Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 B 7 DAGLEGT LÍF sama hátt vissi ég ekki að nafnorðið auður væri til í kvenkyni, nema sem sérnafn. Pessi draumur benti mér á þetta hvort tveggja, sem hefur síðar orðið mér efni í margar ritgerðir og ótal nýja drauma, og þetta er bara dæmi um það hvemig ég tengi sam- an drauma og goðsagnir og nýti mér sem einn mikilvægasta þáttinn í mínu námi. Ég verð stöðugt sann- færðari um það að því meira sem við vinnum með drauma okkar, því magnaðri verði þeir. Þeir geta orðið tæki til þess að hjálpa okkur að vinna með það sem brennur á okkur í vöku.“ Dreymir þig svon a magnaða drauma á hverri nóttu? „Nei, það koma tímabil þar sem ég man ekki neitt úr draumum mín- um. Það koma tímabil þar sem ég tek mér frí. Stundum er vakan bara alveg nóg. En það er staðreynd að okkur dreymir öll og nýjustu draumarannsóknir sýna að líklega dreymir okkur allt að hluta af svefntímanum. Það sem við munum, er bara lítið brot af því, en með þjálfun getum við lært að muna þá og lært að nýta þá. í draumum höf- um við þvílíkan ótrúlegan aðgang að öllu því sem við höfum safnað í gegnum lífið en munum ekki. Það er í rauninni alger synd að nýta það ekki og sóun á verðmætum, auði.“ Goðsagnir draumar heilla þjóða En burtséð frá draumum þínum, hver eru þá tengslin milli goðsagna ogdrauma? „Goðsagnir eru mikið byggðar á draumum. í norrænum goðsögnum er gífurleg áhersla á drauma og í Is- lendingasögunum. Draumar skipuðu veglegan sess í lífí fólks og trúar- brögðum áður fyrr. Auk þess tel ég að líta megi á goðsagnir sem drauma heilla þjóða, eða hópa, vegna þess að goðsagnir eru eins og draumar að því leyti að þær tala á dulmáli eða táknmáli sem þýðir að þær tala við okkur á tilfinningaplaninu en ekki á raunsæisplaninu. Draumar eru eins að þessu leyti, vegna þess að þar eru hvorki tími né rúm „absólút“.“ Þú talar um draumahefðir fyrri alda, en hvers vegna höfum við losað okkur við þessa hefð? ,Jí þeim námskeiðum sem ég hef haldið undanfarin ár fyrir hundruð Morgunblaðið/Björn „I svefninum opnum við fyrir möguleika sem við lokum á í vöku,“ segir Valgerður H. Bjarnadóttir. kvenna og nokkra karla, kemur í ljós að fólk hefur sterka tilfínningu fyrir draumum sínum og þykir vænt um þá. En fólk flest kann ekki eða er feimið við að nota þá, vegna þess að það er í dag ríkjandi ákveðin for- dæming á draumum." Hvað veldur þessum fordómum? „Kannski þessi öra þróun í svo- kallaða raunsæisátt, sem í raun felst meira og minna í lokun á tilfínningar og hefur ýtt hlutverki þeirra til hlið- ar. Svo er það líka þannig, að íslend- ingar eru brjálaðir vinnuþjarkar. Við höfum engan tíma fyrir neitt. Við fyllum vökuna okkar með vinnu og yfirborðsafþreyingu og gefum okkur ekki tíma til þess að tengja drauma okkar vökunni. Við vöknum þreytt og afgreiðum þá sem bölvaða vitleysu - eða munum ekki neitt. Ég var svo heppin að alast upp við það að foreldrar mínir nenntu endalaust að hlusta á drauma mína. Það var ómetanleg þjálfun sem ég bý enn að. Undanfarin 14 ár höfum við Kar- ólína, vinkona mín, svo unnið mark- visst með draumana okkar, verið speglai- fyrir hvor aðra. Það er stór- kostlegt að fá tækifæri til þess að vera í háskóla, í viðurkenndu námi, þar sem fólk skilur þessa hluti. Ég hef lært af eigin reynslu og sann- færst enn betur um það síðustu tvö árin, að draumar eru aðgengOegasta aðferðin til þess að finna kjarnann í sjálfum okkur og til þess að vinna með samskipti okkar við þá sem standa okkur næst. Erlendis hafa draumar verið mikið notaðir til þess að vinna með samskipti hvítra og svartra, karla og kvenna og annarra hópa sem ekki eru á eitt sáttir. Draumar segja alltaf sannleikann og svo getum við valið að fínna í þeim þann sannleika sem við erum tilbúin tii að mæta hverju sinni. Þegar þeir segja okkur eitthvað sem við erum ekki tilbúin til að horfast í augu við, munum við þá ekki eða skiljum þá ekki, teljum þá vitleysu. En þegar við erum tilbúin til að vinna með drauma, sem tæki til þess að þróa samskipti okkar við okkui’ sjálf og aðra, þá gefa þeir okkur allt sem við þurfum.“ Telurðu drauma hafa spágildi? „Já, ég get ekki annað en vitað það fyrii- sjálfa mig, vegna þess að ég hef reynt það svo oft. Stundum er það óskaplega erfítt, vegna þess að við viljum ekki alltaf vita það sem þeir segja okkur. Við skiljum ekki alltaf tilganginn með því og það get- ur verið erfitt að fara með vitneskj- una. Það er erfitt að vita eitthvað fyrirfram, án þess að vilja taka stjói-nina. Ég álít reyndar að það sé ekki alltaf til þess ætlast, heldur sé- um við að undirbúa okkur til þess að takast á við hlutina - en ekki endi- lega að breyta gangi mála. En allt þetta með tíma og rúm er svo stórt og flókið, svo spennandi og erfitt - og svo mikilvægt - að ég álít að ein af stærstu gjöfunum sem draumar og goðsagnir geta gefið okkur í þessu vestræna, línulæga tæknik- arlasamfélagi, þar sem bæði karlar og konur eru fangar, sé að hrista upp í okkur og kenna okkur að tím- inn er ekki lína, og rúm er ekki eins afmarkað og við höfum ímyndað okkur. Það er miklu flóknai-a. Það geta verið margar víddir til staðar í einu. Þessi afskorna mynd sem við höfum gert okkur af lífinu er af- mörkuð lína sem sprettur af engu og hverfur allt í einu: „The End.“ En þegar við sofum, vitum við að það er ekki þannig. Lífið felur í sér miklu meiri auð. I svefninum opnum við fyrir möguleika sem við lokum á í vöku.“ MARGT var sér til gamans gert þessa helgi á engjunum í Hvammi. Það er í sjálfu sér ósanngjarnt að telja eitthvað eitt sem aðalatriði sem upp úr stóð, því hvert augna- blik þessara stunda er minnisstætt. I boði var útsýnisflug, farið á hest- bak, Spaugstofumenn með aðstoð Pálma Gunnarssonar söngvara leiddu börnin um veiðisvæði Vatns- dalsár og nokkrir silungar veiddust. Varðeldur, hljóðfærasláttur og söngur settu ljúfan svip á þessa gleðistund á bökkum Vatnsdalsár. Þorsteinn Ólafsson er fram- kvæmdastjóri SKB og sagði hann í samtali við Morgunblaðið, að það væri ómetanlegt að fá tækifæri til að lyfta andanum upp úr baráttu hversdagsins, gleyma sjálfum sér og efla samheldnina. Þorsteinn sagði skráða félaga í SKB vera um eitt hundrað börn og þessum börn- um tengdust að sjáfsögðu fjölskyld- ur og vinir. Á þessari sumar- skemmtun væri að minnsta kosti helmingur mættur en það lætur nærri að 160 manns hafi verið á svæðinu. Félagar í SKB eru ekki einungis fjölskyldur sem eiga krabbameins- sjúk börn heldur einnig fjölskyldur sem misst hafa barn úr krabba- meini. Félagið var stofnað 2. sept- ember 1991 með það að markmiði að styðja við bakið á börnum sem greindust með krabbamein og að- standendum þeirra, bæði fjárhags- og félagslega. í upphafi hafði félag- ið ekki mikið bolmagn til fram- kvæmda en úr rættist eftir vel- heppnaða landssöfnun árið 1993. Þorsteinn Ólafsson sagði að í dag væri ástæða til að ætla að fjárhags- erfíðleikar hjá fjölskyldum ný- greindra barna séu fyrirbyggðir með starfsemi SKB. Þorsteinn sagði það gríðarlegt — ÚTSÝNISFLUG yflr unga veiðimenn. áfall þegar barn greindist með al- varlegan sjúkdóm og getur slíkt haft í for með sér alvarlegar andleg- ar og félagslegar afleiðingar, bæði hjá barni og aðstandendum. Því er mikilvægt að tekið sé á þeim málum strax í upphafi og það af fagfólki. Tryggingastofnun greiðir einungis fyrir sálfræðiþjónustu á sjúkrahús- um en þegar leita þai'f þessarar þjónustu utan sjúkrahúsa hleypur félagið undir bagga. Starf SKB er afar margþætt og væri langt mál að gi'eina frá því öllu en auk þess sem að framan greinir styrkir SKB lækna til að sækja ráðstefnur um málefni er varða krabbameinssjúk börn og einnig hefur félagið styrkt rannsóknarverkefni milliliðalaust. SKB á íbúð í Reykjavík til afnota fyrir landsbyggðarfólk, á Flúðum á félagið sumarbústað og styrkir at- hvarf fyrir langveik böm í Hvammi í Vatnsdal svo eitthvað sé nefnt. Sumarhátíðarstaður Engið í Hvammi í Vatnsdal hefur verið sumarhátíðarstaður SKB und- anfai'in ár og var engin breyting þar á í ár. Fólk safnaðist saman á föstu- dagskvöldið og kom sér fyrir en á laugai'dag var aðalhátíðin. Um morguninn var Hvítserkur skoðaðm- en eftir það tók við veiði, stuttir út- reiðartúrar og útsýnisflug og voru margar flugferðir farnar þennan dag um Vatnsdal og nágrenni. Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár, gaf einn og hálfan dag í ánni á sil- ungasvæðinu með veiðileiðsögn Spaugstofumanna og Pálma Gunn- arssonar söngvara. Hátíðargestum var boðið í útsýnisflug og meðal þeirra sem það þáðu voru þing- mennimir Ragnar Arnalds og Hjálmar Jónsson. Hjálmari varð að orði eftir flugferðina, enn staddur í skýjunum, í huganum langt í frá lentur: „Upp, upp mín sál og allt mitt geð/ aukum dálítið hraðann./ Vatnsdalinn höfum frá himni séðý Hann er fallegur þaðan.“ Sölufélag Húnvetninga gaf og glóðarsteikti kvöldmatinn á laugar- dagskvöldið og Hans Petersen gaf allt sælgæti sem varpað var til há- tíðargesta úr flugvél. Eftir kvöld- mat stjórnaði Hinrik Ólafsson leik- ari söng og leikjum sem yngstu börnin tóku virkan þátt í. Varðeldur var kveiktur og safnaðist fólk saman fyrir framan eldinn og ljúfir söngv- ar og hljómar liðu út í milda vatns- dælska nóttina, góð hátíð var senn á enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.