Morgunblaðið - 08.08.1997, Page 6
6 B FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Tölvuvæddr
safnarar eru tímanna tál
Margir hafa líklega þá mynd af söfnurum
að þeir sitji umkringdir rykugum bunkum
af blöðum og bókum og pári minnispunkta í
þvældar stílabækur. Staðreyndin er þó sú
að sífellt fleiri safnarar eru að tölvuvæðast.
Sigrún Birna Birnisdóttir kannaði á hvern
hátt þeir geta nýtt sér tæknina og forvitn-
aðist um viðhorf nokkurra safnara til svo
róttækra breytinga.
TÖLVUVÆÐING undanfarinna
ára hefur haft í för með sér stökk-
breytingar í alls kyns skráningu og
upplýsingasöfnun. í samtölum við
söluaðila á íslenskum hugbúnaðar-
markaði kom hins vegar fram að fá
forrit eru fáanlegt sem sniðin eru
sérstaklega að þörfum safnara. Þó
nokkuð er þó til af einfóldum al-
mennum forritum sem auðvelt er
að laga að þörfum safnaranna og
geta þeir þá annað hvort gert það
sjálfir eða fengið til þess fagmenn.
Hermann Valsson, hjá Nútíma
samskiptum, segir til dæmis að að
gagnaskrárkerfið Act sé það ein-
falt í notkun að notandinn geti
sjálfur aðlagað það sínum þörfum.
Notandinn kaupi hugbúnaðinn og
hafi eftir það aðgang að allri hönn-
un. Hafi hann örlitla þekkingu á
forritunum Word og Excel og viti
hvað gagnagrunnur er hafi hann
því öll þau verkfæri sem hann þarf
til að hanna skjámyndir og halda
utan um safnskrár. Notandinn geti
síðan haldið skrár yfir mismunandi
söfn og safnhluti. Act kostar 30.000
krónur en vilji menn setja myndir
inn á kerfið þurfa þeir að
bæta við aukahug-
búnaði sem kostar
um 10.000 krónur.
Einnig þarf þá að
skanna myndimar
inn á myndsjá.
Sérhönnuð kerfi
Elmar Víðisson,
tölvuáhugamaður, er
einn þeirra sem tekur
að sér að hanna tölvu-
kerfi eftir sérpöntun-
um. Hann hefur nýlokið
við að hanna skráning-
arkerfi fyrir mynd-
bandsspólur einstaklinga
þar sem spólumar eru
númeraðar og skilgreind-
ar eftir því um hvemig
efni er að ræða. Einnig má
setja inn á kerfið ýmsar
upplýsingar um hverja
spólu og kalla upp alls kyns
lista og prenta þá út. Það
má auðveldlega laga þetta
kerfi þannig að það nýtist við
skráningu annars konar safna.
Kerfið er unnið í Access ‘97 sem
fylgir nýjustu útgáfú Office og er
allt í Windows þannig að það hent-
KORT úr safni
Ragnheiðar
Viggösdóttur.
f&aiiOQi
ar svo til hvaða heimil-
istölvu sem er. Elmar
hefur enn ekki selt kerf-
ið en býst við að verðið á
því verði á bilinu 10-20
þúsund krónur.
RAGNHEIÐUR VIGGÓSDÓTTIR
Hef ekki áhuga
á tölvum
fyrir tvo aura
RAGNHEIÐUR Viggósdóttir safn-
ar spilum og kortum frá fyrri hluta
aldarinnar. Hún hefur safnað spil-
unum í allt að fjörutíu ár en kortun-
um í tuttugu ár. „Það er alveg ynd-
islegt að byggja upp söfn,“ segir
hún. „Þetta var ofboðslega spenn-
andi þegar ég var að byrja en nú
gengur þetta orðið mjög hægt. Ég á
orðið mest allt sem kemur á markað
og því er þetta ekki jafn spennandi
og það var.“
Ragnheiður á orðið um 12.000
kort og rúmlega 950 spilastokka.
Spil og kort geymir hún í möppum
og á orðið um fimmtíu möppur. í
spilamöppumar setur hún mann-
spilin, ásana, jókerinn og
eitt bak en geymir lág-
spilin í stokkum.
„Þetta höfðaði sterkt til
mín,“ segir hún. „Ég tók
bara upp á því einn dag-
inn að fara að safna og hef
haft óhemju gaman af því.
Ég er ekki af neinni safn-
arafjölskyldu en hef haft
óskaplega gaman af spil-
um frá því ég var krakki. Þá lék ég
mér að þeim þótt mér dytti auðvitað
ekki í hug að ég ætti eftir að safna
þeim.“
Ragnheiður segir gömlu spilin
vera dýrðlega gripi og mörg listi-
lega teiknuð. Hún er ekki alltaf að
skoða spilin eða kortin en grípur
svona eina og eina möppu sérstak-
lega þegar hún er þreytt.
Meö tölvuna í höfðinu
Aðspurð um viðhorf sitt til tölvu-
væðingar safnsins segist hún vera
Óskiljan-
legt hvern-
ig á að vera
hægt að
tölvuvæða
kort og spil
með tölvuna í höfðinu. Þetta sé líka
svo skipulega sett upp að henni
finnist það vera hálfpartinn eins og í
tölvu. Þá segist hún vera með gott
sjónminni og muna nákvæmlega
hvað hún eigi og hvað ekki. „Ég hef
engan áhuga á að tölvuvæða,“ segir
hún „enda hef ég ekki áhuga á tölv-
um fyrir tvo aura. Einnig þykir mér
óskiljanlegt hvemig á að vera hægt
að tölvuvæða kort og spil.“
Vélrltuð skrá yfir
öll merkt kort
Ragnheiður hefur reyndar gert
vélritaða skrá yfir öll merkt kort
sem vitað er um frá fyrri hluta ald-
arinnar. Hún segir að það
eigi ekki að vera ein ein-
asta villa í skránni þannig
að hver sem er gæti sett
hana inn í tölvu þótt hún
geri það ekki sjálf. Um er
að ræða skrá yfir 2.628
kort sem til eru í safni
Ragnheiðar, Landsbóka-
safni, Háskólabókasafni,
Árbæjarsafni og Þjóð-
minjasafni. í skránni eru þó ein-
göngu þau kort sem merkt eru út-
gefendum og því nær skráin ein-
göngu yfir hluta þeirra korta sem
til em. „Maður hefur viðað að sér
heilmiklum fróðleik svona i gegn
um árin,“ segir Ragnheiður. „Og
mér finnst gott að vita að þessi
skrá verði til þegar ég verð fallin
frá. Ég hef líka skrifað heilmikinn
fróðleik aftan á kortin en því miður
mun fróðleikur um spilin glatast
þar sem ekkert er hægt að skrifa á
þau.“
Morgunblaðið/MFG
RAGNHEIÐUR Viggósdóttir sýnir möppur úr safni sínu.
Morgunblaðið/Arnaldur
KORT úr safni Ragnheiðar Viggósdóttur.
ÞAÐ er orðið nokkuð algengt að
áhugafólk um ljósmyndun setji
myndir inn ú tölvu- eða geisla-
diska. Einnig hefur færst f vöxt að
safnarar setji söfn sín inn á staf-
rænt form. Ánnað hvort eru notað-
ar til þess stafrænar myndavélar
eða þá að myndirnar eru skannað-
ar inn á stafræna formið.
Margar gerðir af stafrænum
myndavélum
Stafrænar myndavélar eru sam-
bærilegar við hefðbundnar mynda-
vélar að öðru leyti en því að í stað
filmu er tölvubúnaður inni í vél-
inni. Þegar skoða á myndirnar má
annaðhvort tengja myndavélina
beint við tölvu eða selja disk í hana
sem síðan er stungið í tölvu. Fólk
sem á stafrænar myndavélar getur
gert sjálft eða farið með með
myndavélina eða disk úr henni í
framköllun og fengið myndirnar
framkallaðar á ljósmyndapappír
eða beint á tölvutækt form.
Stafrænar myndavélar fást nú