Morgunblaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR11. JÚLÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ - DAGLEGT LIF ERLA SIGURBJORNSDOTTIR OG EYSTEINN JÓNSSON “"-'•5S3ÍSÍ5 það hSi verið mjög gott * Heimsókn til gamla bæjarins í tilefni afmælis ERLA Sigurbjömsdóttir og Ey- steinn Jónsson fluttu til Hafnar í Homafirði árið 1972 og bjuggu þar í 12 ár. Þau heimsóttu staðinn í til- efni aldarafmælisins og tóku m.a. þátt í Homafjarðarmannanum. Erla komst í 27 manna úrslit en var mjög óheppin þar og datt út. „Það er alveg einstakt hvað hann Albert er búinn að vinna þetta vel. Hann hefur skapað svo margt skemmtilegt í kring um þetta, til dæmis með því að hafa vemdara mótsins alnafna og bamabam séra Eiríks sem var upphafsmaður Hornafjarðarmanna," Öðruvfsi reglur Hvernig er Homafjarðarmanni ólíkur venjulegum manna? „Maður spilar hann alveg eins en reglumar og stigagjöfin eru öðruvísi. í venjulegum manna em tvistarnir tromp en í Hornafjarð- armanna er líka grand og nóló. Þá byrjar maður á því að draga og ef það spil sem kemur upp er undir fimm er spilað nóló. Ef spilið er á milli fimm og níu er spilað í lit eins og í venjulegum manna en ef það er hærra en níu er spilað grand. Einnig em í stiga- gjöfinni bæði plúsar og mínusar þannig að menn geti fengið refsistig.“ Erlu og Eysteini þótti mjög ánægjulegt að taka þátt í hátíðinni og koma til Hafnar. „Mér finnst ein- kennandi hvað það er mikil hlýja hjá fólki og hvað margir bjóða okkur vel- komin heim,“ segir Erla. „Það er alveg ótrúlegt hvað maður þekkir marga. Einnig finnst mér gott að sjá hvað það hefur orðið mikil breyting til batn- aðar í bænum. Það er allt orðið svo snyrtilegt og bærinn að verða mjög mikill menningarstaður." Atvinnumál réðu flutningum Um ástæðu þess að þau fluttu tii Hornafjarðar á sínum tíma sagði Eysteinn að þar hefðu atvinnumál ráðið ferðinni, en hann var þá ráð- inn gjaldkeri hjá Kaupfélaginu. „Þegar við fluttum hingað á gaml- ársdag árið 1972 þekktum við ná- kvæmlega engan á Homafirði og vissum ekkert hvað við vorum að Margir hafa boðið okkur velkomin heim til Hafnar fara út í. Við höfðum hins vegar búið á Vestfjörðum í fimm ár áður en við komum til Homafjarðar þannig að við höfðum vanist því að vera úti á landi.“ Erla og Eysteinn komu til Hafn- ar með fímm börn og fyrstu tvö ár- in bjuggu þau í húsnæði sem var svo lítið að þau urðu að koma hluta af búslóðinni í geymslu. „Það fór vel um okkur þó að þröngt væri með öll börnin," segir Erla og bæt- ir því við að fólk hafi tekið afskap- lega vel á móti þeim. Saknaði félagslífsins Það voru líka atvinnumál sem réðu því að hjónin fluttu frá Höfn 12 árum síðar. „Það var þó kannski fyrst og fremst það að við vomm komin með þrjár dætur í mennta- skóla fyrir norðan, farin að leigja þar íbúð ár eftir ár með tilheyr- andi kostnaði og sáum ekki fram á að neitt barnanna settist hér að eftir nám. Við gerðum okkur grein fyrir því að ef við ætluðum að fara yrðum við að gera það sem fyrst þar sem það getur verið erfitt að fá atvinnu þegar maður er kominn á sextugsaldurinn." Eysteinn og Erla fóru á Reykjavíkursvæðið og hafa búið þar síðan. Þau segjast hafa sleppt ýmsu er þau fluttu frá Höfn en fengið annað í staðinn. „Ég sakn- aði svolítið félagslífsins til að byrja með,“ segir Erla. „Ég hafði verið í leikfélag- inu, golffélaginu og bridsfé- laginu og Eysteinn í hesta- mannafélaginu. Svo skyndi- lega datt maður út úr öllu í einu.“ „Við höfum nú ekki komið oft hingað síðustu 12 árin,“ segir Ey- steinn. Það er einhvem veginn eins og það sé miklu lengra til Homafjarðar frá Reykjavík en frá Hornafirði til Reykjavíkur." „Mér finnst samt alltaf eins og við eigum hálft í hvoru heima hérna,“ segir Erla, „og krakkarnir tala alltaf um sig sem Hornfirðinga." í lokin biður Erla um að fá að bæta því við að hún vonar að Homfirðingar geri hinn umdeilda vatnstank að perlu Hornafjarðar og fái einhvem góðan listamann til að skreyta hann, hvernig sem staðið verði að bví. TALIÐ er að séra Eiríkur Helga- son í Bjarnanesi (1892-1954) hafi verið höfundur þess afbrigðis af manna sem nefnt hefur verið Homafjarðarmanni. Albert Ey- mundsson, skólastjóri á Höfn í Homafirði, átti hins vegar hug- myndina að heimsmeistaramótinu auk þess sem hann stóð að öllu leyti að framkvæmd þess. Albert var spurður að því hvernig honum fynd- ist hafa til tekist. „Ég er náttúrulega óskaplega hamingjusamur með útkomuna, það að mér hafi tekist að gabba 300 manns til að setjast niður við svona spil og að fólk hafði ánægju af því.“ Albert segir hugmyndina hafa kviknað eftir að menn fóru að hug- leiða hátíðarhöld í tilefni af afmæl- inu. „Við fjölskyldan vorum stödd í sumarbústað uppi í Lóni ásamt ung- lingsdóttur okkar sem er ekkert sér- staklega spennt fyrir því að vera í sumarbústað með foreldrum sínum eða að vera að leika sér við þá yfir- leitt. Hún var eitthvað að vandræð- ast og spurði svo hvort við vildum spila Homafjarðarmanna, sem við höfðum kennt henni þegar hún var stelpa. Eftir nokkur spil kviknaði á peru í kollinum á mér þó hugmyndin væri langt frá því að vera fullsköpuð. Þetta hlóð svo utan á sig. Ég kom hugmyndinni til afmælisnefndarinn- ar og hún varpaði boltanum aftur til mín og bað mig um að koma þessu í framkvæmd. Eg sagðist þá vilja fá að gera það alveg óáreittur, bera sjálfur ábyrgð á allri framkvæmd og fjármögnun. Síðan fór ég bara á fulla ferð og er búin að leggja gífur- lega vinnu í þetta allt saman.“ Spil fyrir alla Að sögn Alberts var töluverð vinna fólgin í skipulagningu móts- ins. „Það skipti líka öllu máli að þetta væri einfalt því spilið átti að vera fyrir alla, allt frá litlum krökk- um og upp í fullorðið fólk sem er farið að tapa snerpunni." Svo vel þótti skipulagningin takast að Albert segir marga bridsspilara hafa komið til sín eftir mótið og sagst bara ekki skilja í því hvemig þetta gat gengið svona snurðulaust. Fjármögnun mótsins var sem fyrr segir alfarið í höndum Alberts. Hann segist hafa fengið sáralítil peningaframlög en flestöll verð- launin gefins. Þar af fékk hann stærstu og dýrustu verðlaunin gegn auglýsingum í tengslum við sérstök Hornafjarðarmannaspil sem hann gaf út í tilefni mótsins. Annan kostnað sem var töluverður, vonast Al- bert til að fjármagna með sölu spilanna. Þátt- tökugjaldið, 500 krónur, rennur hins vegar að mestu til kvennaliðs Sindra í fótbolta. Spilastokk á hvert heimili „Grundvallarhug- myndin á bak við útgáfu spilanna var sú að markaðssetja Homa- fjörð. Ef spilastokkur með fallegri mynd af Homafirði liggur á Albert Eymundsson heimili gefur það já- kvæða mynd af staðn- um. Annars er hug- myndin sú að svona spilapakki eigi að liggja einhvers staðar nálægt eldhúsborðinu á hverju heimili og minna fólk á að taka slagi í Horna- fjarðarmanna. Þetta er tvöfaldur spilapakki með spilum öðmm megin og stigablokk til að skrá prikin hinum megin og spilareglum á fjórum tungumálum." I fyrstu þremur sæt- um mótsins voru Njáll Sigurðsson úr Hafnar- Hún er frönsk, 137 ára og glymur enn ÞAÐ er ekki á hveijum degi að munir frá smiði Napóleons III. Frakklandskeisara eru auglýstir til sölu í Morgunblaðinu, líkt og gerðist síðastliðinn sunnudag. Um er að ræða klukku frá 1860, í eigu ungrar franskrar konu, sem búsett er í Reykjavík. Þegar á hölminn er komið hvílir klukkan níðþung á arinhillu við Eskihlíð, enda úr marmara og tinnu. Eigandinn, Joelle Annat, vill ekkert gera úr sérstöðu hennar og segir mikið af slíkum klukkum í Frakklandi. Smíðaár er talið 1860 og henni fylgja skrautmunir tveir, seni ætlað er að standa beggja vegna. Minna þeir greinarhöfund nokkuð á kertastjaka þar til Joelle útskýrir að slík skírskotun opin- beri algert þekkingarleysi á klukk- um af þessu tagi. „Klukku sem þessari var ætlað að standa á arinhillu, sem oft var úr marmara. Fótunum var síðan stillt upp sitt hvorum megin við klukkuna sjálfa, en þeir eru gang- verkinu algerlega óviðkomandi,“ segir Joelle. Erfðagripur Úrverkið er viðkvæmt og jafn nákvæmt og hugsast getur segir Joelle, nema þar sem lofthiti er fram úr hófi óstöðugur. Klukkan er merkt höfundi sínum, C. Detouche, gerð í París og glymur á hálftíma fresti. Hljóðið minnir á hjólabjöllu, nema hvað það er tærara. Fæturnir eru einnig gerðir úr marmara og tinnu en líka bronsi með steyptu andliti, sem minnir einna helst á grískan hermann úr sögubók. „Fólk var mjög hrifið af grísku skrauti á þessum tíma,“ bætir hún við til útskýringar. Joelle segir ekki ljóst hvernig klukkan komst f eigu fjölskyldu hennar upphaflega. „Afi og amnu úr föðurætt fengu klukkuna frá bróður ömmu sem átti engin börr Fj ölmenni í Hornafi arðarmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.