Morgunblaðið - 13.08.1997, Page 1

Morgunblaðið - 13.08.1997, Page 1
Fuglavísur Fuglinn flýgur fuglinn svífur. Fuglinn syngur vorljóð. Fuglinn hefur fögur hljóð fuglinn syngur fógur ljóð. Karl upp á hól og kortagerð HÆ! Ég heiti Óskar Völundarson og ég er 6 ára. Ég sendi hérna tvær myndir. Önnur myndin er af íslandi og hin myndin er af karli, sem er að fara upp á hól. Á myndinni af íslandi tákna brúnu fletirnir fjöll, svörtu fletirnir eru tjald- stæði, bláu strikin eru ár og hafið um- hverfis er misdjúpt; fagurblátt táknar mesta dýpi, dökk- blátt meðaldýpi og fölblátt grunnsævi. LJÓÐ UM FUGL OG HLJÓÐ ÞETTA ljóð samdi ég 13. júlí. Kolbrún Tara Frið- riksdóttir, 9 ára, fædd 31. maí 1988, Háaleitis- braut 36, 105 Reykjavík. Við þökkum Óskari kærlega fyr- ir myndirnar. Hann er ef til vill einn af þessum drengjum sem gleymir stund og stað við korta- og sagnagerð. Vitað er um strák sem bjó til heilu löndin, með vega- kerfi, borgum og bæjum og náttúr- lega líka fjöll og firnindi, vötn, ár og læki. Meira að segja teiknaði þessi strákur mynd af konungi landsins, ráðherrum, hershöfðingj- um og alls konar hertólum, stórum og smáum - það var nefnilega her í þessu landi hans eins og verða vill í stærri löndum, sem segjast verða að verja sig og sína fyrir hugsan- legum óvinum, sýnilegum og ósýnilegum. En nóg um það, við hvetjum alla yngri (!) kortagerðar- menn til að senda okkur hugverk sín - og nýir heimar opnast okkur! SAFNARAR ÉG SAFNA öllu með Spice Girls. í staðinn get ég látið glansmyndir, blý- anta og margt, margt fleira. Arndís Bjarnadóttir Kúrlandi 16 108 Reykjavík Ljósku- brandari HVAÐ sagði Ijóskan þegar hún sá Cheerios hringina? - Nei, sko, kleinuhriugs- fræ. Sendandi: Tinna Daníels- dóttir, 11 ára, Skógarási 1, 110 Reykjavík. Hvað heitir hún? HALLÓ! Ég heiti Eyrún Halla og er 8 ára. Getið hvað virðulega kon- I an á myndinni heitir. Að fenginni niðurstöðu er sjálfsagt að setja blaðið á haus og fá staðfestingu á nafninu í Lausnum. ■£jofqu;,ug us iujvu buuiui pma nu jpraq unff :urusmtq ! 5 fj

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.