisti H. - KS ...20 Sauðárkr.: Tindastóll - Nökkvi ...20 Fáskrúðsfj.:Leiknir- Neisti ...20 nokkrir leikmanna Kosice eiga sæti, er einmitt í sama undanriðli fyrir HM og Júgóslavarnir. Ég sá leik þessara liða í riðlinum ekki alls fyrir löngu og Slóvak- ía er með öflugt lið. Ég tel hins vegar að við höfum verið heppnir að fá útileik- inn fyrst því það er alltaf erfitt að leika úti í síðari leik,“ sagði Golac. „Við munum gera okkar besta í þess- um viðureignum, en við tökum þó aðeins einn leik fyrir í einu og í dag einbeitum við okkur að leiknum á móti IBV í deild- inni á sunnudaginn. Síðan er næsta verk- efni okkar deildarleikur á móti Leiftri en eftir það höfum við viku til þess að búa okkur undir Evrópukeppnina. Ég er annars bjartsýnn á að ef við leggjum okkur alla fram, eins og við munum svo sannarlega gera, þá munum við ná hag- stæðum úrslitum úr þessum leikjum,“ sagði Golac. Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV Fyrir dráttinn í Evrópukeppni bikar- hafa voru Eyjamenn settir í sterkari hópinn og drógust því á móti liði sem talið er lakara. Lið frá Möltu hafa ekki verið hátt skrifuð í Evrópu. „IBV var í sömu sporum í Evrópu- keppninni í fyrra en komst samt ekki áfram, sem sýnir að ekkert er öruggt í þessu,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálf- ari ÍBV. Hibs tapaði í bikarúrslitum á dögun- um fyrir landsmeisturunum rétt eins og ÍBV tapaði fyrir íslandsmeisturunum í bikarúrslitum liðins árs. Haraldur Haraldsson, þjálfari KR Dinamo Búkarest er eitt elsta knatt- spyrnufélag Rúmeníu. 14,sinnum hefur það fagnað rúmenska meistaratitlinum, síðast 1990 og 1992, og því er spáð sigri á komandi tímabili. „Dinamo hefur verið topplið í gegnum tíðina og ljóst er að við byijum á alvör- unni,“ sagði Haraldur Haraldsson, þjálf- ari KR. „En ekki þýðir að leggja árar í bát þótt mótherjarnir séu sterkir og mögu- leiki hefði verið á að fá léttari andstæð- inga. Við erum með breiðan og sterkan hóp og gerum okkar besta til að þetta verði skemmtilegt." KR-ingar eiga fyrst heimaleik og reyndu að fá því breytt. Bolton vill fá Arnar ARNARI Gunnlaugssyni hefur verið boðinn þriggja ára samningur hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Bolton. Arnar lék eins og kunnugt er með Skagamönnum í tveimur síðustu leikj- um þeirra í Sjóvár-Almennra deild- inni, en það verða hins vegar forráða- menn franska liðsins Sochaux sem munu ráða því hvort hann fer til Bol- ton eður ei. Arnar er samningsbund- inn Sochaux og fékk hann eingöngu leyfi til að leika með í A gegn því skil- yrði að hann myndi ekki fara til neins annars félags á þessu keppnistímabili. í Evrópukeppninni. Leitað hefði verið hófanna um styrk frá bæjaryf- irvöldum í Mosfellsbæ, sambærileg- um því KA hlaut. Þeirri beiðni hefði verið tekið fálega og leikmenn tek- ið frumkvæðið í framhaldinu með þeim málalyktum sem hér er rakið. „Hérna taka leikmenn frumkvæðið við halda merki félagsins og bæjar- ins uppi og það er vel. Vonandi verður það til enn jákvæðari andi skapist í kringum liðið en verið hefur,“ sagði Jóhann. ÚRSLIT~" Knattspyrna Bikarkeppni kvenna 8-liða úrslit: ÍBV-KVA............................6:0 Fanný Yngvadóttir 2, Elísa Sigurðardóttir, Erna Þorleifsdóttir, Eva Sveinsdóttir, Elena Einisdóttir. • Leiðrétting: Guðlaug Jónsdóttir gerði ekki mark þegar KR vann ÍA í fyrrakvöld, heldur gerði Olga Færseth tvö mörk fyrir KR. Hjólreiðar Nicola Minali frá Ítalíu kom fyrstur í mark á 5 kls. 46.42 mínútum á fjórðu leið Frakk- landskeppninnar. Hjólað var 223 km frá Plumelec til Le Puy-Du-Fou. Staðan eftir fjórar leiðir: 1. Mario Cipollini (Ítalíu)......21:56.46 Aðrir keppendur eru sek. og mín. á eftir honum. 2. Erik Zabel (Þýskalandi)..............4 3. Chris Boardman (Bretlandi)..........35 4. Jan Ullrich (Þýskalandi)............37 5. Franck Vandenbroucke (Belgíu).......41 6. Abraham Olano (Spáni)...............45 7. Laurent Jalabert (Frakkl.).........47 8. Frederic Moncassin (Frakkl.).......51 9. Pascal Lino (Frakkl.)............1.00 10. Oscar Camenzind (Sviss).........1.03 11. Peter Luttenberger (Austurríki).1.04 12. Davide Rebellin (Ítalíu)........1.05 13. Daniele Nardello (Italíu).......1.13 14. Jean-Cyril Robin (Frakkl.)......1.16 15. Frankie Andreu (Bandar.)........1.19 16. Richard Virenque (Frakkl.)......1.19 17. David Etxebarria (Spáni)........1.23 18. Laurent Madouas (Frakkl.).......1.29 19. Adriano Baffi (Italíu)..........1.35 20. Georg Totschnig (Austurriki)....1.35 HELGARGOLFIÐ Fyrirtíekjakeppni GSÍ Fyrirtækjakeppni GSÍ verður á Hellu á föstudaginn. Sauðárkrókur Opna Flugleiðamótið verður á laugardag og sunnudag, 36 holur með/án forgjafar. Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs Opna Snæfellsmótið verður á Egilstöð- um á laugardag og sunnudag, 36 holur með og án forgjafar. Vestmanneyjar Opna Valcanomótið verður í Eyjum á laugardag og sunnudag, 36 holur með og án forgjafar. Golfklúbbur Reykjavíkur Opna Póst og síma mótið verður á Graf- arholtsvelli álaugardag, 18 holu punkta- keppni. Selfoss Opna Selfossmótið verður á laugardag,' 18 holu punktakeppni. Garðabær Opna Aiwa verður í Garðabænum á laugardag, 18 holur með/án forgjafar. Borgarnes Opna Gavalia-mótið verður á laugardag, 18 holur með og án forgjafar. Dalvik Opna Pepsi-mótið verður á vellinum við Dalvík á laugardag, 18 holur með og án forgjafar. Keilir Opna Dubliners verður hjá Keili á laug- ardag og verður ræst úr frá kl. 20 um kvöldið, 18 holur með og án forgjafar. Akranes Opið mót verður á Akranesi á sunnu- dag, 18 holur með og án forgjafar. Háforgjarfamót Heklumótið, fyrir þá sem hafa 20 eða meira í forgjöf verður á Hellu á laugar- daginn og annað háforgjafarmót verður hjá Kyli í Mosfellsbæ á sunnudaginn. Kvennamót Opna J.G. silfurmótið verður hjá Keili á laugardag, 18 holur með/án forgjafar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.