Morgunblaðið - 27.08.1997, Side 1

Morgunblaðið - 27.08.1997, Side 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST1997 B BLAD 3 Jóhann Þór Hall dórsson fram- kvæmdastjóri Búlandstinds Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Kvótinn 5.3 Aflakvóti allra fiskiskipa, kvótahæstu skipin og kvótahæstu útgerðirnar Sýningar 9 Aqua Nor fisk- eldissýningin í Þrándheimi í SALTFISKI • UNGA fólkið hefur verið und- irstaðan I saltfiskvinnsliumi hjá Búlandstindi hf. á Djúpavogi í sumar. Til stóð að loka húsinu í ágúst og taka frí, en núkill afli Morgunblaði8/HG smábáta kom í veg fyrir að það yrði hægt. Þorskurinn er flakað- ur og saltaður til útflutnings og vinnur íjöldi unglinga við það verk með góðum árangri. Coldwater eykur sölu unniima afurða um 16% Flakasala hefur aukist um 3% fyrstu 7 mánuði ársins SALA Coldwater Sea- food Corporation, dótt- urfyrirtækis Sölumið- stöðvar hraðfrystihús- anna í Bandaríkjunum, jókst um 7% í magni og 5% að verðmæti fyrstu sjö mánuði þessa árs samanbor- ið við sama tíma í fyrra. Að sögn Magnúsar Gústafssónar, forstjóra, hefur sal- an gengið þokkalega í ár og munar mestu um verksmiðjuframleiddu vörurnar, sem unnar eru í verksmiðju Coldwater vestra. Sala á þessum afurðum jókst um 16% fyrstu sjö mánuðina milli ára meðan flakasalan jókst aðeins um 3%. Aðspurður um skýringar á þessum mikla mun svaraði Magnús því til, að hér væru á ferðinni ólíkir vöruflokkar þótt á heildina litið séu menn þokka- lega ánægðir með gang mála þar sem að salan sé heldur í vexti nú miðað við síðustu ár. „í unnu vörunni hefur okk- ur tekist að ná auknum viðskiptum, aðallega með nýjum afurðum og nýjum viðskiptavinum. Líta má á 16% sölu- aukningu í unnu vörunni sem góðan árangur, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að sala á verksmiðjufram- leiddum afurðum í heildina hefur ýmist staðið í stað eða verið að minnka á Bandaríkjamarkaði. Við höfum á hinn bóginn smám saman verið að auka markaðshlutdeildina á þessu sviði. í flökunum hefur gengið ágætlega að selja bæði þorsk og ýsu, en kar- fasala, sem var umtalsverð í fyrra, hefur nánast dottið niður í ár þar sem að Bandaríkjamarkaður hefur ekki staðist samkeppni við sterka karfa- markaði á borð við Þýskaland og Jap- an. Það má því segja að flakasala hafi aukist í öllum tegundum að karfanum undanskildum,“ segir Magnús. „Golfþorskurinn" stóð ekki undir væntingum Miklar væntingar voru bundnar við sérstakt söluátak í þorskflökum sem Coldwater Seafood blés til sl. vor og lýkur formlega nú um mánaðamótin, en það gekk út á það að tengja saman þorsksölu og golfáhuga notenda þorskflaka. Að sögn Magnúsar hefur átak þetta gefið nokkurn árangur en því miður hefur það ekki haft þau áhrif, sem vænst hafði verið. Á hinn bóginn hefði sala á sjófrystum þorsk- flökum aukist mikið sem væri að ein- hverju leyti söluátakinu að þakka. Sala á hefðbundnu þorskafurðunum hafi ekki aukist eins mikið og vonast hafði verið til. Fréttir Markaðir Aflaverðmæti smábátanna 4,2 milljarðar • HEILDARAFLAVERÐ- MÆTI smábáta, þegar einn mánuður var eftir af fisk- veiðiárinu, nam samtals um 4,2 milljörðum króna. Þar af er verðmæti þorskaflans um 3,2 milljarðar króna. Aflaverðmæti krókabáta á tímabilinu nam 3,2 milljörð- um króna./2 Kolmunni veiðist á ný • ÞORSTEINN EA kom inn til hafnar í Neskaupstað í gærmorgun með sprungna vörpu og 426 tonn af kol- munna, sem landað var í bræðslu þjá Síldarvinnsl- unni hf. Aflann fékk skipið á þremur dögum í Rósa- garðinum svokallaða sem er í íslensku lögsögunni, miðja vegu milli íslands og Fær- eyja. Auk Þorsteins, eru á kolmunnamiðunum Sighvat- ur Bjarnason VE, Elliði GK o g Bjarni Ólafsson AK./11 Mjög fáir á „Hattinum“ • MUN FÆRRI íslensk skip hafa sótt á Flæmska hattinn á þessu ári, miðað við síðustu ár. Aðeins 13 íslensk skip hafa landað afla af Hattinum það sem af er þessu árþ sam- tals um 3.300 tonnum. I fyrra lönduðu um 40 íslenskir tog- arar rækjuafla af Flæmska hattinum./12 Innflutningur á ferskfiski til Bretlands, jan.-maí 1997 Færeyjar 16.961 tonn 7.531 tonn Danmörk 3.615 tonn írland 2.674 tonn 4.301 tonn Bretar kaupa meiri ferskfisk • BRETAR eru að auka inn- flutning á ferskum fiski á þessu ári. Til maíloka höfðu þeir flutt inn um 35.000 tonn af ferskum og kældum fiski og er það um 10% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Færeyingar eru langum- svifamestir í innflutningi á ferskum fiski til Bretland og voru á þessum tíma komnir með nærri 17.000 tonn inn á brezka markað- inn. Það er um tvöföldun frá sama tíma í fyrra. Þessi mikli útflutningur Færey- inga hefur valdið óróa á ferskfiskmörkuðunum og hafa brezkir sjómenn haldið því fram að verðið hafi lækkað mikið vegna þessa. Hlutur okkar á þessum markaði er nú um 7.500 tonn, sem er litlu minna en í fyrra. Danir eru með um 3.600 tonn og írar 2.700, en þeir voru með 7.500 tonn í fyrra./10 Einstök hönnun Ingvar : Heigason hf. r Sœvarhöfða2 Sími 525 8000 Véladeild

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.