Morgunblaðið - 01.08.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR1. ÁGÚST 1997 B 5
DAGLEGT LIF
Avaxtasól
og sumar vermir líkama og sál
„GOTT er að borða, gulrótina, grófa
brauðið, steinseljuna,“ syngja dýrin
í Hálsaskógi, kannski örlítið fegin.
Annar söngur og ekki síðri er
ávaxtasöngurinn og tóninn gefa,
trönuber og brómber, bláber, hind-
ber, rifsber, jarðarber og vínber.
Einnig syngja hástöfum, undir
hnífnum, apríkósur og mangó, ban-
anar, melónur, glóaldin og greip.
Eða bara hvað sem er af aldinkyni.
Stál og hnífur eru líka merki
ávaxtabanans.
Ekki bragðast allt heilsufæði
eins og bakað, steikt eða soðið sag
og sannleikurinn
Þótt sólin skíni ekki alla
daga má geyma geisla hennar
í ísskápnum og ávaxtaborðinu
og teygja sig eftir svalandi
sumardrykk þegar færi gefst.
Helga Kristín Einarsdóttir
sótti sér matvinnsluvél, fann
______stórt eldhús og lét___
aldingamminn geisa.
reyndar sá að ávaxtadrykkir eru
líka fyrir sælkera. Ávextir svala
sömu löngun og leiðir mann ögn
sakbitinn út í sjoppu og aldindrykk-
ir eru jafn fjölbreyttir, sætir og
bragðgóðir og þeir eru margir.
Ávaxtabitar frystir fyrir notkun
verða að sérstaklega bragðmiklum
og þykkum fjörefnadrykk en þeir
sem eru að flýta sér geta skellt
nokkrum ísmolum saman við uppá-
halds ávextina sína ofan í mat-
vinnsluvél.
Uppskriftirnar eru úr bókinni
Smoothies frá Chronicle-útgáfunni
og eru fyrir 2-3.
FRYSTID 1y2 bolla af bláberj-
um og 1 bolla af brómberj-
um. Blandið saman í mat-
vinnsluvél með 1 bolla af
hreinni jógúrt og y2 bolla af
vínberjasafa. Þeir sem vilja
geta síað blönduna til þess
að losna við berjahrat.
SKERIÐ niður 2y2 bolla af
Ijósgrænni melónu og
setjið í matvinnsluvél með
1 teskeið af hunangi, 1
teskeið af saxaðri myntu,
1/3 bolla af engiferöli eða
kolsýrðum sítrónudrykk,
sex ísmolum og örlitlu
salti.
FRYSTIÐ i/2 bolla af |@rð-
arberjun og 2 afhýdda
banana. Sneiðið bananana
og setjíð í matvinnsluvéi
ásamt jarðarberjunum og 1
bolla af appelsínusafa.
Morgunblaðið/Ki'istmn
SETJIÐ í matvmnsluvel 2y2 bolla af
flysjuðum, niðursneiddum , y2
bolla af hreinni jógúrt, y2 bolla af appel-
sínusafa, 2 matskeiðar af nýkreistum
lime-safa, 1y2 teskeið af rifinni engiferrót
og átta ísmola. Blandið þar til mjúkri áferð
er náð.
FLYSJIÐ 2 meðalstórar app-
ur og y2 rautt
ti, skerið í báta
og frystið. Blandið
saman í mat-
vinnsluvél með
1 bolla af
kældu pip-
armyntutei
og i/2
bolla af
sítrónu-
sorbet.