Morgunblaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1997 B 3 „Skordýrin koma alltaf aftur og því get- ur eins dugað að hrekja þau burt með kröftugri vatnsbunu í stað eiturs." ÍSLENSKAR villiplöntur. Þor- steinn segir hraunsteinana upp- haflega hafa verið setta í beðið til bráðabirgða. Plöntunum og grösunum virðist hins vegar líka vel nærvera þeirra þar sem þau spretta undan og á milli grjót- anna svo ákveðið hefur verið að leyfa hrauninu að vera áfram. Sökum sólarleysis var grasflötin við beðið erfið við- fangs svo brugðið var á það ráð að þekja hana steinum. Nú iðar steinflötin af lífi. BLÁBERJAPLANTAN er harðgerð. Hún var sett út snemma í vor og fraus í byrjun maí en virðist ætla að standa það af sér. FRÁ VILLIGARÐINUM Þor- steinn beitir ekki kantskera þar sem grasflötin mætir blóma- beðum heldur leyfir grasinu að halda sinni óreglulegu lögun. Sé grasflötin sjaldan slegin má sjá ýmsan gróður blómstra í grassverðinum sem að öllu jöfnu fær ekki að njóta sín. Grænn litur laufanna ræður nú ríkjum í garðinum en litadýrðin er mest á vorin þegar haust- laukamir blómstra undir lauf- lausum trjánum. Auk þess uppgötvaði hann að að glaðværir for- stöðumenn væru líklegri til þess að bera umhyggju fyrir undirmönnum sinum. Þá þykir jákvætt að karl- kyns umsjónarmenn slái á létta strengi þótt það ráði ekki úrslitum við mat á skiptah'finu að karlmenn úr röð- um yfirmanna segi fleiri gaman- sögur og þyki skemmtilegri en frammistöðu þeirra. Græskulaust gaman og sjálfs háð ná bestum árangri að mati Deckers en hann mælir samt konur í sömu stöðu. Decker, sem er prófessor í stjórnunarfræðum við Maryland- háskóla, komst ennfremur að því að yfirkonur sem beita mein- lausri kímni, væru hæfari til þess að koma hlutum í verk en alvarlegri kollegar af hinu kyn- inu. sem áður með að seglum sé hag- að eftir vindi. Þegar öllu er á botninn hvolft fellur áreynslu- laus og ósjálfráð kímni í betri jarðveg en brandarar sem búið er að æfa og leggja á minnið. „Yfirmenn eiga ekki að haga sér eins og gamanleikarar á sviði,“ segir hann loks. . •• Morgunblaðið/Amaldur JÓGAÆFINGAR í garðinum. Þegar Sælukot opnaði fyrir 12 árum voru um 40 börn í vistun og 30 börn á biðlista. Nú hefur fjöldinn verið takmarkaður við 25 börn. Safnað fyrir Sælukot Á STÆRRI myndinni eru Dídí sem hóf starfsemina á íslandi og Álfdís Ax- elsdóttir fyrir framan Sælukot. Á þeirri minni er Dídí sú sem nú fer með rekstur leikskólans að gera slökunaræfingar með börnunum. Báðar koma Dídíarnar frá Filipseyjum en þar hefur hreyfing Ananda Marga náð talsverðri útbreiðslu. í 20 ár hefur verið starfræktur leikskóli í Skerjafirði á vegum An- anda Marga hreyfingarinnar ind- versku. Dídí er indverskt orð yfir systir og það nafn bera kvenkyns meðlimir hreyfingarinnar. Hér er nú stödd sú Dídí er hóf starfsem- ina á íslandi og kom á fót leikskól- anum Sælukoti. Stýrir hún áheita- söfnun vegna fyrirhugaðrar við- byggingar leikskólans en á morg- un, laugardaginn 12. júlí kl. 13, verður efnt til hjólarallýs og göngu frá Skerjafirði í Öskjuhlíðina og að því loknu skemmtunar á leikskóla- lóðinni. Dídí vonast til að sem flestir af þeim sem dvalið hafa í leikskólanum frá stofnun árið 1977 sjái sér fært að mæta. Hugmyndafræði Ananda Marga byggir á ný-mannúðarstefnu. Á Sælukoti er lögð áhersla á heimil- islegt andrúmsloft og Dídí segir mikilvægt að ekki sé litið á leik- skóla sem geymslustað fyrir börn heldur stað þar sem þau læri að þroska hæfileika sína í gegnum leiki og listræna tjáningu. Bömun- um er kennt að umgangast hvert annað sem og plöntur og dýr af virðingu og með kærleikann að leiðarljósi. Börnin neyta einungis grænmetisfæðis og á hverjum degi hreiðra þau um sig í Hringnum þar sem þau gera jógaæfingar, syngja og leggjast niður um stund með lokuð augun í hugleiðsluæf- ingum. Á undan og á eftir æfing- unum er farið með svokölluð möntu-vers á sanskrít máli. „ísland er mitt annað heimili" Dídí bjó hér um 14 ára skeið en síðustu árin hefur hún dvalið á Englandi þar sem hún nam nátt- úrulækningar. Hún hefur séð um rekstur leikskóla Ananda Marga á Norðurlöndunum en segir að senn muni hún kveðja norðrið og halda til annarra heimsálfu. Hún veit ekki hvort hún verður send til Ind- lands eða Afríku en fullyrðir að Is- land eigi alltaf eftir að vera henni ofarlega í huga. „Ég bjó hér svo lengi og hér hef ég eignast marga vini. Ég er fædd á Filipseyjum en þangað hef ég ekki komið lengi og því er ísland eins og mitt annað heimili," seg’v Dídí. Áheitasöfiiunm tengist reyndar námi Dídíar á Englandi því með- fram námi í grasalækningum sótti hún hálfs árs námskeið í sjálfstján- ingu og stjórnunarfræðum (Land- mark education of self-expression and leadership program) og hluti þess náms fól í sér stjórnunarverk- efni að eigin vali. Dídí bárust fregnir af fyrirhuguðum bygging- arframkvæmdum og endurbætum á Sælukoti og sá að fjársöfnun til þessara verka gæti um leið nýst henni í stjómunamáminu. Peningar af himnum ofan Það hefur alltaf verið stefna Dídíar að eiga fyrir framkvæmd- um í stað þess að taka lán. Hún lýsir því hvemig tókst með undra- verðum hætti að reisa leikskólann Sælukot á 8 mánuðum eftir 3 erfið ár þar sem starfsemin var á hrak- hólum eftir að hafa misst uppruna- legt húsnæði sitt að Einarsnesi 76 í Skerjafirði. Álfdís Axelsdóttir, kennari, kynntist Ananda Marga árið 1978. Hún starfaði um tíma hjá leikskól- anum og hefur síðan verið viðloð- andi starfsemina. Dídí segir að þegar leikskólinn hafi misst hus- næði sitt í Einarsnesi hafi þær Álf- dís brugðið á það ráð að vera með 10 böm á Karlagötunni þar sem þær bjuggu báðar. „Það var mikill skortur á dagheimilum. Fólk sá til mín á gangi með börnin 10 í eftir- dragi og fljótlega urðu fyrirspurn- ir um bamagæslu margar. Móðir nokkur var í stökustu vandræðum og þegar ég sagði henni að ég hefði ekki pláss fyrir fleiri böm á heimili mínu þá stakk hún upp á því að ég kæmi í stórt herbergi á heimili hennar á Flyðmgranda. Þanngað flutti ég gæsluna og börnin urðu 16,“ segir Didí. Þegar að lóðin í Skerjafirðinum fékkst eftir 3 ára bið var hafist handa við byggingu strax. „Fólk spurði mig hvar við ætluðum að fá peninga fyrir framkvæmdunum og ég svaraði þeim til að peningamir kæmu af himnum ofan,“ segir Dídí og hlær. Hún trúði því alltaf að með vilja og samstöðu aðstand- enda skólans yrði nýi leikskólinn brátt að vemleika. Æ síðan hafa foreldrar barna á leikskólanum skuldbundið sig til að vinna í garði skólans og að viðhaldi og endur- bótum á húsnæðinu sem fram fer tvær helgar á hverju sumri. For- eldrum barna á Sælukoti hafa nú verið send bréf með áheitalista fyrir byggingasjóð skólans en einnig hefur verið stofnaður reikn- ingur nr. 311-03-225935 í Búnaðar- banka íslands. Nánari upplýsingar má fá á bamaheimilinu Sælukoti. HS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.