Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR1. ÁGÚST1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Klæðskerar í nútíð og fortíð FÖTIN skapa manninn, segir einhvers staðar og víst er að fatnaður skiptir okkur íslendinga miklu máli, jafnvel meira en margir vilja viðurkenna. Sú var tíðin að klæð- skerar voru þeir sem einna mestu réðu um fataval ís- lenskra karlmanna - nú eru það kaupmenn. Hér á landi var farið að Úæðskerasauma föt um síð- ustu aldamót. Fyrst um sinn voru klæðskerarnir flestir danskir. Þeir voru reyndar fáir enda voru það framan af eingöngu heldri menn sem létu sauma á sig því klæð- skerasaumuð föt voru dýr og ekki á færi almennings að klæðast þeim. Á þessu varð breyting. eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Góðæri ríkti á íslandi, viðskiptavinum klæðskera fjölgaði og í kjölfarið fóru íslenskir karlmenn að læra iðnina. Klæðskeraverkstæði opnuðu víða og urðu eðlilegur þáttur í lífi karlmanna, á svipaðan hátt og herrafatabúðir í dag. Klæðskeraiðnin er kennd innan Fataiðnaðardeildar í Iðnskólanum í Reykjavík. Undanfarið hafa árlega út- skrifast frá skólanum tveir_ til átta nemar samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands. Indriði Guðmunds- son kennari við Fataiðnaðardeild Iðnskólans segir deildina hafa starfað samkvæmt núverandi kerfí í tæpa tvo áratugi og er Indriði annar tveggja karlmanna sem hafa útskrifast þaðan á þessum tíma. Klæðskeranám Iðnskólans tekur sjö annir en áður en nemi byrjar á sjöundu og síðustu önnunni þarf hann að ljúka fjögurra mánaða starfssamningi. Indriði hefur eft- ir nemendum sem hafa farið í framhaldsnám erlendis að þeir standi þar mjög vel að vígi miðað við nemendur frá öðrum löndum. Hann segir starfsmöguleika klæðskera ekki mikla, en þeir séu hins vegar vel í stakk búnir til að hefja einhverskonar rekstur sjálfir. Helga Björg Bai-ðadóttir Morgunblaðið/Ámi Sæberg HELGA Rún er að leggja lokahönd á smókingjakka. Ennþá er tækifæri til að breyta ýmsu svo sem að þrengja jakkann, víkka og síkka. HELGA RUN PALSDOTTIR, KLÆÐSKERI Fjöldaframleiddar flíkur leiðigjarnar VIÐ klæðskerar þjónum allt öðrum viðskiptahóp heldur en verslanirnar. Viðskiptavinir okkar eru fólk með sérþarfir og þeir sem þurfa klæðnað fyrir sérstök tilefni," sagði Helga Rún Pálsdóttir, klæðskeri og for- maður Félags meistara og sveina í fataiðn. Hún er lærður klæðskera- meistari, lærði fatahönnun og hatta- gerð í Kaupmannahöfn og leik- mynda- og búningahönnun í London. Helga rekur fyrirtældð Prem og tekur að sér ýmis verkefni í saumaskap og hönnun. Hún segir að á árum áður hafi klæðskerastarfið verið hefðbundið karlastarf, en í dag eru næstum ein- göngu konur í stéttinni bæði hér heima og erlendis, þó heyri Bretland til undantekningar, en þar er mjög stíf hefð fyrir því að klæðskerar séu karlmenn. „Þegar ég var í Bretlandi gapti fólk af undrun þegar það heyrði að ég væri lærður klæð- skeri.“ Sauma eftir máli Klæðskerar hafa réttindi til að sauma eftir máli, en þær fataverk- smiðjur sem ekki hafa klæðskera- meistara í vinnu mecra ekki sauma á fólk eftir máli, heldur eingöngu eftir númerum, að sögn Helgu. Hún segir klæðskera eiga í vök að verjast fyrir fjöldaframleiðslunni, en telur samt samkeppni af hinu góða. Eins telur hún líkur á því að klæð- skerar fái meira að gera í framtíð- inni. „Verslanir sem selja ódýrar innfluttar flíkur eru mjög vinsælar en það getur komið að því að karl- mönnum fari að leiðast þessi fjölda- framleiðsla og fari að huga að klæð- skerasaumuðum fötum.“ Meðvitaðir um tísku Helga Rún segir það aðallega karlmenn komna yfir fimmtugt sem láti sauma á sig og í yngri hópnum séu það menn sem eru meðvitaðir um tísku. „Þeir sem komnir eru yfir fimmtugt þekkja til klæðskeranna frá fyrri tíð, vegna þess að þá var vinna klæðskerans sjálfsagðari en nú. Svo eru það ungu mennirnir sem fylgjast mikið með tískunni sem koma og láta sauma á sig föt. Þeir koma þá gjarnan með sérstök efni sem eru frábrugðin þeim sem fötin í búðunum eru úr. Þessir ungu menn kæra sig ekki um að falla inn í fjöld- ann.“ Helea Rún fær viðskintavini sem þurfa atvinnu sinnar vegna að láta sauma á sig fót, tónlistarmenn. „Þá nota ég efni sem eru í tísku en hef útlitið á flíkinni öðruvísi. Helga segir kostnaðinn við klæð- skerasaumuð föt á bilinu 30-50 þús- und, og fari hann algjörlega eftir vinnunni á fötunum, eins og hvort hnappagötin séu gerð í höndunum eða í vél. Aukavídd f saumförum Hún gerir töluvert að því að sauma bæði smóking og kjólfót. Ef ungur maður ætlar að láta sauma á sig smóking og er ekki búinn að taka út fullan vöxt, þá gerir hún ráð fyrir því með því að hafa aukavídd í saumforunum til þess að geta víkkað flíkina síðar. „Þegar pabbi minn út- skrifaðist sem stúdent fékk hann klæðskerasaumaðan smóking til að vera í, og tuttugu árum síðar og nokkrum kílóum þyngri gat hann enn notað gamla smókinginn,“ sagði Helga, og segir þetta vera einn af kostunum við að láta klæðskera- sauma á sig föt. Eins sé hægt að ráða svo miklu um efnisvalið, fötin smellpassi kaupandanum og þau pnHist, nftast hptnr HANN man tímana tvenna. Hreiðar Jónsson klæðskeri. HREIÐAR JÓNSSON, KLÆÐSKERI Saumað eins og klæðskerínn vildi „ÉG ÆTLAÐI mér að fara til sjós eins og faðir minn og bræður en það var ekkert pláss að fá, þannig að hlutirnir atvikuðust á þá leið að ég komst í læri hjá Jóhannesi Amgrímssyni klæðskera,“ sagði Hreiðar Jónsson klæðskeri. Hann útskrifaðist árið 1937 eftir fjögurra ára nám frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Tuttugu og þriggja ára opnaði Hreiðar eigið klæðskeraverkstæði í Garðastræti 2 í Reykjavík og hafði yfirleitt 6-7 manns í vinnu hjá sér. „Fötin voru eingöngu saumuð úr hágæða efnum frá Bretlandi. Fyrst var mikið notað ullarefni sem kallaðist „sevjod", það var dökkblátt á litinn og þótti ákaflega hentugt í spariföt en var líka notað í - lögreglubúninga. '4 Er efnið kúpon-efni? Til að byrja með var engin ákveðin tíska í gangi, eins tíðkast í dag, heldur voru fötin saumuð eins klæðskerarnir vildu hafa þau. En eftir því sem tíminn leið fór tískan að segja til sín og varð ég þá að verða mér úti um annarskonar efni. Þá gekk ekki að panta efni í stórum ströngum, því við- skiptayinirnir völdu ekki efni af þeim. Ég þurfti að eiga kúpon-efni, en kúpon er orð sem notað var um ákveðna stærð af efninu, sem dugði í ein föt. Viðskiptavinurinn spurði hvort efnið væri kúpon-efni og ef svo var þýddi það að ekki var mikið til af því og því var ekki hætta á að margir ættu föt úr því.“ Hreiðar segist alltaf hafa haft góða viðskiptavini á árum áður og yfirleitt voru það fastir kúnnar. Eitt sinn kom til hans ungur maður og hafði af því töluverðar áhyggjur hverju hann ætti að klæðast þegar hann sótti um virðulegt embætti. Hreiðar kveðst hafa lofað því að maðurinn fengi stöðuna svo framarlega sem hann kæmi til hans með fallegt efni í föt, og það gekk eftir. Að sögn Hreiðars voru það eingöngu vel stæðir menn sem keyptu klæðskerasaumuð föt í kringum kreppuna 1930, þó breyttist það eftir stríð, þegar fólk hafði meira á milli handanna. Um það leyti sem ég var að læra kostuðu klæðskerasaumuð föt 200 kr. sem var sama upphæð og óbreyttur búðarmaður hafði í mánaðarlaun." og og Spari- klæðnað- Hreiðar ■ saumaði. Fjöldaframleiðslan Flugmannabú ningur eftir Hreiðar sem var til sýnis í Málaraglugga Hreiðar saumaði einnig einkenn- isbúninga í 25 ár fyrir Flugfélag Islands eða þar til það sameinaðist Loftleiðum og Flugleiðir urðu til, þá missti hann þann saumaskap í hend- urnar á saumastofu Gefjunnar. Að sögn Hreiðars var fyrsti vísir- inn að fjöldaframleiddum fatnaði á íslandi á sjötta áratugnum „Það var fyrirtæki sem hét Hf. Föt, sem síðan keypti nafnið af Andersen og Laut og notaði það fyrir búðir sínar og fatnaðinn. Upp úr þessu bættust fleiri \ verslanir við en þá fór að þrengjast í búi \ hjá klæðskerunum. Vinnubrögð klæðsker- anna þoldu ekki tímans tönn, því það voru vélarnar sem tóku við klæðskerasauminum," segir Hreiðar; sem nú hefur eins og hann sjálfur segir „eins konar afdrep úti á nesi“ og fæst klæðsker- inn aðallega við að lagfæra föt og mest fyrir trygga við- skintavini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.